Skessuhorn


Skessuhorn - 10.03.2010, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 10.03.2010, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS Í Breiða bóls stað ar kirkju á Skóg­ ar strönd fermd ist árið 1957 Hulda Fjóla Magn ús dótt ir með hjálp­ ari Stykk is hólms kirkju. Það var sr. Lár us Hall dórs son sem fermdi hana eina því öðr um börn um var ekki til að dreifa á strönd inni þetta árið. Sr. Lár us hafði kennt Huldu Fjólu í far skól an um árið áður og um leið upp frætt hana fyr ir ferm­ ing una. Kver ið var und ir stað an og sett var fyr ir að læra heima, sálma og verk efni úr bók inni. Hulda Fjóla minn ist þess að henni hafi fund­ ist sér stak lega gam an að lesa bibl­ íu sög urn ar. Á þess um tíma fóru ferm ing ar börn in með trú ar játn­ ing una við at höfn ina sjálfa, án að­ stoð ar safn að ar ins, Hulda Fjóla var feim in og fannst erfitt að þurfa að gera þetta ein, en allt fór þetta far­ sæl lega. Dag ur inn var ynd is leg ur, sól og blíða. Veg ir voru ekki með sama móti og nú og þeg ar Hulda Fjóla rifj ar upp hvern ig far ið var til kirkju, ak andi, gang andi eða ríð­ andi kem ur í ljós að far ið var á bíl. Fóst ur bróð ir henn ar átti orð ið bíl og ók öll um til kirkj unn ar. Eng ir kyrtl ar „Á þess um tíma voru ekki komn­ ir kyrtl ar og því voru ferm ing ar­ börn in bara í eig in föt um. Fóst ur­ móð ir mín saum aði á mig kjól sem náði vel nið ur fyr ir hné. Síð an fékk ég gef ins kápu og var afar lukku­ leg með þetta. Fyr ir dag inn sjálf an voru sett ar í mig ein hverj ar rúll ur en hár ið stóð allt út í loft ið man ég var. Fólk gerði sér daga mun í til efni af þess um við burði. Ná grönn um og ætt ingj um var boð ið heim í kaffi og kök ur og ég fékk flott ar ferm­ ing ar gjaf ir. Með al þess sem ég fékk voru háls men, bæði frem ur stórt með brún um steini og smærra með sem el íu stein um sem núna eru aft­ ur komn ir í tísku. Einnig eitt hvað af nylon sokk um og pen ing um.“ Á sund nám skeið til Stykk is hólms „Eins og ég sagði áður þá fékk ég eitt hvað af pen ing um í ferm­ ing ar gjöf. Þannig vildi til að þetta vor fór ég á sund nám skeið í Stykk­ is hólmi. Þar var ým is legt að sjá og skoða sem ég hafði aldrei upp lif­ að fyrr. Með al ann ars var starf rækt bíó í hús inu þar sem nú er Eld fjalla­ safn ið. Mig minn ir að bíó sýn ing ar hafi ver ið tvisvar í viku. Fyr ir mig var þetta heill andi heim ur og ég man ekki bet ur en að mest allt af ferm ing ar pen ing un um mín um hafi far ið í bíó ferð ir. Ég fór bara í bíó eins og ég hafði þol til. Það var svo gam an. Eins hafði ég aldrei smakk­ að ís í brauð formi og leyfði mér þann mun að að prófa hann líka. Þetta var gíf ur leg upp lif un að fá að prófa þetta allt og lif ir í minn ing­ unni sem skemmti leg ur tími,“ seg­ ir Hulda Fjóla. bgk Ferm ing ar pen ing ur inn fór í bíó ferð ir og ís Á hvíta sunnu dag 9. júní 1957 fermd ist með hjálp ari Norð tungu­ kirkju í Borg ar firði, Jón Guð björn Guð björns son í Lind ar hvoli. Á þeim tíma var hans sókn ar kirkja í Hjarð ar­ holti en hann fermd ist engu að síð ur frá Staf holts kirkju. Ferm ing ar börn­ in voru þrett án sem fóru í eins kon­ ar ferm ing ar búð ir í Varma land, er nær dró skóla lok um. Þar voru þau í ein hverja daga til að upp fræð ast fyr­ ir ferm ing una. Það var sr. Berg ur Björns son prest ur í Staf holts presta­ kalli sem sá um að ferma hóp inn. Jón Guð björn rek ur ekki minni til ann­ ars en að allt hafi þetta geng ið eins og von ir stóðu til. Öll komust börn­ in í krist inna manna tölu þenn an dag. Á þeim tíma var ekki mik ið um bíla á bæj um en ein föð ur systir in átti bíl og sáu þau hjón um að sel flytja ferm ing­ ar barn ið og þá gesti sem vildu vera við stadd ir at höfn ina, nið ur í Staf­ holt. Allt sett á ann an end ann Árið 1957 hafði fjöl skyld an í Lind­ ar hvoli búið tvö ár í hús inu. Eins og vill verða var ekki allt full klárað inn­ an stokks, ein hverj ar hurð ir vant­ aði og eitt hvað átti eft ir að mála. Því þurfti að hrein gera allt, bera út hús­ gögn og berja úr þeim stein ryk ið. Allt skyldi vera eins fág að og fínt og tök voru á. Jón seg ist svo sjálf ur hafa orð ið fórn ar lamb þessa mikla hrein­ gern ing ar átaks er móð ir syst ir hans tók hann á ferm ing ar dag inn inn á bað her berg ið og skrúbb aði hann hátt og lágt. „Mér fannst þetta nú held­ ur nið ur lægj andi,“ seg ir hann, „og var ekki full sátt ur. En frænka mín var þeirr ar gerð ar að ekk ert þýddi að mögla og varð ég að láta þetta yfir mig ganga. Það hef ur ekki ver ið eft­ ir á mér einn ó hreinn blett ur, það er nokk uð ljóst.“ Ferm ing ar föt in tví hneppt Oft var það svo að fyrsta ferð ferm­ ing ar barns ins til Reykja vík ur var til að kaupa ferm ing ar föt in. Í til felli Jóns Guð björns, sem raun ar var að flutt ur að sunn an, var það ekki svo. „Ég fékk ferm ing ar föt af ein hverj um frænda mín um sem ég kunni ekki deili á, lík­ lega tveggja til þriggja ára göm ul. Í sjálfu sér var allt í lagi að fá not uð föt, hitt var held ur verra að þau voru tví­ hneppt. Því hátt aði nefni lega þannig til að slíkt var ekki leng ur í tísku. Ný­ tísku föt voru öll ein hneppt og þótti mér þetta held ur lak ara, þótt ég hafi sætt mig við það, enda ekki ann að í boði. Þar á ofan voru nýj ustu jakk­ arn ir með tveim ur klauf um og man ég að einn ferm ing ar bróð ir minn var mjög upp tek in af sín um föt um sem voru nýjasta nýtt, en ég var ekki al veg í tísk unni. Föt in reynd ust mér síð an á gæt lega og not aði ég þau næstu tvö ár á eft ir þeg ar ég gekk í Reyk holts­ skóla og þurfti að klæða mig upp á þar.“ Veisl an með glæsi brag og boð flennu Er pilt ur hafði ver ið fermd ur lá ekk ert ann að fyr ir en að ein henda sér í veisl una. Veislu gest ir voru tals vert marg ir; flest ir að sunn an og dvöldu yfir helg ina og eig in lega má segja að helg in hafi ver ið ein als herj ar veisla. Það hef ur þurft nokkra fyr ir hyggju með allt sem því fylgdi og vafa laust hef ur Sólo­elda vél in ver ið rauð gló­ andi í marga daga. Jón seg ir að dag­ ur inn hafi ver ið fal leg ur og hlýr enda kom ið fram í júní og ekk ert mál að vera úti við. Hús ið stóð því opið yfir dag inn. „ Einmitt af þeim sök­ um bar að ó vænt an gest. Heima aln­ ing ur inn bauð sjálf um sér til veislu. Hann skeið aði inn í stofu og jarm­ aði svo hátt og snjallt að varla heyrð­ ist manns ins mál, enda frek ur eins og aðr ir heima aln ing ar og van ur að fá þá at hygli sem hann vildi. Ég veit ekki hvort það var af því að hann fékk ekki nóga at hygli eða hvað það var en eft ir jar mið þá gerði hann sér lít­ ið fyr ir, glennti út aft ur lapp irn ar og meig á gólf ið. Þar með var at hygl inni náð enda brugð ið skjótt við og hon­ um kom ið í að hald til að fyr ir byggja meiri veislu spjöll.“ Hvítt tjald með botni Þeg ar far ið er að spjalla um gjaf­ irn ar kem ur í ljós að Jón fékk ekki úr frá for eldr um sín um svo sem títt var, held ur bóka hill ur sem enn eru uppi á vegg í Lind ar hvoli. „Síð an fékk ég tölu vert af pen ing um, alla vega það mik ið að fyr ir þá gat ég keypt mér úr og gæru skinnsúlpu sem þá var afar flott flík og mik ið þarfa þing. Svo má ekki gleyma Nýja testa ment inu sem var með al gjaf anna á samt veiði stöng. Hún kveikti ekk ert sér stak lega í mér veiði dellu en þá sjald an ég renni í vötn finnst mér gam an að veiða. Svo var með al gjaf anna lind arpenni eða sjálf­ blek ung ur sem sum ir kalla, á graf inn, og hvítt tjald með botni. Botn inn var reynd ar laus en tjald með botni þótti al veg sér stakt raritet og mik il nýj ung. Tjald ið er enn til hér og hef ur ver ið tölu vert not að. Í fyrstu var það nýtt eitt sér en þeg ar við hjón in fór um í ferða lög með börn in okk ar tók um við hvíta tjald ið með á samt öðru og nýtt um sem eld hús tjald. Þetta voru allt nota drjúg ar gjaf ir,“ seg ir Jón Guð björn Guð björns son. bgk Hvítt tjald og heima aln ing ur settu svip á dag inn Mel korka Bene dikts dótt ir á Víg­ holts stöð um er með hjálp ari í Hjarð ar­ holts kirku í Dala presta kalli. Fað ir henn­ ar var með hjálp ari við sömu kirkju hér fyrr á tíð. Börn in henn ar segja í gamni að þau hafi drif ið sig í burtu til að þurfa ekki að taka við þessu ætt ar emb ætti. Í Hjarð ar holts kirkju fermd ist hún 24. maí árið 1959 á samt þrem ur stúlk um og ein um strák. Mel korka rifj ar upp ferm­ ing ar dag inn sinn. „Það var sr. Ás geir Ingi bergs son sem fermdi okk ur og vor­ um við fyrsti hóp ur inn sem hann fermdi hér. Hann sat í Hvammi en þjón aði Hjarð ar holti einnig. Við vor um ekki lát in læra mik ið af sálm um, eft ir því sem ég best man, en auð vit að trú ar játn ing­ una, boð orð in og þetta venju lega. Upp­ fræðsl an gekk vel og síð an tók að líða að hin um stóra degi. Eins og venja var til var aldrei spurn ing um ann að en veisl an yrði heima og allt sett á hvolf til að svo mætti verða. Gert hreint og mál að þar sem hrein gern ing dugði ekki. Ég gekk í þessi verk með öðr um og það þótti bara sjálf sagt. Mál aði her berg ið mitt og eld­ hús ið, man ég, og eitt hvað að stoð aði ég við bakst ur inn enda var boð ið upp á kaffi sem venja var. Þá tíðk uð ust mat ar­ veisl ur ekki.“ Í miðj um sauð burði „ Mamma saum aði á mig ferm­ ing ar kjól inn sem var erma laus með bólerójakka yfir, gríð ar lega flott ur. Svo fékk ég græna popp linkápu, slæðu og hanska sem voru nauð syn leg ir fylgi hlut­ ir og svarta lakk skó með hæl sem feng­ ust í kaup fé lag inu, þetta var al veg full­ komn að. Á ferm ing ar dag inn var ég síð­ an með spöng í hár inu, al veg gríð ar lega flott. Eins og enn er í dag var ferm ing in stór at burð ur fyr ir mig og dag ur inn eft­ ir minni leg ur, bjart ur og fag ur. At höfn­ in í kirkj unni gekk vel, eins og lagt var upp með, en geng ið var síð ar til alt ar is. Nán ustu ætt ingj um var boð ið til veislu og gjaf irn ar góð ar sem mér voru færð­ ar. Sauð burð ur stóð yfir og eitt hvað var ég meira með hug ann þar en í veisl unni, meira að segja bar ein tví lemba þenn an dag sem alls ekki var al gengt þá.“ Gjaf irn ar enn til „Eins og ég sagði áðan var nán ustu ætt ingj um boð ið til veislu. Ég fékk góð­ ar gjaf ir sem marg ar hverj ar eru enn til. Frá pabba og mömmu fékk ég hest og úr. Hest ur inn reynd ist mér vel og átti ég hann lengi. Frá afa og ömmu kom kommóða sem enn er til og enn í notk­ un. Með hana þvæld ist ég hing að og þang að um land ið þeg ar ég var að fara í skóla eða vinnu. Pabbi skellti henni bara í skott ið og svo var far ið af stað,“ seg ir Mel korka og hlær. „Svo fékk ég hand­ gert seðla veski með nafn inu mínu graf ið þvert yfir, bursta sett í flott um kassa sem inni hélt hár bursta, fata bursta og greiðu, eins gáfu leg sam setn ing og það nú er, en þetta þótti gíf ur lega flott. Einnig fékk ég tuðru sem enn er til, slæð ur og 800 krón ur í pen ing um. Fyr ir þá keypti ég mér gít ar sem mik ið var spil að á. Hann er nú geymd ur eins og forn grip ur, sem hann reynd ar er. Ekki má ég gleyma því að frá ná granna okk ar fékk ég botnótta gimb ur, átti hana lengi og fékk mik ið und an henni. Svo komu 17 skeyti og 43 ferm ing ar kort sem ekk ert endi lega voru frá þeim gest um sem var boð ið. Það var oft gert að senda frek ar kort en skeyti, það þótti ekki síð ur per sónu legt. Þeg ar ég hugsa til baka finn ég hvað dag ur inn var mik il væg ur fyr ir ferm ing­ ar barn ið. Á þess um tíma punkti varð mað ur sann ar lega form lega full orð inn. Jafn framt finnst mér með ó lík ind um hvað ég fékk mikl ar, góð ar og vand að­ ar gjaf ir. Það seg ir sína sögu að þær skuli enn vera til, öll um þess um árum síð ar,“ seg ir Mel korka Bene dikts dótt ir á Víg­ holts stöð um. Mel korka Bene dikts dótt ir. Botnótt gimb ur, hest ur og úr Mel korka á ferm ing ar dag inn 24. maí 1959. Hulda Fjóla Magn ús dótt ir var eina ferm ing ar barn ið í Breiða bóls stað ar­ kirkju vor ið 1957. Með hjálp ari Stykk is hólms kirkju, Hulda Fjóla Magn ús dótt ir. Jón Guð björn Guð björns son við hvíta tjald ið með botn in um sem hann fékk í ferm ing ar gjöf. Sjald gjæft var á þeim árum að tjöld væru með botni. Jón G Guð björns son.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.