Skessuhorn


Skessuhorn - 24.11.2010, Side 56

Skessuhorn - 24.11.2010, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER „Ég byrja nú yf ir leitt snemma í nóv em ber að baka smákök urn ar og reyni að vera til bú in með þær fyr­ ir fyrsta sunnu dag í að ventu,“ seg­ ir Bylgja Krist ó fers dótt ir hjúkr un­ ar fræð ing ur á Akra nesi um leið og hún býð ur blaða manni upp á rjúk­ andi heitt súkkulaði með rjóma og smákök um. „Svo á mað ur inn minn, Björn Helgi Guð munds son, af mæli 25. nóv em ber og mamma hans hafði alltaf reynt að vera til bú in með upp­ á halds smáköku teg und ina hans fyr ir af mæl is dag inn. Ég tók við þeirri hefð henn ar og hef hald ið þessu við frá því við byrj uð um að búa.“ Fimm teg und ir til að borða á að vent unni Bylgja seg ist baka fimm smáköku­ teg und ir og hún er ekk ert að geyma smákök urn ar til jól anna því þær eru borð að ar á að vent unni og oft ast bún­ ar þeg ar kem ur að jól um. „Ég reyni svona að lauma ein hverju und an til að hafa á jóla borð inu, enda strák­ arn ir þrír á heim il inu á samt hús­ bónd um sólgn ir í þetta.“ Hún seg ist ekki merkja að ein hver ein teg und in sé vin sælli en önn ur þær renni all ar Til bú in með smákök urn ar í að ventu byrj un ljúf lega nið ur. Flest ar upp skrift irn ar sem Bylgja not ar koma úr fjöl skyld­ um þeirra Björns. „Sör urn ar eru ó missandi, svo baka ég Júlíönu kök ur, sem eru eft ir upp skrift frá langömmu minni á Lækja mót um við Ísa fjörð. Þær kök ur, sem eru með kókos og rús ín um, eru nú bak að ar á flest um heim il um og heita ýms um nöfn­ um. Svo eru súkkulaði bita kök urn­ ar, sem eru upp á hald ið hans Bjössa, en sú upp skrift er frá tengda mömmu minni. Spesí urn ar baka ég líka og síð ast en ekki síst pip ar kök urn ar en upp skrift in að þeim kem ur frá móð­ ur syst ur minni, Láru Krist ínu Guð­ munds dótt ur, sem nú er lát in.“ Bylgja kall ar á yngsta son sinn Fann ar og vin hans Sig urð Andra Ósk ars son og býð ur þeim upp á heitt súkkulaði úr mán að ar boll un um sín­ um og smákök ur með sem strák arn ir gera góð skil. „Þeir eru mik ið sam an vin irn ir og ég baka svo mik ið að þeir eru van ir að fá eitt hvað nýtt bakk elsi þeg ar þeir koma heim úr skól an um.“ Byrj aði ung að baka Bylgja seg ist snemma hafa byrj­ að að baka og alltaf ver ið að snigl­ ast í kring um mömmu sína við bakst­ ur sem krakki. „Ég var far in að baka sjálf marm ara kök ur níu eða tíu ára göm ul og svo var ég alltaf að hjálpa til við að hnoða deig ið í smákök urn­ ar og gera fleira sem til þurfti.“ Hún seg ist ein göngu baka smákök ur fyr­ ir jól in og ekk ert ann að. „Mér finnst líka gam an að gefa sör urn ar enda eru þær nán ast eins og konfekt. Ég fer yf­ ir leitt með sýn is horn af þeim í vinn­ una og gef ætt ingj um líka.“ En tek ur eig in mað ur inn þátt í bakstr in um með henni? „Hann er dug leg ur að borða kök urn ar,“ seg ir Bylgja og hlær en seg ir Bjössa þó taka til hend inni við frá gang og upp vask. Hún seg ist eig in lega vera með bakst­ ur seðlið í blóð inu og baki til dæm is mik ið af klein um. „ Mamma arf leiddi mig svona fyr ir fram að kleinu pott­ in um sín um og tvö falda kleinu járn­ inu, sem hún keypti ein hvern tím­ ann í Kaup fé lag inu í Búð ar dal. Svona kleinu járn hafa ver ið ó fá an leg lengi en eru að koma fram aft ur,“ seg ir Bylgja og skenk ir meira súkkulaði í mán ar boll ana, sem drengirn ir taka vel á móti. hb Pip ar kök ur frá Láru Krist ínu Hérna er svo ein af upp skríf t­ un um sem Bylgja not ar. Pip ar­ köku up skrift ina fékk Bylgja hjá Láru Krist ínu Guð munds dótt ur móð ur syst ur sinni. Pip ar kök ur 250g hveiti 90g smjör líki 125g syk ur 1/2 bolli sýróp 1 tsk kanill 1 tsk engi fer 1 tsk neg ull 1/2 tsk hjart ar salt 2 tsk mat ar sódi pip ar á hnífsoddi Bak að við 150° Kök urn ar eru frek ar ljós ar, þeg­ ar plat an er tek in út á að skella henni að eins nið ur og þá falla kök urn ar og springa. Bylgja hitar súkkulað ið í eld hús inu á Há holt inu. Vin irn ir Sig urð ur Andri og Fann ar vanda sig við að drekka súkkulað ið úr mán að ar boll un um. Smáköku teg und irn ar fimm komn ar á borð ið. Skólabraut 27 • Akranesi • Sími 431 1313 Fax 431 4313 Prentum myndir á striga Íslandskort og heimskort í nokkrum stærðum Tilbúnir rammar í miklu úrvali Passamyndatökur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.