Skessuhorn - 05.09.2012, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012
Áramót í útgerðinni
Fyrirtækið KG fiskverkun ehf. er
starfrækt í Rifi. Hjá fyrirtækinu
vinna 46 starfsmenn, 21 á sjó og
25 í landi. Fyrirtækið gerir út einn
bát, Tjald SH 270, sem gerður er út
allt árið. „Hann er gerður út tíu og
hálfan mánuð á ári. Það eru alltaf
fjórtán um borð og sjö í fríi. Menn
eru bara tuttugu daga á sjó og tíu
í landi," segir Hjálmar Kristjánsson
eigandi KG. Blaðamaður
Skessuhorns fór í heimsókn í
húsnæði fyrirtækisins og ræddi við
Hjálmar og son hans Daða.
Markaðir erfiðir
„Það hefur gengið ágætlega, eigum
við ekki að segja það Daði, ekkert
vera að kvarta neitt. Við tökum rúm
2000 tonn upp úr sjó á ári og vinnum
úr aflanum tæplega 1000 tonn af
afurðum. Markaðir eru að vísu
töluvert erfiðir, efnahagsástandið í
saltfiskslöndunum er ekki í góðum
málum. Við erum eingöngu í því að
vinna saltfisksflök," segir Hjálmar.
„Ætli það sé ekki aðalmálið hvað
gerist á Spáni," bætir Daði við.
„Við erum bara með einn kaupanda
á Spáni sem kaupir nánast allar
okkar afurðir. Við erum að selja
dýra vöru og það er ekki einungis
að kaupmáttur fari minnkandi, fólk
er líka að halda að sér höndum því
ef það missir vinnuna þá er ekki
eins gott félagskerfi þar eins og er
hér," segir Daði.
Tjaldur er línubátur sem
smíðaður var 1992 í Noregi. Á
Tjaldi er nær eingöngu veiddur
þorskur. Um þessar mundir er
skipið að veiðum við Norðurland
og hefur landað á Dalvík. Þaðan er
aflanum ekið vestur í Rif til vinnslu
í húsi fyrirtækisins sem er nýtt hús
og vel tækjum búið. „Þetta var
byggt á toppnum," segir Hjálmar
og hlær. „Húsið var opnað 15. ágúst
2007. Við reyndum að gera þetta
eins gott hús og við gátum."
sko
Fisk iðj an Bylgja í Ó lafs vík hef ur
ver ið starf rækt í frá ár inu 1977
og varð að hluta fé lagi 1988.
Bald vin Leif ur Ívars son hef ur
ver ið meiri hluta eig andi frá 1998.
„Við höf um far ið í gegn um ým s
ar breyt ing ar, bæði á fyr ir tæk inu
og kvóta kerf inu. Einnig höf um
við far ið í gegn um mörg mög
ur ár, en við erum enn þá hérna
og ætl um að reyna að halda því
á fram. Ég hef sagt að við séum
ekki fisk vinnsla held ur erum við
mat væla vinnsla," seg ir Leif ur.
Inn rás á
Evr ópu mark að
Að spurð ur hvern ig síð asta kvóta
ár hafi geng ið hjá fyr ir tæk inu
seg ir Leif ur: „Það gekk bara la
la, ekk ert bet ur en það og það
hefði mátt vera betra. Það eru
ýms ir þætt ir sem spil uðu þar inn
í. Við kaup um allt okk ar hrá efni
á fisk mark aði og erum að taka
inn svona 2500 tonn á ári. Það er
eng in ein teg und sem við erum
að vinna meira en aðr ar og þetta
er til helm inga bol fisk ur og flat
fisk ur. All ar okk ar af urð ir fara í
fryst ingu og við selj um mest til
Belg íu. Mark að irn ir hafa ver
ið þung ir und an far ið. Auð vit að
er kreppa um alla Evr ópu og ís
lensk ur fisk ur er dýr mið að við
aðr ar teg und ir. Það hef ur líka
ver ið mik il inn rás á mark að inn
í Evr ópu und an far ið. Pangasi us
er hvít ur eld is fisk ur frá Ví etnam.
Það er búin að vera gríð ar leg
aukn ing á hon um að und an förnu
á mark aði en þetta er fisk ur sem
seld ur er á hálf virði mið að við
okk ar vöru. Fyr ir hinn al menna
neyt anda í Evr ópu er fisk ur bara
fisk ur. Þetta hef ur auð vit að á hrif
á all ar mark aðs að stæð ur, eðli
lega," seg ir Leif ur.
Um hvern ig nýja kvóta ár
ið lít ur út svar ar Leif ur: „Ef ég
á að segja eins og er þá geri ég
mér ekki al menni lega grein fyr ir
því. Það verð ur bar átta að koma
þessu heim og sam an, að finna
rétta jafn væg ið í vinnsl unni. Það
er þetta ei lífa strögl, hvar rétta
jafn væg ið er í fram leiðslu og
hvað mað ur á að vera með marga
starfs menn. Verð ur sölu aukn ing
eða fram leiðslu aukn ing, þetta
snýst allt um það. Mað ur hef ur
séð sí fellt meira af því að þessi
stóru fyr ir tæki eru að koma inn
á mark aði sem minni fyr ir tæk
in byggðu upp á sín um tíma. Því
þeg ar þeir sjá að eitt hvað nýtt
borg ar sig, þá yf ir taka þeir mark
að inn og und ir bjóða okk ur litlu
fyr ir tæk in í krafti þess að þeir
eru með veið arn ar og vinnsl una á
einni hendi. Þeir hafa líka á und
an förn um árum ver ið að kaupa
á mark aði. Það er fullt af spurn
ing um í þessu."
Stærri fyr ir tæki
græða
Þar sem Bylgja er ekki með út
gerð fannst blaða manni for vitni
legt að vita hvort ný fisk veiði
stjórn un ar lög myndu hafa á hrif á
rekst ur inn. „Ég ótt ast að hrá efn
is öfl un in verði erf ið ari með nýju
fisk veiði stjórn un ar kerfi. Mað ur
er bú inn að upp lifa það í gegn
um tíð ina að eitt penna strik get
ur haft þau á hrif að mað ur þarf
að end ur hugsa allt sitt. Ég hugsa
að þetta muni hafa þau á hrif að
þeir stóru verði bara stærri. Að
þeir sem ver ið er að „ráð ast á"
komi í raun sterk ast ir frá þessu.
Það er mik ið af einka út gerð
um á Snæ fells nesi og spurn ing
in er hvort að menn geti þol að
þetta eða missi á hug ann á þessu
ef menn fá ekki arð leng ur. Þeir
sem þola mest ar breyt ing ar eru
þeir sem hafa mesta fjár magn
ið og mestu dreif ing una. Mað
ur get ur al veg í mynd að sér að ef
þetta verði að veru leika, veiði
gjald og all ur þessi pakki, að við
verð um jafn vel næstu Vest firð ir,"
seg ir Leif ur.
Strand veið ar
nýt ast lít ið
Leif ur seg ir erfitt fyr ir fyr ir
tæki eins og Bylgju að nýta sér
strand veið arn ar. „Ég er ekki
mjög hlynnt ur strand veiða form
inu eins og það er í dag. Samt er
það að sínu leyti, eins langt og
það nær, á kveð inn plús. Það ger
ir lít ið fyr ir vinnsl urn ar að hafa
veið ar nokkra daga í mán uði. Ég
er með fullt af fólki í vinnu og
þarf að hafa opið alla virka daga
mán að ar ins. Þannig að strand
veið ar eru ekki að skila nægri
vinnu í landi. Þetta þarf að vera
byggt upp á þeim grund velli að
það sé fisk ur að koma meira og
minna inn all an mán uð inn," seg
ir Leif ur.
sko
Kaupa allt sitt hrá efni af mark aði
Rætt við Bald vin Leif eig anda Fisk iðj unn ar Bylgju í Ó lafs vík
Hjá Bylgju starfa um 40 manns.
Baldvin Leifur Ívarsson er meirihlutaeigandi Bylgju.
Þegar blaðamaður staldraði við voru þrír flutningabílar að koma með afla Tjalds til vinnslu frá Dalvík.
Báturinn stoppar varla
Rætt við Hjálmar Kristjánsson eiganda KG fiskverkunar í Rifi
Hjálmar og sonur hans Daði sem einnig vinnur hjá KG fiskverkun.