Skessuhorn - 05.06.2013, Page 9
9MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Tilboð óskast í fasteignina
Búðarbraut 12 í Dalabyggð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
3
15412 – Búðarbraut 12, eigandi Ríkissjóður Íslands.
Um er að ræða tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með
innbyggðum bílskúr sem stendur á 812 m² leigulóð. Húsnæðið
er laust nú þegar.
Húsið er samtals 280,5 m², byggt árið 1979 og hefur verið mikið
endurnýjað að utan.
Brunabótamat er kr. 60.000.000,- og fasteignamat er kr.
16.700.000,- samkvæmt Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá.
Húseignin verður til sýnis í samráði við
sýslumannsskrifstofuna í síma 433 2700 á skrifstofutíma
kl. 13 - 15:30.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og
hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á
tilboðseyðublaði.
Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir
kl. 10.00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist
bjóðenda er þess óska.
Sími 437 1600 • netfang: landnam@landnam.is
Óskum eftir að ráða starfsmann í veitingahús Landnámsseturs, ekki
yngri en 20 ára. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Sumarvinna með
möguleikum á framtíðarstarfi.
Upplýsingar í síma 437 1600 eða sendið
umsókn á landnam@landnam.is.
Landnámssetur Íslands -
Brákarbraut 13 - 15 - Borgarnesi
Atvinna
Kennaranám í Kundalini jóga
Kynning á náminu þriðjudaginn 11. júní í BORGARNESI
kl 19.45 í Dansskóla Evu Karenar (í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar)
Kennaranám í Kundalini jóga
er ferðalag sem veitir þér nýja sýn
á sjálfa-n þig og lífið.
Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun
og skilning á Kundalini jóga eða öðlast jógakennararéttindi.
Kundalini jóga er fyrir alla.
Nánari upplýsingar: www.andartak.is / andartak@andartak.is / Guðrún í s: 8962396
Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi
ansi ört í síðasta mánuði þegar veg-
inum um Kjálkafjörð var lokað í
kjölfar mikils skriðufalls í firðinum.
Ferjan fór vegna þessa tvær ferðir á
dag á milli Brjánslækjar og Stykkis-
hólms í stað einnar. Pétur Ágústs-
son framkvæmdastjóri Sæferða í
Stykkishólmi, sem á og rekur Bald-
ur, segir þessa tilhögun hafa gengið
vel og að mikið hafi verið um flutn-
inga á þessum tíma. „Nú erum við
hætt að fara þessar aukaferðir og
förum bara eina ferð á dag, en það
virðist hreinlega vera of lítið. Yfir-
leitt er orðið fullt í þessar ferðir með
góðum fyrirvara því fólk veigrar sér
við að keyra veginn ennþá.“ Pétur
segir þennan atburð sanna enn bet-
ur mikilvægi ferjunnar en hún hafi
sem áður verið eina samgönguleið
íbúa á suðursvæði Vestfjarða á þess-
um tíma. Æskilegt væri að Baldur
fari tvær ferðir á dag yfir veturinn
en þær standi hins vegar ekki und-
ir kostnaði.
„Vegfarendur hafa eingöngu
þennan eina valkost, þessa einu
tímasetningu, í stað þess að geta
farið fram og til baka sama dag-
inn ef fólk á stutt erindi suður. Við
erum oft spurð út í þetta en vanda-
málið er að á veturna getum við
ekki ákveðið upp á eigin spýtur að
fara tvær ferðir. Kostnaðurinn er of
mikill. Því þó að umferðin sé mik-
il er ekki um hefðbundna farþega-
flutninga að ræða. Þetta eru stórir
trukkar og vöruflutningar sem gefa
ekki nógu miklar tekjur til að hægt
sé að reka ferjuna eingöngu á því.
Ríkið yrði því að kaupa einhverjar
ferðir af okkur til þess að þetta yrði
hægt,“ segir Pétur. Þess má geta að
Baldur fer sem áður tvær ferðir á
dag í sumar frá og með næsta föstu-
degi, 7. júní til 25. ágúst.
Fleiri ferðamenn
á veturna
Pétur segir sumarið leggjast vel
í starfsfólk Sæferða. „Fyrirfram
bókanir eru fleiri en á sama tíma í
fyrra, bæði í Baldur og í sérferðirn-
ar okkar, sem gefur okkur ákveðna
vísbendingu um hvernig sumarið
verður. Hins vegar erum við bund-
in við ákveðið þak í Baldri sem ger-
ir það að verkum að við getum ekki
aukið farþega- og bílafjölda í sam-
ræmi við fleiri bókanir vegna þess
að við höfum einfaldlega ekki meira
pláss.“
Aukinn ferðamannastraumur
til Íslands skilar sér aftur á móti
til Sæferða í gegnum sérferðirnar
sem farnar eru á skemmtisiglinga-
skipinu Særúnu. „Við höfum far-
ið í tvær til þrjár skemmtisigling-
ar á viku frá því um miðjan janúar,“
segir Pétur en að jafnaði hafa þess-
ar ferðir ekki verið farnar fyrr en í
fyrsta lagi í lok apríl. „Við höfum
síðan stundum náð að teygja okkur
fram í miðjan október, en núna vor-
um við til 10. desember í ferðum og
byrjuðum aftur 16. janúar. Þetta var
því bara örstutt jólafrí sem tekið var
á Særúnu að þessu sinni. Ég hef trú
á því að þetta eigi bara eftir að fær-
ast í aukana en það sem truflar helst
þessa þróun er að önnur þjónusta á
svæðinu er svo lítil. Til dæmis vilja
þessir hópar sem koma til okkar á
veturna ekki keyra fyrir Nes eft-
ir ferðir, því þar komast þeir varla
á salerni, hvað þá annað. Vonandi
er þetta samt allt á réttri leið,“ seg-
ir Pétur og tekur jafnframt fram að
þessi þróun hafi í för með sér fleiri
störf fyrir fleira fólk yfir lengri tíma
í ferðaþjónustunni, jafnvel yfir allt
árið.
Spurning um
mannréttindi
„Mér sýnist vera meiri bjartsýni
meðal fólks í greininni en oft áður.
Fólk horfir sérstaklega á þessa jað-
artíma og sér tækifærin í þeim.
Kannski spilar breytt veðrátta eitt-
hvað inn í þessa þróun en það er
varla hægt að tala um að það hafi
komið vetur hér í þessum lands-
hluta. Það eina sem ég er hrædd-
ur við er umræðan um að takmarka
ferðamenn á viss svæði. Þar horfa
menn fyrst og fremst til þeirra
svæða sem eru verulega aðþrengd
eins og Suðurlandsins, Þingvalla og
Geysis. Menn verða að passa sig á
því að alhæfa ekki því hér er ekki
komið sama ástand. Auðvitað þurfa
allir að búa sig undir það að taka á
móti fleira fólki. Það er ekki hægt
að hleypa því á svæðin eins og kind-
um á beit heldur þarf að gera ein-
hverjar ráðstafanir. Við erum svo
heppin að þó svo að við bætum við
ferðum og siglum meira þá mynd-
ast engin slóð eftir okkur.“
Pétur gagnrýnir fráfarandi rík-
isstjórn fyrir að leyfa ekki fólkinu,
sem vill búa úti á landi, að njóta
vafans í einhverjum tilfellum. Of-
uráhersla hafi verið lögð á náttúru-
vernd sem oft á tíðum hafi bitnað á
atvinnulífinu. „Til dæmis varðandi
ferðaþjónustufólk hér á Breiða-
fjarðarsvæðinu þá hefur þetta vega-
leysissamband á Vestfjörðunum
verið skelfilegt. Mér finnst agalegt
að enn sé verið að rífast um hluti
sem hefðu átt að vera komnir í lag
fyrir tíu, fimmtán árum, eins og
veginn um Barðastrandarsýsluna.
Sjálfur hef ég keyrt Barðaströndina
nokkrum sinnum í vor og ég skil
vel að fólk sé ekki upprifið að keyra
þetta að vetrarlagi. Þetta er spurn-
ing um ákveðin mannréttindi fyr-
ir íbúa svæðisins að úr þessu verði
bætt.“
Samvinna ekki
samkeppni
Sæferðir var stofnað árið 1986 og
hefur vaxið ört síðan. Í dag er það
eitt stærsta afþreyingarfyrirtækið á
landsbyggðinni. Pétur þakkar vel-
gengninni ekki síst því að þau eru
óhrædd við að breyta til og prófa
nýjungar. „Við erum alltaf að spek-
úlera í einhverju nýju og höng-
um ekki á sömu hugmyndinni al-
gjörlega óbreyttri. Nú erum við að
leggja mikla áherslu á nýtt vöru-
merki sem við köllum Víkinga-
Sushi. Þetta eru að stofninum til
svipaðar ferðir og við höfum verið
með en við leggjum meiri áherslu á
skelveiðina en áður. Þær eru styttri,
ódýrari og hentugri fyrir fólk með
börn og höfum við fengið mjög góð
viðbrögð við þeim. Einnig höfum
við verið að bæta við kvöldferðum
sem við köllum Taste of Iceland og
er nokkuð venjuleg ferð nema það
bætist við léttur kvöldverður.“
Pétur segir samvinnuna skipta
miklu meira máli en samkeppn-
ina í ferðaþjónustunni. Fleiri fyr-
irtæki bjóða nú upp á siglingar um
Breiðafjörð, bæði frá Stykkishólmi
og hinum sveitarfélögunum á Snæ-
fellsnesi. Pétur lítur á þetta sem
samstarfsfólk en ekki keppinauta.
„Til dæmis seldum við Gísla Ólafs-
syni í Grundarfirði bát í vetur og
bókum fyrir hann í ferðir í hvala-
skoðun. Við lítum á þetta sem meiri
breidd fyrir okkur í sölumennsk-
unni því ferðamennirnir spyrja
okkur um alls konar ferðir og ef við
getum ekki boðið upp á þær sjálf þá
er gott að geta bent á annan,“ sagði
Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri
Sæferða í Stykkishólmi að lokum.
ákj
Fólk veigrar sér enn við
að keyra veginn
Breiðafjarðarferjan Baldur sannaði enn og aftur gildi sitt í vor.
Hér er Pétur í sjóstangveiði, en
Sæferðir bjóða einnig upp á slíkar
ferðir. Ljósm. Saeferdir.is.