Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Side 10

Skessuhorn - 05.06.2013, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Vesturlandi Dagskrá sjómannadagshelgarinnar var fjölbreytt að vanda á Snæfellsnesi. Á öðrum stöðum fór minna fyrir hátíðarhöld- um. Keppt var í ýmsum keppnisgreinum, krakkarnir höfðu nóg fyrir stafni og þá voru aldraðir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín. Þó svo að veðrið hafi oft verið betra á þessum degi létu íbúðar og gestir það ekki á sig fá og voru flestir í hátíð- arskapi. Meðfylgjandi myndir fanga stemninguna sem ríkti á Vesturlandi um síðustu helgi. ákj Tveir sjómenn voru heiðraðir fyrir störf sín á sjó í Ólafsvík, þeir Pétur F. Karlsson og Hermann Magnússon. Hér eru þeir ásamt eiginkonum sínum fyrir miðri mynd. Ljósm. af. Sigurður Jónsson frá TM afhendir Ægi Kristmundssyni, yfirvélstjóra á Steinunni SH í Ólafsvík, Neistann sem er viðurkenning VM-Félags vélstjóra og málmtækni- manna og Tryggingarmiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf. Ljósm. af. Unga kynslóðin fékk að spreyta sig í þrautunum í Ólafsvík. Ljósm. þa. Hart barist í reiptogi í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Menn létu ekki lágt hitastig sjávar aftra sér í því að taka þátt í kararóðri í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Íslendingar eru sjómenn og víkingar. Víkingarnir fengu því einnig að njóta sín á sjómannadeginum í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Tveir sjómenn voru heiðraðir við hátíðarguðsþjónustu í Akraneskirkju, þeir Sigvaldi Loftsson og Jóhann Þóroddsson sem báðir eiga að baki langa og farsæla starfsævi sem sjómenn. Ljósm. Ómar Traustason. Það er gamall siður á sjómannadaginn. að setjast á planka og slá annan mann með kodda þar til hann fellur í sjóinn Sá siður er enn í hávegum hafður í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Flekahlaupið er alltaf jafn vinsælt í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Frá hátíðarhöldum sjómannadagsins á Hellissandi og Rifi. Myndin er tekin við lok viðurkenningar sem Smári J Lúðvíksson hlaut í þetta skipti. Á myndinni eru f.v. Kristinn Jón Friðþjófsson í Rifi, Birgir Óskarsson fv. loftskeytamaður m.a. á Elliða, Sævar Friðþjófsson skipstjóri, Cýrus Danelíusson sjómaður, Auður Alexanders- dóttir kona Smára Lúðvíkssonar, Smári Lúðvíksson. Þá eru forystumenn hátíðarhalda sjómannadagsins, Páll Stefánsson skipstjóri, Friðrik Kristjánsson skipstjóri, Atli Már Gunnarsson sjómaður og Loftur Bjarnason sjómaður. Ljósm. Ómar Lúðvíksson. Skotfélagið Skotgrund stóð fyrir keppni í leir- dúfuskotfimi á milli sjómanna og landmanna, fimmtudaginn 30. maí síðastliðinn. Vel var mætt á mótið og mikil spenna í loftinu þegar skytturnar reyndu sig á móti hvor annarri. Það fór svo á endanum að sjómennirnir reyndust betri skyttur í liðakeppninni en í einstaklingskeppninni sigraði Unnsteinn Guð- mundsson landkrabbi með meiru. Gísli Valur Arnarson smábátasjómaður hafnaði í öðru sæti og Steinar Alfreðsson, sem einnig er smábátasjómaður, í því þriðja. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.