Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Page 12

Skessuhorn - 05.06.2013, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Síðastliðinn laugardag var síðasta útskrift Bryndísar Hlöðversdótt- ur rektors frá Háskólanum á Bif- röst, en hún lætur brátt af störfum og Vilhjálmur Egilsson tekur við starfi hennar. Rúmlega 60 nemend- ur úr símenntun, grunn- og meist- aranámi voru útskrifaðir á laugar- daginn. Í ræðu Bryndísar kom m.a. fram hörð gagnrýni á skólakerfið í heild og viðleitni til að sníða alla í sama stakk á kostnað fjölbreytni og gerj- unar. Sagði hún það sorglega stað- reynd að skólaganga væri mörgum óþægileg upplifun sem lýkur allt of oft með því að ungmenni flýja á vinnumarkaðinn áður en fram- haldsskólastigi lýkur, þar sem þessi hópur er útsettur fyrir að verða at- vinnuleysi að bráð. Þá tók hún und- ir það sem kom fram í skýrslu starfs- hóps um samþættingu mennta- og atvinnumála sem skilað var til for- sætisráðherra í lok árs 2012, um að færa þurfi íslenskt menntakerfi í átt að nútímanum og aðlaga það þörf- um atvinnulífsins. Of margir stundi ekki nám við sitt hæfi eða í takt við það sem þörfin kallar á. Skólakerf- ið hefði brugðist mörgum en eitt helsta verkefni þess væri auk þess að efla þekkingu einstaklinganna, að hjálpa þeim að finna köllun sína og styrkja þá til að verða virkir og góðir þjóðfélagsþegnar. Svo virð- ist sem allt of mörgum líði ekki vel í námi, en um 30% stráka segja að sér leiðist námið í framhaldsskóla, 15% stúlkna. Vandinn á ekki upp- haf sitt í framhaldsskólunum, seg- ir Bryndís, heldur byrjar hann fyrr í kerfinu og má þar sem dæmi nefna að samkvæmt rannsóknum þá getur fjórði hver drengur í 10. bekk hér á landi ekki lesið sér til gagns. Bryndís hvatti stjórnvöld og alla sem í skólakerfinu starfa til að taka höndum saman og leita markvissra aðgerða til að vinna bug á vandan- um. Hún talaði einnig um mikil- vægi þess að skólakerfið væri fjöl- breytt og hvernig Háskólinn á Bif- röst hefur metið nemendur inn t.d. með tilliti til annarskonar bak- grunns. Þeir séu sumir hluti af þessu brottfalli og eftir að hafa far- ið í gegnum frumgreinadeildina, nú Háskólagáttina, reynast þeir oft vera bestu nemendurnir á háskóla- stiginu. Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur Útskriftarverðlaun hlutu Ótta Ösp Jónsdóttir á viðskiptasviði, Brynjólfur Tómasson á lögfræði- sviði og Hrafnhildur Árnadóttir á félagsvísindasviði. Einnig hlaut María Rán Guðjónsdóttir verðlaun fyrir hæstu einkunn í meistaranámi. Að auki fengu eftirfarandi þrír nem- endur felld niður skólagjöld á vor- önn í tilefni af góðum námsárangri: Ingunn Dögg Eiríksdóttir á við- skiptasviði, Þórunn Unnur Birgis- dóttir á lögfræðisviði og Baldur B. Vilhjálmsson á félagsvísindasviði. Í ávörpum fulltrúa allra útskriftar- hópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri mikið en það væri gott veganesti fyrir framtíð- ina. Talað var um mikla samkennd á meðal nemenda og að Bifröst væri góður staður til að mennta sig og að búa á. mm Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands á háskólabrautum og bú- fræði voru brautskráðir sl. föstudag við athöfn í Reykholtskirkju að við- stöddu fjölmenni. Alls útskrifuðust 47 búfræðingar, en 27 með BS í búvísindum, náttúru- og umhverf- isfræði, skógfræði og landgræðslu. Þá luku níu nemendur meistara- námi í rannsóknabundnu námi og tveir meistaranámi í skipulags- fræðum. Drífa Árnadóttir og Katr- ín Pétursdóttir fengu verðlaun fyr- ir frábæran árangur fyrir lokaverk- efni á BS-prófi en Aron Stefán Ólafsson fékk verðlaun fyrir best- an árangur á BS-prófi. Brynja Dav- íðsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi og Egill Þórar- insson verðlaun fyrir góðan árang- ur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Met í umsóknum um skólavist Á þessu vori bregður svo við að það stefnir í algjört met í um- sóknum um skólavist hjá Land- búnaðarháskóla Íslands. Útskrift- in á föstudaginn var níunda vor- ið sem nemendur eru brautskráðir frá LbhÍ. Á þessu vori voru það 87 sem brautskráðust, litlu færri en síðasta vor, en þá voru þeir fleiri en nokkru sinni. Þá útskrifuðust nemendur af öllum brautum skól- ans þ.m.t. garðyrkju á Reykjum og hestafræði með samstarfsskól- anum á Hólum. Alls voru á þessu skólaári 63 nemendur í framhalds- námi við LbhÍ, þar af er 31 nem- andi í rannsóknamiðuðu masters- námi, 25 í meistaranámi í skipu- lagsfræði og sjö nemendur í dokt- orsnámi. Eru þá ótaldir BS nemar; nemendur hjá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og þær þúsundir sem sækja nám á vegum endurmenntunar skólans. Níunda skólaár Landbúnað- arháskóla Íslands var annasamt og viðburðaríkt. Síðasta sumar var undirritaður við hátíðlega at- höfn í Skemmunni á Hvanneyri samningur um kennslu og rann- sóknir milli ráðuneytis mennta- og menningarmála og LbhÍ. Þetta er að sjálfsögðu mikill áfangi enda hefur Landbúnaðarháskóli Íslands aldrei haft formlegan samning um starfsemina líkt og aðrir háskól- ar hafa haft. Samningurinn tek- ur m.a. á heildarfjölda nemenda og segir til um verkefni sem skól- anum eru formlega falin og fjár- framlög til þeirra. Nú fyrir nokkr- um dögum var síðan undirritaður sérstakur rannsóknasamningur til næstu fjögurra ára milli LbhÍ og ráðuneytis atvinnuvega- og ný- sköpunar. Þessi samningur er kjöl- festan í rannsóknastarfi LbhÍ og afar mikilvægur að sögn forsvars- manna skólans. Sjálfsmatsskýrsla til Gæðaráðs Í lok síðasta árs skilaði LbhÍ ít- arlegri sjálfsmatsskýrslu inn til Gæðaráðs íslenskra háskóla eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Starfs- menn og nemendur LbhÍ komu með virkum hætti að gerð skýrsl- unnar sem er mikilvægur liður í því ferli að auka gæði starfs okk- ar. Erlend sérfræðinganefnd gerði síðan viðamikla gæðaúttekt á starfi LbhÍ í byrjun mars sl. „Niðurstöð- ur sérfræðinganefndarinnar liggja fyrir og í stuttu máli sagt getum við starfsmenn og nemendur LbhÍ verið ákaflega stoltir af skólanum. Úttektarnefndin gefur skólanum góða einkunn og lýsir yfir trausti á skólastarfinu. Í niðurstöðum nefndarinnar koma einnig fram mjög gagnlegar ábendingar um þætti til úrbóta sem ætti að vera mögulegt að bregðast við þann- ig að gæði skólastarfsins geti auk- ist,“ sagði Ágúst Sigurðsson, rekt- or m.a. í ræðu sinni í Reykholts- kirkju sl. föstudag. mm/ Ljósm. áþ Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Bifröst Brautskráð frá Landbúnaðarháskóla Íslands Nýútskrifaðir búfræðingar ásamt Ágústi Sigurðssyni rektor LbhÍ og Jóni Gíslasyni brautarstjóra. Nýútskrifuð með BS í búvísindum ásamt Ágústi Sigurðssyni rektor og Emmu Eyþórsdóttur, brautarstjóra. Nýútskrifuð með BS í náttúruvísindum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Önnu Guð- rúnu Þórhallsdóttur, brautarstjóra. Nýútskrifuð með BS í umhverfisskipulagsfræðum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Helenu Guttormsdóttur, brautarstjóra. Útskrifaðir meistaranemar. Hraundís Guðmundsdóttir tekur við verðlaunum fyrir góðan árangur í skógfræði.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.