Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Systkinin Guðrún Sigríður Gísla- dóttir og Gunnar Valur Gíslason frá Akranesi gáfu nýlega út bók- ina Bergrúnir. Þar er fjallað um æskuár og lífshlaup foreldra þeirra, hjónanna Erlu Guðmundsdóttur frá Hnífsdal og Gísla S. Sigurðs- sonar frá Akranesi. Faðir þeirra hef- ur í gegnum tíðina ort mikið og skrifað sögur frá æskuárum sínum en minningar móður sinnar skráðu þau systkinin eftir viðtöl við hana. Erla lést í mars árið 2012 eftir tíu mánaða baráttu við krabbamein. Gísli faðir þeirra, býr nú á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akra- nesi. Í bókinni eru um 160 af mörg þúsund myndum sem úr var að velja úr myndaalbúmum fjölskyldunn- ar og lausum myndum sem fengust víða að. Ritlingur varð að alvöru bók „Upphaflega var ætlunin að hafa þetta bara lítið heftað rit fyrir fjöl- skylduna en þegar við sáum hversu mikið efni við vorum með í hönd- unum ákváðum við að þetta yrði alvöru bók. Hún endaði í rúm- um 250 blaðsíðum og er innbund- in með veglegri kápu,“ segja þau Gunnar og Guðrún þegar rætt er við þau. „Mamma ætlaði sér allt- af að skrá niður minningar úr æsku því henni fannst svo mikilvægt að fjölskyldan og afkomendur henn- ar þekkti ættarsögu okkar. Hún ólst upp með móðursystkinum sín- um og var orðin ein til frásagnar frá þessum tíma þar sem móðursystkini hennar eru öll látin. Hún hafði hins vegar aldrei komið þessu í verk en vorið 2011 ákváðum við í samráði við hana að skrá minningarnar með viðtölum við hana sjálfa.“ Þau systkin segja föður sinn hafa skrifað og viðað að sér efni um margra ára skeið auk þess að taka viðtöl við móður sína og ýmsa eldri ættingja. Þetta hafi allt legið fyr- ir og auk þess hafi hann talsvert ort og mörg af hans bestu kvæðum séu ákveðið hryggjarstykki í bókinni. Þau segja ýmislegt hafa komið þeim á óvart þegar þau unnu að bókinni. „Já, já, svo sannarlega. Þrátt fyrir að við höfum alist upp með foreldrum okkar og teldum okkur þekkja þá til hlítar kom okkur ýmislegt á óvart. Það hefði verið mjög fróðlegt fyr- ir okkur að hverfa áttatíu til hundr- að og fimmtíu ár aftur í tímann og kynnast þeim aðstæðum sem for- eldrar okkar, afar, ömmur, langafar og langömmur bjuggu við á sínum æskuárum.“ Eftirminnilegust var samvinnan með foreldrunum Þau Guðrún og Gunnar segja ánægjulega og skemmtilega sam- vinnu með foreldrunum vera eft- irminnilegustu stundirnar frá vinnunni við bókina. „Bæði á með- an umræðan við þau um einstaka þætti verksins stóð yfir og líka þeg- ar við vorum að skrifa bókina og fjölskyldusagan fór að verða til. Mamma hélt alltaf utan um fjöl- skylduna, var gestrisin og ættræk- in með eindæmum og pabbi studdi hana í þessari viðleitni hennar alla tíð.“ Þau segjast sjá núna að fólk líti ekki einungis á bókina sem endur- minningar foreldra þeirra heldur líka sem heimildir um það umhverfi sem þau ólust upp í. Þessu hafi þau ekki búist við. Bókin var gefin út í frekar tak- mörkuðu upplagi. Helmingnum hefur þegar verið ráðstafað og þau segjast hafa fundið fyrir mjög mikl- um áhuga fólks sem þekkti foreldra þeirra, bæði á Akranesi og fyrir vest- an. Til að nálgast bókina er hægt að hafa samband við þau systkini eða senda tölvupóst á netfangið bergr- unir@gmail.com. Þegar Laxfoss strandaði Lítum á tvö stutt brot úr bókinni. Fyrst er það frásögn Erlu af því þeg- ar hún var um borð í síðustu ferð Laxfoss milli Akraness og Reykja- víkur þegar skipið strandaði á Kjal- arnestöngum þann 19. janúar 1952. „Aðdragandinn að því að við Kata Georgs, vinkona mín, lentum í Lax- fossstrandinu á Kjalarnesi í janúar 1952 var að Bogga, mamma Kötu, fór til Reykjavíkur og við Kata ætl- uðum að fara að sjá með henni Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu að kvöldi laugardagsins 19. janúar. Fríða, systir Boggu, ætlaði með. Við ætluðum að fara með skipinu á laug- ardeginum. Á föstudeginum var kolvitlaust veður. Ég var að vinna úti á símstöð. Karl Helgason, símstöðvarstjóri, var að koma úr Reykjavík þann dag. Ég hitti hann þá og hann sagði við mig: „Ef þú ætlar að komast í Þjóðleik- húsið á morgun ráðlegg ég þér að fara í kvöld en ekki á morgun. Spá- in er verri þá.“ Ég hringdi í Kötu og sagði henni þetta. Við ákváðum að fara að ráðleggingum Karls. ... Úti var kolvitlaust veður og hríðarbyl- ur svo að ekki sá út úr augum. Pétur Georgsson, bróðir Kötu, ákvað að fylgja okkur til skips svo að við fykj- um ekki í sjóinn. Hann leiddi okk- ur alla leið niður á bryggju og kom okkur um borð. Þetta var rétt fyr- ir klukkan sjö að kvöldi föstudags- ins en skipið átti að fara þá. Laxfoss lagði hins vegar ekki af stað fyrr en milli átta og níu um kvöldið. Skip- inu seinkaði því að óskaplega vont var í sjóinn. Þannig háttaði til á Laxfossi að salur var uppi og annar niðri þar sem maður gat lagt sig. Við Kata fórum niður og lögðum okkur, báðar tvær. Veðrið var svo vont að við treyst- um okkur ekki einu sinni á klósett- ið. Siglingin um kvöldið var löng og erfið. Vont var í sjóinn og skipið valt mikið. Upp úr klukkan ellefu heyrð- um við skyndilega skerandi ískur og skipið stoppaði. Ég sagði: „Guði sé lof. Hann er þó kyrr.“ Leikirnir á Niðurskaganum Hér svo annað minningabrot úr bókinni þar sem Gísli segir frá leikjum barnanna á Niðurskagan- um á Akranesi þegar hann var að alast upp við Lambhúsasundið. „Leiksvæði okkar var í nágrenni við heimilið. Mest lékum við okkur í fjörunni, í slippnum og á túnun- um í kring og oftast í leikjum sem ég sé engan leika í dag. Á túnunum léku heilu hóparnir sér í slábolta og útilegumannaleikjum. Ég lék mér með jafnöldrum mínum með bíla sem við drógum á eftir okkur um allar jarðir. Allir kartöflugarð- ar voru, vor og haust, undirlagðir af alls kyns mannvirkjum. Haust og vetur mynduðust á túnunum stór- ar tjarnir. Þær voru nýttar vel til þess að sigla á þeim litlum bátum sem við drógum hringinn. Á vet- urna voru þessar sömu tjarnir oft hin bestu skautasvell. Suma hluta ársins stunduðum við landbúnað af kappi með horn- um, kjálkum og tilheyrandi bygg- ingum. Við strákarnir lékum okkur mikið í bardagaleikjum, ekki með byssur heldur sverð og boga. Við börðumst þá um öll tún og báta í slippnum. Við vorum með hugann fullan af hraustum indíánum og fornköppum og vildum líkjast þeim sem mest. Tíminn fór því talsvert í vopnasmíði og annað sem tilheyrði undirbúningi slíkra bardaga. Eitt sinn útbjó ég mikið höfuð- skraut sem öllu þótti taka fram. Ég fann dauða veiðibjöllu hér vest- ur í fjöru. Skrokkurinn var illa far- inn en vængirnir stráheilir. Ég fjar- lægði því búkinn en hengdi væng- ina á borða sem ég batt um enn- ið og hafði saumað nokkrar stórar fjaðrir í. Vængirnir héngu því fag- urlega niður með vöngunum sitt hvorum megin. Þegar systur mín- ar sáu þennan höfuðbúnað voru þær vissar um að allir andstæðing- ar mínir myndu falla. Þeir sem ekki féllu fyrir vopnum myndu drepast af ýldulyktinni sem af þessu væri. Knattspyrna tíðkaðist á þessum tíma ekki í jafn ríkum mæli og síð- ar varð. Uppi á Böðvarstúni var oft farið í fótbolta fyrir neðan vegg- inn hjá Hallgrími lækni. Þetta var ekki vel þokkað af þeim sem heyjaði túnið. Stundum var það afi og beitti hann ýmsum ráðum til að koma í veg fyrir það. Hann átti það til að reka alla í burtu með hávaða og lát- um. Oftast bar hann skít á þenn- an blett og sparaði hann ekki. Þetta dugði helst.“ hb Ný bók skráð af systkinum Bergrúnir þar sem minningabrot Erlu og Gísla eru skráð Systkinin Gunnar Valur og Guðrún Sigríður Gíslabörn ásamt föður sínum Gísla S. Sigurðssyni. Bókarkápan. Myndin er tekin á Snæ- fjallaströnd. Fjölskylda Erlu og Gísla. F.v. Jón Bjarni, Erla með Guðrúnu Sigríði, Þráinn Elías, Gunnar Valur og Gísli með Sigurlaugu. Myndin er tekin 1971 eða 1972. Erla og Gísli á skátabúningum á sínum yngri árum en þau voru alla tíð tryggir skátar. Laxfoss strandaður við Kjalarnes. Gísli, átta ára gamall, fyrir framan æskuheimilið við Lamhúsasund í fyrstu síðbux- unum sem hann eignaðist á ævinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.