Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Guðmundur Halldórsson bóndi í Magnússkógum í Hvammssveit fékk nýja dráttarvél árið 1960, en fyrir átti hann Farmal A árgerð 1946. Nýja vélin var af gerðinni Massey Ferguson en fjöldi þeirra véla, og annarra Ferguson trak- tora, voru fluttar til landsins á þess- um tíma, þegar vélaöldin hélt inn- reið sína í íslenskan landbúnað. Ekki voru þessar dráttarvélar með fullkominn búnað, m.a. voru þær margar án ljósa. Þannig var með traktorinn sem kom í Magnús- skóga en Guðmundur bóndi þurfti þó ekki að bíða lengi eftir að geta farið allra sinna ferða á dráttar- vélinni þótt niðadimmt væri. Þótt Jónas sonur hans væri ekki nema tíu ára var hann ekki lengi að mixa ljósabúnað á traktorinn. „Ég fór snemma að grúska í rafmagni og þótt mér leiddist búskapurinn alls ekki kom eiginlega aldrei annað til greina hjá mér en að verða raf- virki,“ segir Jónas Guðmundsson, sem hefur starfað hjá Rarik í Búðar- dal frá árinu 1974, eða í tæplega 40 ár. Blaðamaður Skessuhorns hitti Jónas að máli í ferð sinni um Dal- ina í síðustu viku og átti við hann spjall. Í heimavist á Laugum og Laugarvatni Aðspurður segir Jónas að skólaganga sín hafi byrjað í heimavist á Laug- um í Sælingsdal þegar hann var að- eins sex ára gamall. „Þótt stutt væri heiman að frá Magnússkógum og fram í Lauga var ég hafður í heima- vist og það var mánaðartörn í einu. Ég man ekki eftir að það hafi ver- ið neitt vandamál hjá mér og ég átti ágætis skóladvöl á Laugum. Tíðar- andinn var bara þannig á þessum tíma að það var ekki um neitt ann- að að ræða en vera á heimavist, en í dag hugsa ég að maður myndi nú ekki sætta sig við að senda börnin frá sér sex ára gömul í heimavist- arskóla. Sem betur fer var kominn skóli hérna í Búðardal þegar syn- ir okkar þrír byrjuðu sína skóla- göngu,“ segir Jónas. Eftir fullnað- arpróf frá Laugum fermingarvor- ið 1964 lá síðan leið Jónasar í Hér- aðsskólann á Laugarvatni. „Þar var gott að vera og ekki skemmdi fyr- ir að Jensína systir pabba var skóla- stýra hússtjórnarskólans þar. Það var ósjaldan sem ég fór í heimsókn til Jensínu til að fá virkilega góðan mat og kíkja á fallegar stelpur í leið- inni,“ segir Jónas og hlær. Sótti konuna á Staðarfell Kannski komst Jónas þarna á bragð- ið þegar hann var á Laugarvatni, því ætla má að hann hafi verið einn Dalapilta sem gerði sér dælt við kvennaskólapíur á Staðarfelli. All- tént náði hann sér í konu og lífs- förunaut sinn á skólanum, Sigur- björgu Jónsdóttur sem m.a. á ættir að rekja norður í Húnaþing, en átti heima á þessum tíma fyrst á Akra- nesi og svo í Reykjavík. Jónas lærði bóklega hluta rafvirkjanámsins í Iðnskólanum í Reykjavík og hélt þá til hjá tilvonandi tengdaforeldr- um sínum. „Jón tengdafaðir minn var með járnsmíðaverkstæði og ég var svolítið að vinna hjá honum með skólanum. Þar lærði ég rafsuðu og logsuðu. Hvern laugardag stóð ég og sauð festingar fyrir vaska sem hann framleiddi mikið af. Þetta var svona viðleitni til að borga aðeins fyrir sig svo maður væri ekki algjör þurfalingur,“ sagði Jónas. Hann fór á námssamning í rafvirkjuninni hjá Einari Stefánssyni rafvirkjameistara í Búðardal. „Þá voru að vinna hjá Einari tveir lærlingar og Jón Trausti Markússon rafvirki. Ég byrjaði að vinna hjá Einari strax vorið sem ég kom frá Laugarvatni og á þessum tíma var mikið að gera hjá honum.“ Eftir sveinspróf í rafvirkjun aflaði Jónas sér svokallaðrar B-löggilding- ar sem er fyrir lágspennu og síðar A- löggildingar fyrir háspennu. Fyrst framleitt eingöngu með dísilvélum Þegar Jónas byrjaði hjá Rarik vorið 1974 voru starfandi að jafnaði fimm menn hjá Rarik í Búðardal. Mik- il breyting og samdráttur í starfs- mannahaldi hefur orðið á starfs- stöðvum fyrirtækisins út um land- ið frá þessum tíma. Í dag starfa til dæmis aðeins tveir hjá Rarik í Búð- ardal. „Á þessum tíma þegar ég byrjaði var allt rafmagn fyrir Búð- ardal og nágrenni framleitt með dísilvélum. Sumarið 1974 var und- irbúin lagning línunnar um Skóg- arströnd og tenging komst síðan á við Stykkishólm haustið 1975. Ör- yggið var samt ekki meira en svo að yfir daginn og á álagstímum þurfti að keyra dísilvélarnar áfram. Næstu árin var svo mikil vinna í lagningu lína og breytingum á háspennu- kerfinu, út um allar sveitir og einn- ig í Búðardal. Þar voru lengi loft- línur í innanbæjarkerfum og mörg ár tók að koma þeim í jörð. Unn- ið var að línubreytingum allan átt- unda áratuginn og fram á þann ní- unda. Tilkoma Byggðalínunnar og tenging við hana 1979 olli bylt- ingu á okkar svæði og jók rekstr- aröryggið til muna. Fram að þeim tíma var kerfið hjá okkur mjög við- kvæmt, með slakar tengingar úr tveimur áttum, frá Rarik í Stykk- ishólmi að sunnan og að vestan í Saurbæinn frá Hólmavík, en Ra- rik átti það kerfi líka þá, sem nú er Orkubú Vestfjarða.“ Þarf að styrkja Byggðalínuna Jónas segir að enn séu svæði í ná- grenni Búðardals viðkvæm, loft- línur sem koma þurfi í jörð. Þann- ig verði í sumar komið í jörð 7-8 kílómetra streng í Saurbænum, þar sem línur voru að slitna og stæður að falla síðasta vetur. Það er annars vegar frá fremsta bænum í Saurbæ og niður að veiðihúsinu og síð- an frá Skriðulandi á línunni þar neðan við að fóðurverksmiðjunni Ólafsdal í Stórholti. Jónas segir að í heild verði að styrkja rafflutnings- kerfið í landinu, að sínu mati verði á næstu árum að fara í fjárfrekar framkvæmdir til að styrkja Byggða- línuna. „Hún er í raun orðin barn síns tíma og þetta gengur náttúr- lega ekki eins og það er í dag að ekki sé hægt að miðla orkunni svo hún nýtist. Núna er til dæmis mik- il ónýtt orka syðra og vatnið flæðir yfir stíflurnar. Á sama tíma vant- ar vatn í Hálslón og skammta þarf orku til álvinnslu á Reyðarfirði og mjölvinnslu á Norðfirði og Vopna- firði. Þetta eru óttalegar „garnir“ í Byggðalínunni, við þurfum kerfi sem flytur 400-500 megavött. Það þarf tengingu á milli aðalorkuver- anna í landinu, Þjórsár - Tungnaár- svæðis og Kárahnjúka. Við þurfum meðal annars nýja línu yfir Sprengi- sand og uppbyggðan og malbikað- an veg með henni til að halda lín- unni við og vegurinn myndi auk þess létta umferðarálagi af hring- veginum.“ Alltaf verið sjálfstæðismaður Jónas hefur alla tíð verið áhuga- maður um þjóðmál og stjórnmál og gengst fúslega við því að hafa alltaf fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum. „Ég var mikill fylgismað- ur Friðjóns Þórðarsonar alþingis- manns og held að Dalamenn geti þakkað honum ýmislegt sem hér hefur þokast fram á við síðustu ára- tugina, svo sem í menningartengdri ferðaþjónustu. Þá held ég að Davíð Oddsson, meðan hann var forsæt- isráðherra, hafi líka lagst á árarn- ar í þessum efnum. Ég veit að hann veitti okkur stuðning í uppbygg- ingunni á Eiríksstöðum og þannig var það víða um land þar sem unn- ið var að menningartengdri ferða- þjónustu. Það málefni var áreið- anlega Davíð hugleikið, þannig að hann var ekkert síður ráðherra landsbyggðarinnar en þéttbýlisins fyrir sunnan,“ segir Jónas. Hann var kosinn í sveitarstjórn nýsameinaðs sveitarfélags Dala- byggðar 1998 og síðan aftur 2002. „Ég var á svokölluðum S-lista sem var blandaður listi en þó kannski sjálfstæðismenn í meirihluta. Odd- viti listans var Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri og við náðum meirihluta. L-listi sem stóð fyrir „samstöðu“ var þá í minnihluta en komst síðan í meiri- hluta við kosningarnar 2002.“ Hitaveitan stærsta framfaramálið Jónas segir að meirihlutinn frá 1998-2002 hafi komið ýms- um stórum málum á góðan rek- spöl. Þeirra stærst hafi verið lagn- ing hitaveitunnar, sem byrjað var á 1999. „Ég var í undirbúningsnefnd fyrir veituframkvæmdunum ásamt Stefáni Jónssyni þáverandi sveitar- stjóra og Guðmundi Pálmasyni í Kvennabrekku. Deildar meining- ar voru meðal íbúa sveitarfélagsins um þessa framkvæmd. Það var okk- ar hlutverk í nefndinni að kynna verkefnið og kanna vilja íbúanna. Fyrir lá að tengigjöld yrðu nokkuð há en mun hagstæðara einingaverð- ið á vatninu. Ljóst var að ekki yrði farið í framkvæmdirnar nema áhugi íbúa væri nægjanlegur. Við þurftum að fá ákveðið hlutfall húseigenda á svæðinu til að skrifa undir viljayf- irlýsingu. Þegar til kom lýstu strax um 80% húseigenda og ábúenda yfir áhuga og fleiri bættust svo við. Þetta var mjög skemmtilegt og um leið krefjandi verkefni. Fyrsta húsið hérna í Búðardal var tengt veitunni 1. nóvember árið 2000 og hún var svo formlega tekin í notkun af Val- gerði Sverrisdóttur þáverandi iðn- aðarráðherra í desember það ár,“ segir Jónas. Hitaveita Dalabyggð- ar fær vatn úr tveimur borholum í Reykjadal skammt frá Fellsenda og 23 kílómetra stofnæð er til Búðar- dals. Þegar vatnsnotkunin er mest Byrjaði tíu ára að nýta rafmagn til ljósa Rætt við Jónas Guðmundsson starfsmann Rarik og fyrrum sveitarstjórnarmann í Dölum Jónas á spjalli við félaga sinn Gunnbörn Jóhannsson í vor þegar „fiskþurrkunar- málið“ var komið á dagskrá hjá bæjarbúum. Jónas Guðmundsson hefur starfað hjá Rarik í tæp 40 ár. Í Reykjadal þegar borholur voru virkjaðar til hitaveitunnar um aldamótin síðustu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.