Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Qupperneq 23

Skessuhorn - 05.06.2013, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 fer hún að sögn Jónasar í 16 sek- úndulítra, en sjálfrennandi vatn er úr borholunum og áætlað að úr þeim megi ná 20 sekúndulítrum án dælingar. Lífsþægindi að hafa gnægð vatns Jónas segir að einn þátturinn í því að skapa viðunandi rekstur hita- veitunnar og lækka stofnkostn- að húseigenda að tengjast veit- unni, hafi verið samningar við ríkið um samsvarandi fjárveiting- ar og áður höfðu verið nýttar til niðurgreiðslu kostnaðar við hús- hitun með rakforku. Þeir styrk- ir yrðu nýttir bæði til uppbygg- ingar veitunnar og fyrir íbúana að breyta kerfum í húsum sínum. Þessar niðurgreiðslur fengust til sex ára og einnig fékk sveitar- sjóður styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins til hitaveitufram- kvæmdanna. „Okkur tókst að ljúka þessu verkefni, en hitaveitan var engu að síður þung í rekstri fyrir sveitarfélagið. Við búum við fremur háan upphitunarkostn- að miðað við hitaveitusvæði, en hins vegar er ómetanlegt að hafa þau lífsþægindi sem fylgja því að hafa gnægð heits vatns,“ seg- ir Jónas. Hitaveita Dalabyggðar var hins vegar seld til Rarik árið 2003. Þá var deilt innan sveitar- stjórnarinnar um hvort selja ætti veituna Rarik eða Orkubúi Vest- fjarða. „Að mínu mati hefur Ra- rik þjónað okkur vel, meðal ann- ars með því að bora fljótlega aðra vinnsluholu sem skilaði ágætis ár- angri.“ Eins og pökkuð inn í bómull Við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar vorið 2010 reyndist ekki áhugi fyrir að bjóða fram lista í kosningunum í Dalabyggð og þess í stað var fólk kosið í sveitar- stjórn upp á gamla mátann, sam- kvæmt svokallaðri óhlutbundinni kosningu eða persónukjöri. Að- spurður hver sé reynslan af þessu í samanburði við hitt fyrirkomu- lagið svarar Jónas. „Ja, ég segi nú eins og konan mín hefur sagt, að það er eins og sveitarstjórninni hafi verið pakkað inn í bómull. Það voru engar sviptingar hjá henni eða kringum hana fyrr en málið kom upp um fiskþurrk- unina í vor. Ég er eins og fleiri ekki sáttur við það mál og tel að þarna hafi átt að fara á bak við okkur og röngum aðferðum verið beitt. Sem betur fer var þetta mál stöðvað í tæka tíð,“ segir Jónas en hann tilheyrir þeim hópi sem beitti sér hart gegn fyrirhugaðri fiskþurrkun í sláturhúsinu í Búð- ardal, það er þurrkun á hausum og beingörðum. Boðað var til kynn- ingarfundar um málið í Búðardal, en fjárfestarnir hættu við þann sama dag, þannig að verkefnið féll um sjálft sig og líka fundur- inn. Viku fyrr boðaði andspyrnu- hópurinn til fundar þar sem feng- inn var sem frummælandi Guð- mundur Oddgeirsson fyrrver- andi sveitarstjórnarmaður í Þor- lákshöfn. „Guðmundur þekkir vel til svona starfsemi í Þorlákshöfn og þar var líka sagt að þetta yrði ekki lyktarmengandi starfsemi. Á þessum fundi kynntu líka starf- semi sína í húsinu strákarnir í Sæ- frosti sem eru þarna með starf- semi. Við buðum sveitarstjórnar- mönnum og íbúum til samskonar fundar viku seinna, en sá fundur var afboðaður að ósk sveitarstjóra þar sem hætt var við verkefnið,“ segir Jónas, en ljóst er að skipt- ar skoðanir voru um umrætt mál í Búðardal og eru kannski enn. þá „Það verður allt að gulli í hönd- unum á henni Snæbjörgu og hún er líka svo mikill karakter,“ sagði kona ein í Dölunum við blaðamann Skessuhorns þegar hann var að spyrja eftir fólki sem heppilegt væri að spjalla við á svæðinu, því betra er að kanna akurinn aðeins áður en farið er að vinna á honum. Það var þess vegna sem farið var í heim- sókn í Fremri-Hundadal og heils- að upp á Snæbjörgu Bjartmarsdótt- ur. „Kannski er betra að þú kom- ir eftir hádegið því þá verða morg- unverkin búin,“ sagði Snæbjörg en hún er í búskapnum af lífi og sál ásamt manni sínum Ólafi Ragnars- syni. Sauðburðurinn var þó langt kominn þegar blaðamaður var á ferðinni í síðustu viku, enda Ólaf- ur bóndi þá farinn að huga að girð- ingunum. Býr enn að skiptinámi í Bandaríkjunum Snæbjörg er að norðan, fædd á Akureyri, en fluttist með foreldr- um sínum árs gömul í Mælifell í Skagafirði þar sem faðir hennar Bjartmar Kristjánsson var prest- ur um árabil. Snæbjörg er elst sex barna þeirra Bjartmars og Hrefnu Magnúsdóttur, en Hrefna átti síð- ustu ár ævikvöldsins hjá Snæbjörgu og Ólafi í Fremri-Hundadal. Snæ- björg nam á heimslóðum í Steins- staðaskóla, en fór þá eins og tíðk- aðist hjá nemendum með ágætis námshæfileika í landspróf. Til þess fór hún í Gagnfræðaskóla Sauðár- króks. „Ég hafði ekki áhuga fyrir að fara í framhaldsnám. Mér bauðst að fara sem skiptinemi til Banda- ríkjanna, í Good land í Kansasfylki. Ég var þar í ár og finnst að ég búi að því ennþá, kunni alveg einstak- lega vel við mig. Fólkið sem ég var hjá var mjög gott og ég eignaðist marga góða vini í Goodland sem ég held ennþá tengslum við. Ég hef farið í heimsóknir út og feng- ið heimsóknir þaðan, á von á fólk- inu í heimsókn í sumar. Núna ætl- ar það að fljúga en ekki koma með skemmtiferðaskipi eins og í hitteð- fyrra, en þá þurfti það að snúa við vegna þess að skipið gat ekki lagst að bryggju í Reykjavík. Það var ansi svekkjandi fannst mér. Svo er ég í sambandi við skólasystkini mín á Facebook. Með þessu ári í Banda- ríkjunum lauk minni skólagöngu,“ segir Snæbjörg. Aðspurð segist hún aldrei hafa haft neinn áhuga fyrir því að fara í húsmæðraskóla, þótt þá hafi verið hæg heimatökin með- an hún var í Skagafirðinum. Þá var ennþá starfræktur húsmæðraskóli á Löngumýri. Frá Mælifelli í Svarfhól Snæbjörg hóf ung búskap heima á Mælifelli með þáverandi manni sín- um og föður tveggja elstu stúlkn- anna í barnahópnum, Gunnari Thorsteinssyni. „Gunnar var mik- ill hestamaður og vildi helst að öllu stússast öllum stundum í kringum þá, var því mikið að heiman. Þeg- ar við höfðum búið í ein fjögur ár á Mælifelli, bauðst honum starf tamningamanns hérna í Dölunum. Ég var ekki sátt að fara frá Mæli- felli, vildi búa þar áfram, en fylgdi honum samt hingað vestur í Svarf- hól í Miðdölum. Það fór þó svo að okkar sambúð entist ekki nema tæpt ár eftir það,“ segir Snæbjörg, en sumarið eftir að þau skildu hóf hún búskap með Ólafi í Fremri- Hundadal. „Ólafur reyndist dætr- unum tveimur sem ég átti með Gunnari besti faðir strax frá fyrsta degi, enda talar hann aldrei öðru- vísi en þær séu hans börn eins og Málfríður og Ragnar sem við eig- um saman,“ segir Snæbjörg, en þær tvær elstu heita Hrefna og Sigríður Perla Gunnarsdætur. Hafa dregið úr búskapnum Snæbjörg segir að þegar hún kom í Fremri-Hundadal hafi búið ver- ið tæplega 400 fjár, 30-40 hross og 12 kýr í fjósi meðan mjólkurfram- leiðsla var á bænum. „Þetta var ágætis bú en núna seinni árin höf- um við fækkað fénu og erum núna bara með um 130 hausa. Það kemur að sjálfu sér að draga úr búskapn- um þegar við eldumst, enda er okk- ar búskapur nú rekinn öfugu meg- in við núllið,“segir Snæbjörg. Þeir Ólafur og Gísli bræður í Fremri- Hundadal voru miklir hestamenn, einkum Gísli. „Það var mikið um hesta hérna hjá okkur á tímabili, en það er löngu búið núna. Það var mjög gaman meðan við nýtt- um hestana við búskapinn, í smala- mennsku bæði að vorinu og haust- inu auk útreiðartúra til skemmtun- ar. Það kemur ekkert í staðinn fyr- ir góðan hest í smalamennsku. Það virðist hafa dregið úr hestamennsku hér. Núna sést sjaldnar hestafólk á ferð.“ Í alls konar handverki Snæbjörg segist alltaf hafa verið mikið fyrir alls kyns handverk. Nú í seinni tíð hefur hún mikið gert af því að mála kindur á steina og tálga út fugla sem hún málar líka í sín- um litum. Hráefni í þessa gripi er heimafengið. „Ég næ í stein- ana í Hundadalsána. Það er ótrú- legt hvað þar má finna mikið af vel slípuðum hnöttóttum steinum sem henta mér vel til að mála á. Eft- ir að ég fór að mála kindurnar á steinana hef ég eiginlega haft mest að gera í því, það er svo mikil eft- irspurn eftir þeim, þeir seljast vel. Ég hef líka undanfarið verið mikið í því að tálga fugla og efniviðinn í þá sæki ég í gamlan hálfdauðan víði hérna út í girðingu. Það er ótrú- lega gott að vinna þann við. Langt er síðan ég fór að tálga og á tíma- bili tálgaði ég mikið af litlum hest- um. Fyrsta hestinn sem ég tálgaði gaf ég reyndar móður minni. Einu sinni var ég meira að segja beð- in að smíða heybandslest og gerði það,“ segir Snæbjörg, en hún hef- ur líka sagað út og smíðað hluti, t.d. bóndabæi og kirkjur. Kirkjurn- ar segist hún hafa smíðað alveg frá grunni, með kirkjubekkjunum, alt- ari og prédikunarstól. Áður en blaðamaður Skessuhorns kvaddi Snæbjörgu spurði hann hana hvað tæki nú við, hvort að ekki færi að líða að lokum búskapar þeirra Ólafs í Fremri-Hundadal. „Ég á ekki von á því að neinn taki við og maður veit það eiginlega ekki. Ekki getum við hugsað okkur að flytja í kaupstaðinn. Við höfum bæði allt- af lifað og hrærst í sveitinni,“ sagði Snæbjörg. þá Sækir steinana í ána og smíðaviðinn í landareignina Snæbjörg Bjartmarsdóttir í Fremri-Hundadal er mikil handverksmanneskja Ýmsir mundir sem Snæbjörg hefur unnið, smíðað, tálgað og málað. Snæbjörg við vinnu sína í handverkinu. Steinarnir sem Snæbjörg málar kindurnar á, er eitt aðalhandverkið hjá Snæ- björgu þessi misserin.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.