Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Side 30

Skessuhorn - 05.06.2013, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Hver er allra besti matur sem þú hefur smakkað? Anton Elí Einarsson Pasta. Arna Jara Jökulsdóttir Hamborgari. Hafrún Birta Hafliðadóttir Lambakjöt. Andrea Ína Jökulsdóttir Grjónagrautur. Magnús Baldur Birgisson Pizza. Spurning vikunnar (Spurt á opnun þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi) Skallagrímsmenn léku sinn ann- an leik á leiktímabilinu í 4. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu sl. miðvikudagskvöld þegar liðið mætti liði Berserkja úr Fossvogin- um í Reykjavík. Leikið var á Skalla- grímsvelli í Borgarnesi. Lokatölur leiksins urðu 2-2 jafntefli og réð- ust úrslit hans á 89. mínútu þeg- ar Skallagrímsmaðurinn Valur Orri Valsson skoraði jöfnunarmark Skallagríms. Áður höfðu Borgnes- ingar lent tveimur mörkum und- ir. Þremur mínútum áður en Val- ur jafnaði hafði Sveinbjörn Guð- laugsson minnkað muninn fyrir Borgnesinga með marki úr auka- spyrnu af um fjörutíu metra færi. Eftir leikinn eru Skallagrímsmenn með fjögur stig og verma 3. sæti B- riðils 4. deildar. Næsti leikur liðsins er þriðjudaginn 4. júní nk. á útivelli gegn liði KH í Reykjavík. hlh Mikið var um að vera á Hótel Stykk- ishólmi í síðustu viku þegar endur- nýjaðir voru leikmannasamningar við marga af þeim leikmönnum sem spilað hafa með karla- og kvennaliði Snæfells síðustu ár. Fyrir utan Jón Ólaf og Kristján Pétur sem skrif- uðu undir nýverið hafa Pálmi Freyr, Hafþór Gunnarsson og Stefán Kar- el nú einnig skrifað undir. Sigurður Þorvaldsson, Jóhann Kristófer og Óttar Sigurðsson skrifuðu undir við þetta tækifæri. Í kvennaliðinu skrifuðu allmarg- ar undir, en þær sem voru síðasta tímabil skrifuðu næstum allar und- ir í vikunni: Hildur Sigurðardótt- ir, Hildur Björg, Alda Leif, Berg- lind Gunnarsdóttir, Helga Hjördís, Aníta Rún, Rebekka Rán og Silja Katrín voru allar á síðasta tímabili og verða áfram. Þegar heilmikl- ar endurnýjanir á samningum voru búnar var komið að tveimur nýjum leikmönnum að skrifa undir. Finnur Atli Magnússon og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hafa ákveðið að leika með Snæfelli komandi tímabil og styrkja þau liðin verulega. Bæði koma þau frá KR þar sem þau hafa verið lykilleikmenn. -sbh Íþróttabandalag Reykjanesbæjar sigraði í stigakeppni Akranesleik- anna sem fram fóru í Jaðarsbakka- laug á Akranesi um helgina. ÍBR átti í harðri keppni við Sundfélag- ið Óðinn, en úrslit réðust í síðustu boðsundunum. Sundfélag Akraness varð í þriðja sæti stigakeppninnar, ekki langt undan hinum tveimur. Óðinn vann hins vegar bikar fyr- ir prúðasta liðið og Bryndís Bolla- dóttir frá Óðni átti stigahæsta sund mótsins. Akranesleikarnir í sundi er langstærsta sundmót ársins á Akra- nesi. Keppendur voru tæplega 400 að þessu sinni frá 14 félögum. Mót- ið hófst klukkan 16 á föstudag og lauk um miðjan dag á sunnudag. Alls voru þreytt um 1800 keppnis- sund á Akranesleikum. þá Pepsídeildarlið Víkings í Ólafsvík lenti í basli með fjórðu deildarlið Álftaness þegar liðin mættust syðra í 32-liða úrslitunum sl. fimmtu- dagskvöld í bikarkeppninni. Vík- ingur komst yfir strax á 20. mínút- um með sjálfsmarki heimamanna. Skömmu síðar fengu Víkingar dæmda á sig vítaspyrnu og jafnaði Guðbjörn A Sæmundsson metin fyrir Álftnesinga. Mikil barátta ein- kenndi leikinn og var greinilegt að heimamenn ætluðu hvergi að gefa hlut sinn þrátt fyrir að Víkingar væru vel hvattir af stuðningsmönn- um sínum sem flykktust á leikinn. Eitthvað varð þó að gefa eftir í vörn Álftnesinga þegar leið á leikinn og það gerðist á 71. mínútu þeg- ar Guðmundur Steinn Hafsteins- son fyrirliði skoraði sigurmark Vík- inga og tryggði þeim sæti í 16-liða úrslitum. Næsti leikur Víkings í bikar- keppninni er gegn Fram á Ólafsvík- urvelli fimmtudagskvöldið 20. júní. þá Stjórn knattspyrnudeildar Skalla- gríms í Borgarnesi hefur sent Borg- arbyggð erindi þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð byggi upp nýjan gervigrasvöll þar sem nú er æfingasvæði Skallagrímsvallar. Er- indi deildarinnar var lagt fram á fundi byggðarráðs sl. fimmtudag. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að bygging nýs gervigrasvallar sé ekki á núverandi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins en slík framkvæmd telur Páll að kosti um 150 milljón- ir króna. Í sama erindi óskaði knatt- spyrnudeildin eftir því að ráðist yrði í lagfæringar á sparkvellinum á skólalóð Grunnskólans í Borgar- nesi sem m.a. felast í því að hreinsa upp gúmmí vallarins, sem þykir ófullnægjandi, og setja nýja tegund af því í staðinn. Deildin notar völl- inn til æfinga á veturna. Að sögn Ívars Arnar Reynisson- ar, formanns knattspyrnudeildar Skallagríms, þá stendur grassvæði Skallagrímsvallar á tímamótum, sérstaklega æfingasvæðið. Í faglegri úttekt á ástandi vallarins sem gerð var í vetur var sagt að nánast ekk- ert væri eftir af æskilegum grasteg- undum á æfingasvæðinu og þyrfti því að ráðast í miklar og kostnað- arsamar framkvæmdir til að bæta ástand hans. Knattspyrnudeild- in telur skynsamlegra að ráðast í byggingu gervigrasvallar á æfinga- svæðinu sem þyrfti á minna við- haldi að halda. Að auki myndi æf- inga- og keppnisaðstaða yfir vetr- artímann batna til muna. Varð- andi sparkvöllinn við grunnskólann sagði Ívar að völlurinn sé farin að láta á sjá og í raun þyrfti að skipta um allt gervigrasið á honum. Nú- verandi gras sé af annarri kynslóð gervigrass og er endingartími ein- ungis um tíu ár að hans sögn. Brýnt sé að ráðast í endurbætur, ekki síst til að minnka slysahættu. Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og skipulagssviði að meta kostnað við umhirðu og við- hald sparkvallarins í Borgarnesi og er sú vinna hafin. Þá vísaði byggð- arráð erindi um byggingu nýs gervigrasvallar til umsagnar tóm- stundanefndar og Ungmennasam- bands Borgarfjarðar. hlh Skallagrímsvöllur í Borgarnesi og æfingasvæði hans. Æfingasvæði Skallagrímsvallar verði breytt í gervigrasvöll Nýliðarnir ásamt Gunnari Svanlaugssyni formanni deildarinnar. Finnur Atli og Guðrún Gróa til Snæfells ÍRB stigahæsta liðið á Akranesleikunum Valur Orri Valsson skoraði jöfnunarmark Skallagríms gegn Berserkjum. Borgnesingar tryggðu sér jafntefli í blálokin Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði sigurmark Víkinga. Víkingar áfram í 16-liða úrslitin

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.