Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Page 32

Skessuhorn - 05.06.2013, Page 32
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 8. júní Hreyfum okkur saman Styrktarfélagið Göngum saman veitir árlega myndarlega fjárstyrki til íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar en hreyfing er mikilvæg forvörn gegn brjóstakrabbameini. Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á svæðinu: Akranes Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum (Þyrlupallur) kl. 10.30. Vegalengd í boði: 3 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum. Ávaxtaveisla í boði að loknu hlaupi. Nánari upplýsingar á www.ia.is. Kjós Hlaupið frá Kaffi Kjós v/Meðalfells- vatn kl. 14.00. Vegalengdir í boði: 1 km, 3 km og 7 km. Forskráning í Kaffi Kjós. Konur í bol, sem keyptur er í Kaffi Kjós, fá óvæntan glaðning við marklínu. Hvalfjarðarsveit Hlaupið frá Stjórnsýslu- húsinu, Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit kl. 10.30. Vegalengdir í boði: 3 km og 5 km. Forskráning á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar á opnunartíma og hjá Þórdísi í síma 696-8510/552-9343. Borgarnes Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl.11.00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5,5 km. Hvanneyri Hlaupið frá Sverrisvelli á Hvanneyri kl. 11.00. Vegalengdir í boði: 2 km og 4,5 km. Forskráning hjá Sólrúnu Höllu á netfangið solla@vesturland.is. Reykholt Hlaupið frá Fosshóteli Reykholti kl. 11.15, upphitun hefst kl. 11.00. For- skráning verður í móttökunni á Fosshóteli Reykholti frá kl. 10.45. Vegalengdir í boði: 1,6 km sem liggur í gegnum skóg og 1,2 km á malbiki. Fosshótel Reykholti býður öllum súpu og salat að loknu hlaupi. Nánari upplýsingar á reykholt@fosshotel.is eða í síma 435-1260. Stykkishólmur Hlaupið frá Íþrótta- miðstöðinni kl. 11.00. Vegalengdir í boði: 3, 5 og 7 km. Forskráning í Heimahorninu á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi. Grundarfjörður Hlaupið frá Íþróttahúsinu í Grundarfirði kl. 11.00. Vegalengdir frjálsar. Forskráning hjá Kristínu Höllu. Frítt í sund í boði Grundarfjarðarbæjar að loknu hlaupi. Ólafsvík Hlaupið frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 11.00. Vegalengdir í boði: 2,5 og 5 km. Forskráning í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Frítt í sund að loknu hlaupi. Staðarsveit Hlaupið frá Lýsuhólsskóla í Staðarsveit kl. 11.00. Vegalengdir í boði: 2,5 og 5 km. Frítt í sund í Lýsuhólslaug að loknu hlaupi. Reykhólar Hlaupið frá Grettislaug kl. 11.00. Vegalengdir í boði: 2, 3 og 7 km. Forskráning í Grettislaug dagana fyrir hlaup. Frítt í sund að loknu hlaupi. Ganga eða skokk, þú ræður hraðanum Nánari upplýsingar á sjova.is Þátttökugjald: 12 ára og yngri 1.000 kr. Eldri en 12 ára 1.500 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 1 5 5 Bændur á Eiði við Kolgrafafjörð sitja ekki aðgerðarlausir þessa dag- ana. Sunnudaginn 2. júní stóðu hjónin Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir fyrir verkfæra- og bílasýningu við bæ- inn. Þar mættu menn á nýbónuðum köggum af amerískri gerð. Bílarn- ir voru hver öðrum fallegri og svo var Sindri ehf með verkfærasýningu þar sem að hægt var að finna alls kyns tól og tæki til viðgerða. Frá- bært framtak hjá þeim hjónum. tfk Verkfæra- og bílasýning á Eiði Íslandsmót eldsmiða á Safnasvæðinu í Görðum Íslandsmót eldsmiða var haldið á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi sl. sunnudag. Eldsmiðir mættu á föstudaginn og helgin hófst á því að haldið var námskeið fyrir byrjend- ur í eldsmíði og var aðsókn fram- ar öllum vonum. Þrettán tóku þátt og voru þeir á aldrinum fjórtán ára til um sjötugs. Að þessu sinni var smíðað skýli yfir smiðjurnar, sem voru á svæðinu milli Stúkuhússins og Safnaskálans. Ekki var vanþörf á vegna úrkomu framan af helgi. Einnig er sólarljós óæskilegt þar sem ef þess gætir er erfitt að sjá lit- inn á járninu og meta út frá hon- um hitann. Vonast er til að í sumar verði komin varanleg aðstaða fyr- ir eldsmíðina, þegar Norðurlanda- meistaramótið í eldsmíði verður haldið á Safnasvæðinu. Níu keppendur á Íslandsmóti eldsmiða smíðuðu lamir en til þess höfðu þeir fjórar klukkustundir. Það var Gunnar Benedikt Þór Gunn- arsson sem sigraði í keppninni. Gunnar hefur stundað eldsmíði frá 2005 þegar hann fór í fyrsta sinn á námskeið hjá Therese Engdahl í Hrafnagili. Gunnar hefur búið sér til aðstöðu fyrir eldsmíði að Hálsi í Köldukinn en býr núna á Akureyri. Hann er hagleiksmaður en Gunnar rennir í tré og sker út auk þess sem hann kveikir öðru hverju upp í afl- inum. Hann smíðar líka stundum hjá Beate Stormo í Eyjafirðinum en finnst þó best að vera einn við vinnu sína. Aðspurður hvers vegna hann hafi sigrað að þessu sinni seg- ir Gunnar að hann hafi einfald- lega vandað sig, eins og hann geri ætíð við það sem hann er að fást við hverju sinni. Af níu keppend- um á mótinu voru þrír frá Vestur- landi, tveir frá Vestfjörðum þar af ein kona, tveir að norðan en aðr- ir keppendur komu af höfuðborg- arsvæðinu. Dómarar á mótinu voru Guðmundur Sigurðsson og Þórar- inn Svavarsson. ale/þá Óskar Páll Hilmarsson frá Búðardal, Gunnar B.Þ. Gunnarsson frá Akureyri og Einar Sigurðsson af höfuðborgarsvæðinu. jósm. ale. Marsibil Kristjánsdóttir frá Ísafirði smíðar nælu. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.