Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013
Félagar í Ungmennafélaginu Ís-
lendingi hafa unnið hörðum
höndum að því undanfarið að
undirbúa opnun Hreppslaugar,
með sjálfboðavinnu og fjáröfl-
un. Laugardaginn 15. júní verður
laugin opnuð almenningi. Heit-
ir pottar hafa verið lagfærðir og
betrumbættir og umhverfi fegr-
að. Í tilkynningu vegna opnunar
laugarinnar segir: „Fyrir 85 árum
var unnið stórt afrek í Borgarfirði
þegar félagar í Ungmennafélag-
inu Íslendingi réðust í byggingu
25 metra steinsteyptrar laugar
sem nefnd var Hreppslaug. Eng-
um blöðum er um það að fletta
að byggingin ber vott um mik-
inn stórhug og þann mikla kraft
sem bjó í ungmennafélags hreyf-
ingunni í byrjun tuttugustu aldar-
innar. Í þá daga komu sundlaug-
argestir á tveimur jafnfljótum eða
ríðandi til laugarinnar enda var
talið nauðsynlegt að hafa auka-
klefa fyrir hestana við enda laug-
arinnar. Laugin hefur allar götur
síðan gegnt mikilvægu hlutverki í
sveitinni. Fyrir utan að ylja sveit-
ungum og öðrum gestum hef-
ur þeim verið kennt sund í laug-
inni. Þá hefur í Hreppslaug verið
mikið félagsstarf, bókasafn sveit-
arinnar var í laugarhúsinu, barna-
kennsla og einnig mötuneyti fyr-
ir tjaldbúðir. Um tíma var líka
starfrækt spunaverksmiðja í ein-
um klefanum þar sem bændur
komu með lopa úr ullinni sinni
og létu spinna band úr sinni eigin
ull. Það má því með sanni segja að
Hreppslaug hafi verið miðpunkt-
ur sveitarinnar.
Á undanförnum árum hef-
ur sundlaugin verið vinsæll sam-
komustaður sveitunga og gesta,
einkum á kvöldin en kvöldopn-
unin hefur mælst vel fyrir þar sem
laugar eru sjaldan opnar svo lengi
fram eftir kvöldi. Önnur sérstaða
þessarar laugar eru heitu upp-
spretturnar í hlíðunum fyrir ofan
laugina en þær veita heitu vatni
stanslaust í gegnum laugina og
má því með sanni segja að laugin
sé náttúruleg laug. Opnunartími
laugarinnar í sumar verður sem
hér segir: Fimmtudaga og föstu-
daga: kl. 19-23, laugardaga og
sunnudaga kl. 13-22, en aukaopn-
un 17. júní verður kl. 13-22. Umf.
Íslendingur vonast til þess að sem
flestir komi og njóti sveitasælunn-
ar í Hreppslaug í sumar.“ þá
Um síðustu mánaðamót urðu fram-
kvæmdastjóraskipti á Höfða, hjúkr-
unar- og dvalarheimili á Akranesi.
Guðjón Guðmundsson lét þá af
störfum sökum aldurs eftir alllang-
an og farsælan feril og við tók Kjart-
an Kjartansson. Þegar blaðamaður
Skessuhorns hitti Kjartan á dögun-
um og átti við hann spjall kom í ljós
að hans æviferill einkennist mik-
ið af störfum að félagsmálum, ekki
er það síst björgunarsveitarmaður-
inn sem á sterk ítök í Kjartani. Frá
því hann gekk til liðs við Hjálpar-
sveit skáta á Akranesi árið 1985 hef-
ur hann sinnt stjórnarstörfum, fyrst
í hjálparsveitinni og síðan í Björg-
unarfélagi Akraness eftir að björg-
unarsveitirnar tvær á Akranesi voru
sameinaðar. Yfirleitt hefur það ver-
ið hlutverk Kjartans í stjórnum
að sinna starfi gjaldkera. Þannig
var það í stjórn Starfsmannafélags
Akraness þau tvö ár sem hann starf-
aði hjá kaupstaðnum í byrjun tíunda
áratugarins og reyndar alveg þar til
STAK sameinaðist Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar um alda-
mótin. Kjartan var auk þess gjald-
keri í aðalstjórn Knattspyrnufélags
ÍA á árunum 2005-2009, á seinni
hluta tímabilsins sem því félagi var
skipt í þrjú rekstrarfélög.
Björgunarsveitastarfið
stendur upp úr
Kannski var það bankastarfsmað-
urinn Kjartan sem réði því að hann
valdist í gjaldkerastörfin í félög-
unum? Sjálfur segist hann ekki
vita það, en alltént sé nauðsyn-
legt að hafa reglu á fjármálunum
hvort sem er hjá fyrirtæki eða fé-
lögum, svo sem að halda reikn-
ingum til haga og greiða þá reglu-
Hreppslaug. Ljósm. Ásdís Helga Bjarnadóttir.
Hreppslaug verður opnuð
15. júní næstkomandi
Horft er til Höfða sem fyrirmyndar heimilis
Spjallað við nýráðinn framkvæmdastjóra Höfða, hjúkrunar-og dvalarheimilis á Akranesi
lega í stað þess að láta safnast upp.
Væntanlega er þessi bakgrunn-
ur góður þegar sest er í stól fram-
kvæmdastjóra í stofnun þar sem
gæta þarf ýtrasta aðhalds eins og
þekkt er hjá heilbrigðisstofnun-
um á Íslandi, einkum í seinni tíð.
„Af því félagsstarfi sem ég hef tek-
ið þátt í, eru það björgunarsveitar-
starfið sem mér finnst standa upp
úr. Ég held það hafi verið mikið
gæfuspor þegar björgunarsveitirn-
ar tvær á Akranesi voru sameinaðar
og nú er Björgunarfélag Akraness
orðin ein öflugasta björgunarsveit
landsins, bæði félagslega og tækja-
lega. Félagið hefur notið þess að
hafa gríðarlega duglega stjórnend-
ur og breytingin á aðstöðu og bún-
aði er orðin mikil frá því ég gekk í
Hjálparsveit skáta 1985. Þá vorum
við bara með lítið herbergi í Skáta-
húsinu og áttum einn frambyggðan
Rússajeppa,“ segir Kjartan.
Talið berst að öllum þeim fjölda
útkalla sem björgunarsveitirnar
sinna, sum vegna vanhugsaðra og
glannalegra ferðalaga fólk. Kjartan
segir að hjá björgunarsveitarmönn-
um klingi alltaf bjöllum þegar um-
ræðan fer af stað um að í sumum
tilfellum eigi að borga fyrir björg-
unina og fólk eða ferðaþjónustu-
fyrirtæki ætti að kaupa trygging-
ar. „Þá óttumst við að þetta þró-
ist út í að fólk fari að veigra sér við
að kalla eftir aðstoð. Við viljum að
fólk kalli skilyrðislaust eftir hjálp sé
hennar þörf. Við njótum mikils vel-
vilja almennings í landinu og fólk
er tilbúið að styðja við okkar öfl-
uga starf.“
Leiksvæðið við
Kalmansvíkina
Kjartan er borinn og barnfæddur
Akurnesingur. Faðir hans er Kjart-
an Guðjónsson stýrimaður frá Gaul
í Staðarsveit á Snæfellsnesi, sem
eftir að í land kom starfaði við fisk-
mat og á hafnarvoginni á Akranesi.
Móðir Kjartans er Hrefna Björns-
dóttir sem kennir sig við Horna-
fjörð og starfaði á Höfða í mörg
ár á fyrstu árum dvalarheimilis-
ins. Kjartan er af ´66 árganginum
á Akranesi. „Uppvaxtarárin voru
á Vogabrautinni, í mýrinni sem ég
kallaði. Við krakkarnir vorum mik-
ið að leika okkur í gömlu kartöflu-
görðunum þar sem núna eru Esju-
vellir. Aðal fótboltavöllurinn okk-
ar var á Ólatúni sem kallað var við
Kalmansvíkina. Við vorum mik-
ið að leik í víkinni að klifra þar í
klettum og veiða og það kom fyr-
ir að við enduðum í sjónum. Seinna
áttaði ég mig á að þetta var glanna-
skapur hjá okkur og ég kærði mig
ekki um að mín börn gerðu þetta,“
segir Kjartan.
Hann er kvæntur Björk Elvu
Jónasdóttur hjúkrunarfræðingi á
HVE og saman eiga þau þrjá syni,
tvíbura sem orðnir eru 22 ára og
einn tíu ára. „Ég var í miklum fót-
boltabekk. Tveir sem báru þar af,
Siggi Jóns sem varð atvinnumað-
ur eins og þekkt er og Guðmund-
ur Þ Guðmundsson, læknissonur
sem svo flutti í Kópavoginn og varð
meistaraflokksmaður með Breiða-
bliki. Óli Þórðar, sem var ári eldri
en við, var svo aðalleiðtoginn ann-
að hvert ár þegar við vorum með
hans árgangi í flokki. Ég man til
dæmis eftir æfingaferð á Laugar-
vatn þar sem hann stjórnaði öllu.
Ég var markvörður og áhuginn ent-
ist upp í þriðja flokk, þá hætti ég í
fótboltanum.“
Lengst hjá
bankastofnun á
Akranesi
Kjartan segir að eftir grunnskólann
hafi hann byrjað í Fjölbrautaskóla
Vesturlands en leiðin síðan fljótlega
legið í Samvinnuskólann á Bifröst
þar sem hann lauk stúdentsprófi
1988. „Ég tók mér síðan eitt ár í hlé
frá námi og fór svo aftur á Bifröst
sem þá var orðinn háskóli og ég út-
skrifaðist þaðan sem rekstrarfræð-
ingur eftir tvo vetur,“ segir Kjart-
an. Hann segist atvinnulega hafa
að mestu alist upp í bankastofnun
á Akranesi sem í fyrstu var kennd
við Samvinnubankann, það er í úti-
búinu á Akranesi sem á þeim tíma
var stærsta útibú bankans í landinu.
„Ég byrjaði í Samvinnubankanum í
sumarleyfum með námi 1985. Eftir
að ég lauk rekstrarfræðináminu frá
Bifröst vorið 1991 starfaði ég sem
bókari hjá Akraneskaupstað í tvö ár.
Þá fór ég að vinna aftur á mínum
gamla vinnustað sem þá var orð-
ið útibú Búnaðarbankans. Þangað
kom ég sem deildarstjóri en starfaði
síðan frá árinu 2000 sem sérfræð-
ingur á fyrirtækja- og verðbréfa-
sviði hjá útibúinu. Svo í hruninu
missti ég vinnuna, árið áður en for-
ráðamenn Kaupþings, sem þá var
orðinn Arionbanki, voru með exel-
skjöl fyrir framan sig að mér skilst
og ákváðu að loka útibúinu. Það
þótti mörgum óskiljanleg ákvörð-
un, því útibúið á Akranesi hafði
alltaf verið í góðum rekstri með
fjölda viðskiptavina. Við rákum
lengi vel gamaldags bankastarfsemi
sem farnaðist vel, en síðan þegar
útrásarvíkingarnir tóku við stjórn
bankamála þurfti helst að öllu að
dæla út peningum og það vita all-
ir hvernig það fór.“
Erfitt að feta
í fótspor Guðjóns
Kjartan hefur síðustu fjögur árin
starfað hjá endurskoðunarfyrir-
tækinu Price-waterhouse-Coo-
pers í Reykjavík. „Það er gríðarlega
gott að koma til starfa á Akranesi
að nýju. Það er þreytandi að keyra
á milli til Reykjavíkur í vinnu fyr-
ir utan að það voru mikil viðbrigði
að fara úr bankanum hérna og inn
á skrifstofu í bænum. Mér fannst ég
detta mikið úr sambandi við bæjar-
lífið hér og það er gríðarlega gam-
an að vera kominn með vinnu hérna
og í skemmtilegt starf. Ég kom
hingað í starfskynningu til Guðjóns
fimmtudaginn 30. maí. Daginn eft-
ir fór ég svo í vorferð með starfs-
fólki Höfða. Við fórum til Reykja-
víkur að kynna okkur starfsemi
hjúkrunarheimilis þar og fleira.
Það var mjög skemmtileg ferð og
ég veit að á Höfða starfar mjög gott
og hæft starfsfólk sem skemmtilegt
verður að starfa með. Starf fram-
kvæmdastjóra Höfða er krefjandi
og spennandi. Að sama skapi verð-
ur erfitt að feta í fótspor Guðjóns
Guðmundssonar sem á hér að baki
gríðarlega gott starf. Það er horft
til Höfða sem fyrirmyndar heimil-
is,“ sagði Kjartan um leið og hann
gat þeirra framkvæmda sem ráðist
hefur verið í síðustu árin við end-
urnýjun þjónusturýma og stækk-
un og endurbætur á hjúkrunar- og
dvalarrýmum. Þær hafa miðað að
því að eyða tvíbýlum fyrir einstak-
linga á Höfða og gera þeim öllum
kleift að búa í einbýli. Það gerðist
einmitt nú í vor þegar endurnýj-
uð hjúkrunarálma var tekin í notk-
un, en ný hjúkrunarálma var tekin
í notkun síðasta haust. Kjartan átti
einmitt sæti í framkvæmdanefnd
með þessum framkvæmdum öllum
og þá átti hann sæti í stjórn Höfða
þar til hann var í vor ráðinn í starf
framkvæmdastjóra.
þá
Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fór með gamanmál fyrir gesti Höfða þegar
Guðjón Guðmundsson lét af starfi framkvæmdastjóra í lok síðasta mánaðar. Hér
er þétt skipaður salur heimilisfólks á Höfða að hlýða á Guðna.
Kjartan Kjartansson nýr framkvæmdastóri Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi.