Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 gler og speglar 54 54 300 • smiðjuvegi 7 • kópavogi einangrunargler sandblásið gler • k-gler sjálfhreinsandi gler speglar • o.fl. o.fl. sendum um allt land síðan 196 9 allt í gleri allt að 80% minna gegnumflæði hita og óþægilegra ljósgeisla vottuð framleiðsla sólvarnargler handrið & skjólveggir ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur og Akraneskaupstaður óska eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun gangstéttar og veitulagna Krókatún Akranesi Verkið felst í að endurnýja gangstétt, götulýsingu og veitulagnir á um 200 m kafla við Krókatún milli Vesturgötu og Grundartúns. Verkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum ORV 2013/01. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með miðvikudeginum 12. júní 2013 á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is/UmOR/Utbod. Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 11:00. S K E S S U H O R N 2 01 3 Ljómalind - sveitamarkaður Sólbakka 2, Borgarnesi S: 437-1400 Opið mánudaga-fimmtudaga frá kl. 10-18, föstudaga frá kl. 10-19 og um helgar frá kl. 11-16 Í liðinni viku tók til starfa nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Reykholts- dal í Borgarfirði. Fjögur systkini frá Grímsstöðum hafa tekið sig saman og stofnað veitingastaðinn Sveita- kaffi og jafnframt tekið á leigu golfskálann Byrgishól sem er við Reykholtdalsvöll, í Nesi. Jarðirnar Grímsstaðir og Nes liggja einmitt saman, nokkru neðar í norðanverð- um dalnum en Reykholt. Systkinin heita Kristbjörg, Hannes, Gréta og Jóhanna Sjöfn, Guðmundarbörn. Öll stunda þau aðra vinnu en munu skipta á milli sín verkum og nýta hæfileika sína hvert á sínu sviði. Hannes er lærður matreiðslumaður og rak meðal annars veitingastaðinn Madonnu í Reykjavík þar til á síð- asta ári. Kristbjörg rekur ásamt Sig- urði Braga Sigurðssyni eiginmanni sínum trésmíðaverkstæðið Fanntó- fell í Reykjavík, en það fyrirtæki hóf einmitt göngu sína í Reykholti fyr- ir um kvartöld. Gréta starfar sem lyfjatæknir í Reykjavík en Jóhanna Sjöfn býr og starfar í sveitinni, rek- ur m.a. Hönnubúð í Reykholti og framleiðir auk þess smyrsl úr ís- lenskum jurtum, en hún er mennt- uð í ferðamálafræðum. Blaðamað- ur Skessuhorns settist niður með þeim Hönnu Sjöfn og Kristbjörgu í síðustu viku og fékk að forvitnast lítillega um væntanlega starfsemi í Sveitakaffi. „Við ætlum að gera þessa til- raun að reka góðan veitingastað hér í sveitinni og trúum því að þörf sé fyrir þjónustu af þessu tagi. Hér mun ferðaþjónusta eflast á næstu árum. Um leið tókum við að okkur að þjónusta golfspilara hér á Reyk- holtsdalsvelli, sem er 9 holu golf- völlur, og munum einnig sjá um gistiheimilið í Nesi, en í tveimur elstu bæjarhúsunum hefur Bjarni Guðráðsson bóndi og eigandi alls hér komið upp gistingu undir nafni Ferðaþjónustu bænda. Þar er gisti- pláss fyrir 14 manns í átta her- bergjum. Samningurinn við Bjarna byggist einmitt á því að hann legg- ur okkur til aðstöðuna en leiguna greiðum við með því að vinna við gistiheimilið og þjónustu við golf- spilara,“ segja þær Kristbjörg og Hanna Sjöfn. Hráefni úr sveitinni nýtt til fullnustu Á veitingastaðnum Sveitakaffi verð- ur opið frá 9-21 alla daga. „Við ætl- um að leggja mikla áherslu á að nýta til matargerðar það sem framleitt er og vex hér í sveitinni, svona „Lo- cal food“. Við systkinin erum sann- færð um að hvergi sé betra hráefni að fá en hér á svæðinu og ætlum því ekki að leita yfir lækinn til að reyna að nálgast eitthvað annað. Kjötið verður t.d. frá bændum hér, fisk- ur m.a. úr vötnunum á Arnarvatns- heiði, sveppir og bláber úr sveitinni og krydd úr móum og holtum. Sal- atið kaupum við t.d. úr ræktun Ír- isar á Kjalvararstöðum og móð- ur okkar, Steinunnar á Grímsstöð- um, en þær rækta báðar frábært sal- at. Grænmetið kemur svo úr rækt- un garðyrkjubænda hér í sveitinni, það besta sem völ er á.“ Dagsstund í sveitinni Sveitakaffi býður einnig upp á skipu- lagningu afþreyingar undir nafninu Dagsstund í sveitinni. „Okkur lang- ar að bjóða upp á dagsstund fyrir hópa, þar sem lögð verður áhersla á náttúruna og þessa miklu matark- istu sem Borgarfjörðurinn er. Dag- skráin gæti orðið þannig að gestir mæta að morgni hingað í Sveita- kaffi og fá morgunmat. Þeir taka þátt í að hræra í hverabrauð og gera tilbúið í einhvern af hverum sveit- arinnar þar sem það bakast á með- an annað verður gert. Boðið verður upp á gönguferðir, jurtasöfnun og ýmsa dagskrá, svo sem óvissuferð með kokkinum, og síðdegis farið að elda kvöldverð sem unninn verður úr hráefni sem þátttakendur taka þátt í að safna og velja. Kvöldverð- ur verður svo framreiddur og hans notið í kvöldkyrrðinni, farið í heita pottinn og reynt að skapa skemmti- lega stemningu, nú eða spila einn golfhring hér á vellinum,“ segja þær systur. Loks segja þær að í undirbún- ingi sé að opna síðar í sumar sveita- markað í gömlu hlöðunni í Nesi, en það hafi sýnt sig að vaxandi eftir- spurn sé eftir að kaupa ýmsan varn- ing beint frá býli. Nánari upplýsingar um Sveita- kaffi má finna á samnefndri Sveita- símasíðu (e. Facebook) og á slóð- inni www.nesreykholt.is mm Sveitakaffi er til húsa í golfskálanum Byrgishól í Nesi. Sveitakaffi mun leggja áherslu á hráefni úr sveitinni Allt klárt fyrir komu gesta í notalegu umhverfi í Byrgishól. Gamla orgelið í Nesi í bakgrunni. Jóhanna Sjöfn og Kristbjörg Guðmundsdætur. Í elstu tveimur íbúðarhúsunum í Nesi er rekið gistiheimili.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.