Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Húnavatnshreppur, aðaleigandi Hveravallafélagsins ehf., hef- ur samið við Iceland Excursions - Allrahanda ehf. um uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Hveravöll- um og að fyrirtækið kaupi meiri- hluta í Hveravallafélaginu ehf. „Við hyggjum á töluverða uppbygg- ingu á Hveravöllum á næstu árum, með það í huga að vernda frið- landið og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna af þessu einstaka um- hverfi. Í þeim tilgangi verða húsa- kynni rifin eða færð og ný reist fjær hverasvæðinu. Vegna sögulegs gild- is mun gamli skálinn á Hveravöll- um þó standa áfram. Tjaldstæðið verður sömuleiðis fært frá kjarna friðlandsins en þær framkvæmdir sem settar verða í forgang á þessu ári snúa að frárennsli og veitum ásamt hönnun á nýjum fjallaskála innan þess deiliskipulags sem er í gildi á svæðinu,“ segir Þórir Garð- arsson, markaðs- og sölustjóri Ice- land Excursions Allrahanda sem og nýr stjórnarformaður Hveravalla- félagsins. „Hveravellir eru náttúrupara- dís á hálendinu og öll þjónusta og uppbygging þarf að taka mið af því. Markmið okkar er að skyggja ekki á náttúruna heldur styðja við hana. Við stefnum að því að aðstað- an verði sjálfbær hvað varðar vatn og orku og ætlum að virkja gufu- borholu sem þar er til að framleiða rafmagn.“ Lögð verður áhersla á að vernda náttúruvætti sem er að finna á Hveravöllum og að tryggja aðdráttarafl þeirra áfram. „Við stefnum að því að geta haft opið á Hveravöllum allan ársins hring og teljum að það geti orðið mjög eftirsóknarverð upplifun fyr- ir ferðamenn að fara upp á hálend- ið á miðjum vetri,“ segir Þórir enn- fremur. mm Hjördís Pálsdóttir frá Stykkis- hólmi opnaði í byrjun mánaðar sýninguna „Lítinn spöl frá Köldu- kvísl.“ Sýningin er að Vegamótum á Snæfellsnesi og byggir á sögum af Kerlingarskarði, bæði göml- um þjóðsögum sem og upplifun- um fólks af skarðinu í seinni tíð. Sýningin er hluti af lokaverkefni hennar í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Ís- lands og er styrkt af Menningar- ráði Vesturlands. „Sýningin er spjaldasýning og á hverju spjaldi er saga eða frásögn sem teng- ist skarðinu. Hverju spjaldi fylgir gróf blýantsteikning en ég fékk Ómar Smára Kristinsson teikn- ara til að teikna myndir. Svo eru einnig tveir rútubekkir og heyrn- artól þar sem fólk getur sest nið- ur og hlustað á þjóðsögur og lífs- reynslusögur fólks frá skarðinu,“ sagði Hjördís er blaðamaður hitti hana í síðustu viku og fræddist betur um draugasögur af Kerling- arskarði. Skriðu-Fúsi áberandi á sýningunni Meðal sagna er finna má á sýn- ingunni er sagan af Kerlingunni sjálfri, sögur af Sæluhúsunum, sagan af Skriðu-Fúsa og Smal- adysjunum svo eitthvað sé nefnt. „Skriðu-Fúsi spilar nokkuð stórt hlutverk á sýningunni vegna þess að í frásögnum þeirra sem ég tók viðtöl við kom fram að ef eitthvað skrítið eða dularfullt átti sér stað á skarðinu þá gerðist það iðulega við Fúsaskurði,“ segir Hjördís en söguna af Skriðu-Fúsa ættu marg- ir Vestlendingar að þekkja. Við- urnefnið hlaut hann fyrir það að vera dæmdur til þess að skríða ávallt á fjórum fótum í annarra viðurvist en ekki er vitað til þess að nokkrum manni á Íslandi hafi verið dæmd sama refsing. Eitt sinn var Skriðu-Fúsi á ferð yfir Kerlingarskarð að vetri til þegar óveður mikið skall á og varð hann úti. Sömu nótt dreymdi bóndann á Hjarðarfelli að Fúsi kom á bað- stofugluggann og kvað: Skriðu-Fúsi hreppti hel hálfu fyrr en varði. Úti dó – það ei fór vel – á Kerlingarskarði. Þar sem götur ganga á víxl, glöggt má að því hyggja, lítinn spöl frá Köldukvísl, kveð ég hann Fúsa liggja. Fannst Fúsi dauður í kvíslum á miðju fjallinu sem nú draga nafn sitt af honum. „Þetta hefur síð- an þótt einn helsti reimleikastað- urinn á skarðinu,“ heldur Hjör- dís áfram. „Mér þótti mjög gaman að taka þessi viðtöl og heyra sög- urnar sem fólkið hafði að segja en margt fólk hefur orðið úti á Kerl- ingarskarði. Sem dæmi um sögur eru að bílar bili þarna upp úr þurru án þess að nokkuð finnist að bíl- unum og margir tala einnig um að þeim finnist einhver sitja í bílun- um hjá þeim þegar þeir keyra yfir skarðið.“ Sæluhús Síðasti maðurinn sem vitað er að varð úti á Kerlingarskarði var sunn- anpósturinn, en hann varð úti ásamt bóndanum frá Hjarðafelli árið 1906. Eftir það lét sýslunefndin reisa sælu- hús á skarðinu svo vegfarendur gætu forðað sér þangað í illviðrum. Elías Kristjánsson sem lengi bjó á Elliða í Staðarsveit orti svo um gamla sælu- húsið: Hér er djöfla og drauga höll dimmum fjalls í ranni. Þakin snjó og ísi öll engum boðleg manni. Nýtt sæluhús var reist á árun- um 1957-1958 fyrir tilstuðlan Vega- gerðarinnar og þjónaði tilgangi sín- um allt til ársins 2001 að vegurinn var lagður af. Sögur sem ekki eru sagðar lengur Hjördís er með BA gráðu í þjóð- fræði og hefur alltaf haft mikinn áhuga á gömlum sögum, hvort sem það eru þjóðsögur eða draugasög- ur. „Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég vildi gera í lokaverkefninu í hagnýtri menningarmiðlun kom eiginlega ekkert annað til greina. Sjálf er ég frá Stykkishólmi og fór því oft veginn yfir Kerlingarskarð sem barn og minnist þess til dæm- is þegar sagðar voru draugasögur frá skarðinu í skólaferðalögum. Mér þykir líka gaman að hafa sýninguna á Vegamótum vegna þess að rekst- ur hófst þar árið 1933, mjög stuttu eftir að vegurinn um Kerlingarskarð var lagður. Sýningin á því best heima hér. Mig langaði líka að setja upp þessa sýningu því nú hefur vegurinn yfir Kerlingarskarð ekki verið farinn af almennum vegfarendum frá árinu 2001, eftir að Vatnaleið var opnuð. Börn í dag þekkja því ekki þessar sög- ur eins vel og við sem fórum reglu- lega yfir skarðið. Fólk lendir heldur ekki eins oft í hremmingum á fjall- vegum eins og áður, því samgöngur eru orðnar svo góðar. Í dag er það fátítt að fólk þurfi því að nýta sér sæluhús. Ég vildi því halda þessum sögum aðeins á lofti,“ segir Hjördís Pálsdóttir að lokum. Þess má geta að sýningin stendur að Vegamótum í allt sumar og því vel til fundið fyr- ir ferðalanga á Snæfellsnesi að líta við og fræðast betur um sögurnar af Kerlingarskarði. ákj Kæru íbúar Borgarbyggðar! Þegar ég lagðist á koddann minn til að fara sofa núna fyrir skemmstu, lá ég andvaka. Kaffidrykkja var ekki ástæðan eða það að ég hafi óvart sofnað fyrr um kvöldið með syni mínum, heldur sú vitneskja að mér ber samfélagslegskylda til að minn- ast á ákveðin atriði er varða öryggi okkar og og ekki síður barnanna okkar. Öryggi okkar yngstu borgara í bíl er mér mjög hugleikið, bæði er ég fyrrverandi starfsmaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar þar sem að þó nokkuð að mínum verkefnum snertu þetta málefni en einnig hef ég horft upp á þá sorg sem dauðs- fall af völdum umferðaslyss veldur. Þess hlutskiptis óska ég engum og er mikið í mun að við leggjum okk- ur öll fram við að koma í veg fyr- ir slysin. Notum alltaf öryggisbúnað á börnin okkar og notum hann rétt. Og svo ég gerist nú háfleyg, í guð- anna bænum ekki sitja með börnin ykkar í fanginu og keyra. Bein þeirra eru ekki ennþá orðin eins sterk og beinin í fullorðnum einstaklingum og ef eitthvað kemur upp á í öku- ferð þá er það þau sem taka höggið. Lítil rifbein bera ekki það högg og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig slíkt getur endað. Setjum börnin okkar í bílstóla, bílbelti þar sem þau eru örugg. Við erum ekki síður mikilvæg en börnin okkar og því skulum við alltaf nota öryggisbelti, við erum jú líka þeirra fyrirmyndir. Umferðarstofa og Slysavarna- félagið Landsbjörg gefa út góð- an bækling með leiðbeiningum um hvernig best er að búa um börn í bílum og má nálgast hann á net- inu http://www.landsbjorg.is/slysa- varnir/umferd/born-i-bilum. Með sumarkveðju Sæunn Ósk Kjartansdóttir Pennagrein Af gefnu tilefni Allrahanda tekur yfir ferðaþjónustu á Hveravöllum Vildi halda sögunum á lofti Hjördís Pálsdóttir opnaði sýningu á Vegamótum um Kerlingarskarð Hjördís Pálsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.