Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Síðastliðinn föstudag voru stúd- entar brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í fimmta skipti. Tíu stúdentar luku námi á félagsfræða- braut, ellefu á náttúrufræðibraut og tveir luku viðbótarnámi til stúd- entsprófs. Bjarni Traustason kenn- ari stýrði athöfninni, Lilja S. Ólafs- dóttir aðstoðarskólameistari flutti annál og Vilhjálmur Egilsson, rekt- or Háskólans á Bifröst, flutti ges- taávarp. Að lokinni brautskráningu hélt Þórkatla Dagný Þórarinsdótt- ir ræðu fyrir hönd útskriftarhópsins og athöfninni lauk með ávarpi Kol- finnu Jóhannesdóttur skólameist- ara. Nýstúdentar sáu um tónlistar- flutning; Magnús D. Einarsson lék 1. þátt úr 14. sónötu Beethovens, Jóhanna María Þorvaldsdóttir söng lag úr söngleiknum um Mary Poppins og Magnús Kristjánsson flutti lagið Circle of Life eftir El- ton John. Að lokum var öllum við- stöddum boðið til kaffisamsætis. Ræddi um sérstöðu lítilla framhaldsskóla Í ávarpi Kolfinnu Jóhannesdóttur skólameistara kom m.a. fram gagn- rýni á nýlegar hugmyndir um sam- einingu framhaldsskóla sem birt- ust í skýrslu verkefnisstjórnar sam- ráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi. Kolfinna benti á að horfa þyrfti á hugtök á borð við hagsæld frá sjónarhóli fleiri en einnar fræði- greinar. Hún nefndi að niðurstöður margra rannsókna hafi sýnt að litlir skólar ná betri árangri hvað náms- gengi varðar. Kolfinna lagði áherslu á að litlir framhaldsskólar á lands- byggðinni hefðu á margan hátt for- skot, skólanefndir hefðu hagsmuna að gæta í þágu eigin samfélags, skól- arnir væru þungamiðja samfélags- ins, hefðu sterk tengsl við nemend- ur og fjölskyldur þeirra og allt starf þeirra og þjónusta væri með pers- ónulegri hætti en í stærri skólum. Verðlaun fyrir námsárangur Dúx MB að þessu sinni var Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson frá Brekku í Norðurárdal. Hann hlaut meðaleinkunnina 9,15. Bjarki Þór útskrifast nú með skólasystkinum sínum en hann lauk reyndar námi við skólann í desember síðastliðn- um og hefur stundað nám í sál- fræði við Háskólann í Reykjavík á vormisseri. Bjarki Þór hlaut fjölda viðurkenninga fyrir góðan árang- ur; frá Arionbanka fyrir besta ár- angur á stúdentsprófi, frá Mennta- Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson er dúx Menntaskóla Borgarfjarð- ar skólaárið 2012-2013 en hann er frá bænum Brekku í Norður- árdal. Bjarki er fæddur árið 1994 og verður 19 ára síðar á þessu ári. Bjarki fékk fjölda viðurkenn- inga á útskriftarathöfninni, bæði fyrir góðan námsárangur sem og starf sitt í félagslífi menntaskólans og má því með sanni segja að þar sé efnilegur einstaklingur á ferð. Ekki síðri efnileg er yngri syst- ir hans, Anna Þórhildur, sem nú þegar hefur hafið nám í MB ein- ungis 14 ára gömul og meira að segja lokið stúdentsprófi í dönsku. Anna verður 15 ára síðar á þessu ári en hún er fædd árið 1998. Í vor lauk hún bæði 9. og 10. bekk í Varmalandsskóla með hæstu ein- kunn og mun hún hefja fullt nám á náttúrufræðibraut næsta haust í MB, einu ári á undan jafnöldrum sínum. Foreldrar Önnu og Bjarka eru þau Íris Grönfeldt og Gunnar Þór Þorsteinsson. Í samtali við Skessuhorn sögðu systkinin hafa alltaf átt gott með að læra en bæði segjast þau gríð- arlega fróðleiksfús. Þó þau deili þörfinni til að vita meira eru sér- svið þeirra ólík, Bjarki heillast af hug- og félagsvísindum á meðan Önnu þykir raunvísindaheimur- inn heldur skemmtilegri. „Ég er ekki mjög hrifinn af gráum svæð- um sem mér finnst einkenna svör- in í heimi hugvísindanna, þar eru svörin svolítið víð. Ég vil sjá skýr svör við hinum ýmsu spurningum og þannig svör fást oftast í raunvís- indaheiminum,“ segir Anna sem kveðst hlakka til að takast á við framhaldsskólanám næsta haust. Bjarki brosir yfir þessum pæling- um systur sinnar enda hafa þau oftar rætt saman um áhugasvið sín. Hann segist þó nær raunvísindun- um nú um stundir en hann er í sál- fræðinámi í Háskólanum í Reykja- vík og segir hann systur sína fylgj- ast með námi sínu af áhuga. Bjarki segist ganga vel í háskólanáminu og kveðst jafnvel hafa áhuga síð- ar meir að sérhæfa sig í vinnusál- fræði. Bæði leggja þau stund á ýmis áhugamál utan námsins. Bjarki hefur til dæmis látið að sér kveða á vettvangi stjórnmálanna og var á lista Vinstri grænna í Norðvestur- kjördæmi í síðustu alþingiskosn- ingum. Spurð um stjórnmála- áhuga sinn segist Anna ekki vera jafn pólitísk og bróðir sinn. Bjarki segir hins vegar að það eigi eftir að koma í ljós síðar meir. „Jú, ég hef nú ákveðnar skoðanir á því hvern- ig eigi að stjórna landinu,“ viður- kennir þá Anna fyrir blaðamanni. Sjálf hefur hún meiri áhuga á tón- list og tungumálum. Hún stundar píanónám í Tónlistarskóla Borg- arfjarðar og þá hefur hún áhuga á að læra kínversku og kóresku með tíð og tíma en hún segir menn- ingu þessara landa heilla sig. Bæði verða að vinna í Borgarfirði í sum- ar, Bjarki í Safnahúsi Borgarfjaðr- ar í Borgarnesi og Anna í Garð- yrkjustöðinni Laugalandi í Staf- holtstungum. Þegar sumri sleppir hefst loks næsti áfangi á mennta- vegi þessara efnilegu systkina úr Norðurárdalnum. hlh Systkinin Bjarki Þór Grönfeldt og Anna Þórhildur Gunnarsbörn frá Brekku í Norðurárdal. Efnileg systkini úr Norðurárdalnum Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar skóla Borgarfjarðar fyrir vand- aðasta lokaverkefnið, frá Kaup- félagi Borgfirðinga fyrir góðan ár- angur í samfélagsgreinum og frá Kvenfélagi Borgarness fyrir góðan árangur í íslensku. Þá fékk Bjarki Þór viðurkenningar frá Getspeki- félagi Menntaskóla Borgarfjarðar vegna þátttöku í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur og frá skólablaðinu Eglu fyrir ritstörf. Amelia Christine Scholl hlaut viðurkenningu frá Stofnun Vigdís- ar Finnbogadóttur og Háskóla Ís- lands fyrir góðan árangur í erlend- um tungumálum. Dagbjört Birgisdóttir hlaut við- urkenningu frá Borgarbyggð fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og stjórnar nemendafélagsins. Hún fékk einnig viðurkenningu skóla- blaðsins Eglu fyrir ritstörf. Davíð Andri Bragason hlaut við- urkenningu Menntaskóla Borg- arfjarðar fyrir sjálfstæði, færni og framfarir í námi. Hildur Hallkelsdóttir hlaut við- urkenningu frá danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku og hún hlaut jafnframt hvatningarverðlaun Zontaklúbbs Borgarfjarðar. Hulda Geirsdóttir hlaut viður- kenningu frá Háskóla Reykjavíkur fyrir góðan árangur í raungreinum. Svandís Björk Guðmundsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Heilsu- eflandi skóla sem stýrihópur Heilsueflandi framhaldsskóla hjá embætti landlæknis veitir. Þórkatla Dagný Þórarinsdótt- ir hlaut viðurkenningu Gámaþjón- ustu Vesturlands fyrir góðan árang- ur í náttúruvísindum. Mæðgin útskrifuðust saman Að endingu má geta þess að mæðg- in útskrifast saman frá skólanum að þessu sinni sem stúdentar, Guð- lín Erla Kristjánsdóttir og sonur hennar Sigurdór Ísak Hálfdánar- son. Erla er lyfjatæknir og sjúkra- liði að mennt og hefur auk þess rek- ið hannyrðaverslun. Hún útskrifað- ist með viðbótarnám til stúdents- prófs. Ísak, sem útskrifaðist af nátt- úrufræðibraut, hefur sótt um skóla- vist við íþróttakennaradeild Há- skóla Íslands á Laugarvatni. „Erla er í hópi fimm kvenna sem útskrif- uðust að þessu sinni eftir að hafa hafið menntaskólanám á “fullorð- insaldri”. Tilkoma MB hefur aukið til muna möguleika þeirra einstak- linga sem hefur langað að bæta við menntun sína en ekki haft tök á því að sækja hana um langan veg. All- nokkrir „eldri“ nemendur stunda nú nám við skólann og ekki ber á öðru en þeir samlagist nemenda- hópnum vel,“ segir Kolfinna Jó- hannesdóttir, rektor skólans. mm Mæðginin Erla og Ísak ásamt Hálfdáni Þórissyni, eiginmanni og föður. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.