Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Fyrir tæpu ári fékk gamla Lands- bankahúsið á Suðurgötu 57 á Akra- nesi nýtt hlutverk eftir kaup Akra- neskaupstaðar á húsinu í byrjun árs 2012. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að koma starfsemi fyr- ir í húsinu auk nauðsynlegra breyt- inga og endurbóta á húsnæðinu. Aðstandendur starfseminnar í hús- inu fannst tími til kominn að kynna hana og bjóða íbúum Akraness og nágrennis að skoða aðstöðuna. Haldið var opið hús í gamla Lands- bankahúsinu sl. fimmtudag og kíkti fólk í heimsókn, reyndar nokkru færri en reiknað hafði verið með. Forsvarsmenn starfseminnar í húsinu er mjög ánægðir með að- stöðuna og segja húsnæðið bjart, rúmgott og skemmtilegt. Á jarð- hæðinni er Símenntunarmiðstöð Vesturlands og þar verður einn- ig upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn. Inga Dóra Halldórsdótt- ir framkvæmdastjóri hjá Símennt- unarmiðstöðinni segir aðstöðuna gjörbreytta á Akranesi. „Áður vor- um við hingað og þangað, má segja í misjafnlega góðri aðstöðu. Nú erum við með alla starfsemina á einum stað; skrifstofu, námsráðgjöf og kennslu,“ sagði Inga Dóra. Á annarri húð hússins eru Skagastað- ir, athafnasetur fyrir atvinnuleit- endur á aldrinum 16-30 ára í öðr- um endanum og í hinum eru starfs- fólk heimaþjónustu og búsetuþjón- ustu Akraneskaupstaðar. Sú starf- semi hafði ekki neina aðstöðu áður og var því mjög létt yfir starfsfólk- inu í þessari þjónustu hjá kaup- staðnum í opna húsinu á fimmtu- daginn. „Þetta er þvílíkur munur að vera nú kominn með þennan sama- stað hér,“ sagði starfsfólkið. Á efstu hæð gamla Landsbanka- hússins er svo endurhæfingarhús- ið HVER. Thelma Hrund Sig- urbjörnsdóttir forstöðumaður HVERS sagði um stórbætta að- stöðu að ræða. „Hún er til bóta fyrir alla starfsemina, svo sem til fræðslu, viðtala og iðju. Það er mun rýmra á okkur við matarborðið hér en á gamla staðnum, enda þurfum við pláss fyrir 25-30 manns sem stundum eru hérna í hádeginu. Það er allt bjartara hérna og það létt- ir væntanlega lundina. Svo er ég komin með hálfgerða bankastjóra- skrifstofu,“ sagði Thelma Hrund létt í bragði. þá Umboðsmaður skuldara segir nið- urstöðu Hæstaréttar, sem nýverið var felldur, í máli Plastiðjunnar ehf. marka tímamót varðandi réttar- stöðu lántaka vegna endurútreikn- ings ólögmætra gengistryggðra lána. Fordæmisgildi dómsins sé skýrt og hvetur umboðsmaður fjár- málafyrirtæki til að hraða endurút- reikningi lána í samræmi við það. Umboðsmaður skuldara vann álit- ið að beiðni Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra sem segir mikilvægt að þessari óvissu hafi nú verið eytt. „Ég vænti þess að fjármálastofnanir muni nú hefja endurreikninga tafarlaust og gera það fljótt og vel.“ Í málinu, nr.50/2013, komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum væri óheim- ilt að krefja Plastiðjuna um óverð- tryggða vexti Seðlabanka Íslands fyrir liðna tíð. Að mati umboðs- manns skuldara er því nú komið skýrt fordæmi frá Hæstarétti um að óheimilt sé að endurreikna lán til skemmri tíma, t.d. bílalán, með vöxtum SÍ aftur í tímann a.m.k. í þeim tilfellum þar sem vextir hafa verið greiddir og fullnaðarkvitt- un liggur því til grundvallar. Um- boðsmaður telur fordæmið víðtækt og taki ekki einungis til lána Lands- bankans sem aðila að málinu heldur einnig til annarra lánastofnana sem veitt hafa ólögmæt gengistryggð lán til skemmri tíma. Umboðsmaður skuldara telur ljóst af niðurstöðu dómsins að end- urreikna beri meginþorra skamm- tímalána í samræmi við upp- gjörsaðferð Hæstaréttar í máli nr. 464/2012. Í því felst að afborganir af höfuðstól lánssamnings, sem inntar hafa verið af hendi til og með þess tíma er viðkomandi samningur var endurreiknaður, komi að fullu til frádráttar upphaflegum höfuðstól, sem ber hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð greiddra vaxta hefur þar ekki áhrif, enda teljast þeir að fullu greiddir vegna þessa tímabils. Embætti um- boðsmanns skuldara leggur áherslu á mikilvægi þess að endurútreikn- ingum fjármálafyrirtækja verði hraðað eins og unnt er. „Fordæmis- gildi dómsins er skýrt og ekkert að vanbúnaði að hefja endurútreikn- ing samkvæmt honum þegar í stað“ segir í áliti umboðsmanns. Athygli er vakin á því að á vef embættis umboðsmanns skuldara er reiknivél sem byggir á uppgjörs- aðferð Hæstaréttar. mm Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra veitti í síðustu viku forsvarsmönnum Landhelgisgæsl- unnar heimild til að ganga til samn- inga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjög- urra ára. Landhelgisgæslan hef- ur nú þegar gengið frá samning- um vegna leigunnar. „Með leigu- samningnum hefur verið eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur í þyrlubjörg- unarmálum Landhelgisgæslunnar. Í framhaldi af þessari niðurstöðu mun ráðherranefnd um ríkisfjármál taka ákvörðun um tímasetningu út- boðs vegna kaupa á langdrægum björgunarþyrlum sem framtíðar- lausn í þyrlubjörgunarmálum þjóð- arinnar. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var afar sátt- ur við þessa niðurstöðu og ákvörð- un ráðherra enda í samræmi við til- lögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæsl- unni. mm Hraði endurútreikningi gengistryggðra ólögmætra lána Ráðherra og forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Óvissu vegna þyrlumála eytt Gamla Landsbankahúsið á Akranesi opnað formlegra með nýrri starfsemi Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Hekla Gunnarsdóttir verkefnis- stjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðukona HVERS endurhæfingarhúss. Vinkonurnar Salvör Ragnarsdóttir og Gréta Ólafsdóttir voru meðal gesta. Starfsfólk heimaþjónustu og búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar; Ástrós Una Jóhannesdóttir, Minney Ragna Eyþórsdóttir, Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir og Rut Hjartardóttir. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands, Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar og Ingibjörg Gestsdóttir sem starfar við upplýsingamið ferðamanna. Hjónin Bragi Þórðarson og Elín Þorvaldsdóttir litu við í heimsókn og eru hér á spjalli við Gest Friðjónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.