Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Qupperneq 23

Skessuhorn - 12.06.2013, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Veiðivörur fyrir fjölskylduna Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutímiþriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is Veiðivörur í úrvali Spúnar Kaststangir Veiðihjól Fluguhjól Flugur Vöðlur Flugustangir Spúnabox Veiðitöskur Gervibeita Silunganet Opið á laugardögum 10-16 Nafn: Jón Ásgeir Sigurvinsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Veiðivörð- ur við Norðurá í Borgarfirði Fjölskylduhagir/búseta: Kvæntur sr. Elínborgu Sturlu- dóttur, búsettur í Stafholti. Áhugamál: Búinn að gleyma hver þau voru eitt sinn. Vinnudagurinn 9.6.2013: Mætt til vinnu? Var kominn að Glanna um sjöleytið þar sem ég las af teljara við laxastiga hversu margir laxar voru gengnir upp stigann sem og hitastig vatnsins. Að því loknu fór ég í veiðihús til þess að kanna hvað hefði veiðst á síðustu vakt. Tók hreystur- sýni af fiski í kæligeymslu. Sýn- inu ásamt fleiri slíkum kem ég síðan til Veiðimálastofnunar til rannsóknar. Fyrir hádegi fór ég í eftirlits- ferð og síðan heim þar sem ég sló grasflötina og snæddi hádeg- isverð. Um hálf tvö fór ég upp í veiði- hús til að fá lokastöðu á veiði fráfarandi holls og taka á móti nýjum veiðimönnum. Um hálf- fjögur voru allir veiðimenn komnir og ég búinn að láta þá draga um veiðisvæði en veiði á kvöldvakt hefst kl. 16. Eftir kvöldmat fór ég í eftirlits- ferð, skráði veiði í Skrínu, raf- ræna veiðibók í netinu, og tók síðan á móti veiðimönnum, sem voru að koma í veiðihúsið í Mel- koti, kl. 22:30 og gaf þeim ráð og leiðbeiningar. Fastir liðir alla daga? Það telst m.a. til fastra liða að lesa af telj- ara í Glanna, fara í eftirlitsferð- ir, fylgjast með kæligeymslu í veiðihúsi og taka hreystursýni ef mögulegt er. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Að fyrsti laxinn veiddist í Stekknum um morg- uninn. Var dagurinn hefðbundinn? Já. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Í júní 2012. Er þetta framtíðarstarfið þitt? A.m.k. fram á haust. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Það fer eftir ýmsu. Eitthvað að lokum? Betri er slepptur lax en enginn. Dag ur í lífi... Veiðivarðar Skessuhorn mun á næstu vikum fylgj- ast með gangi mála í lax- og silungs- veiðinni á Vesturlandi. Veiðimenn, landeigendur og aðrir sem stunda eða tengjast stangveiði eru hvattir til að senda ritstjórn myndir og fregnir af gangi mála. Netfangið er: skessu- horn@skessuhorn.is „Þetta veit á mjög gott sumar, nú koma yfir 2.000 laxar á land,“ sagði Bjarni Júlíusson formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur glað- ur í bragði eftir að hafa veitt fyrsta lax sumarsins eftir einungis tveggja mínútna veiði við opnun Norður- ár í Borgarfirði sl. miðvikudag. Veiði í ánni hófst á slaginu klukkan sjö og fékk Bjarni 72 sm hrygnu í þriðja kasti í Brotinu við Laxfoss á fluguna Black Eyed Prawn. Það var félagi hans Árni Friðleifsson varaformaður SVFR sem aðstoðaði Bjarna við löndunina áður en hann renndi sjálfur fyrir fisk, með góðum árangri. Fyrsta laxinum var sleppt eftir mælingu og mynda- töku þar sem stór hópur fréttamanna var saman kominn á árbakkanum. Bjarni sagði laxinn vænan, lítið eitt lúsugan en tiltölulegan nýgenginn. „Oft hefur þurft lengri tíma til að veiða fyrsta laxinn við opnun Norð- urár og er þessi skjóta veiði til vitn- is um að áin á eftir að gefa vel af sér í sumar,“ bætti Bjarni við. Gott veð- ur var við opnun Norðurár, en við- staddir hana voru meðal annarra stjórn SVFR, stjórnarmenn í Veiði- félagi Norðurár, starfsfólk veiðihúss- ins á Rjúpnahæð auk hóps ljósmynd- ara og blaðamanna eins og fyrr seg- ir. Níu laxar til viðbótar við hrygnu Bjarna formanns áttu svo eftir að bætast við á fyrstu vaktinni á mið- vikudaginn og sl. sunnudag voru 30 laxar komnir á land. Opnun Norðurár markar sem fyrr upphaf laxveiðitímabilsins en sama dag hófst reyndar einnig veiði í Blöndu. Fleiri ár verða svo opnaðar á næstu dögum. Víða hafa menn verið að kíkja eftir fiskum og séð líf. Þann- ig hefur t.d. frést af göngum af fiski í Haukadalsá í Dölum. Í Straumun- um, ármótum Norðurár og Hvítár er ágætt líf sem og í Brennunni. Veiði hefst í dag í Þverá og um næstu helgi í Kjarará. Arnarvatnsheiðin opnuð að hluta Veiðifélag Arnarvatnsheiðar mun hefja sölu veiðileyfa á sunnanverða heiðina næstkomandi laugardag, 15. júní. Að sögn Snorra Jóhannesson- ar veiðivarðar er klaki ekki enn far- inn úr jörðu á heiðinni og því eru ákveðnir vegaslóðar viðsjárverð- ir og jafnvel ófærir. Þá er mikið vatn í Norðlingafljóti og getur það verið varasamt nema á stærstu bílum. Fyrst í stað verður af þessum sökum bann- að að aka t.d. í Hlíðarvatn og veiði- menn almennt hvattir til að ganga fremur en freista þess að aka um ill- færa vegi með tilheyrandi hættu á landsspjöllum. Jörð hefur verið auð á Arnarvatnsheiði og þess vegna hef- ur klaki farið síðar úr jörðu en mörg undangengin ár. Engu að síður er hægt að komast fjölfarnari vegi eins og að veiðihúsunum við Úlfsvatn og Arnarvatn litla. Nánari upplýsing- ar um færð, sölu veiðileyfa og ann- að er hægt að fá á heimasíðu félags- ins: www.arnarvatnsheidi.is mm/hlh Ertu búinn að fá þér Veiðikortið! www.veidikortid.is Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.- 00000 Fyrsti lax sumarsins beit á í þriðja kasti Stjórnarmenn SVFR umkringdir blaðamönnum og ljósmyndurum á bökkum Norðurár. Ljósm. hlh. Bjarni Júlíusson formaður SVFR og Árni Friðleifsson varaformaður með fyrsta lax sumarsins í Norðurá. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.