Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Á föstudaginn fór fram á Hótel Borgarnesi fyrsta úthlutun Fram- kvæmdaráðs Vesturlands til verk- efna sem valin voru í Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árið 2013. Átta verkefni fengu styrki, samtals 24,1 milljón króna. Hæsta styrkinn fékk Háskólinn á Bifröst, samtals 10 milljónir króna sem verður nýtt- ur í verkefni til að auka samstarf skóla og atvinnulífs á Vesturlandi. Markaðsátak fyrirtækja í ferða- þjónustu frá Eldborg á Mýrum að Bíldudal til eflingar ferðaþjónustu utan háannatíma fékk 4,5 millj- ónir króna, Dalabyggð fékk fjór- ar milljónir króna vegna dreifnáms í Dölum, Treasures ehf. fékk eina milljón til verkefnisins Norðurljós yfir Snæfellsjökli, Vör Sjávarrann- sóknarsetur fékk 1,5 milljón vegna verkefnisins Þorskaslóð, Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdótt- ir á Akranesi fengu eina milljón í verkefnið Skagaferðir, Ferðaþjón- ustan Þórisstaðir og Snilldarferð- ir ehf. fengu 1,15 milljón vegna verkefnis til að auka afþreyingu á Vesturlandi og þá fékk Þórishólmi ehf. eina milljón til að þróa nýjar leiðir til vinnslu og veðmætaaukn- ingar á ígulkerum. Að auki mun Framkvæmdaráð úthluta 21,7 milljón króna til ann- arra verkefna til eflingar ferða- þjónustu utan hefðbundins ferða- mannatíma, til verkefnis tengt efl- ingu matvælaiðnaðar á Vestur- landi og til ímyndarverkefna tengd Grundartangasvæðinu. Tilkynnt verður á næstu vikum um úthlut- un til þeirra. Val verkefna byggð- ist á greiningarvinnu Byggðastofn- unar og Atvinnuráðgjafar Vestur- lands en það var Framkvæmdaráð sem tók endanlega ákvörðun um úthlutun. Í samtali við Skessuhorn sagði Gísli Gíslason, formaður stjórnar Framkvæmdaráðsins, að vonir standi til að góður árangur náist í þeim sprotum sem verið er að stinga út og að þeir leiði af sér fleiri sprota. „Þetta eru allt mjög skemmtileg verkefni sem dreif- ast vítt um héraðið. Að baki þeim stendur áhugasamt fólk og von- andi að það kveiki í fleirum til að nýta þau tækifæri sem eru á Vest- urlandi,“ sagði Gísli. Samstarf efli fyrirtæki og atvinnulífið Markmið Háskólans á Bifröst með Félagar í Björgunarfélagi Akra- ness hafa tekið að sér að veita leið- sögn fyrir gönguhópa á Akrafjall tvö kvöld í viku í sumar. Daní- el Magnússon félagi í BA fer fyr- ir hópi í Björgunarfélaginu sem ætlar að mæta í þessa leiðsögn að bílaplaninu við rætur Akra- fjalls á þriðjudögum og fimmtu- dögum klukkan 18. „Fólk getur safnast saman við planið eða haft samband við mig í síma 844 7881. Við erum nokkrir strákar í þessu, erum náttúrlega í vinnu og skipt- um þessu á milli okkar,“ segir Daníel. Hann segir að lítil reynsla sé komin á það ennþá hve mikil eftirspurn verði eftir leiðsögn á fjallið. „Við byrjum á að fara upp Selbrekkuna og síðan er það eftir óskum hópanna á hvern tindanna við förum, yfirleitt ekki þá alla í sömu ferðinni,“ segir Daníel. Hann sagði að það hefði verið að ósk aðila í ferðaþjónustu á Akra- nesi sem Björgunarfélag Akraness ákvað að bjóða upp á þessa þjón- ustu. þá Þumallinn á Akrafjalli á leiðinni á Háahnjúk. Veita leiðsögn á Akrafjallið Fyrsta úthlutun vegna Sóknaráætlunar Vesturlands verkefni sínu er að auka tengsl milli skólans og fyrirtækja á Vesturlandi. Um er að ræða samstarf við lítil og meðalstór fyrirtæki á svæðinu um gerð rekstraráætlana, þ.m.t í land- búnaði, og binda forsvarsmenn Bifrastar vonir við samstarf við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri í því sambandi. Meginmark- mið verkefnisins er að gefa nem- endum á Bifröst kost á að glíma við raunveruleg verkefni. „Við vilj- um biðja atvinnulífið um að hjálpa okkur við að mennta nemendur okkar og er ég sannfærður um að þeir geta gert heilmikið gagn fyr- ir fyrirtækin í leiðinni,“ sagði Vil- hjálmur Egilsson verðandi rektor Háskólans á Bifröst um verkefnið. „Það þarf víða að fara í gegnum áætlanagerð og ýmsa grunnþætti í rekstri fyrirtækja sem oft verða út- undan í daglegu amstri. Því er um að gera að leyfa nemendunum að glíma við svona verkefni og hjálpa til. Það getur bara eflt fyrirtækin og atvinnulífið á svæðinu.“ Lengja ferðamannatímann á Snæfellsnesi Samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu frá Eldborg á Mýr- um að Bíldudal fékk 4,5 milljón- ir króna úthlutað til að vinna sam- eiginlega að markaðsrannsókn- um, afurðaþróun og kynning- ar- og sölumálum til þess að efla ferðaþjónustu utan háannatíma á svæðinu. Verkefninu er ætlað að skila árangri í hagræðingu í rekstri þátttakenda og auknum sýnileika þeirra á markaði. Að sögn Páls Kr. Pálssonar hjá Sæferðum í Stykkis- hólmi, sem tók við fjárveitingunni fyrir hönd verkefnisins, þá telur hann svæðið eiga mikla möguleika á jaðartímabilunum svokölluðu en hópurinn horfir til tímabilanna september – nóvember og febrúar – maí. „Svæðið býður upp á margt á þessum tíma, bæði á landi og sjó, sem getur dregið að ferðafólk. Fyrstu skref í verkefninu verður að skilgreina markhópa okkar í átak- inu en það gerum við á grund- velli gagna og markaðsrannsókna sem gerðar hafa verið. Sú vinna fer fram í júní og júlí. Í framhaldinu ætlum við að búa til ramma utan um þær vörur sem við hyggjumst bjóða upp á,“ segir Páll. Dreifnám í Dölum Verkefnið dreifnám í Dölum fékk fjórar milljónir króna til að koma á fót svokölluðu framhaldsnámi í sveit- arfélaginu í samtarfi við Mennta- skóla Borgarfjarðar. Dreifnám tekur til fyrstu tveggja áranna í mennta- skóla. Verkefnið felst í því að bæta aðgengi íbúa að framhaldsmenntun og er fyrirmynd dreifnámsins sótt til Hvammstanga og Vesturbyggðar. „Styrkurinn verður nýttur til und- irbúnings á stofnun dreifnámsins, meðal annars til greiningarvinnu og áætlanagerðar. Við munum skoða á næstu dögum hvort að við getum boðið upp á dreifnámið strax í haust eða að ári,“ sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Norðurljós yfir Snæfellsjökli Það er Pauline McCarthy í Treas- ures ehf. sem hefur umsjón með verkefninu Norðurljós yfir Snæ- fellsjökli sem fékk eina milljón í sinn hlut í úthlutuninni. Pauline hefur fengist við hönnun og framleiðslu á minjagripum sem skírskota til Vesturlands undanfarin ár en verk- efnið sem fær styrk nú snýr að því að útbúa bauk sem inniheldur hand- gert sælgæti frá Vesturlandi. Snæ- fellsjökull mun prýða baukinn og ásamt sælgætinu verður inni í hon- um smágerður bæklingur með upp- lýsingum um jökulinn. Ætlunin er að markaðssetja vöruna hér heima og erlendis með það að markmiði að vekja áhuga ferðamanna á lands- hlutanum. Þorskaslóð miðlað til ferðamanna Vör sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð fékk 1,5 milljón úthlut- að til miðlunar á niðurstöðum þver- fræðilegs rannsóknarverkefnis á þorskstofninum við Íslandsstrend- ur. Ætlunin er að miðla upplýsing- um úr verkefninu til ferðamanna og almennings með upplýsingaskilt- um, sýningum á einstökum svæð- um, með stafrænni framsetningu á vefsíðu og með smáforriti fyr- ir snjallsíma og spjaldtölvur. Rann- sóknarverkefnið er fjölþætt en í því hefur m.a. verið fjallað um sveiflur í vistkerfi sjávar, veðurfarsbreyting- ar og áhrif þorsksins á þróun sjáv- arbyggða á Snæfellsnesi og annars staðar á Vesturlandi. Skagaferðir Ferðaþjónustan Skagaferðir fékk eina milljón króna í styrk en það sér- hæfir sig í pakkaferðum um Akranes og nærsveitir fyrir ungt fólk. Mark- hópur Skagaferða eru efri bekkir grunnskóla og framhaldsskóla auk útskriftarhópa, og er markmið ferð- anna að hvetja ungt fólk til útivistar og skemmtunar yfir sumartímann. Einnig er ætlunin að auka ferða- mannastraum til Akraness. Það eru þær Hildur Björnsdóttir og Haf- dís Bergsdóttir sem standa að baki Skagaferðum og ætla þær að leggja áherslu á útivist, ævintýri og hreyf- ingu í Skagaferðum, en öðrum þræði líta þær á framtakið sem lið í að efla afþreyingarmöguleika á Akranesi. Aukin afþreying á Vesturlandi Ferðaþjónustan Þórisstaðir og Snilldarferðir ehf. á Þórisstöðum í Hvalfjarðarsveit fengu 1,15 millj- ón króna úthlutaða til að efla fjöl- breytni í afþreyingarmöguleikum á Vesturlandi. Fyrirtækin á Þórisstöð- um hafa á prjónunum að bjóða upp á margvíslega afþreyingu allt árið svo sem skipulagðar fjórhjólaferðir, gönguferðir, bátaferðir og lazertag. Með því að fjölga afþreyingarmögu- leikum verður stuðlað að fjölg- un ferðamanna á Vesturlandi auk þess sem verkefnið styrkir grund- völl annarra ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Ígulkeravinnsla efld Fyrirtækið Þórishólmi ehf. í Stykk- ishólmi fékk loks í sinn hlut eina milljón króna til að þróa nýjar leiðir til vinnslu og verðmætaaukningar á ígulkerum. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Matís. Í umsögn um verkefnið segir að vonir standi til að það skili af sér verðmætaaukningu í útflutningi á ferskum afurðum, nýrri þekkingu og fjölgun starfa. hlh Styrkþegar og forsvarsmenn sóknaráætlunar tókust í hendur að undirskrift lokinni á föstudaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.