Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Götur fái nöfn frá Paimpol GRUNDARFJ: Á bæjarráðs- fundi Grundarfjarðarbæjar þriðjudaginn 4. júní sl. var lagt fram erindi frá Grundapol, vina- bæjarsamtökum Grundarfjarð- ar og Paimpol í Frakklandi. Í er- indinu voru lagðar fram þrjár tillögur, það er að ein eða fleiri götur í Grundarfirði fái göt- unöfn frá Paimpol ásamt nú- verandi heitum, að skilti verði komið upp sem segi að Grund- arfjörður sé vinabær Paimpol og að munir frá Paimpol verði gerð- ir aðgengilegir almenningi. Bæj- arráð þakkaði fyrir erindið og vísaði tveimur fyrstu tillögunum til umhverfisnefndar Grundar- fjarðar og þeirri þriðju til menn- ingar- og markaðsfulltrúa. –ákj Gistinóttum fjölgaði um 30% LANDIÐ: Gistinætur á hót- elum í apríl á landinu voru 133.000 og fjölgaði um 10% frá apríl í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildar- fjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 9% frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 12%. Þetta kemur fram í frétt frá Hag- stofunni. Athygli vekur að á sam- anlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 3.700 gistinætur í apríl sem er um 30% meira en í sama mánuði árið 2012. Mest fjölgaði gistinóttum þó á Austur- landi en þar voru 4.200 gistinæt- ur í apríl samanborið við 2.500 í apríl á síðasta ári. Á höfuðborg- arsvæðinu voru 102.000 gisti- nætur á hótelum í apríl sem er aukning um 10% frá sama mán- uði í fyrra. Á Suðurnesjum voru gistinætur á hótelum 5.400 apríl og fjölgaði um 13%. Á Norður- landi voru gistinætur 6.700 sem er um 10% meira en í apríl 2012. Gistinóttum á hótelum fækkaði á Suðurlandi um 6% en þar voru gistinætur um 11.000 samanbor- ið við 11.800 í apríl 2012. –ákj Sofnaði við stýrið LBD: Alls urðu fimm umferð- aróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku og þar af eitt með meiðslum. Í því tilviki hafði ökumaðurinn sofnað við aksturinn og lenti bif- reiðin útaf veginum og valt a.m.k. tvo hringi áður en hún hafnaði á hjólunum, skammt neðan við Bifröst í Norðurárdal. Ökumað- urinn, sem var að koma að norð- an, kvaðst hafa fundið til syfju og mikillar þreytu og ætlað að fara að stoppa þegar hann sofnaði skyndilega. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur enda var hann í ör- yggisbelti og líknarbelgir blésu út og vörðu hann. Var hann fluttur á sjúkrahús. Kranabifreið var feng- in til að flytja bifreiðina burt og var hún gjörónýt eftir velturnar. -mm Hyundai bifreið- ar innkallaðar LANDIÐ: Fyrirtækið BL ehf. hefur innkallað 618 bifreiðar af gerðinni Hyundai framleiddar á árunum 2007 til 2011. Þetta kemur fram á vef Neytenda- stofu. Ástæða innköllunarinn- ar er bilun í rofa sem ekki hefur áhrif á bremsukerfið sem slíkt. Gaumljós getur komið í mæla- borð, hraðastillir getur orð- ið óvirkur og bremsuljós gætu seinkað í versta falli ekki kom- ið. Því þarf að skipta út rofanum fyrir uppfærðan rofa. Gerðirn- ar sem um ræðir eru Santa Fe II (apríl 2007 – júlí 2011), Tucon (maí 2007 – febrúar 2009) og IX55 (desember 2007 – febrú- ar 2009). Viðkomandi bifreið- areigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar. –ákj Aflatölur fyrir Vesturland 5. – 11. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes 26 bátar. Heildarlöndun: 22.602 kg. Mestur afli: Ingunn Sveins- dóttir AK: 2.801 kg í einni löndun. Arnarstapi 9 bátar. Heildarlöndun: 7.838 kg. Mestur afli: Jóhannes á Ökr- um AK: 1.754 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 44 bátar. Heildarlöndun: 132.026 kg. Mestur afli: Vörður EA: 40.951 kg. í einni löndun. Ólafsvík 43 bátar. Heildarlöndun: 86.051 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 17.201 kg. í þremur lönd- unum. Rif 40 bátar. Heildarlöndun: 97.197 kg. Mestur afli: Örvar SH: 27.828 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 37 bátar. Heildarlöndun: 82.144 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 7584 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Vörður EA – GRU: 40.951 kg. 5. júní. 2. Gullberg VE – GRU: 37.429 kg. 5. júní. 3. Örvar SH – RIF: 26.030 kg. 5. júní. 4. Rifsnes SH – RIF: 13.929 kg. 5. júní. 5. Guðmundur Jensson SH – OLA: 7.798 kg. 5. júní. hlh Við útskrift nemenda frá Brekku- bæjarskóla á Akranesi sl. miðviku- dag færðu útskriftarnemendur 10. bekkjar sérdeild skólans tvær tölv- ur að gjöf til minningar um skóla- félaga þeirra, Sindra Dag Garðars- son, sem lést 24. júní 2011. Sindri Dagur var fæddur 28. febrúar 1997 og var nemandi í sérdeildinni frá sex ára aldri. „Það var einstaklega gam- an að foreldrar Sindra Dags skyldu koma og vera með okkur á þess- um tímamótum,“ segir í tilkynn- ingu frá hópnum. Þá styrkti Omn- is krakkana í þessu verkefni og lagði fram vinnu við að setja upp búnað í vélarnar. Vilja þau jafnframt færa þeim kærar þakkir fyrir. ákj/ Ljósm. Kristinn Pétursson Um síðustu helgi var lok- ið við að koma fyrir nýj- um flotbryggjum í höfninni á Sauðárkróki. Loftorka í Borgarnesi framleiðir flot- bryggjurnar og er verkefnið á Króknum það stærsta sem Loftorka í Borgarnesi hef- ur tekið að sér að framleiða fyrir Króla, sem er um- boðsaðili SF Marina á Ís- landi. Bergþór Ólason hjá Loftorku segir að annars vegar hafi verið um að ræða 80 metra langa bryggju úr fjórum einingum, með sjö 12 metra löngum áfestum fingr- um. Þeir eru notaðir sem viðlegu- kantur fyrir stærri smábáta. Einn- ig var komið fyrir 60 metra langri bryggju úr þremur einingum, með léttari fingrum fyrir allt að 34 báta. Aðstaða smábátaeigenda á Sauð- árkróki batnar stórum við þessar framkvæmdir. Bergþór segir bryggjurnar fram- leiddar og prófaðar í aðstöðu Loft- orku að Engjaási, en þar er meðal annars búið að koma upp 30 metra langri „sund- laug“ til að hallaprófa flot- bryggju einingar. „Það er gaman að hugsa til þess að hér í Borgarnesi, sem hef- ur ekki lagt mikla áherslu á hafnsækna starfsemi, sé nú á þremur árum búið að fram- leiða rúmlega 900 lengd- armetra af flotbryggjum. Til viðbótar við þetta stóra verkefni á Sauðárkróki hafa vorverkefnin í flotbryggjun- um meðal annars verið tvær nýjar bryggjur sem notaðar eru sem viðlegukantur fyrir hvalaskoðunar- báta í Reykjavík,“ segir Bergþór Ólason hjá Loftorku. þá Færðu sérdeildinni gjöf til minningar um Sindra Dag Útskriftarnemendur 10. bekkjar Brekkubæjarskóla. Þær Hjördís Tinna Pálmadóttir og Sól- rún Sigþórsdóttir færðu sérdeildinni gjöfina f.h. bekksins en Halldóra Garðarsdóttir veitti þeim viðtöku. Flotbryggjurnar komnar niður í Sauðárkrókshöfn. Loftorka framleiðir flotbryggjur fyrir Sauðárkrókshöfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.