Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Við seljum HEKLUBÍLA
nýja og notaða
VW fólksbíla/atvinnubíla
AUDI / lúxusbíla
MMC fólksbíla /atvinnubíla
SKODA – hagkvæmur rekstur
Sýningarbílar á staðnum
Örugg viðskipti í 30 ár
Smiðjuvellir 17, Akranes
Sími 431-2622
Þarft ekki að fara langt
www.bilas.is
bilas@bilas.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Víkingur Ólafsvík tók á móti Fram
í A riðli 1. deildar kvenna síðast-
liðinn laugardag á Ólafsvíkurvelli.
Nýliðarnir frá Ólafsvík heldu vel í
við gestina úr Safamýrinni og var
markalaust þegar dómarinn flaut-
aði til leikhlés. Áfram héldu Vík-
ingsstúlkur að berjast en tíu mín-
útur voru til leiksloka þegar und-
an gaf. Þá gerði Dagmar Mýrdal
Gunnarsdóttir hjá Fram tvö mörk
á þriggja mínúta kafla sem gerðu út
um leikinn. Lokatölur því 0-2 gest-
unum í vil.
Þetta er fyrsta tap Víkingskvenna
í 1. deildinni í sumar en áður höfðu
þær gert tvö jafntefli og eru þann-
ig með tvö stig að loknum þrem-
ur umferðum. Næsti leikur liðsins
er miðvikudaginn [í kvöld] 12. júní
þegar það mætir Álftanesi á Bessa-
staðavelli.
ákj
Snæfell/Geislinn tók á móti Kor-
máki/Hvöt á Stykkishólmvelli í
B riðli 4. deildar karla síðastlið-
inn laugardag. Leikurinn fór frem-
ur hægt af stað og markalaust var
þegar flautað var til leikhlés. Það
voru síðan gestirnir að norðan sem
tóku af skarið og skoruðu fyrsta
markið þegar tæplega tíu mínút-
ur voru liðnar af seinni hálfleik.
Þetta blés lífi í heimamenn og ein-
ungis tveimur mínútum síðar jafn-
aði Óðinn Helgason metin fyr-
ir Snæfell/Geislann. Tuttugu mín-
útum síðar skoraði Valur Tómas-
son síðan sigurmarkið fyrir heima-
menn og lokatölur því 2-1. Fyrsti
sigur Snæfells/Geislans er þannig
staðreynd en með sigrinum komust
þeir upp í sjötta sæti riðilsins. Næsti
leikur þeirra er gegn KB á Leikn-
isvelli sunnudaginn 16. júní næst-
komandi.
ákj
Meistaraflokkur Grundarfjarðar
hélt í keppnisferðalag síðasta föstu-
dag en þá voru tveir leikir á dag-
skrá hjá liðinu. Á föstudagskvöld
mættu Grundfirðingar liði Magna
frá Grenivík en sá leikur var spil-
aður í Boganum á Akureyri vegna
slæms ástands Grenivíkurvallar
sem kom illa undan vetri. Leikur-
inn var hörkuspennandi. Magna-
menn náðu forystunni á 32. mínútu
en aðeins sex mínútum síðar jafnaði
Dalibor Lazic metin. Í síðari hálf-
leik sóttu Grundfirðingar án afláts
en það voru leikmenn Magna sem
náðu að skora sigurmarkið áður en
yfir lauk. Virkilega svekkjandi fyrir
gestina og lokatölur 2-1.
Á laugardeginum var svo hald-
ið áfram á Fáskrúðsfjörð þar sem
Leiknir Fáskrúðsfirði var næsti
mótherji en sá leikur var spilaður
á sunnudeginum. Grundfirðingar
byrjuðu betur í þeim leik en Christi-
an Hurtado Guillamon átti þá skot
sem fór í varnarmann Leiknis og í
netið á 13. mínútu leiksins. Þannig
var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik
sóttu heimamenn án afláts og upp-
skáru þeir vítaspyrnu á 62. mínútu
sem þeir nýttu vel og staðan orð-
in 1-1. Á 80. mínútu fengu Leiknis-
menn svo aukaspyrnu sem að hafn-
aði í stöng Grundfirðinga, náðu
þeir frákastinu og komust yfir 2-1.
Gestirnir frá Grundarfirði sóttu þá
í sig veðrið og voru óheppnir að
jafna ekki metin þegar komið var
fram yfir venjulegan leiktíma. Þá
áttu þeir meðal annars hörkuskalla
eftir hornspyrnu sem að markvörð-
ur Leiknis gerði vel í að verja.
En tvö töp var staðreynd og upp-
skeran því frekar rýr eftir þetta
langa ferðalag.
tfk
ÍA mætti Haukum á Ás-
vellinum í Hafnarfirði
í A riðli fyrstu deildar
kvenna síðastliðinn laug-
ardag. Aðeins eitt stig
skildi liðin að fyrir leik-
inn, Skagastúlkur voru
á toppi riðilsins með sjö
stig að loknum þrem-
ur umferðum en Hauka-
stúlkur sex. Það var því
til mikils að vinna. Fyrri
hálfleikur var fremur tíð-
indalítill og staðan 0-0 í hálfleik.
Það dró hins vegar til tíðinda á 63.
mínútu þegar Guðrún
Þórbjörg Sturlaugsdótt-
ir tókst að skora fyrir ÍA
og varð það eina mark
leiksins. Lokatölur 0-1.
ÍA heldur því sæti sínu
á toppi riðilsins með tíu
stig, jafnmörg á Fylkir
sem er í öðru sæti.
Næsti leikur Skaga-
stúlkna er heimaleikur
gegn ÍR á Akranesvelli
laugardaginn 15. júní
næstkomandi.
ákj
Hvorki gengur né
rekur hjá leikmönn-
um Kára á Akranesi í
3. deild Íslandsmóts-
ins í knattspyrnu.
Kári er enn án stiga
eftir fjórar umferðir
á mótinu og í neðsta
sæti deildarinnar.
Káramenn fengu Víði
frá Garði í heimsókn
sl. fimmtudagskvöld
á Akranesvöll. Víðismenn sigruðu
3:0 í leiknum en þeir eru í hópi
þriggja liða í efstu sætum deildar-
innar, hin tvö eru Austfjarðaliðin
Leiknir og Fjarðabyggð. Á bratt-
an var að sækja hjá Káramönnum
í leiknum og þeim gekk erfiðlega
að skapa sér færi. Fengu reyndar
gott færi í byrjun seinni hálfleiks-
ins en það var allt og sumt í leikn-
um. Víðismenn skoruðu sín mörk á
31., 77. og 91. mínútu. Besti mað-
ur Kára í leiknum var Eyþór Ólafur
Frímannsson markvörður. Fram-
undan hjá Kára er erfið ferð austur
á land þar sem liðið leikur tvo leiki
dagana 15. og 16. júní gegn Hug-
inn Seyðisfirði og Fjarðabyggð. þá
Skallagrímsmenn töpuðu 4-0 gegn
liði Knattspyrnufélagsins Hlíðarenda
(KH) í þriðju umferð B-riðils 4. deild-
ar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu
á þriðjudaginn í síðustu viku. Leik-
ið var á Hlíðarenda í Reykjavík. Eftir
leikinn eru Borgnesingar í fimmta sæti
B-riðils með fjögur stig. Næsti leik-
ur liðsins er í kvöld gegn liði Skínandi
frá Garðabæ sem vermir toppsæti rið-
ilsins með níu stig. Leikið er á Skalla-
grímsvelli í Borgarnesi og hefst leikur-
inn kl. 20:00.
hlh
Skagamenn biðu enn einn ósigur-
inn í Pepsídeildinni þetta sumarið
þegar Stjörnumenn komu í heim-
sókn á Akranesvöll sl. sunnudags-
kvöld og sigruðu 3:1. Garðbæingar
voru áberandi sterkara liðið í leikn-
um og unnu sannfærandi sigur. ÍA
er með þrjú stig eftir fyrstu fimm
umferðirnar í 10. sæti deildarinnar.
Margt bendir til þess að Pepsídeild-
in muni í ár að mestu skiptast í tvo
hluta og ef Skagamenn ætla ekki að
taka sig verulega á muni þeir lenda í
baráttu liða í neðri hlutanum.
Stjörnumenn virkuðu frískari all-
an leikinn og gerðu heimamönn-
um erfitt fyrir að byggja upp sókn-
ir og skapa færi. Skagamenn náðu
þó mörgum sóknum í leiknum sem
litu vel út en gestunum tókst yfir-
leitt að brjóta þær niður þegar upp
að markinu kom. Heimamenn gátu
þakkað Páli Gísla Jónssyni mark-
verði að þeir voru ekki undir í leik-
hléinu, því í tvígang varði hann
meistaralega í fyrri hálfleiknum.
Markalaust var í hálfleik en Stjörnu-
menn komst svo yfir á 58. mín-
útu þegar Veigar Páll Gunnarsson
skoraði eftir þunga sókn gestanna.
Skagamenn lögðu mikið í sölurnar
til að jafna leikinn en jafnframt gáfu
þeir færi á sér annað slagið. Stjarn-
an bætti svo við marki á 82. mínútu
þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði
með góðu skoti. Heimamenn gáf-
ust ekki upp og Eggert Kári Karls-
son minnkaði muninn á 88. mínútu
eftir undirbúning Andra Adolp-
hssonar. Tíminn var skammur til
að jafna metin og þegar Skagamenn
þurftu nauðsynlega að ná boltanum
og fara í sókn fiskuðu Garðbæing-
ar vítaspyrnu á 90. mínútu. Halldór
Orri Björnsson skoraði af öryggi úr
vítinu og lokatölur urðu því 3:1 fyr-
ir Stjörnuna.
Næst bíður Skagaliðsins erfitt
verkefni, þá mætir það KR-ingum
í Kaplakrika nk. sunnudag. þá
Víkingar í Ólafsvík og
stuðningsmenn þeirra
fóru svekktir af Kópa-
vogsvelli sl. mánudags-
kvöld eftir 2:0 tap fyrir
Breiðabliki í Pepsídeild-
inni. Ejup gerði þrjár
breytingar á liðinu frá
síðasta leik gegn Álfta-
nesi í Bikarkeppni. Með-
al annars voru þeir sett-
ir út Guðmundur Steinn
Hafsteinsson sóknar-
maður og fyrirliði og
Brynjar Kristmundsson bakvörður,
en þeir höfð báðir verið í byrjunar-
liðinu í allt vor. Í þeirra stað komu
Guðmundur Magnússon og Alfreð
Már Hjaltalín.
Lánið lék ekki við Víkinga í þess-
um leik, því strax á sjöttu mínútu
fengu þeir dæmda á sig mjög vafa-
sama vítaspyrnu. Árni Vilhjálms-
son sóknarmaður Blika komst inn í
teiginn, lenti þar í návígi við Emir
Dakora en náði samt skoti sem fór
yfir markið. Dómari leiksins benti
á vítapunktinn og rak Emir af velli.
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði
út vítinu fyrir Breiða-
blik. Víkingar voru þar
með orðnir einum færri
og marki undir en samt
sem áður gerðu þeir
Blikum lífið leitt. Lít-
ið var að gerast í leikn-
um annað en moð milli
teiga og fátt sem gladdi
augað fyrir áhorfend-
ur. Breiðablik náði síð-
an að gera út um leikinn
með marki á 61. mínútu.
Þá var aftur dæmd víta-
spyrna á Víkinga. Árni Elvar Aðal-
steinsson fékk stungu inn fyrir, náði
að pota boltanum fram hjá Einari
Hjörleifssyni markverði Víkings og
féll. Mun raunhæfari vítaspyrnu-
dómur en sá fyrri og aftur skoraði
Guðjón Pétur af öryggi úr vítinu.
Eftir þetta mark voru Blikar sterk-
ari og innbyrtu sigurinn án þess að
sýna mikil tilþrif í leiknum. Vík-
ingar eru því enn með eitt stig og á
botni deildarinnar. Næst leika þeir
í Pepsídeildinni gegn sjálfum Ís-
landsmeisturum FH á Ólafsvíkur-
velli nk. sunnudag. þá
Verðskuldaður sigur
Stjörnumanna
Eggert Kári Karlsson og Garðar Gunnlaugsson sækja að marki Stjörnunnar.
Víkingar lágu einum færri
gegn Blikum
Alfreð Már Hjaltalín
kom inn í byrjunarlið
Víkings.
Tap gegn KH
Káramenn töpuðu fyrir Víði
Guðrún Þórbjörg
Sturlaugsdóttir gerði
eina mark leiksins.
ÍA enn á toppnum
Lið Grundarfjarðar.
Grundfirðingar stigalausir
úr ferðalaginu
Fyrsta tap
Víkingskvenna
Fyrsti sigur Snæ-
fells/Geislans