Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013
Hvaða frægu persónu myndir
þú helst vilja hitta?
Hilmar Orri Jóhannsson:
Steven Gerrard.
Monika Eiðsdóttir:
Justin Bieber.
Hrönn Þorsteinsdóttir:
Hljómsveitarmeðlimi One Di-
rection.
Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir:
Beyoncé.
Svanlaugur Atli Jónsson:
Eminem.
Spurning
vikunnar
(Spurt í Grundarfirði)
Golfvertíðin er nú gengin í garð
og koma golfvellirnir fjórir á Snæ-
fellsnesi vel undan vetri. Starf golf-
klúbbanna sem þá reka er komið á
fullt skrið og ýmis verkefni í píp-
unum. Blaðamaður Skessuhorns
heyrði í formönnum golfklúbbanna
á Snæfellsnesi í síðustu viku og for-
vitnaðist um hvað væri á döfinni í
starfi þeirra.
Nýtt æfingasvæði opnað
í sumar
Dagný Þórisdóttir er formaður
Golfklúbbsins Mostra í Stykkis-
hólmi. Hún segir Víkurvöll koma
vel undan vetri og leggist golfsum-
arið framundan vel í klúbbmeðlimi.
Í sumar verður tekið í notkun nýtt
æfingasvæði á vellinum sem mun
gjörbylta aðstöðu þar til æfinga. Á
æfingasvæðinu verður hægt að æfa
vipp, þar verður ný æfingaflöt til
að æfa pútt og loks stórt æfinga-
svæði þar sem hægt verður að æfa
önnur högg. Gestir æfingasvæð-
isins munu eiga þess kosts að geta
fengið leigðar kúlur úr sjálfvirkri
boltavél. Dagný segir framkvæmd-
ir á lokastigi og býst hún við að æf-
ingasvæðið verði tekið formlega í
notkun seinni part sumars. Að öðru
leyti er rekstur GMS með svipuðu
sniði og fyrri ár. Klúbburinn sér um
rekstur tjaldstæðisins í Stykkishólmi
og selur inn á það í klúbbhúsinu þar
sem einnig er starfrækt upplýsinga-
miðstöð ferðamanna. Alls vinna
sjö starfsmenn hjá Mostra í sumar,
bæði við afgreiðslustörf í golfskála
og við hirðingu Víkurvallar. Fjöldi
golfmóta er loks á dagskrá í sumar
segir Dagný, meðal annars Plássið
– Open 15. júní, keppni í 2. deild
kvenna í Sveitakeppni Golfsam-
bands Íslands í ágúst og loks hið ár-
lega Opna Hótel Stykkishólmur í
byrjun september.
Áhersla lög á
unglingastarf
„Bárarvöllur er í góðu ástandi og
kemur vel undan vetri. Við erum
búin að spila inn á flatir í allt vor,“
sagði Dagbjartur Harðarson for-
maður Golfklúbbsins Vestarr í
Grundarfirði spurður um ástand
Bárarvallar í upphafi sumars. Hann
segir golfvertíðina fara vel af stað
og hefur verið góð mæting í mót
klúbbsins í vor. Sem dæmi hafi 70
kylfingar mætt til leiks á Sjómanna-
dagsmót G. Run sem klúbburinn
hélt í lok maí. „Í tengslum við mót-
ið gaf G. Run klúbbnum holubolla,
flaggstangir og flögg á flatir vallar-
ins. Vestarr á góða bakhjarla sem
styðja við starf hans með mynd-
arlegum hætti og verður stuðn-
ingurinn seint fullþakkaður,“ seg-
ir Dagbjartur. Fleiri mót eru á döf-
inni hjá Vestarr í sumar á borð
við Soffamótið á bæjarhátíðinni Á
góðri stundu í júlí og mót í Snæ-
fellsnessmótaröðinni í júlí, sem er
keppni golfklúbbanna á Snæfells-
nesi. Dagbjartur segir að ekki séu
stórar framkvæmdir fyrirhugaðar á
Bárarvelli í sumar heldur verði lögð
áhersla á almenna snyrtingu, gerð
blómabeða og snyrtingu göngu-
stíga, til að gera völlinn meira að-
laðandi. Þá er nýliða- og unglinga-
námskeið á dagskrá en Dagbjartur
segir Vestarr leggja áherslu á upp-
byggingu unglingastarfs. Alls eru
fjórir starfsmenn í vinnu hjá Vest-
arr í sumar, bæði á golfvellinum og
í afgreiðslunni í golfskála. Félagar í
dag eru á bilinu 120-130, um 14%
af íbúafjölda Grundarfjarðarbæjar.
Teigagerð og
lenging brauta
Fróðárvöllur er í ágætu ásigkomu-
lagi eftir veturinn að sögn Örvars
Ólafssonar formanns Golfklúbbs-
ins Jökuls í Ólafsvík. „Vorið var kalt
til að byrja með en eftir að hitnaði
í veðri fór völlurinn að taka við sér.
Nú bíðum við bara eftir að hætti
að rigna, þá verður hægt að fara
spila á fullu,“ sagði Örvar í sam-
tali við Skessuhorn í liðinni viku.
Hann segir að unnið sé að nokkr-
um breytingum á vellinum og verð-
ur meðal annars ein braut lengd
yfir í par 5 og verður þá par vall-
arins 36. Á nokkrum holum hafa
nýir teigar verið byggðir upp og þá
hefur ný flöt verið gerð á 1. holu
vallarins. Þrír vallarstarfsmenn eru
í vinnu á vellinum í sumar en ekki
er starfsmaður í skála. GJÓ hefur
náð góðum árangri í Sveitakeppni
GSÍ karla undanfarin sumur og er
sveit klúbbsins í 2. deild. Keppni í
2. deild fer fram í Vestmannaeyj-
um í ágúst og mun sveit klúbbsins
því halda í víking til Eyja síðsum-
ars. Meðal móta sem eru á dagskrá
í sumar hjá GJÓ er Opna Hrað-
frystihúss Hellissands 15. júní nk.
og Meistaramót þann 28. júní.
Garðavöllur undir
jökli iðagrænn
Veðrið hefur leikið við Garðavöll
undir jökli í Görðum í Staðarsveit,
að sögn Hauks Þórðarsonar for-
manns Golfklúbbs Staðarsveitar.
„Ég myndi segja að völlurinn hafi
aldrei verið betri. Garðavöllur er
svokallaður strandvöllur og lætur
á sjá í þurrkum. Góð vætutíð hefur
verið að undanförnu og því er hann
iðagrænn nú um stundir,“ segir
Haukur. „Nokkuð hefur verið unn-
ið í lagfæringum á vellinum undan-
farna mánuði og hafa verið byggð-
ir upp nýir teigar á 6. og 9. holu. Þá
höfum við verið að vinna að því að
laga 8. flöt og taka í gegn hið fræga
barð sem er við flötina og gest-
ir vallarins þekkja vel.“ Golfklúbb-
ur Staðarsveitar er líklega fámenn-
asti golfklúbbur á Íslandi en fé-
lagar eru 18 talsins, bændur og sjó-
menn á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Þrátt fyrir smæðina er góð stemn-
ing í klúbbnum og ýmislegt jafnan
á döfinni. Haukur segir klúbbfélaga
sjá sjálfa um hirðingu Garðavallar
og reka hann í samstarfi við Ferða-
þjónustuna í Görðum, þar sem
klúbbhús vallarins er. Hann segir
GST eiga góða að og styrki fyrir-
tæki á svæðinu starf hans af mynd-
ugleika sem Haukur þakkar fyrir.
Að jafnaði heldur klúbburinn eitt
mót í mánuði og fór fyrsta mótið
fram í lok maí, Kríumótið, að sjálf-
sögðu til heiðurs kríunni. Haukur
segir félaga loks bíða spennta eftir
lokamóti sumarsins, Tuddamótinu
í september, þar sem Guttorm-
ur-Tuddi, golfklúbbur brottfluttra
suður-Snæfellinga, etur kappi við
heimamenn í GST. „Þá mætast stál-
in stinn í hörkukeppni, en í mikilli
stemningu,“ sagði Haukur að lok-
um. hlh
Félagar í Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík að loknu kveðjumóti Gústa Geirs sl. haust.
Golfvellirnir á Snæfellsnesi
koma vel undan vetri
Frá Garðavelli undir jökli. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Þriðja flötin á Bárarvelli í Grundarfirði. Ljósm. Guðmundur Gíslason.
Nýja æfingasvæðið sem verður tekið í notkun á Víkurvelli í Stykkishólmi í sumar,
séð frá golfskálanum. Ljósm. Björg Einarsd.