Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Nú þegar sólar fer að gæta í aukn- um mæli, er rétt að benda öku- mönnum á að vera á varðbergi vegna aukinnar slysahættu af þeim sökum. Sól er enn lágt á lofti og getur valdið mörgum öku- mönnum erfiðleikum við akstur. Því er t.d. upplagt að vera með sól- gleraugu tiltæk en umfram allt að taka ekki neina sénsa. Áfram er útlit fyrir norðanátt næstu dagana. Strekkingsvindur verði fyr- ir norðan og austan fram að helgi en þá lygnir. Úrkomulaust og bjart verður á sunnanverðu landinu og úrkomulaust lengst af. Hiti um og yfir frostmarki víða og allt að tíu stig inn til landsins um helgina. Á mánudag lítur út fyrir vaxandi suð- austanátt en þá þykknar upp suð- vestanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Bragðar þú á þorrabjór á þorranum?“ Rúmlega þriðjung- ur virðist hafa gert það. „Já“ sögðu 34,86%, „nei“ 50,23%, „drekk ekki“ sögðu 13,07%. Tæplega 2% höfðu ekki tekið ákvörðun um málið. Í þessari viku er spurt: Fylgist þú með undankeppni Evróvisjón? Vestlendingar vikunnar að þessu sinni eru forsvarsmenn Stéttar- félags Vesturlands sem nú hvetja sveitarfélög og fleiri til að taka höndum saman í baráttunni gegn svartri atvinnustarfsemi. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Kannabisrækt og landabruggun AKRANES: Síðastliðinn fimmtudag fékk lögreglan á Akranesi tilkynningu um mann í fjölbýlishúsi í bænum sem var að bera pottaplöntur út úr geymslu í kjallara hússins. Þótti hegðun hans mjög undarleg. Við komu á staðinn reyndust þetta vera kannabisplöntur og var maðurinn handtekinn eftir að sá sem tilkynnti bar kennsl á hann. Ræktunin hafði verið í geymslu sem tilheyrði tómri íbúð í húsinu. Hafði maðurinn brotist þar inn og skipt um lás á geymslunni. Nýtti hann síð- an geymsluna undir ræktunina. Játaði hann ræktun efnanna og var sleppt að skýrslutöku lok- inni. Á föstudaginn var svo far- ið til húsleitar í einbýlishús á Akranesi og fundust þar rúm- lega 230 gr. af kannabisefnum auk töluverðs magns af gambra. Á sama stað fannst fullkominn ræktunarbúnaður og mikill búnaður til landaframleiðslu. Var húsráðandi handtekinn og við skýrslutöku játaði hann vörslur á kannabisefnunum og framleiðslu á landa. –þá Fjögur fíkniefna- mál á Snæfells- nesi SNÆFELLSNES: Á dögun- um komu upp fjögurfíkniefna- mál á Snæfellsnesi, sem lög- reglan naut við rannsókn á að- stoðar lögreglumanns frá Borg- arnesi og fíkniefnahundsins Nökkva. Í Ólafsvík voru tveir menn handteknir grunaðir um fíkniefnamisferli og við hús- leit fundust ætluð fíkniefni og áhöld til fíkniefnaneyslu. Mað- ur var handtekinn í Grundar- firði grunaður um akstur und- ir áhrifum fíkniefna og einn- ig fundust á honum kannabis- efni. Í Stykkishólmi voru tveir handteknir grunaðir um neyslu fíkniefna og fundust á þeim báðum ætlað kannabis. Rólegt var að mestu hjá lögreglunni á Snæfellnesi um síðustu helgi en stúlka var handtekin í Ólafsvík grunuð um akstur undir áhrif- um fíkniefna. Einnig fundust í fórum hennar ætluð fíkniefni. Þá var maður á sömu slóðum handtekinn grunaður um ölv- un við akstur. –þá INNRÉTTINGAR Pottar&Pönnur Pottar&Pönnur ORMSSON AKRANESI LOKAR. Við þökkum fyrir góð og ánægjuleg viðskipti á undanförnum árum. Okkur þætti vænt um að sjá viðskiptavini okkar áfram og bjóðum þá velkomna í verslanir okkar í Lágmúla 8, Reykjavík, í Samsung setrið Síðumúla 9 og Ormsson-BT í Skeifunni 11, Reykjavík. LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS Síðastliðinn mánu- dag var framboðs- listi Sjálfstæðisflokks- ins á Akranesi ein- róma samþykktur á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. „Á fundinn mættu 44 og var fram- boðslistinn samþykkt- ur einróma,“ segir í tilkynningu. Eins og fram hefur komið í fréttum gefur Gunn- ar Sigurðsson oddviti listans ekki kost á sér í efstu sætin en skipar að þessu sinni heiðurssæti listans. Ólafur Adolfsson lyf- sali er nýr oddviti sjálfstæðismanna á Akranesi, Sigríð- ur Indriðastjóri mannauðsstjóri skiptar annað sæti og Einar Brandsson tækistjóri hjá Skaganum og núverandi bæjarfulltrúi er í þriðja sæti listans. Valdís Eyjólfsdótt- ir viðskiptafræðingur er í fjórða sæti og Rakel Óskars- dóttir verslunarmaður í fimmta. Listinn í heild sinni er þannig: 1. Ólafur Adolfsson lyfsali 2. Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri 3. Einar Brandsson tæknistjóri 4. Valdís Eyjólfsdóttir viðskiptafræðingur MBA 5. Rakel Óskarsdóttir verslunarmaður 6. Þórður Guðjónsson viðskiptastjóri 7. Katla Ketilsdóttir háskólanemi 8. Sævar Jónsson blikksmíðameistari 9. Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri 10. Atli Harðarson skólameistari 11. Anna María Þráinsdóttir byggingaverkfræðingur 12. Stefán Þórðarson bifreiðstjóri 13. Hjördís Guðmundsdóttir félagsliði 14. Ingþór Bergmann Þórhallsson verslunarstjóri 15. Svana Þorgeirsdóttir nemi 16. Eymar Einarsson skipstjóri 17. Ragnheiður Ólafsdóttir fv. móttökuritari 18. Gunnar Sigurðsson svæðisstjóri. mm Forsvarsmenn kvennadeildar Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi fengu góða gesti í heim- sókn síðastliðinn fimmudag. Þá var mættur fjölmennur hópur systra úr Rebekkustúkunni Ásgerði á Akra- nesi, en hún starfar innan Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Ís- landi. Fæðingardeild HVE á Akra- nesi fékk að gjöf frá systrunum nýj- an og fullkominn ferðahitakassa fyrir nýbura. Gjöfin leysir af hólmi eldri hitakassa sem hefur þjónað stofnuninni og nýfæddum börnum dyggilega í aldarfjórðung. Hitakass- inn er fyrst og fremst nýttur þegar flytja þarf nýfædd börn í brýnum tilvikum á Landspítalann í Reykja- vík. Einnig ef hlúa þarf sérstaklega að nýburum um skamma hríð strax Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi Oddfellowsystur gáfu fæðingardeildinni hitakassa eftir fæðingu á deildinni. Nýi hita- kassinn tekur hinum eldri fram að mörgu leyti. Færi gefst nú á ná- kvæmari hitastjórnun og súrefn- isflæði og bæði líkamshiti barns og umhverfis er vaktaður. Þá tek- ur mun styttri tíma að ná upp réttu hitastigi í kassanum ef fyrirvaralítið þarf að grípa til hans. Hinum nýja hitakassa fylgir sérstök hjólagrind sem hægt er að skorða í sjúkrabif- reið en áður þurfti að óla kassann niður á sjúkrabörum bifreiðar fyr- ir ferðalag. Andvirði gjafarinnar er ríflega 3,6 milljónir króna. Athöfnin þegar hitakassinn var af- hentur hófst með því að Guðjón S. Brjánsson forstjóri HVE bauð gesti velkomna og sagði þetta gleðifund. Petrína Ottesen yfirmeistari Ás- gerðar stúkunnar rakti aðdraganda þess að gjöfin var valin og keypt. Gat hún þess að fyrrum yfirmeist- ari, Bryndís Bragadóttir hefði beitt sér fyrir að gera þetta að veruleika. Bryndís ávarpaði síðan einnig gesti og árnaði deildinni heilla. Edward Kiernan yfirlæknir kvennadeild- ar þakkaði Oddfellowkonum dygg- an stuðning og velvild í þágu ungra barna. Að því loknu sýndi Anna Björnsdóttir deildarstjóri gefend- um kassann og skýrði nánar hvern- ig hann er nýttur. Í lokin var gestum boðið upp á kaffiveitingar og að lit- ast um á kvennadeildinni. þá Núverandi og fyrrverandi ljósmæður á fæðingardeildinni. Frá afhendingu ferðahitakassans: Rún Halldórsdóttir svæfingalæknir, Edward Kiernan yfirlæknir kvennadeildar, Björn Gunnarsson yfirlæknir svæfingadeildar, Anna Björnsdóttir deildarstjóri kvennadeildar, Bryndís Bragadóttir fyrrverandi yfirmeistari Ásgerðar, Kristný Lóa Traustadóttir ritari stjórnar og Petrína Ottesen núverandi yfirmeistari Ásgerðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.