Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Vilhjálmur Egilsson rektor útskrif- aði á laugardaginn 50 nemendur frá Háskólanum á Bifröst. Útskrift- arnemar að þessu sinni voru úr sí- menntun, grunn- og meistaranámi. Vilhjálmur óskaði útskriftarnem- endum til hamingju með áfang- ann og hvatti þá til dáða. Útskrift- arverðlaun hlutu Anna Fríða Garð- arsdóttir á viðskiptasviði, Arnar Stefánsson á lögfræðisviði og Ing- unn Vilhjálmsdóttir á félagsvís- indasviði. Violeta Tolo Torres hlaut einnig verðlaun fyrir hæstu eink- unn í meistaranámi. Að auki fengu þrír nemendur felld niður skóla- gjöld á haustönn í tilefni af fram- úrskarandi námsárangri. Það voru þau Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir á viðskiptasviði, Sigtryggur Arnþórs- son á lögfræðisviði og Tjörvi Schi- öth á félagsvísindasviði. Nemendur sem héldu útskrift- arræðu voru Björk Reynisdótt- ir af viðskiptasviði, Arnar Stefáns- son lögfræðisviði, Þórdís Halla Guðmunsdóttir félagsvísindasviði og Gróa Axelsdóttir nemandi úr Menningarstjórnun flutti útskrift- arræðu fyrir hönd meistaranema. Í ávörpum fulltrúa allra útskriftar- hópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri vissulega mikið en það væri einmitt hið góða veg- arnesti sem skólinn gæfi þeim fyr- ir framtíðina. Talað var um mikla samkennd á meðal nemenda og að Háskólinn á Bifröst væri góður skóli til að öðlast framúrskarandi menntun. Bifrastarblanda ólíkra einstaklinga Í ræðu sinni fór Vilhjálmur Egils- son yfir þær kennsluaðferðir sem Háskólinn á Bifröst notar með það að markmiði að auka metn- að og fagmennsku hjá nemendum. Þá fór hann yfir mikilvægi þess að hafa rétta blöndu af hæfileikum til að mynda sterkt teymi. Til að fyr- irtæki og stofnanir geti náð árangri þurfi að setja saman rétta blöndu af starfsfólki með ólíka hæfileika. Þegar nemendur vinna í hópaverk- efnum eins og misserisverkefnum á Bifröst er það einmitt til þess fallið að kenna fólki með ólíka hæfileika að vinna saman. „Hingað koma ólíkir einstakling- ar með margvíslegan bakgrunn. Skólinn er vettvangur til þess að bræða alla einstaklinga saman, því sem hópur fær hann miklu meira áorkað en sem einstaklingar hver um sig. Háskólinn á Bifröst vill ein- mitt taka á móti ólíkum einstakling- um sem ekki eru endilega sniðn- ir eftir uppskriftum eða stöðlum. Bifrastarblandan af ólíkum einstak- lingum í hópi nemenda, kennara og annars starfsfólks skólans er einmitt það sem býr til Bifrastarglampann, helsta vörumerki skólans,“ sagði Vilhjálmur. Vörn snúið í sókn Rektor vék einnig að rekstri skóla hér á landi. Rekstur væri almennt erfiður og sagði hann að Háskólinn á Bifröst skæri sig ekki úr hvað það varðar, skólinn hafi verið í varnar- stöðu undanfarin ár. Í hnotskurn mætti segja að lækkun á framlagi ríkisins til rekstrar skólans hafi lækkað milli ára um sem svarar til rúmlega 10% af veltu. „Það er því ærið verkefni að ná endum sam- an en það verður hins vegar ekki gert með því að leggjast í vörn. Út úr slíku kemur ekkert annað en óskipulagt undanhald og ósjálfbær rekstur. Allt skólastarfið nú miðast því við hverja sóknaraðgerðina eft- ir aðra. Innleidd verður lotubund- in kennsla sem skapar möguleika á stórbættri þjónustu bæði við stað- nema og fjarnema. Einnig verð- ur innleidd svokölluð vendikennsla til að mæta þörfum nútímans og framtíðarinnar. Bifröst mun taka upp nýja línu í matvælarekstrar- fræði og eru sérstaklega góð við- brögð við þeim áformum. Einnig mun Bifröst setja af stað tvær nýj- ar meistaranámslínur, í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði og í forystu og stjórnun, og að auki eru rannsóknir við skólann að stóreflast. Við horf- um til framtíðarinnar í dag,“ sagði Vilhjálmur. mm Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra og Vilhjálmur Egilsson rekt- or Háskólans á Bifröst undirrit- uðu síðastliðinn fimmtudag samn- ing um framhald tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norð- vesturkjördæmi, en því verkefni var ýtt úr vör á síðasta ári. Meginmark- mið samningsins nú er að efla ráð- gjöf til fyrirtækja um nám á vinnu- stöðum, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstakling- um sem ljúka iðnnámi og efla ís- lenskukunnáttu innflytjenda. Verk- efnið er liður í átaki til að hækka menntunarstig í íslensku atvinnu- lífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumark- aðarins í maí 2011. Tilraunasvæði eru Norðvesturkjördæmi og Breið- holt í Reykjavík. Skortur á ákveðinni þekkingu Verkefnið í NV kjördæmi fel- ur einkum í sér átak í raunfærni- mati, starfstengdum námskeið- um og íslenskukennslu á vinnu- stöðum. Áherslurnar byggja á ítar- legri greiningu á þörfum atvinnu- rekenda og starfsmanna fyrir nám. Sú greining var framkvæmd á síð- asta ári með umfangsmikilli við- talsrannsókn og spurningakönn- unum á meðal íbúa í kjördæminu. Niðurstöður leiddu m.a. í ljós mik- inn skort á iðn- og tæknimenntuðu fólki í öllu kjördæminu og þörf fyr- ir sérsniðin starfstengd námskeið, m.a. í sjávarútvegi og þjónustu- greinum. Mikill áhugi kom einnig fram fyrir að efla þekkingu á við- skiptagreinum og tölvunotkun. Geirlaug Jóhannsdóttir er verk- efnisstjóri fyrir aukið menntun- arstig í NV kjördæmi. „Stjórn- endur eru almennt mjög jákvæðir gagnvart því að taka þátt í að auka menntun starfsfólks með ýmsum hætti, svo sem með því að bjóða upp á nám á vinnutíma, taka þátt í kostnaði við nám og veita starfs- fólki aukið svigrúm vegna náms. Þannig segja 65% svarenda í könn- un á meðal stjórnenda að fyrirtæk- ið sé tilbúið að fjárfesta í aukinni menntun starfsfólks og 83% svara því til að fyrirtækið komi til móts við starfsfólk sem vill auka mennt- un sína,“ segir Geirlaug. Í símakönnun á meðal íbúa í Norðvesturkjördæmi, sem byggði á þjóðskrárúrtaki, kom fram að 61% segja að vinnuveitendur séu tilbúnir að koma til móts við þá ef starfs- menn ákveða að hefja nám og 45% segja að vinnuveitendur hvetji fólk til náms. 77% svarenda segja að sér- sniðið nám á vinnustað myndi nýt- ast vel í starfi í dag. 47% hafa hætt í námi án þess að ljúka því að fullu. Áhugaleysi og námsleiði er algeng- asta ástæða þess að fólk hætti í námi en 40% svarenda nefna þá ástæðu, 18% nefna fjölskylduaðstæður og 8% fjárhagslegar skuldbindingar. Fjórðungur svarenda segjast hafa haft áform um flutning frá sveitar- félaginu síðastliðin fimm ár. Pólverjar betur mennt- aðir en Íslendingar Í viðtölum við um 100 pólska inn- flytjendur kom fram að meiri- hluti þeirra hefur mikinn áhuga á að sækja námskeið í íslensku en einnig kom fram mikill áhugi fyrir enskunámi, verknámi og viðskipta- tengdu námi. Meirihluti viðmæl- enda hyggst ekki flytja úr kjördæm- inu á næstu fimm árum. Stærsti hluti Pólverjanna hafði lokið iðn- menntun eða 36%. 23% höfðu lok- ið framhaldsskóla, 16% voru með tæknimenntun, 15% háskóla en 10% höfðu aðeins lokið grunn- skóla. „Menntunarstig viðmælenda úr hópi innflytjenda var því hærra en menntunarstig allra íbúa í kjör- dæminu samkvæmt tölum Hagstof- unnar,“ segir Geirlaug. Hærra hlutfall grunnmenntunar Háskólinn á Bifröst ber ábyrgð á verkefninu sem nær til eins árs, en framkvæmd þess verður unn- in í náinni samvinnu við símennt- unarmiðstöðvar og framhaldsskóla í kjördæminu. Norðvesturkjör- dæmi er óvenjulega auðugt af öfl- ugum fræðslustofnunum en þar eru m.a. starfandi þrjár símenntunar- miðstöðvar, fimm framhaldsskól- ar og þrír háskólar auk háskóla- setra. Menntunarstig í kjördæminu er engu að síðu umtalsvert lægra en á landsvísu samkvæmt vinnumark- aðsrannsókn Hagstofu Íslands (sjá nánar á meðfylgjandi súluriti). Þar sést að hlutfall íbúa í Norðvestur- kjördæmi á aldrinum 16-74 ára sem aðeins hafa lokið grunnmenntun er 48% en 37% á landsvísu. 32% hafa lokið starfs- og framhaldsmenntun úr framhaldsskólum sem er þremur prósentustigum lægra en á lands- vísu. 20% íbúa í kjördæminu hafa lokið háskólamenntun en til sam- anburðar er hlutfallið 27% á lands- vísu. Ýmsar leiðir farnar Að sögn Geirlaugar Jóhannsdóttur verkefnisstjóra tilraunaverkefnisins hljóðar nýr samningur ráðuneytis- ins við heimafólk upp á 80 milljón- ir króna. Því til viðbótar fæst fjár- magn úr Fræðslusjóði fyrir raun- færnimat. „Samningurinn veitir einstakt tækifæri til að auka mennt- un íbúa í kjördæminu og til að efla fræðslu á vinnustöðum. Við setj- um markið hátt og stefnum að því að fjölga fyrirtækjum í kjördæm- inu um 120 sem bjóða upp á starfs- tengt nám, styðja 60 einstaklinga til að fara í raunfærnimat og áfram- haldandi nám í kjölfarið, m.a. í iðn- greinum. Þá viljum við fjölga um fjórðung innflytjendum sem geta haldið uppi samræðum á íslensku. Til að ná þessum markmiðum verð- ur varið um 40 milljónum í að efla svokallaðan fræðsluerindrekstur á vegum símenntunarmiðstöðvanna sem felur í sér markvissa kynningu á námsframboði og ráðgjöf við að klæðskerasauma nám og munu „fræðsluerindrekar“ heimsækja fyr- irtæki og stofnanir í meira mæli en áður hefur verið gert. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem vilja taka þátt í átakinu geta einnig snúið sér til símenntunarmiðstöðva eft- ir ráðgjöf um starfstengd námskeið og raunfærnimat. Um 30 milljón- um verður varið í að greiða götu þeirra einstaklinga sem vilja fara í raunfærnimat en fram til þessa hef- ur fremur lítið verið um raunfærni- matsverkefni í kjördæminu. Raun- færnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem starfsfólk hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu fólks og þannig haft hvetjandi áhrif á fólk til að hefja nám að nýju. Ýmsum öðr- um verkefnum verður ýtt úr vör sem öll hafa það að markmiði að hækka menntunarstig og efla sam- starf fræðsluaðila í kjördæminu,“ segir Geirlaug að endingu. mm Fimmtíu útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst Svipmynd frá útskriftarathöfninni á Bifröst sl. laugardag. Framlengja samning um aukið menntunarstig í Norðvesturkjördæmi Háskólamenntun í NV kjördæmi er minni og hlutfall grunnskólamenntunar hærri en víða annarsstaðar á landinu. Vilhjálmur og Illugi handsala samninginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.