Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Fimmtudaginn 6. febrúar síðast- liðinn var Dagur leikskólans hald- inn hátíðlegur í leikskólum lands- ins. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- málaráðuneytisins, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Dagsetningin er sótt til 6. febrúar 1950 en þá stofnuðu frum- kvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Haldið hefur verið upp á daginn frá 2008 og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskóla- starf og kynningu þess út á við. Í tilefni dagsins kom stór hluti leik- skólanemenda á Akranesi saman í Akraneshöll og sungu krakkarnir saman nokkur lög. Einnig var hald- ið upp á daginn með ýmsum hætti innan leikskólanna sjálfra. Fjórir leikskólar eru starfandi á Akranesi og haustið 2013 var heildarfjöldi leikskólanemenda 407 börn. grþ „Fjall hrundi niður í jökullón.“ Svo hljóðar fyrirsögn forsíðu- fréttar Þjóðviljans miðvikudag- inn 25. janúar 1967. Umfjöllunar- efni hennar voru orsakir grunsam- legs og snarps jökulhlaups sem átti sér stað í Markarfljóti á Suðurlandi sunnudaginn 15. janúar sama ár. Hlaupið varaði einungis í tuttugu mínútur og sagði í fréttum dagana eftir að hlaupið hafi sorfið skarð í varnargarð við Þórólfsfell í Fljóts- hlíð. Ekki bárust fregnir af frekara tjóni af völdum þess. Til að kanna orsakir þess var gerður út leiðang- ur manna undir forystu Guðmund- ar Kjartanssonar jarðvísindamanns sem fór upp með Markarfljóti dag- ana á eftir. Í ferðinni komust leið- angursmenn í raun um að upptök hlaupsins væri að finna í skriðjökl- inum Steinholtsjökli í norðanverð- um Eyjafjallajökli. Það sem gerst hafði var að drjúgur hluti tæplega 300 metra móbergsfjalls við jökul- inn, svonefndur Innstihaus, hafði hrunið ofan í lón Steinholtsjökuls með þeim afleiðingum að geysi- leg flóðbylgja myndaðist. „Sýn- ir farvegurinn að hún hefur verið a.m.k. 20 metra há og 150 metra breið. Finnast jakar allt upp í 50 m. hæð yfir dalbotninn en flóðið hefur vart náð þeirri hæð heldur hafa þeir kastazt upp langar leiðir,“ var haft eftir Guðmundi Kjartanssyni í frétt í Þjóðviljanum eftir leiðangurinn. Skunduðu austur Kraftur hlaupsins var slíkur að það reif með sér niður eftir Steinholts- dal mörg hundruð metra frá upp- tökunum. Stærstu björgin voru sögð allt að 80 rúmmetrar að stærð. Frásagnir af umbrotunum vöktu áhuga margra landsmanna og gerðu margir sér ferð austur fyrir fjall til að skoða aðstæður við Steinhols- jökul. Einn af þeim sem fór á slóð- ir hlaupsins var Gestur Friðjóns- son fyrrv. bifvélavirki á Akranesi. Gestur hafði myndavél sína með í för og birtir hann nú í Skessuhorni myndir sem hann tók af umbrota- svæðinu sem ekki hafa birst á prenti áður. Hann segir að frásagnir af umbrotunum hafi vakið mikla for- vitni hjá sér og vinnufélögum sín- um á Akranesi. Þeir ákváðu að gera sér dagamun og skunduðu austur til að kanna aðstæður. Lónið tæmdist „Við vorum sjö forvitnir sem fór- um akandi austur á Dodge Wea- pon jeppa,“ rifjar Gestur upp. „Auk mín voru þetta Pétur Guðjónsson, Gunnar Bjarnason, Sigurjón Guð- jónsson, Ólafur Árnason og að ég held Kristján Ingólfsson. Þeg- ar þetta var rákum við Pétur og Gunnar bílaverkstæðið Vísi sam- an hér í bænum. Við vorum allir miklir útivistarmenn og fórum oft í ferðir um landið. Það var ótrúlegt að koma austur og sjá svona beint hversu megnug náttúruöflin eru. Þegar inn á aurana við Krossá var komið blöstu við jakar á víð og dreif á stóru svæði. Þegar við keyrðum lengra sást að hlaupið hafði kom- ið úr Steinholtsá og héldum við því sem leið lá inn Steinholtsdal. Eft- ir að hafa þrætt framhjá jökum og björgum komum við loks nær jökl- inum og fórum síðan upp á hálsinn á milli Krossár og Steinholtsár. Þá blasti við að stór hluti höfðans hafði fallið í lónið sem var nú hér um bil tómt,“ segir Gestur. Minnisstæð ferð „Það sem gerst hafði var að hop jökulsins hafði myndað lón sem var undir og við jökuljaðarinn. Leys- ingar höfðu verið í gangi fyrri- part þennan janúarmánuð sem hefur örugglega aukið á hop- ið í skyndingu. Að endingu hefur brotnað úr jöklinum vegna þessa með þeim afleiðingum að hluti Innstahauss gefur sig ofan í lónið. Þrýstingurinn var greinilega slík- ur við þessi umbrot að vatn lónsins spýtist niður eftir dalnum. Jakar og björg fylgdu með eins og hellt væri vatni og ísmolum úr skál,“ bæt- ir Gestur við. Hann segir ferðina hafa verið ógleymanlega. „Ferðin var okkur félögunum minnisstæð. Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst svona í tæri við nátt- úruöflin í landinu. Landið er ungt og það er á sífelldri hreyfingu. Það sannar þessi atburður eins og svo margir aðrir í jarðsögu landsins á liðnum árum.“ hlh Á fundi bæjarráðs Snæfellsbæjar 30. janúar síðastliðinn var lagt fram bréf frá RARIK, dagsett 9. janú- ar 2014. Með bréfi sínu var fyrir- tækið að svara um úrbætur sem það gerði á lélegu strauminntaki í Dval- arheimilið Jaðar eftir að Snæfells- bær kvartaði. Í bréfi RARIK seg- ir að lagfæringar hafi verið gerð- ar strax í febrúar 2010. Bókun bæj- arráðs var svohljóðandi: „Bæjarráð þakkar skjót og góð svör. Þess ber að geta að kvörtun Snæfellsbæjar var send RARIK þann 11. febrúar 2009 og var úrbótum lokið í febrú- ar 2010. Upplýsingar um úrbætur bárust okkur síðan hratt og vel, eða aðeins 4 árum síðar, þann 9. janú- ar 2014.“ Aðspurður upplýsti Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ blaðamann Skessuhorns um að fyrst og fremst væri það kómískt að RARIK væri að senda bréf um téðar úrbætur svona löngu eftir að þær voru gerðar. „Mér dettur einna helst í hug að RARIK hafi ver- ið að koma sér upp einhvers kon- ar gæðastjórnunarkerfi og því hafi átt að svara með formlegum hætti hinu og þessu sem dregist hefur að svara á síðustu árum,“ sagði Krist- inn Jónasson. mm Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík. Ljósm. af. Svöruðu samviskusam- lega fjórum árum síðar Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur Leikskólabörn á Akranesi komu saman og sungu nokkur lög í Akraneshöll í tilefni dagsins. Umbrot í Steinaholtsjökli í ársbyrjun 1967 rifjuð upp -rætt við Gest Friðjónsson á Akranesi sem kannaði afleiðingar umbrotanna Gestur Friðjónsson. Horft á bergstálið í Innstahaus þar sem umbrotin áttu upptök sín. Ferðafélagarnir, þeir Pétur Guð- jónsson, Gunnar Bjarnason, Gestur Friðjónsson, Sigurjón Guðjónsson, Ólafur Árnason og að öllum líkindum Kristján Ingólfsson við upptökin. Horft yfir skriðjökulssporðinn og það sem eftir var af jökullóninu. Jakahrönn uppi á hálsinum sem liggur að Steinholtsá. Í baksýn má sjá brotinn Innstahaus. Útsýni yfir Krossá. Stórgrýti og ís er um allt svæðið eins og sjá má. Dodge Weapon jeppinn sem sexmenningarnir ferðuðuðust á er smár í samanburði. Sjálfsagt þótti að reyna uppgöngu á eitt af björgunum sem hlaupið flutti með sér. Kort af svæðinu. Innan rauðmerkta hringsins er hrunstaðurinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.