Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 ull og silfur SÝNING BERGRÓS KJARTANSDÓTTIR OG DÝRFINNA TORFADÓTTIR opna sýningu á safnasvæðinu Görðum Akranesi laugardaginn 15. febrúar kl. 14. Þar sýnir Bergrós handprjónaðar flíkur sem hún hefur hannað og kynnir vef sinn Tíbrá.is og Dýrfinna sýnir nýjustu skartgripalínuna sína. Sýningin stendur til og með 21. febrúar. ALLIR VELKOMNIR „Ég byrjaði mjög lítil að vinna með band. Ég lærði að prjóna fimm eða sex ára og var ennþá yngri þegar ég byrjaði að læra að hekla. Þetta hefur verið ástríða síðan ég var lítil,“ seg- ir Bergrós Kjartansdóttir hönnuð- ur. Hún mun næsta laugardag opna sýningu ásamt Dýrfinnu Torfadóttur í Safnaskálanum í Görðum. Bergrós er fædd og uppalin á Ísafirði en ættuð úr Jökulfjörðum og af Hornströnd- um og eru ræturnar þar sterkar. Bergrós hefur síðustu fjögur ár ver- ið aðal hönnuðurinn fyrir Ístex, einu spunaverksmiðjuna hér á landi. Öll íslensk ull fer þar í gegn. Ístex gefur út blað einu sinni á ári, þar sem birtar eru ýmsar prjónauppskriftir. Margar þeirra eru eftir Bergrós. „Ég hafði strax áhuga á því að skapa. Mamma kunni að skapa á þennan hátt en hún var mikil handverkskona. Þetta var næst mér og ég hugsa að það hafi verið þess vegna sem ég fór að skapa á þennan hátt en ekki annan,“ út- skýrir hún. Vefsíða fyrir prjónauppskriftir Bergrós hefur þó ekki einungis hann- að munstur í prjónaföt. Hún hefur lokið BA gráðu í bókmenntafræði og þjóðfræði og fór síðan í mastersnám í hagnýtri fjölmiðlun. Hún var lengi verslunarstjóri hjá Tinnu, sem gaf jafnframt út eitt þekktasta prjóna- blað á Íslandi á sínum tíma. Eftir það lá leiðin í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hún lagði stund á listnám. „Í iðnskólanum kynntist ég málminum og hvernig var að vinna með hann. Þannig að þaðan fór ég í annað list- nám í tækniskólanum, gull- og silf- ursmíði. Ég er búin með skólann og er að klára námssamning í vor,“ segir Bergrós sem er á samningi hjá Dýr- finnu Torfadóttur gullsmiði á Akra- nesi. Bergrós setti nýverið upp vefsíð- una Tíbrá (www.tibra.is). Þar er hægt að kaupa prjónauppskriftir eftir hana, band í flíkina, prjóna og fleira. Þá er einnig hægt að kaupa margar flík- urnar tilbúnar. „Síðan var sett upp í desember síðastliðnum en er margra ára vinna. Mér finnst í raun eins og ég hafi verið að vinna að henni alla ævi. Það að opna þessa síðu var einn stærsti dagurinn í lífinu mínu, þó að auðvitað standi fæðingar barnanna minna alltaf uppúr. En þessi dagur fylgir fast á eftir. Þetta hefði aldrei tekist nema með gríðarlegri þolin- mæði og aðstoð frá góðu fólki,“ segir Bergrós brosandi. Á síðunni verður einnig hægt að sjá hinar ýmsu leið- beiningar, bandupplýsingar, fróð- leik og fleira. „Fólki fannst svolítið skrýtið að ég væri búin að læra bók- menntafræði, þjóðfræði og fjölmiðl- un, færi svo í listnám og gullsmíði og endaði á því að opna þessa vefsíðu. En þetta nýtist mér allt þar. Ég þarf að gera þetta allt sjálf og þá hjálp- ar að vera búin að læra fjölmiðla- fræðina. Bókmenntafræðin hjálpar mér til dæmis að geta skrifað texta á góðri íslensku. Þetta endar allt á ein- um stað, allt smellur saman. Það ger- ist alltaf einhver galdur þegar tvö til þrjú fög blandast saman, þá verður eitthvað nýtt til.“ Hannar út frá tilfinn- ingum, ljóðum og sögum En hver er kveikjan að nýjum hug- myndum? „Ég myndi segja að ég hanni mjög mikið út frá tilfinning- um, sögum og upplifunum. Ég leita mikið í uppruna minn, bernskuna, ljóð og ævintýri. Ég er mikil ljóða- manneskja og alin upp við ljóðalestur og elska að lesa og hlusta á falleg ljóð. Ég fæ stundum hugmynd í kringum það og svo auðvitað úr náttúrunni.“ Bergrós gerir einnig skúlptúra úr ull. „Ég gerði fimmtugsafmælisgjöf fyrir bróður minn. Hann er fædd- ur í fiskamerkinu, er stóri bróðir og fær í flestan sjó. Svo rekur hann fyrirtæki sem tengist inn í sjávarút- veginn. Verkið er stór fiskur sem er þæfður úr íslenskri ull. Inni í honum er græn glerkúla sem pabbi notaði þegar hann var á sjó. Það var gaman að geta hannað og gefið svona pers- ónulega gjöf en verkið heitir einmitt „Fær í flestan sjó,“ sem getur bæði átt við bróður minn, fiskinn og fyr- irtækið. Ég hef gaman að leika mér að orðum og nota það mjög mikið þegar ég er að hanna.“ Bergrós hefur hannað fjöldann allan af flíkum úr ull og er hvergi nærri uppiskroppa með hugmyndir. Hún lýsir því að það sé eins og uppskriftirnar flæði. „Eins og þær bíði bara í röðum á bakvið og svo koma þær hver á fætur annarri.“ Bergrós hannar einnig persónulega og fallega skartgripi enda að ljúka námssamningi í gullsmíði. Hún sæk- ir hugmyndir að skartgripum í sama brunn og þegar hún hannar annað. Blaðamaður Skessuhorns tekur eftir fallegu armbandi með ígulkersáferð sem hún ber á annarri hendi. „Faðir minn gaf mér oft ígulker þegar ég var barn. Ég á mikið af þeim heima og ég lét prófa að steypa fyrir mig ígul- ker til að sjá hvernig áferðin yrði. Ég hannaði svo sett sem er steypt með ígulkersáferð; hring, armband, háls- men og lokka. Settið heitir „Djúpið“ en pabbi var sjómaður og var mik- ið úti á Ísafjarðardjúpi. Svona nota ég fortíðina og tilfinningar í hönn- unina en þessi hönnun er mér mjög kær og persónuleg,“ útskýrir Berg- rós. Hún hefur einnig tengt textíl- inn við málm og látið steypa skart- grip úr einhverju sem upprunalega var heklað. „Vil að prjónarar geti persónugert flíkurnar“ Í prjónahönnun sinni hefur Bergrós í huga getu prjónarans sem prjónar flíkina. „Ég er bundin af þekkingu prjónarans. Það er samt gaman að reyna á þekkinguna og að þenja út tæknilegu mörkin eins og hægt er til að prjónarinn upplifi eitthvað nýtt listrænt og spennandi við prjónana.“ Bergrós fer ótroðnar slóðir í munst- urgerð og vill skapa stemningu, eitt- hvað seiðandi og órætt sem hver einstaklingur getur líka gert að sínu. „Fæstir hugsa út í það hvaðan hönn- unin kemur þegar þeir eru að prjóna. Stundum er eins og prjónarar haldi að munstrin detti bara af himnum ofan. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að það er hönnuður á bakvið munstrin. En ég vil að prjónarar geti persónugert flíkurnar og gert þær að sínum, breytt litunum og þess hátt- ar. Ef sama grunnmunstrið er t.d í tveimur til þremur flíkum en með annarri útfærslu eða litasamsetn- ingu. Þannig getur prjónarinn sjálf- ur blandað saman hluta af hönnun í einni flík við aðra og fengið út al- veg nýja flík sem engum öðrum hef- ur dottið í hug að setja saman. Þá á hann smá í henni.“ Opnar sýningu á Akranesi Laugardaginn 15. febrúar opnar sýning í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi. Þar verða sýndar valdar flíkur eftir Bergrós og skartgripir úr nýjustu línu Dýrfinnu Torfadóttur gullsmiðs. „Þetta verður frekar stór sýning. Hún opnar á laugardeginum og verður opin frá kl. 14 – 17. Aðra daga verður hægt að kíkja á hana á opnunartíma Safnaskálans en hún verður opin áfram í viku að minnsta kosti,“ segir prjónahönnuðurinn og gullsmíðaneminn Bergrós Kjartans- dóttir að lokum. grþ Bergrós hannar flíkur á allan aldur. Hér er barnapeysan Tónar. Ljósm Friðrik Örn Hjaltested /Ístex. Hönnuður opnar prjónauppskriftasíðu Rætt við prjónahönnuðinn Bergrós Kjartansdóttur Bergrós Kjartansdóttir, einn af helstu prjónahönnuðum landsins hefur nú opnað vefsíðuna Tíbrá og verður fljótlega með sýningu á flíkum sínum í Safnaskálanum í Görðum. Bergrós hefur hannað ýmsar fallegar flíkur. Þessi heitir Heimsljós. Ljósm. Friðrik Örn Hjaltested /Ístex. Listaverkið Fær í flestan sjó, sem Bergrós hannaði og gaf bróður sínum í afmælisgjöf. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.