Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Fyrsti dómarinn við íslenskan dóm- stól, sem lokið hefur fullnaðarprófi í lögfræði utan Háskóla Íslands, tók til starfa um nýliðin mánaðamót. Guðfinnur Stefánsson var þá settur til að gegna embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjvíkur. Hann nam lög við Háskólann á Bifröst en fram til þessa hafa allir dómarar á Íslandi stundað laganám við Há- skóla Íslands. Guðfinnur útskrif- aðist með BS gráðu í viðskiptalög- fræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og með ML gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2008. Hann hef- ur allt frá brautskráningu starfað sem aðstoðarmaður dómara, fyrst við Héraðsdóm Reykjavíkur og síðar við Héraðsdóm Vesturlands. Hann mun gegna embætti héraðs- dómara í Reykjavík frá 1. febrúar til og með 30. apríl nk. „Það er mikið ánægjuefni að lög- fræðingur frá Háskólanum á Bif- röst skuli ná þessum áfanga. Það var einmitt Háskólinn á Bifröst sem reið á vaðið og hóf að veita HÍ öfluga samkeppni í laganámi árið 2001. Frá árinu 2004 hefur skól- inn jafnframt boðið upp á meist- aranám ML í lögfræði og útskrif- ar nemendur með fullnaðarpróf í lögum. Við lítum á þessi tímamót sem staðfestingu á gæðum námsins sem hér er boðið upp á og vitnis- burð um það öfluga starf sem unn- ið er á lögfræðisviði Háskólans,“ segir Helga Kristín Auðunsdóttir sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. mm/bifrost.is „Það er ekki amalegt að vera kom- inn í þennan hóp sem vinnur hérna í Þörungaverksmiðjunni. Mér líst vel á starfið og tel mig taka við góðu búi þó verkefnin séu ærin. Það skiptir gríðarlega miklu máli að mórallin er góður og starfs- ánægja meðal þeirra sem vinna í verksmiðjunni. Mér líst líka vel á staðinn og mannlífið hér á Reyk- hólum,“ sagði Finnur Árnason ný- ráðinn framkvæmdastjóri Þörunga- verksmiðjunnar á Reykhólum þeg- ar blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í verksmiðjuna sl. föstu- dag. Þá stóð yfir löndun hráefnis úr Gretti, skipi Þörungaverksmiðj- unnar, hrossaþara sem áætlað var að myndi duga til sólarhrings fram- leiðslu í verksmiðjunni. Finnur kom til starfa í Þörungaverksmiðjunni í desembermánuði og hefur starfað á annan mánuð á Reykhólum. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu af Einari Sveini Ólafssyni sem eftir um tvö ár í starfi á Reykhólum tók við framkvæmdastjórn í kalkþör- ungaverksmiðju á Bíldudal. Mikið unnið að auknu öryggi „Það hefur verið unnið mjög mik- ið í öryggismálum starfsmanna hér að undanförnu. Þar hefur Garð- ar Jónsson framleiðslustjóri gengið fremstur í flokki og umbætur orð- ið verulegar. Samhliða bættri að- stöðu hefur orðið hugarfarsbreyt- ing varðandi rýni í það sem betur má fara og gera, umgengni hefur batnað og gæðavitund aukist. Kröf- ur um öryggi og gæði í vinnuferl- um er alveg í samræmi við kall nú- tímans og alþjóðlegar kröfur. Að- aleigandi verksmiðjunnar, FMC í Bandaríkjunum, setur á oddinn öryggi starfsmanna, heilbrigði og umhverfisvitund. Þetta er líka í samræmi við þær tvær vottanir sem verksmiðjan hefur fengið varðandi lífræna framleiðslu,“ segir Finnur. Í Þörungaverksmiðjunni á Reykhól- um er unnið þang frá því snemma á vorin og vel fram á haustið. Á því tímabili er unnið á vöktum all- an sólarhringinn og þurrkofninn í gangi alla vikuna. Þangið er sleg- ið af skurðarprömmum verksmiðj- unnar og því safnað saman og fært til vinnslunnar af Gretti, 300 tonna skipi félagsins. Yfir vetrartímann er hrossaþari sóttur á Gretti og hann unnin fimm daga vikunnar. Sjálfbær vinnsla Aðspurður segir Finnur að sér hugn ist það ákaflega vel að vinna við sjálfbæra vinnslu eins og Þör- ungaverksmiðjan er; að vinna við hóflega nýtingu náttúruauðæfa, jarðargróður og jarðhita. „Mér finnst þessi iðnaður mjög áhuga- verður. Að uppskera jarðargróð- ur úr Breiðafirði og nýta jarðhit- ann til að skapa atvinnu og tekur. Við getum gert þetta á hagkvæman hátt án þess að ganga nærri lífríki. Þá felast tækifæri í að vinna afurðir lengra en í áburð og fóður, þ.e.a.s. til manneldis. Þar er einmitt þekk- ing og reynsla landans að aukast mikið í sambandi við fæðubótar- efni, náttúru vörur og fleira.“ Vann lengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Finnur ólst upp á Seltjarnarnes- inu, en var sem strákur mikið í sveit hjá frændfólki sínu á bænum Vík skammt sunnan Sauðárkróks. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri, nam síðan efnafræði við Háskóla Íslands áður en hann hélt til Gautaborgar til náms í rekstrarhagfræði. Finn- ur var í um níu ár framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, málningarverk- smiðju. Á árunum 1999 til 2012 starfaði hann hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hefur því komið að fjöldamörgum og mismunandi nýsköpunarverkefnum. Árið 2012 leiddi Finnur Takta M&A, dóttur- fyrirtæki Kontakt, fyrirtækjaráð- gjafar. „Taktar undirbjuggu það að lítil þroskuð iðnfyrirtæki á Norður- löndum yrðu keypt til Íslands, til að fjölga hér störfum, styrkja iðnað og auka útflutning. Annars vegar leit- uðum við að fyrirtækjum með 15- 30 starfsmenn sem hagkvæmt væri að kaupa og flytja hingað til lands. Þetta væru fyrirtæki með fullþró- aðar afurðir og rótgróin viðskipta- tengsl utan heimalands. Hins vegar leituðum við að aðilum hér á landi með fjármagn og hæfni til að taka við rekstrinum, flytja framleiðslu- hlutann hingað og starfrækja hér á landi.“ Bíður vorlitanna með spenningi Finnur segir að álitlegt fyrirtæki hafi fundist sem uppfyllti flest skil- yrði sem sett voru. „Það var ekki of framandi fyrir íslenskan jarðveg og gat fengist á góðu verði. Hins vegar fundum við ekki aðila sem var til- búinn að taka áhættuna og taka yfir reksturinn. Ástæður fyrir því voru ýmsar; menn hafa nóg með sitt þeg- ar óvissa er mikil, veður eru válind og áhrif gjaldeyrishafta eru óljós. Fordæmin eru til en tímasetning- in líklega ekki rétt. Taktar bíða því betri tíma,“ segir Finnur. Eins og áður segir líst honum vel á Reyk- hóla. Finni finnst umhverfið þar tilkomumikið, en hann mun flytja alfarið með fjölskyldu sína vestur í vor. „Það verður gaman að fylgj- ast með því þegar vorlitirnir fara að setja sitt mark á náttúruna. Ég bíð þess með spenningi,“ sagði Finnur að endingu. þá Guðfinnur Stefánsson. Fyrsti dómarinn hér á landi sem lærði ekki lögfræði í HÍ Finnur niður við höfn ásamt Sigur- steini Þorsteinssyni meðan löndun stóð yfir úr Gretti. „Mórallinn er góður og mér líst vel á staðinn“ Spjallað við nýjan framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum Finnur Árnason með verksmiðjuhúsið í baksýn.um. Í framhaldinu tók við verkefni á eyjunni Dominica litlu syðra frá Montserrat. Þar starfar Helgi nú. ,,Þetta er hálfgert hopp á milli eyja sem við erum að stunda núna sem er bara skemmtilegt. Borinn sem við vinnum með heitir Sleipnir og á hann að geta borað niður á 3.000 metra dýpi. Um 14 manns eru í vinnuflokknum mínum og skipt- umst við 7 á móti 7 á að vinna á 12 tíma vöktum. Hver vinnutörn er 28 dagar og á móti eru 28 dag- ar í vaktafríi. Þá höldum við heim. Meðan við erum í fríi kemur síðan annar 14 manna vinnuflokkur út til að vinna. Þannig er borinn nánast í stanslausri virkni. Sjálfur gegni ég hlutverki kranamanns í hópnum og er kraninn sem ég vinn á um 100 tonn. Þó köllum við okkar alla bara bormenn í daglegu tali.“ Hringinn í kringum hnöttinn „Allflestir í vinnuhópnum eru Ís- lendingar en einnig eru í hon- um starfsmenn frá Úkraínu og þá eru nokkrir heimamenn með okk- ur. Þetta er þéttur hópur og er góð stemning í honum. Við erum eðli máls mikið saman og gistum allir á sama hótelinu. Við Íslendingarn- ar höldum síðan til okkar heima í vaktafríunum og eru ferðlögin kap- ítuli út af fyrir sig. Það tekur stund- um allt að þrjá sólarhringa að kom- ast úr vinnunni og heim á Hvann- eyri. Lengstu ferðalögin voru með- an ég var að vinna á Nýja Sjálandi. Þá fórum við bókstaflega hringinn í kringum hnöttinn til og frá vinnu. Fluglínan var svona í eitt skipti. Út: Hvanneyri-Keflavík-London-Los Angeles-Wellington-Taupo. Heim: Taupo-Wellington-Hong Kong- London-Keflavík-Hvanneyri . Hvor leggur tók um tvo daga,“ seg- ir Helgi sem viðurkennir að hann sé stundum eftir sig eftir ferðlögin. „Maður fer beint í bælið eftir svona törn til að ná áttum. Það þýðir ekk- ert annað,“ segir hann brosandi. Pása tekin yfir 40 gráðum Helgi segir nokkra fátækt ríkja í samfélögunum á Montserrat og Dominica og blasir við að töluverð uppbygging þurfi að fara fram til að lífskjör heimamanna batni. „Það er einmitt þess vegna sem við erum að bora eftir jarðvarma svo stjórnvöld á svæðinu geti nýtt orkuna til frek- ari uppbyggingar. Jarðboranir eru einmitt að vinna verkefnin þarna fyrir heimastjórn Montserrat og ríkisstjórn Dominicu,“ segir hann og vonast til að virkjun jarðvarmans á svæðunum muni auka lífsgæði heimamanna í framtíðinni. „Það er líka svolítið sérstakt að vinna á þessum eyjum. Þetta er í hitabeltis- loftslagi þannig að hitinn getur ver- ið mjög mikill. Hvað þetta varðar vissi ég ekki við hverju var að búast þegar ég kom þangað fyrst. Ég við- urkenni þó að þegar hitinn fer yfir 40 gráður eða þrumuveður skellur á þá tökum við pásu.“ Alltaf tilbúinn í ný ævintýri Helgi er kvæntur Margréti Jósefs- dóttur og eiga þau fjögur uppkom- in börn; Arnór Orra 27 ára, Kol- brúnu Rós 25 ára, Hugrúnu Björt 17 ára og Hlyn Jósef 16 ára. Hann segir gott að koma heim í sveitina í vaktafríum og segir í mestu ein- lægni við blaðamann að hann reyni að verja sem mestum tíma í hest- húsinu. „Við eigum 12 hross og líður mér hvað best við að vera í kringum þau. Þá ver maður að sjálf- sögðu tíma með fjölskyldunni og er ég mest heimavið að slaka á. Nú á dögum er reyndar tæknin orðin það fullkominn að mun auðveldara er að eiga í samskiptum heim í gegn- um Skype, Facebook og hvað þetta allt heitir. Ég er ekki mikill tölvu- kall í mér og var skikkaður inn á þessa vefi þegar ég byrjaði að vinna erlendis. Ég sé ekki eftir því.“ Spurður um framtíðina þá hlakk- ar hann til frekari verkefna hjá Jarðborunum. „Það eru alltaf ein- hver spennandi verkefni í gangi hjá fyrirtækinu og verður fróðlegt að sjá hvað kemur næst. Það verður kannski bara á Íslandi, sem líka er fínt. Hvað sem því líður er maður alltaf tilbúinn í ný ævintýri,“ segir Hermann Helgi að lokum. hlh Svona er ásýnd hinnar yfirgefnu byggðar á suðurhluta Montserrat. Helgi í stjórnstöð sinni á krananum. Hann segir að þar geti verið mjög heitt á daginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.