Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Í gær, þriðjudaginn 11. febrúar, var 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um land allt og að sjálfsögðu hér á Vesturlandi einnig. Á Akranesi hafði Slökkvilið Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar opið hús frá klukkan 16.00. Björgunarfélag Akraness, lögreglan og sjúkraflutn- ingamenn voru einnig á staðnum. Allir þessir aðilar kynntu starfsemi sína og þau tæki og tól sem not- uð eru í útköllum. Hægt var að fá að prófa brunaslöngur slökkviliðs- ins, klifra hjá björgunarfélaginu, kveikja á sírenum og eitthvað fleira. við mikla ánægju gesta. Líkt og á Akranesi voru við- bragðsaðilar í Borgarfirði með sýn- ingu á tækjum og búnaði og voru þeir staðsettir við Hyrnutorg í Borgarnesi. Rauði krossinn var með kynningu á skyndihjálparappi RKÍ og bauð fólki að taka skyndi- hjálparpróf á netinu. Björgunar- sveitirnar sýndu búnað, slökkvilið- ið og sjúkrabílar voru á staðnum og lögreglan sýndi tæki og búnað. Þar sem dagskrá 112 dagsins var yfirleitt síðdegis í gær, þriðjudag, verður sagt frá deginum í máli og myndum í næsta Skessuhorni. mm Í liðinni viku var undirritað sam- komulag um samstarf Ráðgjaf- armiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands um þætti sem snerta endurmennt- un, kennslu og ýmis brýn verk- efni á sviði ráðgjafar og nýsköpun- ar í landbúnaði. Mikilvægur þáttur samkomulagsins er að greina þarfir, markmið og leiðir fyrir faglegt starf á sameiginlegu verksviði,“ segir í tilkynningu vegna samkomulags- ins. Faghópar verða settir á stofn til að sinna brýnum verkefnum á sviði ráðgjafar, kennslu (starfs- menntastig, endurmenntun, há- skólakennsla) og rannsókna með því markmiði að styrkja faglega stöðu greinanna. „Jafnframt er við- fangsefni hópanna að finna tækifæri til þess að ýta úr vör rannsókna- verkefnum BS og MS nema og eft- ir atvikum doktorsnema og leiðir til fjármögnunar þessara verkefna. Með því móti gætu aðilar stað- ið sameiginlega að því að styrkja rannsóknarám við LbhÍ og fagleg- an grundvöll ráðgjafaþjónustunnar. Samkomulagið gerir ráð fyr- ir því að sérfræðingar RML komi að kennslu við LbhÍ eftir ákveðnu samkomulagi. Einkum er þar um að ræða kennslu í búfræði og bú- vísindum. Mikilvægur þáttur sam- komulagsins snýr að samstarfi um endurmenntun. Í samningnum er ennfremur formgerð aðkoma sér- fræðinga LbhÍ að vinnslu kynbóta- mats í búfjárrækt sem þeir hafa annast fyrir Bændasamtökin mörg undanfarin ár og munu nú sinna fyrir RML.“ mm Þriðja umferð karókíkeppni fyr- irtækja í Snæfellsbæ fór fram í Röstinni sl. laugardag. Að venju kepptu sex fyrirtæki, að þessu sinni Grunnskóli Snæfellsbæjar Hellis- sandi, Frystiklefinn, Matthías SH, Björgunarsveitin Lífsbjörg, Sjáv- arrannsóknasetrið Vör og Hótel Hellissandur. Erla Gunnlaugsdótt- ir og Atli Már Gunnarsson, kynnar kvöldsins, héldu uppteknum hætti en þau sungu og grínuðust eins og þeim einum er lagið. Mikill metn- aður er lagður í utanumhald keppn- innar hjá Lionskonum í Þernunni. Atriðin á laugardaginn voru hvert öðru skemmtilegri og höfðu kepp- endur lagt vinnu í búninga og sviðs- framkomu sem skilaði sér í frábærri stemningu í salnum. Sigurvegar- ar urðu Adam Geir Gústafsson fyr- ir Björgungarsveitina Lífsbjörgu, í öðru sæti Guðrún Lára Pálmadótt- ir fyrir Frystiklefann og í þriðja sæti Garðar Kristjánsson fyrir Matthías SH. Dómarar tilkynntu einnig sitt val á þeim keppanda sem ekki hafði komist áfram áður og var það Dag- björt Guðmundsdóttir sem keppir fyrir Hraðfrystihús Hellissands. Fyrra undanúrslitakvöldið verður 1. mars. þá Vesturlandskeppni Samfés fór fram 30. janúar sl. í Tónbergi á Akranesi að viðstöddu fjölmenni. Keppn- in þótti hin glæsilegasta og marg- ir frambærilegir flytjendur stigu á stokk. Alls voru flutt tíu lög, öll með íslenskum texta. Lögin voru ýmist frumsamin, íslensk eða þýdd yfir á íslensku. Eftir að keppendur höfðu flutt sín lög kom hljómsveit- in Lumineers frá Akranesi fram. Þá söng Ari Jónsson lag og Hallur Flosason en hann átti einnig sæti í dómnefnd ásamt Rakel Pálsdóttur og Helgu Ingibjörgu Guðjónsdótt- ur. Úrslit í keppninni urðu þau að atriði frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði bar sigur úr býtum. Það var flutt af Amelíu Rún Gunn- laugsdóttur, Kristbjörgu Ástu Við- arsdóttur og Söndru Ósk Jónsdótt- ur, sem eru nemendur í 9. og 10. bekk Grunnskóla Grundarfjarð- ar. Þær sungu lagið „Komin yfir þig“ eftir Ellu Yelich O‘Connor og Joel Little en lagið heitir Royals á frummálinu, flutt af Lorde. Björg Ágústsdóttir samdi íslenska text- ann. Amelía, Kristbjörg og Sandra verða því fulltrúar Vesturlands í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni í mars. grþ Opið hús hjá viðbragðs- aðilum á 112 deginum Skemmtileg karókíkeppni í Röstinni Kristbjörg Ásta, Amelía Rún og Sandra Ósk verða fulltrúar Vesturlands í Söngvakeppni Samfés í mars. Stúlkur úr Grundarfirði sigruðu Samfés Vesturlands Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf Karvel Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ rýna hér í samninginn. ar hafi sofið á verðinum í markaðs- setningu og sölu á íslenskum fiski mörg undanfarin ár. „Okkur hefur ekki tekist að mynda sérstöðu fyr- ir þorskinn okkar. Við erum í reynd að bjóða villtan hvítfisk. Þetta er synd. Við erum það smá í heildar- myndinni að okkur ætti að takast að mynda sérstaka ímynd og vöru- flokk sem væri villtur þorskur frá Íslandi, réttnefnd lúxusvara en ekki bara sem eitthvað eggjahvítuefni úr hvítum fiski.“ Að mati Georgs er markaðssetn- ing okkar á sjávarafurðum að mörgu leyti misheppnuð og ómarkviss. „Markaðsaðgerðirnar voru sam- hæfðari þegar við höfðum stóru sölufyrirtækin eins og SÍF og SH. Nú eru þetta margir minni aðilar sem geta ekki í krafti stærðar unnið markvist fyrir heildina. Sveiflurnar eru svo miklar í umhverfi sjávarút- vegsins. Menn eru oft að grípa til skammtímalausna til að bjarga sér. Þetta umhverfi stendur í vegi fyr- ir langtímahugsun. Margir gæða- stuðlar, samhæfðar umbúðir, merk- ingar og annað hefur riðlast. Við- horfið hér á landi hefur verið það að útvegurinn eigi bara að sjá um sig sjálfur. Almenningur trúir því að þjóðin hafi ekkert út úr grein- inni heldur aðeins einhverjir örfá- ir karlar hér og þar. Ríkið hef- ur aldrei verið neitt sérlega viljugt til að koma til móts við eða styðja greinina nema þá með nokkrum undantekningum. Dæmi um það er Saltfiskverkefnið svokallaða. Þar lagði ríkið ákveðið framlag á móti saltfiskverkendum í markaðsverk- efni sem síðan var unnið af Íslands- stofu. Það hefur skilað sér nokkuð vel. Svona ættum við öll með sam- ræmdu átaki að nálgast áskoran- ir sem felast í markaðssetningu ís- lenskra sjávarafurða í framtíðinni. Við eigum að merkja okkar sjávar- afurðir sem hágæða vöru frá Íslandi og ekki gefa neinn afslátt á því. Við höfum alveg efni á því vegna þess að okkar afurðir eru þær bestu. Því fer svo fjarri að við séum að blekkja einhverja þó við höldum þessu á lofti,“ segir Georg Andersen að lokum. mþh Georg segir að íslenski þorskurinn eigi að njóta verðleika sinna sem hágæðavara, ekta villibráð sem sé veidd og unnin við bestu mögulegu aðstæður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.