Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Hver er uppáhalds keppnis- greinin á vetrarólympíu- leikunum? Spurning vikunnar Þorgeir Þorsteinsson Keppni á snjóbrettum. Gunnar Bragi Jónsson Bobbsleðakeppnin. Jónína Birgisdóttir Listdans á skautum. Arnar Smári Bjarnason Skíðaskotfimi. Kristófer Már Gíslason Skíðastökk. (Spurt í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi) Árshátíð Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Snæfellinga fór fram síðastliðinn föstudag. Dagana áður voru þemadagar í skólanum. Þá var bryddað upp á ýmsum nýjungum í skólahaldi. Ungmennin tóku þátt í sushi gerð, pókermóti, jóga, reið- námskeiði og prjóna- og heklnám- skeiði svo eitthvað sé nefnt. Þau voru svo í miklum hasar á karate- námskeiði þegar fréttaritari kíkti við í skólanum sl. fimmtudag. Á föstudeginum voru svo sólarleikar þar sem að keppt var í hinum ýmsu greinum milli liða. Greinilega mik- ið líf og fjör í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. tfk Lottóspilari sem freistaði gæfunnar og keypti sér miða í Olís við Suð- urgötu á Akranesi í síðustu viku hafði heldur betur heppnina með sér í Víkingalottóinu. Hann reynd- ist einn með hinn alíslenska bón- usvinning, þ.e. fimm réttar aðal- tölur og aðra bónustöluna, og hlaut rúmlega tólf og hálfa milljón króna í vinning. Enginn var hins veg- ar með allar aðaltölurnar réttar og verður fyrst vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Tveir voru með fjór- ar réttar tölur í Jóker og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í vinn- ing, annar miðinn var keyptur í N1 á Hellissandi en hinn á lotto.is. mm Fyrsta mótið í KB mótaröðinni fór fram í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Alls bárust 111 skráningar og hafa þær aldrei verið fleiri. Mótið er því að verða eitt af vinsælli innanhúss- mótum landsins. Að sögn Krist- jáns Gíslasonar gekk allt vel fyrir sig á laugardaginn og sáust marg- ar frábærar sýningar. Keppt var í fjórgangi en tveir keppendur voru inná í einu og var þeim stjórnað af þul. Sýnt var hægt tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt og höfðu all- ar gangtegundir sama vægi. Mót- ið hófst klukkan 10 og var það ekki búið fyrr en að ganga sjö um kvöld- ið. Mikið var um góð hross og m.a. fóru tvö þeirra yfir sjö í einkunn sem telst frábær árangur í byrjun vetrar. Þetta voru voru þeir Þyt- ur frá Skáney og Randy Holaker sem fengu 7,20 og Asi frá Lund- um II og Julia Katz sem fengu 7,13. Næsta mót í KB mótaröðinni verð- ur laugardaginn 1. mars en þá verð- ur keppt í tölti. Mótaröðinni líkur svo 15. mars á fimmgangi og tölti T7. mm/iss A úrslit Meistaraflokkur Randy Holaker og Þytur frá Skán- ey 7,20 Heiða Dís Fjeldsteð og Atlas frá Tjörn 6,77 Bendikt Þór Kristjánsson og Kolur frá Kirkjuskógi 6,73 H Haukur Bjarnasson og Sæld frá Skáney 6,73 H Halldór Sigurkarlsson og Hrafn- katla frá Snartartungu 6,30 A úrslit 1. flokkur 1. Jónína Lilja Pálmadóttir og Laufi frá Syðri-Völlum 6,37 2. Marina Gerturd Schregelmann og Diddi frá Þorkelshóli 2 6,33 3. Birgir Andrésson og Gylmir frá Enni 6,30 4. Anna Berg Samúelsdóttir og Blængur frá Skálpastöðum 6,30 5. Helgi Gissurarson og Biskup frá Sigmundarstöðum 6,27. A úrslit 2. flokkur 1. Íris Björg Sigmarsdóttir og Nói frá Árdal 6,43 2. Ulrika Ramundt og Dáð frá Akranesi 6,23 3. Lára Kristín Gísladóttir og Tón- list frá Stóra-Ási 5,83 4. Sóley Birna Baldurdsóttir og Lukkudís frá Dalbæ II 5,80 5. Hjalti Þórhallsson og Þeyr frá Seljabrekku 5,80 A úrslit ungmennaflokkur 1. Julia Katz og Asi frá Lundum II 7,13 2. Klara Sveinbjörnsdóttir og Ósk- ar frá Hafragili 6,50 3. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Prins frá Skipanesi 6,43 4. Sigrún Rós Helgadóttir og Kaldi frá Hofi 6,37 5. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Sif frá Syðstu-Fossum 6,33 A Úrslit í unglingaflokki 1. Harpa Sigríður Bjarnadóttir og Sváfnir frá Miðsitju 6,70 2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum 6,57 H 3. Konráð Axel Gylfason og Vörð- ur frá Sturlu Reykum 6,57 H 4. Aron Freyr Sigurðsson og Hlyn- ur frá Haukatungu Syðri 1, 5,93 5. Þorgeir Ólafsson og Myrra frá Leirulæk 5,83 A úrslit í barnaflokki 1. Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk frá Miklagarði 6,20 2. Berghildur Björk Reynisdóttir og Óliver frá Ánabrekku 5,60 3. Alexandra Sif Svavarsdóttir og Fljóð frá Giljahlíð 5,23 4. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og Hermann frá Kúskerpi 5,13 5. Ármann Hugi Ólafsson og Erró frá Reyðarfirði 4,73. Vænn vinningur í Víkingalottóinu Sitthvað í gangi á Þemadögum í FSN Yfir hundrað skráningar á fyrsta KB móti vetrarins Svandís Lilja Stefánsdóttir í Skipanesi og Klara Sveinbjörnsdóttir á Hvanneyri taka til kostanna. Randy Holaker og Þytur frá Skáney voru sigurvegarar í meistaraflokki Julia Katz og Asi frá Lundum II.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.