Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 Handavinnuhópur kvenkyns eldri borgara í Grundarfirði hefur verið til húsa þar sem áður var bókasafn Grundarfjarðarbæjar. Nú stend- ur til að breyta því húsnæði í bæj- arskrifstofur og er bókasafnið nú þegar flutt niður í gömlu Sögumið- stöðina. Því þurftu þessar duglegu handavinnukonur að finna sér ann- að húsnæði og lá þá beinast við að elta bara bókasafnsvörðinn. Kon- urnar fengu því aðstöðu við hlið- ina á bókasafninu í gömlu Sögu- miðstöðinni. Þær fluttu því allt sitt hafurtask niðureftir þriðjudaginn 4. febrúar síðastliðinn og af því tilefni bakaði Pálína Gísladóttir pönnu- kökur og ástarpunga sem hún færði konunum. Pálína, sem er 85 ára, var dugleg í handavinnuhópn- um á árum áður. Konurnar geta nú haldið áfram að hittast á hverjum þriðjudegi klukkan 14:00 og tekið í prjónana. tfk Á þessu ári eru 20 ár síðan hópur ungra knattspyrnumanna frá Akra- nesi fór að skipuleggja ferð til Eng- lands á námskeið í Knattspyrnu- skóla Bobby Charlton. Í tilefni þess komu til Íslands um liðna helgi þjálfarar frá skólanum og fram- kvæmdastjóri til að kynna skólann og ferð þangað næsta sumar, nánar til tekið 28. júlí til 4. ágúst. Ferðin verður á vegum ÍT ferða sem fara með umboð skólans hér á landi. ”Opnar æfingar“ fyrir leikmenn, stráka sem stelpur, 13-16 ára voru haldnar sunnudaginn 9. febrú- ar kl. 10-13 í Akraneshöllinni. Þar var einnig 3. og 4. flokki karla og kvenna hjá ÍA og þeim boðið að taka þátt í æfingunum. Skipt var í tvö æfingarholl og stjórnuðu þjálf- arar Bobby Charlton skólans æf- ingunum og nutu aðstoðar frá þjálfurum ÍA. Með starfsmönnum ÍT ferða við þetta verkefni vann Jón Þór Hauksson yfirþjálfari yngri flokka ÍA. Á hverju ári hafa hópar áhuga- samra, íslenskra knattspyrnu- manna farið í þennan virta skóla til að verða betri leikmenn. Fjöldi íslenskra knattspyrnukrakka sem farið hafa í skólann síðastliðin 20 ár nálgast nú tvö þúsund. Meðal þeirra eru Hjálmur Dór Hjálms- son (fv. leikmaður ÍA), Thelma Björk Einarsdóttir (Val), Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkma- ar), Viktor Unnar Illugason, Brynj- ar Gauti Guðjónsson (ÍBV), Aron Bjarki Jósepsson (KR), markverð- irnir Ingvar Jónsson (Stjörnunni) og Bergsteinn Magnússon (Kefla- vík) og margir fleiri efnilegir og góðir leikmenn. mm/hh Hátt í tvö þúsund knattspyrnumenn héðan sótt skóla Bobby Charlton Hress hópur ásamt gestunum um síðustu helgi. Stelpur úr 3. og 4. flokki ÍA ásamt gestaþjálfara frá skólanum. Þjálfarar skólans með einum af fyrrum nemanda skólans, Svandísi Guðbjörgu Karlsdóttur leikmanni ÍA. Handavinnuhópurinn í hús Sögumiðstöðvarinnar Hallfreður Vilhjálmsson dregur sig nú í hlé frá sveitarstjórnarmálunum en heldur þó áfram að sinna félagsstörfum og búskap. skólastjóri settur yfir báða. Ég er það enn. Þessi breyting átti sér stað á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Aðdragandinn og aðferða- fræðin við það ferli gerði mig ósátt- an þó ég væri ekki á móti samein- ingunni sem slíkri. Það skorti á samráð og sátt við foreldrasam- félagið. Þetta risti dýpra í samfé- laginu en ætla mátti við fyrstu sín. Starfsfólki var sagt upp. Við töp- uðum mannauð og nefndir riðluð- ust innan stjórnsýslunnar. Það átti að gefa þessu ákveðinn aðlögunar- tíma því þetta var flókið í ljósi þess að skólarnir eru ekki á sama stað. Gunnskólinn er uppi undir Skarðs- heiði á meðan leikskólinn er í Melahverfinu. Þessi sameining hef- ur ekki gengið nógu vel. Vill hafa persónukjör til sveitarstjórnar Hallfreður segist einnig hafa mynd- að sér ákveðnar skoðanir um fram- boðsmál og kosningar í sveitarfé- laginu nú þegar tvö kjörtímabil eru liðin frá því sveitirnar sunnan heiðar voru sameinaðar í Hvalfjarðarsveit. „Þetta pólitíska mynstur hér er orðið laskað eftir þetta kjörtímabil sem nú er brátt á enda. Listafyrir- komulagið hefur gengið sér til húð- ar. Við erum með þrjá lista í sveit- arstjórn. Þetta veldur ákveðnum klofningi í samfélaginu. Við þurf- um nú að staldra við og leita ákveð- inna lausna á okkar málum. Ein þeirra felst í því að hér verði pers- ónukjör. Það verður að fara fram ákveðin endurnýjun. Við þurfum nýja hugsun og öðruvísi aðferða- fræði. Það er mikið af hæfileikaríku fólki í sveitarfélaginu, bæði það sem nú er í sveitarstjórn og svo meðal þeirra sem áhuga hafa á að starfa á þessum vettvangi. Við ættum að líta til reynslu Dalamanna sem við- höfðu persónukjör hjá sér við kosn- ingarnar 2010 eftir grasrótarþreif- ingar. Ég vil þó taka skýrt fram að hér er ég fyrst og fremst að tala fyr- ir sjálfan mig og lýsa mínum pers- ónulegu skoðunum á þessu.“ Farsæl samvinna við Akranes Við komum inn á sameiningarmál- in. Athygli vakti á liðnu hausti þeg- ar bæjarstjórn Akraness óskaði eftir sameiningarviðræðum við Borgar- byggð og Hvalfjarðarsveit. „Það er í sjálfu sér ekkert úti- lokað í þeim efnum. Ég var á sín- um tíma mjög fylgjandi sameiningu sveitarfélaganna sunnan Skarðs- heiðar. Hún var mikið gæfuspor til lengri tíma litið. Ég ætla ekki að segja til um hvort Akranes og Hvalfjarðarsveit eigi eftir að sam- einast einhvern tímann í framtíð- inni. Þó held ég að ekki sé vilji fyrir slíku meðal meirihluta íbúa Hval- fjarðarsveitar. Við eigum mikið og nauðsynlegt samstarf við Akra- neskaupstað. Það hefur gengið al- veg prýðilega. Samstarfssamningar hafa verið endurskoðaðir og aðlag- aðir hverjum tíma. Þeir taka eðli- legum breytingum í takt við þró- un samfélaganna. Við erum í sam- starfi um byggðasafn, tónlistar- skóla, dvalar- og hjúkrunarheimili, fjölbrautaskóla, slökkvilið og fleiri þætti. Ég tel að svona samstarf sé betra en sameining. Tíminn verður svo bara að leiða í ljós hvort þetta verði niðurstaðan til framtíðar,“ segir Hallfreður. Hann bendir á að til standi að íbúar Skorradalshrepps ætli að hafa það sem valkost í íbúa- kosningu að leitað verði eftir sam- einingu við Hvalfjarðarsveit. „Ég tel að það mætti skoða slíkt,“ seg- ir Hallfreður. Þarf að fjölga íbúum í Hvalfjarðarsveit Með því að ræða sameiningarmál- in höfum við komið inn á framtíð- arsýnina. Innviðir Hvalfjarðarsveit- ar hafa verið styrktir með ýmsum framkvæmdum eins og Hallfreð- ur hefur rakið í viðtalinu. Hverjar telur hann að áherslurnar ættu að vera í næstu framtíð? „Hvalfjarð- arsveit stendur á traustum grunni. Hér eru miklir möguleikar. Nú þarf að fjölga íbúum sveitarfélagsins. Ég bendi á að það liggur fyrir tilbúið deiliskipulag um stækkun bæði í Melahverfi og í Hlíðarbæ ofan við Hlaðir á Hvalfjarðarströnd. Þar standa meira að segja húsgrunn- ar tilbúnir. Síðan er nær óbyggt og algerlega tilbúið svæði fyrir hendi í Krosslandi við Akranes. Þar er búið að leggja götur og allar lagnir; raf- magn, ljósleiðara, síma og aðveitur og fráveitur.“ Hallfreður segist mjög bjartsýnn á framtíð Hvalfjarðarsveitar. „Hér hefur margt jákvætt átt sér stað, raunar miklu fleira en hægt er að gera skil í einu viðtali. Ég vona að fleiri jákvæðir hlutir muni gerast en læt nú öðrum eftir að móta stefnu til framtíðar,“ segir Hallfreður Vil- hjálmsson að lokum. mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.