Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.02.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2014 40% fleiri ferðamenn LANDIÐ: Um 46 þús- und erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar á þessu ári samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Eru það um 13.400 fleiri en í janú- ar á síðasta ári. Um er að ræða 40,1% fjölgun ferða- manna í mánuðinum. Bretar voru langfjölmennasti hóp- ur erlendra ferðamanna, eða 35,5% af heildinni, en í öðru sæti voru Bandaríkjamenn sem voru 14,5% af heild. Þar á eftir komu Þjóðverjar, Norðmenn, Frakkar, Danir, Japanir og Svíar, eða 4-5% frá hverri þjóð. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum langmest milli ára en 6.545 fleiri komu frá Bretlandseyj- um nú miðað við í fyrra. –mm Leistu upp samkvæmi AKRANES: Aðfararnótt sunnudags voru lögreglu- menn á Akranesi kallaðir að heimahúsi vegna hávaða frá samkvæmi. Sá sem svar- aði kallinu kom þegar lög- reglumenn knúðu þar dyra var í mjög annarlegu ástandi. Húsráðandi var ekki heima og því ákváðu lögreglumenn að leysa upp samkvæmið sem var gert. Húsráðandi heimil- aði svo leit í húsinu og fannst þar lítið magn af kókaíni og smáræði af kannabisefnum, sem einn gestanna í sam- kvæminu kvaðst eiga. Síð- degis á sunnudegi var svo farið að einbýlishúsi í bænum þar sem tilkynnt hafði verið um megna kannabislykt frá húsinu. Húsráðandi heimil- aði leit í húsinu og framvís- aði nokkrum grömmum af kannabisefnum. –þá Auknar skrán- ingarkröfur í afladagbók LANDIÐ: Stjórnvöld hafa breytt reglugerð um afladag- bækur fiskiskipa. Skráning- arskyldan hefur verið aukin. Við þá sex liði sem skylt er að fylla út í afladagbók sam- kvæmt reglugerð til þessa bætast nú tveir liðir við. Hér eftir er sjómönnum skylt að skrá í afladagbókina all- an sjófugl sem kemur í veið- arfærin bæði eftir fjölda og tegundum. Einnig skal skrá sjávarspendýr (seli og hvali) eftir fjölda og tegundum. –mþh Hagstæð vöru- skipti LANDIÐ: Samkvæmt bráða- birgðatölum fyrir janúar síð- astliðinn var útflutningur frá landinu tæpir 48,3 milljarð- ar króna (FOB) og innflutn- ingur 40,9 milljarðar króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hag- stæð um 7,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 1. - 7. febrúar. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 2 bátar. Heildarlöndun: 10.051 kg. Mestur afli: Akraberg SI: 9.175 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 107.549 kg. Mestur afli: Bárður SH: 52.826 kg í sjö löndunum. Grundarfjörður 10 bátar. Heildarlöndun: 263.569 kg. Mestur afli: Hringur SH: 62.715 kg í einni löndun. Ólafsvík 12 bátar. Heildarlöndun: 139.832 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 24.681 kg í þremur löndun- um. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 386.742 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 130.742 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur 2 bátar. Heildarlöndun: 5.423 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 4.830 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 82.888 kg. 1. feb. 2. Hringur SH – GRU: 62.715 kg. 6. feb. 3. Tjaldur SH – RIF: 47.854 kg. 6. feb. 4. Helgi SH – GRU: 3.824 kg. 1. feb. 5. Grundfirðingur SH – GRU: 43.108 kg. 3. feb. mþh Forstjóri og sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar hafna því að endur- skoða stofnmat og ráðgjöf varðandi nýtingu ýsustofnsins. Þeir segja að vandi vegna kvótaskorts minni báta á ýsuveiðum felist í sjálfu fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Þetta kem- ur fram í frétt á vef Landssam- bands smábátaeigenda (LS). For- svarsmenn LS áttu í gær fund með fulltrúum Hafrannsóknastofnun- ar þar sem nú er talið að stefni í stór vandræði vegna þess að línu- bátar eiga ekki kvóta fyrir ýsu sem mikið virðist af víða á veiðislóðum. Mjög erfitt er að fá leigða ýsukvóta og verðið á því litla sem er á lausu er í hæstu hæðum. Samtök smá- bátasjómanna hafa lagt fram ýms- ar óskir sem lausn á vandanum. Þau vilja meðal annars að veiðiheimild- ir í ýsu verði auknar um fimm þús- und tonn, skip fái rýmri heimildir til að landa afla utan kvóta, króka- aflamarksbátum verði heimilað að skipta ufsakvóta fyrir ýsukvóta. „Það er mat LS að framhald málsins sé alfarið í höndum sjávar- útvegsráðherra. Vandinn er gríðar- legur þar sem krókaaflamarksbát- ar eru hver af öðrum að stöðvast þar sem engan kvóta er að fá og ef eitthvað hrekkur til er það verðlagt langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir í frétt á vef Landssambands smábátasjómanna. mþh Frekar dauft er yfir loðnuveiðum þó brátt sé komið fram í miðjan febrú- ar. Íslensku skipin hafa verið við leit og veiðar suðaustur af landinu. Þar á meðal er Ingunn AK í eigu HB Granda. Skipverjar gerðu það gott á sunnudag þegar þeir fengu um þúsund tonna loðnuafla sem fékkst á veiðisvæðinu við Skarðs- fjöru undan SA-landi í sjö köstum. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skip- stjóra þurfti töluvert að hafa fyr- ir þessum afla. Honum var land- að á Vopnafirði. ,,Það voru ekkert sérstakar lóðningar og við lentum í því að rífa aðalnótina og þurft- um því að nota varanótina. Í síðasta kastinu rétt fyrir kvöldmatarleytið gekk hins vegar allt upp. Fallaskipt- in breyttumst og við fengum rúm- lega 300 tonn af loðnu í því kasti,“ sagði Guðlaugur í samtali sem birt er á vef HB Granda. Önnur skip hafa einnig fengið afla en frekar rólegt er yfir veiðunum. Vonir standa þó til að loðnan skili sér og að jafnvel komi ganga norð- an úr höfum suður með Vestfjörð- um og upp að Vesturlandi. Loðn- an, sem nú er að veiðast undan SA- landi, er með um 15% hrognafyll- ingu sem er eðlilegt miðað við árs- tíma. Undanfarin ár hefur hrogna- taka ekki hafist að ráði fyrr en í lok febrúar. HB Grandi hefur verið með umtalsverð umsvif á Akranesi af þeim sökum. Mjög lítið virðist hafa verið af loðnu austur af landinu í ár. Mikill fjöldi norskra skipa hefur verið þar á höttunum eftir loðnu en Norð- menn mega veiða 49.189 tonn. Skemmst er frá því að segja að veiði þeirra hefur verið nær engin. Í gær höfðu norsku skipin aðeins tilkynnt um 298 tonn til sölumiðstöðvar norska síldarsamlagsins í Björgvin í Noregi sem sér um að bjóða afla þeirra upp til sölu. Áhafnir og út- gerðir sumra norsku skipanna höfðu þá greinilega gefist upp á baslinu og voru á leið burt frá Íslandi. Reglum samkvæmt mega Norðmenn ekki stunda loðnuveiðar í íslenskri lög- sögu eftir 15. febrúar. mþh Svo virðist sem ýmis smásölu- verslun eigi um þessar mundir undir högg að sækja hér á landi. Þannig bárust nýlega fréttir af fækkun verslana á Akureyri og Selfossi svo dæmi séu tekin. Segja má að Akranes sé ekki undan skil- ið í þessari þróun því nýverið hef- ur verslunum þar verið lokað og útlit er fyrir enn frekari fækkun nema ný starfsemi fari í ónotuð verslunar- og athafnarými. Um áramótin var Litlu búð- inni lokað, en þar hafa um ára- bil verið seld kvenföt. Þrátt fyr- ir auglýsingu þar um var kaup- andi að rekstrinum ekki tiltækur og ákvað eigandinn af heilsufars- ástæðum að hætta rekstri. Á síð- asta ári varð Harðarbakarí gjald- þrota en það var rekið í sama húsi og Litla búðin við Kirkjubraut 56. Hefur skiptastjóri þrotabús bak- arísins nú látið tæma allt úr hús- inu sem minnir á bakarísrekstur. Í síðustu viku var útibúi Ormsson á Akranesi lokað en það hefur verið til húsa við Þjóðbraut 1, en versl- unin hafði á leigu rými við hlið Módels. Þar hafa verið seld heim- ilistæki stór og smá síðastliðin fimm ár. Þá upplýsti eigandi hús- eignarinnar að Stillholti 23 í sam- tali við Skessuhorn að verslunin Hljómsýn muni um næstu mán- aðamót hætta starfsemi í húsinu. Loks hefur verið ákveðið að versl- un N1 við Innnesveg 1 verði lok- að 1. júní næstkomandi. Stærstu viðskiptavinum verslunarinnar, sem einkum eru stærri fyrirtæki á svæðinu, verður þó áfram þjón- að af umboðsmönnum sem munu heimsækja þá reglulega. Rétt er að taka fram að N1 mun áfram reka verslun, veitingasölu og eldsneyt- issölu í Skútunni við Þjóðbraut og hjólbarðaþjónustuna við Dal- braut 14. mm Hafró hafnar endurskoðun ýsuráðgjafar Loðnuveiðin er enn dræm Verslun N1 við Innnesveg 1 verður lokað 1. júní nk. Verslunum fækkar á Akranesi Tómlegt var umhorfs í síðustu viku þar sem Ormsson hefur síðustu fimm ár rekið verslun sína við Þjóðbraut 1.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.