Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Side 5

Skessuhorn - 30.04.2014, Side 5
5MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Ljósið fæst í helstu verslunarkjörnum um land allt!gr a fi k .i s - kaupum ljósið! Herferð Blátt áfram hefst 30. apríl og lýkur 4. maí Forvarnarsamtökin Blátt áfram hvetja til forvarnarfræðslu fyrir fullorðna í grunnskólum og samfélaginu öllu gegn kyn- ferðisofbeldi á börnum. Starfið hjá forvarnarsamtökunum fer fram allt árið og fagna þau 10 ára afmæli á þessu ári. Það er verkefninu mikilvægt að samfélagið sýni stuðning sinn í verki því án framlaga væru Blátt áfram ekki starfandi. Við hvetjum landsmenn alla að hjálpa okkur í að upplýsa þjóðina um gildi forvarna með því að kaupa ljósið. Ein af hverjum 5 stelpum og einn af hverjum 10 drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Verum upplýst, kaupum ljósið! blattafram.is Það er orðið fremur sjaldgæft að færeysk skip komi til hafnar í Ólafs- vík, en það gerðist þó síðastliðinn sunnudag þegar beitningarvélar- báturinn Sandhavið frá Sandi kom til hafnar vegna bilunar í glussa- kerfi. Var báturinn að veiðum úti af Vestfjörðum þegar glussakerfið bilaði. Að sögn skipsverja hafa þeir aflað vel að undanförnu og voru þeir komnir með 30 tonn en bát- urinn hefur landað afla sínum hjá Þessa dagana er nóg að gera á dekkjaverkstæðum landshlutans þar sem verið er að skipta út vetrardekkjum fyr- ir sumardekkin. Sam- kvæmt lögum mega bílar ekki vera á negld- um hjólbörðum eft- ir 15. apríl og því hafa margir verið að panta sér tíma á dekkjarverk- stæðum síðustu daga og vikur. Að sögn Rósu Halldórsdóttur hjá Hjólbarðaþjónustu N1 við Dalbraut á Akra- nesi hefur meira en nóg verið að gera í dekkjaskiptun- um frá apríl byrjun, sérstaklega nú eftir páska. „Það hefur verið aukin aðsókn eftir páska enda hefur veðr- ið batnað töluvert á þeim tíma. Þá fara menn af stað í dekkjaskiptin. Samt var fínt að gera fyrir páska,“ sagði Rósa í samtali við Skessuhorn á föstudaginn. Allt var yfirbókað í dekkjaskipti þann daginn hjá N1 líkt og hina dagana í síð- ustu viku. Rósa segir að aðsókn í dekkjaskipti sé með venjubundnum hætti hjá fyrirtækinu, en að- sókn sé iðulega stöð- ug milli ára. „Traffík- in stendur síðan yfir fram yfir mánaðamót og fram undir miðjan maí. Þá eru bílaeigend- ur iðulega búnir að sinna þessum málum.“ hlh Nýstofnað félag áhugakvenna um breytingaskeiðið stendur fyrir ráð- stefnu í Hörpu þriðjudaginn 6. maí næstkomandi milli klukkan 13 og 17. Formaður félagsins er Edda Ar- inbjarnar félagsfræðingur á Húsa- felli í Borgarfirði, varaformað- ur er Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufræðingur og ferðaskrif- stofueigandi og gjaldkeri er Eyrún Ingadóttir rithöfundur og sagn- fræðingur. „Fyrir rúmu ári síð- an stofnuðum við umræðusíðu um breytingaskeiðið inni á samfélags- síðunni Facebook,“ segir í tilkynn- ingu frá stjórn félagsins. „Í upp- hafi voru nokkrir tugir kvenna inni á síðunni en skemmst er frá því að segja að daglega bætist í hópinn og nú eru þar tæplega tvö þúsund kon- ur. Þær gefa hverri annarri ráð og leita ráða. Upplýsingar um þetta tímabil hafa breyst mikið undanfar- in ár og það sem var „aktúelt” fyr- ir nokkrum árum er það alls ekki lengur og því eru konur leitandi og fróðleiksþyrstar.“ Fjölbreytt erindi verða flutt á ráð- stefnunni sem haldin er í samvinnu við Actavis. Aðalræðumaður henn- ar verður breska kona Jill Shaw Ruthers, höfundur bókarinnar The Second Half of Your Life. Ráð- stefnugestir fá allir eintak af bók- inni. Aðrir fyrirlesarar eru: Herdís Sveinsdóttir prófessor í hjúkrun- arfræði, Ragnheiður Inga Bjarna- dóttir kvensjúkdómalæknir, Auður Bjarnadóttir jógakennari, sem leið- ir hugleiðslu, Kolbrún Björnsdótt- ir grasalæknir, Kristín Linda Jóns- dóttir sálfræðingur og Árelía Ey- dís Guðmundsdóttir dósent í við- skiptafræði. Að erindum loknum verður efnt til pallborðsumræðna sem Edda Arinbjarnar stýrir. Ráð- stefnustjóri verður Margrét Jóns- dóttir Njarðvík. Miðaverð verður 5.500 krónur og er bók Jill Shaw Ruddock innifalin í verðinu -fréttatilkynning Nóg að gera í dekkjaskiptum Færeyskur bátur með bilað glussakerfi kom við Ráðstefna um breytingaskeiðið Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Edda Arinbjarnar, stjórnarkonur í félagi áhugakvenna um breytingaskeiðið. Frostfiski í Þorlákshöfn. Rafvirkjar frá Ólafsvík fóru um borð til þess að kanna bilunina. af

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.