Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Tónleikar til styrktar Fjöliðj- unni BORGARNES: Mikið verð- ur um dýrðir í Hjálmakletti í Borgarnesi föstudaginn 9. maí nk. þegar fram fara tón- leikar til styrktar Fjöliðjunni í Borgarnesi. Afrakstur tón- leikanna mun renna óskipt- ur í söfnunarsjóð til tækja- kaupa. Númer kvöldsins eru ekki af verri endanum. Fram koma Jónas Sig, Ingó veð- urguð, Hallgrímur Odds- son, KK og hljómsveitirnar Brother Grass, Baggaband- ið, Grasasnar og Festival. Kynnir kvöldsins verður út- varpsmaðurinn Doddi litli á Rás 2. Miðaverð er 3.000 kr. en tónleikarnir hefjast kl. 20. -hlh Akstursbann á hálendinu LANDIÐ: Meðan frost er að fara úr jörðu þarf Vega- gerðin að banna allan akst- ur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. „Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkom- andi leiðum og virða akst- ursbann þar sem það er í gildi,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegfarendum er bent á að kynna sér færð á vef Vegagerðarinnar. –mm Áætlun um refaveiðar LANDIÐ: Undanfarin tvö ár hefur ríkið ekki tek- ið þátt í kostnaði sveitarfé- laga við refaveiðar. Nú verð- ur breyting þar á því á fjár- lögum er gert ráð fyrir 30 milljónum á ári í verkefnið til næstu þriggja ára. For- senda fjárveitingarinnar er að gerðir verði samningar við sveitarfélögin um end- urgreiðslur. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslan nemi allt að þriðjungi kostnaðar sveit- arfélaga. Umhverfisstofnun hefur útbúið drög að áætl- un til þriggja ára um refa- veiðar og eru þau nú til um- sagnar nokkurra stofnana. Markmiðið með henni er að tryggja upplýsingaöflun og samráð við helstu hagsmuna- aðila. Þannig megi byggja upp enn betri grunn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref. Að þremur árum liðn- um má gera ráð fyrir að betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt liggi fyr- ir sem og frekari upplýsinga um tjón. –mm Tíu stærstu hlut- hafar í HB- Granda SV-LAND: Hlutabréf í HB- Granda voru tekin formlega til viðskipta á aðalmarkaði Kaup- hallar Íslands sl. föstudag í kjölfar útboðs á 27% af hlutafé félagsins. Listi yfir tíu stærstu hluthafa eftir útboðið var birtur samdægurs og lítur hann svona út: Vogun hf. er stærsti hlut- hafi með 33,51%. Í öðru sæti er Arion banki með 12,11% og Hampiðjan hf. þriðja með 8,78%. Aðrir helstu eigendur eru: Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. (5,49%), Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna (5,19%), TM fé ehf. (5,08%), Gildi líf- eyrissjóður (5%), Ingimund- ur Ingimundarson (2,63%), Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (2,18%) og Festa lífeyrissjóður (1,88%). Samtals eiga þessir tíu aðilar 81,86% af hlutafé í fyrir- tækinu. –hlh Aflatölur fyrir Vesturland 19. - 25. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 21 bátur. Heildarlöndun: 53.691 kg. Mestur afli: Stapavík AK: 8.059 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 28 bátar. Heildarlöndun: 95.880 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 22.581 kg í þremur lönd- unum. Grundarfjörður 11 bátar. Heildarlöndun: 134.930 kg. Mestur afli: Hringur SH: 64.627 kg í einni löndun. Ólafsvík 27 bátar. Heildarlöndun: 299.266 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 40.963 kg í þremur löndunum. Rif 25 bátar. Heildarlöndun: 335.229 kg. Mestur afli: Magnús SH: 71.305 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur 11 bátar. Heildarlöndun: 50.309 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 31.806 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 64.627 kg. 23. apríl 2. Örvar SH – RIF: 41.958 kg. 24. apríl 3. Þórsnes SH – STH: 28.120 kg. 23. apríl 4. Magnús SH – RIF: 26.533 kg. 23. apríl 5. Magnús SH – RIF: 25.909 kg. 24. apríl. mþh Í síðustu viku var hafist handa við að dýpka Akraneshöfn svo stærri skip geti lagst þar vandræðalaust upp að bryggjum. Til stendur að grafa meðfram hafnargarðinum sem í daglegu tali er oft nefndur Stóra bryggjan þannig að alls stað- ar verði að lágmarki tíu metra dýpi meðfram honum á fjöru. Einnig verður dýpkað á sama hátt sunn- an megin við hina svokölluðu Litlu bryggju og innanvert við innri hlið Sementsbryggjunnar. Það á einn- ig að dýpka mynni hafnarinnar þar sem grynnkar lítils háttar. Þessar framkvæmdir munu eiga að standa yfir næstu vikurnar. mþh Grundarfjarðarvöllur kemur þokka- lega undan vetri þetta árið. Útlitið var ekki gott í vetur enda lá þykk- ur klakabunki um tíma yfir vellin- um. Eins og Skessuhorn greindi frá í vetur þá fann Friðrik Tryggvason hjá Almennu umhverfisþjónust- unni ehf. í Grundarfirði upp ný- stárlegt verkfæri til að gata klakann yfir vellinum. Notkun þess virðist hafa gefið góða raun því að við nán- ari skoðun nú er engar kalskemmd- ir að finna í vellinum eins og óttast var um í vetur. Brúnin er því létt á vallarstarfsmönnum Grundarfjarð- arvallar sem sönduðu völlin fyr- ir skemmstu. Binda þeir loks von- ir við að veðurfar verði hagstætt í vor svo völlurinn grænki vel líkt og fyrri ár. tfk Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi er nú keyrð á fullum af- köstum þar sem hver kolmunnaf- armurinn á fætur öðrum berst að landi. Bæði Faxi RE og Ingunn AK lönduðu kolmunna á Akranesi um liðna helgi. Lundey NS kom síðan með farm í byrjun vikunnar. Nærri má geta að um fimm þúsund tonn- um af kolmunna hafi verið landað til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í verksmiðjunni á Akranesi upp úr þessum þremur uppsjávarveiði- skipum HB Granda. Veiðarnar eru stundaðar syðst í lögsögu Færeyja. Aflabrögðin hafa verið ágæt eftir að kolmunninn gekk þar inn sunnan að um páskana. Siglingaleiðin frá miðunum til Akraness er um 460 sjómílur eða um 850 kílómetrar. Alla jafna hafa skip HB Granda landað kolmunnanum til vinnslu á Vopnafirði. Þar hefur hins veg- ar staðið yfir stækkun á fiskimjöls- verksmiðjunni og hún því ekki get- að tekið á móti hráefni. Því verður kolmunninn unninn á Akranesi þar til verksmiðjan á Vopnafirði kemst aftur í gagnið. mþh Lið Akraneskaupsstaðar vann góðan sigur á Grindavík í síð- ari undanúrslitaviðureign spurn- ingaþáttarins Útsvars sem fram fór á RÚV síðastliðið föstudags- kvöld. Eftir hnífjafna keppni framan af náðu Skagamenn að skjótast fram úr Grindvíkingum og vinna góðan sigur, 113:77. Skagamenn eru þar með búnir að tryggja sér sæti í úrslitaviður- eign þáttarins þar sem þeir mæta liði Reykvíkinga. Í keppnisliði Akurnesinga eru þau Valgarður Lyngdal Jónsson, Þorkell Logi Steinsson og Sigurbjörg Þrast- ardóttir. Úrslitaviðureignin fer fram á föstudaginn og hefst út- sending frá henni kl. 20:25. hlh Svona kemur Grundarfjarðarvöllur undan vetri. Klakagötun virðist hafa gefið góða raun Eyþór Stanley Eyþórsson við störf í stjórnstöð fiskimjölsverk- smiðju HB Granda á Akranesi. Ljósm MÞH. Kolmunni bræddur af kappi á Akranesi Frá Akraneshöfn á mánudaginn. Beðið með löndun úr Lundey NS og verið klára löndun úr Ingunni AK. Ljósm. Kolla Ingvars. Dýpkunarskipið Pétur mikli ásamt gröfupramma að störfum í Akraneshöfn síðasta vetrardag. Dýpkunarframkvæmdir hafnar í Akraneshöfn Liðsmenn Akraneskaupstaðar voru léttir í bragði eftir sigurinn á Grindavík. Skagamenn komnir í úrslit Útsvarsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.