Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Page 10

Skessuhorn - 30.04.2014, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Fyrir um mánuði hófust fram- kvæmdir við lengingu ferjubryggj- unnar í Stykkishólmi. Verður hún lengd um 12 metra og er megintil- gangur með lengingu bryggjunn- ar að mæta þörfum ferjusiglinga frá Stykkishólmi sem fyrirtækið Sæ- ferðir hefur staðið fyrir um árabil. Það er Lárus Einarsson bryggju- smiður sem vinnur að smíði bryggj- unnar og hann var rétt í þann mund að fara í helgarfrí þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann á bryggjunni sl. föstudag. Lárus sagði að verk- ið gengi ágætlega og reiknaði hann með að því myndi ljúka í júnímán- uði. Búið er að steypa ramma um sex metra á kant framan við bryggjuend- ann sem notaður verður sem festa fyrir nýju bryggjuna. Bryggjudekkið verður úr tré og meginhluti bryggj- unnar byggður á staurum. Eins og fyrr segir verður ferjubryggjan lengd um 12 metra. For- s v a r s m e n n Sæferða segja að þessi leng- ing komi tæp- lega til með að mæta þörf- um vegna nýs Baldurs sem áformað er að muni koma til hafnar í Stykkishólmi í september- mánuði næstkomandi. Pétur Ágústs- son framkvæmdastjóri Sæferða seg- ir að sú ferja sem nú er í skoðun sé einmitt liðlega 12 metrum lengri en núverandi Baldur. Samkomulag um kaupin eru ekki frágengin og enn nokkrir endar lausir. Ekki virð- ist vera vandamál með sölu á þeim Baldri sem enn er í þjónustu hjá Sæ- ferðum og aðilar haft samband sem hafi áhuga á skipinu. Miðar of hægt með bætta aðstöðu Pétur segir að núverandi Baldur sé 63 metra langur og standi 23 metra fram fyrir bryggjuendann. Sú ferja sem áformað sé að leysa hann af hólmi risti jafn djúpt og núverandi Baldur og er tæplega 76 metra löng. Hún tekur 60 bíla eða tuttugu fleiri en núverandi Baldur. Pétur segir að lenging ferjubryggjunnar snúist einnig um meira bílapláss á bryggj- unni. Þegar Baldur hafi verið full- lestaður sé oft mikil umferð og ör- tröð þegar 40 bílar eru að fara og 40 að koma. Ekki muni það ástand lagast þegar bílarnir verði orðn- ir 60. Bílaröðin hafi oft náð aðeins upp fyrir beygju fyrir ofan höfnina og hún muni lengjast með aukn- um ferðamannastraum. Pétur seg- ir að of hægt miði í bættri aðstöðu vegna ferjusiglinga frá Stykkishóls- höfn. Nánast ekkert hafi verið gert frá árinu 1990 og frá þeim tíma hafi runnið til Stykkishólmshafn- ar ómældar tekjur í formi hafnar- gjalda, yfirleitt 7-8 milljónir á ári auk óbeinna tekna af ferjusigling- unum sem runnið hafa í bæjarsjóð. þá Eins og nýverið kom fram í Skessu- horni hefur Björt Framtíð (BF) í Snæfellsbæ ákveðið að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninganna í bæjarfélaginu 31. maí næstkom- andi. Sagt hefur verið frá hverj- ir skipa sjö efstu sæti listans, en nú hafa síðari sætin einnig verið ákveðin. Listinn í heild sinni er þannig: 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsa- smiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, náms- ráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verka- kona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, frí- stundaleiðbeinandi og skipstjóri 8. Eggert Bjarnason, skipstjóri og United-aðdáandi 9. Katrín Wasyl, skólaliði og verka- kona 10. Kristgeir Kristinsson, sjómaður og áfengis- og vímuvarnarráðgjafi 11. Thelma Rut Magnúsdótt- ir Haukdal, háskólanemi og hótel- starfsmaður 12. Sigrún Sigurðardóttir, félagsliði og stuðningsfulltrúi 13. Sigurjón Hilmarsson, sjómaður og verktaki 14. Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, þroskaþjálfi og háskólanemi mm Hugheimar, frumkvöðla- og ný- sköpunarsetur, og Matarsmiðj- an verða tekin formlega í notkun í Borgarnesi í næstu viku. Hug- heimar verða til húsa á neðri hæð- inni að Bjarnarbraut 8 en Matar- smiðjan í húsnæði Whole seafood að Vallarási 7-9 í efri hluta Borgar- ness, fyrrum húsi Borgarness kjötv- ara. Ákveðið hefur verið að standa sameiginlega að opnun setranna sama daginn, miðvikudaginn 7. maí nk. Að sögn Haraldar Arnar Reynissonar hjá Hugheimum verð- ur stutt kynning á starfseminni og því starfi sem framundan er í setr- inu og gestum gefið tækifæri á að kynna sér þá aðstöðu sem í boði er. Í Hugheimum er hugmyndin að ekki verði aðeins um að ræða að- stöðu fyrir frumkvöðla heldur verði reglulega boðið uppá fræðsluer- indi fyrir frumkvöðla sem og aðra áhugasama aðila. Verða slík erindi bæði á vegum Hugheima en einn- ig í samstarfi við Nýsköpunarmið- stöð Íslands. „Við hjá Hugheim- um munum eiga í samstarfi við Ný- sköpunarmiðstöð Íslands sem mun veita okkar frumkvöðlum aðgang að mikilvægri þekkingu innan þeirra vébanda. Það er afar dýrmætt fyr- ir setrið að njóta tengsla við mið- stöðina, enda töluverð reynsla sem þar býr,“ segir Haraldur. Hann seg- ir ýmsa frumkvöðla hafa sýnt Hug- heimum áhuga á undanförnum vik- um en setrið býður upp á fimm skrifstofurými með nettengingu til notkunar á grundvelli samnings við setrið. „Auk aðstöðunnar eiga frumkvöðlar, bæði innan og utan setursins, kost á því að sækja um nýsköpunarstyrk frá Arion banka og KPMG,“ bætir Haraldur við sem hvetur alla áhugasama til að taka þátt í opnuninni. Starfsemi Matarsmiðjunnar verð- ur kynnt gestum og frumkvöðlum líkt og hjá Hugheimum við opn- unina. Að sögn Davíðs Freys Jóns- sonar forsvarsmanns Matarsmiðj- unnar er búið að búa þannig um hnútana að smiðjan verði starfrækt næstu þrjú árin í húsnæði Whole seafood. Þar gefst frumkvöðlum í matvinnslu færi á að fá vottaða að- stöðu til afnota í húsinu til vöru- þróunar og smáframleiðslu. „Marg- ir hafa sýnt smiðjunni áhuga síðan við fórum að kynna verkefnið. Auk þess að geta sinnt vöruþróun og framleiðslu í Matarsmiðjunni eiga frumkvöðlar kost á því að sækja sér þekkingu og aðstoð hjá ýmsum af þeim aðilum sem standa að smiðj- unni, t.d. við undirbúning styrkum- sókna eða aðgang að sérfræðiþekk- ingu í tengslum við vinnsluna,“ segir Davíð. Jákvætt verkefni fyrir Vesturland Haraldur og Davíð eru sammála um að bæði Hugheimar og Mat- arsmiðjan styðji hvort við annað. „Það er líklegt að tilvera setranna leiði til þess að einstaklingar með þekkingu á mismunandi sviðum geti lagt hverjum öðrum lið. Sem dæmi gæti frumkvöðull sem væri að þróa áhugaverða matvöru í Mat- arsmiðjunni farið í samstarf með vöruhönnuði sem væri með aðsetur í Hugheimum. Svona mætti enda- laust halda áfram,“ segja þeir. Báðir eru sannfærðir um að um sé að ræða verulega jákvætt verkefni fyrir Vest- urland. Afar mikilvægt er að þeirra mati að til séu miðstöðvar eins og þessar í landshlutanum. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir atvinnuþró- un á Vesturlandi að þar sé til staðar frjór farvegur fyrir frumkvöðlastarf. Þar gerjast nýjungar og þar fer fram landnám nýrra tækifæra en af þeim er nóg hér um slóðir. Við hvetjum alla til að mæta, skoða aðstæður og muna að jákvæðni og bjartsýni er fyrsta skrefið til að skapa góðar að- stæður fyrir frumkvöðlastarf,“ bæta þeir við. Dagskráin Dagskrá opnunardagsins verður með þeim hætti að fyrst verða Hug- heimar formlega opnaðir kl. 16:30. Þar fer fram kynning á Hugheim- um en í tilefni opnunarinnar verð- ur einnig sýnt stutt brot úr nýrri mynd um landnám Skalla-Gríms og uppvaxtarár Egils Skalla-Gríms- sonar. Þar er á ferð frumkvöðla- verkefni á vegum Sögubókarinn- ar í samstarfi við Símenntunarmið- stöð Vesturlands. Myndin verður síðan sýnd í heild sinni kl: 20:00 í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar- innar að Bjarnarbraut 8. Dagskráin flyst síðan yfir í Matarsmiðjuna að Vallarási kl. 17:30 þar sem fram fer kynning á starfi smiðjunnar. Hvetja aðstandendur verkefnanna og sam- starfsaðilar sem að þeim koma alla til að nota tækifærið og koma til að kynna sér þá aðstöðu sem í boði er. Þeir einir vita af möguleikunum sem til staðar eru með því að kynna sér þá af eigin raun. hlh Nýja bryggjan mætir varla þörfum ferjusiglinganna Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða. Lárus Einarsson bryggjusmiður við bryggjuendann þar sem byrjað er að lengja ferjubryggjuna. Fullskipað á lista BF í Snæfellsbæ Davíð Freyr Jónsson. Hugheimar og Matarsmiðjan taka til starfa í næstu viku Haraldur Örn Reynisson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.