Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Side 27

Skessuhorn - 30.04.2014, Side 27
27MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Mistök í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar í skipulagsmál- um hafa nokkrum sinnum á undan- förnum árum valdið bæjarfélaginu verulegu fjártjóni, sem ekki sér fyrir endann á. Trúlega hefur þetta tjón verið núverandi meirihluta ofarlega í huga þegar í stefnuyfirlýsingu hans var sett eftirfarandi: „Ákvarð- anir í skipulagsmálum skulu ávallt vera faglegar og teknar í samvinnu við íbúa.“ Þrátt fyrir þetta hafa á þessu kjörtímabili orðið mistök sem kostað geta bæjarfélagið um- talsverða fjármuni. Því skyldi maður ætla að kom- ið væri nóg. Svo virðist ekki vera ef marka má vinnubrögð við breyting- ar á skipulagi á Akurshól. Það var fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ósk- aði eftir breytingu á skipulagi hóls- ins með það í huga að þar risu litl- ir gistiskálar eins og það var orðað á sínum tíma. Á kynningarmynd- um af þessu skipulagi gat líka að líta litla skála, 6 stykki. Í meðför- um málsins stækkuðu þessir skálar og urðu allt að 6 metra há hús um 70fm að stærð. Engar athugasemd- ir komu fram í kynningarferlinu við þessa skipulagsbreytingu en margir hafa komið að máli við mig og lýst undrun sinni á þessum fyrirætlun- um. Ég óttast að þegar að byggingu þessara húsa kemur reki fólk í rog- astans enda stærðin og umfangið allt annað en látið var í ljósi í kynn- ingargögnum. Ég sem bæjarfulltrúi gerði ítrek- aðar athugasemdir við málsmeð- ferðina á hverju stigi málsins. Því miður var ekki hlustað á þessar at- hugasemdir mínar. Í ljósi sögunn- ar ber bæjarfyrirvöldum á Akranesi að staldra við þegar fram koma hin- ar smávægilegustu athugasemdir því vissulega hræða kostnaðarsöm sporin í þessum málaflokki. Það er síðan sérstakt umfjöllun- arefni hvers vegna þetta svæði var valið sérstaklega undir þessi hús því þarna er jú um að ræða eitt síð- asta græna svæðið á neðri Skaga. Sú ákvörðun ber ekki vott um mikla virðingu meirihlutans fyrir græn- um svæðum, því miður. Rétt er að ítreka að ég tel að bæj- aryfirvöldum beri skylda til þess að liðka sem kostur er fyrir hugmynd- um um uppbyggingu ferðaþjónustu á Akranesi. Það má þó aldrei verða með vinnubrögðum sem ganga á rétt annarra bæjarbúa og geta kall- að á skaðabótakröfur eins og dæm- in sanna. Þörfum þessara aðila mátti mæta með auðveldum hætti á öðrum stöðum líkt og ég benti ítrekað á. Það eru vinnubrögð af þessum toga sem frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi vilja leggja af. Við viljum gera miklu betur í skipu- lagsmálum. Einar Brandsson. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi. Mér finnst gott að búa á Akranesi. Mér þykir vænt um bæinn minn og vil stuðla að því að við Skagamenn séum stoltir af heimabænum okkar. Við viljum hafa bæinn, umhverf- ið og þjónustuna þannig úr garði gerða að aðrir geri sér ferð hing- að til að upplifa og njóta. Við vilj- um að fólk sem kemur hér í heim- sókn fái þá tilfinningu að hér sé eft- irsóknarvert að búa. Mikilvægur þáttur í því að laða ferðamenn að er fegurð og sér- staða. Sérstaða okkar er margþætt að mínu mati og margt sem við get- um borið á borð fyrir ferðamann- inn. Fegurðin er líka til staðar, en eðlilega er margt sem þarf að hlúa að. Við þurfum að vera vakandi fyrir umhverfinu og gera það aðlaðandi. Betur sjá augu en auga og því er mikilvægt að bæjarbúar taki hönd- um saman og hjálpist að. Bæjarbú- ar eru alltaf mikilvægasti hlekkur- inn, án þeirra getur bæjarkerfið eitt lítið aðhafst. Á komandi kjörtímabili vil ég að lögð verði sérstök áhersla á fegr- un bæjarins okkar með sameig- inlegu átaki. Akraneskaupstað- ur, í samvinnu við bæjarbúa, þarf að leggja megináherslu á viðhald gatna, göngustíga, opinna svæða og húsnæðis svo eitthvað sé nefnt. Við höfum nú þegar farið af stað með breytingum á Akratorgi en þeim framkvæmdum á að ljúka nú í sum- ar. Í kjölfar samdráttar hjá bæjar- félaginu vegna efnahagshrunsins, hefur áherslan undanfarin ár verið lögð á að borga niður skuldir. Um leið var forgangsraðað þannig að ekki yrði gengið of nærri þjónustu bæjarins, en verklegar framkvæmd- ir og viðhald frekar látið bíða betri tíma. Nú er staðan sú að bæjarsjóð- ur er á mun betra róli en við upp- haf kjörtímabilsins. Það gefur okk- ur tækifæri til að taka til hendinni. Yfirlagning gatna er brýnt verk- efni sem þegar er hafið og munu götur í kringum torgið okkar með- al annars vera verkefni þessa árs. Áætlun og skipulag áframhald- andi yfirlagningar er að mínu mati eitt af stóru verkefnunum á næstu árum. Það þarf að ganga skipulega til verka og gera heildstæða áætlun um viðhald gatna svo að ávinning- urinn verði markviss og sýnilegur. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að búa í fallegum bæ með góðum götum þar sem hugað er að öryggi og þörfum allra vegfarenda. Átak er hafið í þessum málum og því þarf að halda áfram af öryggi og metn- aði. Gunnhildur Björnsdóttir bæjarfulltrúi. Höf. skipar 3. sæti á lista Samfylk- ingarinnar á Akranesi. Það er margt sem brennur á íþrótta- fólkinu okkar, stórar framkvæmdir, sem þarf að setja í forgangsröðun og einnig margar litlar, sem auð- veldara er að kippa í liðinn. Að fegra umhverfi íþróttamannvirkj- anna á Akranesi væri mikil upplyft- ing fyrir þá fjölmörgu sem eiga svo oft erindi á svæðin. Við vitum að sundlaugarmálið hefur verið lengi í brennidepli og að sú framkvæmd skiptir miklu máli fyrir iðkendur og afreksmenn. Annað stórmál er viðbygging og endurbætur við íþróttahúsið við Vestugötu. Þar sem ekki verður ráð- ist í allt í einu, setur okkar listi í for- gang aukna og endurbætta aðstöðu í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Við leggjum til að þar komi salur í við- byggingu sem yrði u.þ.b. 40 metrar á lengd, 20 metrar á breidd og með stökkgryfju. Þannig myndu aukast möguleikar fyrir margar íþrótta- greinar á Akranesi sem vissulega skiptir máli fyrir mörg hundruð ungmenni hér. Fimleikafélag Akra- ness fengi stökkgryfju sem gæfi kost á því að æfa mun flóknari stökk án þess að hætta stafi af. Hægt yrði að fjölga æfingum og iðkendurn- ir væru líklegri til að stunda íþrótt- ina lengur. Í dag eru börn að toppa í getu við 12 - 14 ára aldur vegna að- stöðuleysis. Badmintonfélag Akraness gæti fjölgað æfingum í íþróttahúsinu en félagið er nú í baráttu við önnur fé- lög um lausan tíma í húsinu. Körfu- knattleiksfélag Akraness gæti stund- að æfingar og keppni í íþróttahús- inu við Vestugötu, en aðstaðan þar fyrir áhorfendur yrði miklu betri. Blakfélag Akraness fengi aukið rými til æfinga í íþróttahúsinu þar sem svæði í kringum blakvelli verð- ur stærra. Klifurfélag Akraness ætti möguleika á því að setja upp klif- urvegg fyrir ofan stökkgryfju í nýj- um sal og önnur íþróttafélög hefðu hag af viðbyggingunni. t.d. Þjótur, Hnefaleikafélag Akraness, Karate- félag Akraness - og hér yrðu mögu- leikar á braut fyrir „skólahreysti“ o. fl. Við teljum að endurbætur og viðbygging við íþróttahúsið sé góð- ur og raunhæfur kostur. Mikil- vægt er að geta samnýtt búnings- aðstöðu og sparað þannig aukinn rekstrarkostnað þar sem grunn- þættirnir eru þegar til staðar. Gróf- lega áætlaður framkvæmdakostnað- ur er um 250 m. kr. Tillögur þess- ar eru háðar deiliskipulagi og til að fara í slíka framkvæmd þarf víðtæka sátt á meðal bæjarbúa almennt og íþróttahreyfingarinnar. Ingibjörg Pálmadóttir Jóhannes Karl Guðjónsson Sigrún Inga Guðnadóttir Höfundar skipa þrjú efstu sætin á lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi. Oft hef ég verið spurður um ýmis atriði er koma fyrir í umræðum um sveitarstjórnarmál. Þar sem sveit- arstjórnarkosningar eru á næsta leiti, finnst mér ástæða til að koma á framfæri tveimur lykilatriðum í mjög stuttu máli, er varðar umræðu um fjármál sveitarfélaga. 1. Atriði: Sveitarfélög eru að kynna fjár- hagsáætlanir eða ársreikninga og koma þá stundum fyrir hugtök- in skuldahlutfall og skuldaviðmið. Hver er munurinn á þessum hug- tökum? Skuldahlutfall er það þegar sam- tala allra skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins eru reiknaðar sem hluti af tekjum þess. Skuldaviðmið er útreikningur eins og þegar um skuldahlutfall er að ræða, nema að skuldir og skuld- bindingar eru lækkaðar um sem nemur handbæru fé, auk hluta af ákveðnum tegundum af skuldum (sem eru hluti lífeyrisskuldbind- inga, vegna skuldbindinga ríkis- sjóðs og vegna orkuveitna í sumum tilvikum). Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 þá má skuldahlut- fall ekki vera hærra en 150% og hafa sveitarfélög sem eru með þetta hlutfall hærra en það, nokkur ár til að koma lagi á fjármálin. Skulda- viðmiðið kemur fram í reglugerð og er fyrst og fremst mælikvarði sem er notuður við störf eftirlits- nefndar með fjármálum sveitar- félaga. 2. Atriði: Hver er munurinn á A-hluta sveitarfélaga og B-hluta sveitarfé- laga? Í reikningsskilum sveitarfélaga sýnir A-hlutinn útgjöld eru að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum. Undir B-hluta fallar stofnanir og rekstrareiningar, sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjár- hagslega sjálfstæðar einingar. Jóhannes Finnur Halldórsson. Höfundur er sérfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu innanríkisráðuneytisins. Með tilkomu Hvalfjarðarganga stækkaði náms- og atvinnusvæði Skagamanna mikið suður á bóginn. Á undanförnum árum hafa fram- kvæmdir í samgöngumálum á þess- um hluta landsins hins vegar set- ið á hakanum. Má þar nefna gerð Sundabrautar og þjóðveginn um Kjalarnes. Þau gleðitíðindi hafa nú orðið að gerð Sundabrautar er nú komin í drög að samgönguáætlun og er það vel. Gjaldtaka af umferð er viðvar- andi umræðuefni hjá þeim sem nýta Hvalfjarðargöng að staðaldri enda eina umferðarmannvirkið sem greiða þarf í á Íslandi. Þessi umræða komst í hámæli fyrir nokkru þeg- ar stjórn Spalar kynnti hugmynd- ir um ný göng undir Hvalfjörð þar sem áfram var gert ráð fyrir gjald- töku. Sem kunnugt er lýkur gjald- töku núverandi ganga árið 2018 að óbreyttu. Á sínum tíma var skiljanlegt að gerð væri krafa um gjaldtöku í Hval- fjarðargöng. Réði þar mestu óvissa og áhætta um framkvæmdina sem slíka og hitt að vegfarendur höfðu val um að keyra fyrir fjörð. Þær forsendur eru hvorugar til staðar lengur. Óvissan um framkvæmdina sem slíka er engin og vegurinn um Hvalfjörð getur engan veginn talist valkostur í ljósi þeirrar aukningar sem orðið hefur í umferð og flutn- ingum á landi. Hugsanleg gjald- taka í Hvalfjarðargöng til frambúð- ar á því engan veginn rétt á sér. Sú gjaldtaka veldur misrétti sem ekki er hægt að sætta sig við. Þó samgöngumál utan bæjar- marka séu ekki lögbundið hlut- verk sveitarfélaga er mjög áríðandi að bæjarstjórn Akraness beiti sér í þessum málum og þrýsti á um fram- gang nauðsynlegra framkvæmda. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins á Akranesi munu gera það kom- ist þeir til áhrifa og jafnframt berj- ast fyrir því að jafnræði verði með- al þegna landsins þegar kemur að gjaldtöku á ferð okkar um landið. Álögur á eitt svæði umfram önnur kemur að okkar mati ekki til álita, allir eiga að sitja við sama borð. Valdís Eyjólfsdóttir Höfundur skipar 4. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Pennagrein Gerum betur í skipulagsmálum Pennagrein Tryggjum jafnræði og fram- farir í samgöngumálum www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Pennagrein Forgangsröðun Pennagrein Fallegur bær fyrir alla Fræðsla Ör-upplýsingar um fjármál sveitarfélaga

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.