Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Melabakkar og Ásbakkar í Mela- sveit eru taldir mjög ákjósanlegt svæði til jarðfræðirannsókna, en þar má sjá jarðlögin líkt og pönnuköku- stafla í bökkunum. Þar er nú unn- ið að fjögurra ára alþjóðlegu rann- sóknaverkefni sem hófst á síðasta ári. Verkefnið er styrkt af RANN- ÍS, Eðlislandfræðistofnun Lundar í Svíþjóð, Konunglegu sænsku vís- indaakademíunni og jarðfræðideild Lundarháskóla. Verkefnið snýr að framrás jökla í neðri hluta Borgar- fjarðar á síðjökultíma fyrir 12-15 þúsund árum. Ívar Örn Benedikts- son lektor við Lundarháskóla í Sví- þjóð stýrir verkefninu. Meðal þeirra sem vinna með Ívari og fleirum að verkefninu eru Þorbjörg Vigfús- dóttir doktorsnemi við Lundarhá- skóla, sem stefnir á að ljúka dokt- orsnáminu 2017 og Heimir Ingi- marsson meistaranemi í jarðfræði við Háskóla Íslands. Þau Þorbjörg og Heimir eru bæði undir hand- leiðslu Ívars í náminu. Setlögin í bökkunum rannsökuð Blaðamaður Skessuhorns brá sér undir bakkana í Melasveit fyr- ir helgina og hitti Þorbjörgu og Heimi þar sem þau voru að störf- um. Þá hafði glaðnað mjög til í veðri eftir ansi hressilega skúra- kafla dagana á undan. „Þessi blíða hefði mátt koma fyrr en núna þegar við eru á leið í helgarfrí. Þetta hef- ur verið svolítið strembið hjá okk- ur síðustu dagana að vinna út af bleytunni,“ sagði Þorbjörg en þau Heimir höfðu þá verið rúman hálf- an mánuð að rannsóknunum auk vikutíma í byrjun maí. „Við verð- um svo fram í næstu viku og kom- um svo aftur í ágústmánuði en í júlí verðum við á námskeiði á Sval- barða,“ bætti Heimir við. Þorbjörg beinir rannsóknum sínum á aflög- un jarðlaganna sem Borgarfjarðar- jökullinn olli þegar hann gekk yfir svæðið. Heimir rýnir aftur á móti í sjávarsetlög sem sest hafa til fram við jökulinn á þeim tímum sem hann hörfaði á milli framrása. Ný tækni með leysimælingum Eftir frumathuganir sl. sumar hóf- ust rannsóknir að nýju í byrjun maí í ár. Þá voru með í för, auk Ívars, Þor- bjargar og Heimis, þrír sérfræðingar frá Jarðfræðistofnun Bretlands; Em- rys Phillips, Matthew Kirkham og Ed Haslam. Meginmarkmið vinn- unnar í maí var að kortleggja Mela- bakka og Ásbakka, alls um 6 kíló- metra af þverhníptum sjávarbökk- um, með leysimælingum. Ívar Örn segir að leysitæknin geri kleyft að mæla jarðlög og byggingarein- kenni með millimetra nákvæmni, sem síðan mun nýtast vel við túlk- un á innbyrðis afstöðu jarðlaganna og sögu jökulframrása og jökulhörf- unar á svæðinu. „Auk leysimælinga voru nákvæmar ljósmyndir teknar af bökkunum sem síðan verða sett- ar saman þannig að bakkarnir sjáist allir á einni samsettri mynd, frá Súl- unesi í suðri að Belgsholti í norðri. Bretarnir stýrðu þessari vinnu og er þetta í fyrsta sinn, svo vitað sé, að þessari tækni sé beitt í rannsóknum sem þessum,“ segir Ívar Örn. Auk þessa voru jarðlögin kortlögð með hefðbundnum jarðfræðilegum að- ferðum og sýni tekin til aldursgrein- inga og greininga á aflögun jarðlag- anna af völdum jökulsins. Miklar sveiflur í jöklinum Ívar Örn segir að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til að Borgar- fjarðarjökullinn hafi sveiflast mikið á þessum tíma. Jarðlögin og aflögun þeirra sem sjá má í bökkunum gefa til kynna að hann hafi gengið yfir svæðið allt að 8-9 sinnum og hörf- að þess á milli. „Vera kann að jök- ullinn hafi hegðað sér eins og fram- hlaupsjökull, en slíkir jöklar hlaupa fram með látum í stuttum lotum og hopa síðan hratt þess á milli. Þetta er raunin með marga íslenska skriðjökla nú til dags. Gagnasöfn- un lýtur m.a. að því að sannreyna þessa tilgátu,“ segir Ívar Örn. Ný- verið stofnaði hann Facebook hóp um verkefnið. Hann er opinn öll- um þeim sem vilja fylgjast með framgangi verkefnisins, sjá myndir, eða bara forvitnast um vinnu rann- sóknahópsins og sögu jökla í Mela- sveit. Hópurinn heitir „Jöklar í Melasveit“. þá 17. júní kaffi á Akranesi Kaffisala Kirkjunefndar Akraneskirkju í Safnaðarheimilinu Vinaminni, Skólabraut 13 frá kl. 14.00 til 17.00. Glæsilegt kökuhlaðborð. Verð: Fullorðnir kr. 2.000. Börn 6-12 ára kr. 500 Ath: Ekki posi á staðnum. Kirkjunefnd Akraneskirkju SK ES SU H O R N 2 01 4 Framrás jökla rannsökuð í Melasveit Þorbjörg Vigfúsdóttir og Heimir Ingimarsson að störfum undir bökkunum við Melaleiti sl. föstudagsmorgun. Leysimæling á Melabökkum í gangi. Matthew Kirkham fylgist með mælingunum. Ásbakkarnir leysimældir við Ásgil. Þorbjörg Sigfúsdóttir og Emrys Phillips fylgjast með. Emrys Phillips ræðir um jarðlögin í Ásbökkum og hentuga staði til sýnatöku við Þorbjörgu Sigfúsdóttur og Heimi Ingimarsson. Ásbakkarnir leysimældir við Ásgil. Matthew Kirkham og Ed Haslam að störfum. www.rekstrarland.is Skeifunni 11 | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. EVANS hreinlætisvörurnar eru nú fáanlegar í Rekstrarlandi Aðrir dreifingaraðilar: Olís útibú, KB – Búrekstrardeild, Borgarnesi og Pálmi Ragnarsson – Garðakoti, Skagafirði. EVANS hreinlætisvörurnar henta mjög vel fyrir kúa-, svína- og alifuglabændur, sem og fisk- og matvælavinnslur. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 41 67 1 Vantar hross og nautgripi til slátrunar. Sumarverð á hrossum 110 kr/kg. fyrir HRIA. Forðist biðlista í haust. Í samræmi við stefnu félagsins um ráðstöfun tekjuafgangs, greiddi það bændum í mars sl. 2,7% viðbót ofan á afurðaverð síðasta árs fyrir allar kjöttegundir. Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Hrossa- og nautgripabændur!!!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.