Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Stykkishólmur verði plastpokalaus bær fjórða september Umhverfishópur Stykkishólms fékk í ársbyrjun styrk frá umhverf- is- og auðlindaráðuneytinu til að ráðast í tilraunaverkefni sem fel- ur í sér að gera Stykkishólm að burðarplastpokalausu sveitarfé- lagi. Verkefnið er unnið í sam- starfi við Náttúrustofu Vestur- lands, Landvernd, UMÍS/Enviro- nice og Stykkishólmsbæ. Theó- dóra Matthíasdóttir er starfsmað- ur verkefnisstjórnar þessa verk- efnis. Hún segir að á undanförn- um árum og mánuðum hafi um- ræða um skaðsemi plasts stórauk- ist meðal almennings, en plast get- ur valdið mjög neikvæðum áhrif- um á heilsu og umhverfi. Lengi hefur verið vitað um þörf þess að draga úr notkun plasts í heiminum en þróunin hefur því miður verði þveröfug. „Undirbúningur verkefnis- ins hófst í vor og stendur nú yfir. Hann felur m.a. í sér samráð við verslanaeigendur og Íslenska gámafélagið og leit að mismun- andi gerðum poka sem geta leyst burðarplastpokana af hólmi í öll- um þeim fjölbreyttu hlutverkum sem slíkir pokar hafa gegnt hing- að til, bæði við innkaup og förg- un úrgangs. Stefnt er á að fimmtu- daginn 4. september verði burðar- plastpokanotkun hætt með pompi og prakt í öllum verslunum í sveit- arfélaginu,“ segir Theódóra. Hún segir að leitast verði við að vinna verkefnið í sem mestri sátt og samvinnu við íbúa og starfs- fólk verslunar og þjónustu. „Um- hverfishópurinn vonast til þess að Stykkishólmur verði fyrsta burð- arplastpokalausa sveitarfélagið á Íslandi, íbúum og umhverfi til heilla. Enn fremur er stefnt að því að þekkingin sem verður til muni nýtast öðrum sveitarfélögum til að fylgja í kjölfarið. Um næstu ára- mót verður gefin út greinargerð um framvindu og árangur verkefn- isins sem mun vonandi auðvelda öðrum að feta í fótspor Hólmara,“ segir Theódóra. Faceboosíða verkefnisisins er: Burðarplastpokalaus Stykkishólm- ur. mm Theódóra með sýnishorn af fjölnota, umhverfisvænum innkaupapokum. Ljósm. sá. Merki verkefnisins. Óvenjulega gott vor fyrir gróðurinn á Akranesi Vorið og sumarið gengur í garð með eftirminnilegum hætti og gróðurinn tekinn að spretta sem aldrei fyrr. Ritstjórn Skessuhorns lék forvitni á að heyra hljóð- ið í Snjólfi Eiríkssyni garðyrkju- fræðingi á Akranesi en hann hef- ur í mörg horn að líta þessa dag- ana. Að sögn Snjólfs hefur sum- arið farið vel af stað en það getur haft bæði kosti og galla í för með sér fyrir gróðurinn. „Þetta er búið að vera óvenjulega gott vor, að minnsta kosti miðað við síðustu ár. Er það helst vegna þess að ekkert næturfrost var eftir að það tók að vora. Þetta hefur orðið til þess að gróðurinn hefur farið mun fyrr af stað en við eigum að venjast. Sem dæmi voru öll tré orðin allaufguð fyrir mánaðamótin maí og júní. Þetta hefur orðið til þess að gras- spretta fór fyrr af stað og maðkur- inn í trjánum kom einnig mun fyrr en í venjulegu árferði. Ef áfram heldur sem horfir þá mun sprett- an í sumar verða ansi mikil, jafn- vel sú mesta sem sést hefur í lang- an tíma.“ Eitur á að vera lokaúrræði Þessi gjöfula byrjun sumarsins gæti haft í för með sér hættu fyrir trjá- gróður. Því biður Snjólfur fólk að fylgjast vel með lús og maðki í görðunum hjá sér. Hann segir að ekki þurfi alltaf að eitra fyrir skor- dýrum en þó séu tilfelli þar sem eitur sé eina leiðin til að bjarga gróðrinum. „Ef allt er að fara á versta veg og trén eru að verða uppétin af maðki eða allúsug þá mæli ég með að fólk láti eitra. Hins vegar á fólk ekki að missa svefn yfir því ef það sjást nokkrir maðkar eða lýs. Eitur á að vera síðasta lausnin að mínu mati.“ Starfið árstíðaskipt Snjólfur er menntaður garðyrkju- fræðingur bæði af garðplöntubraut og skrúðgarðyrkjubraut Garð- yrkjuskólans. Hann segir að vinna garðyrkjufræðingsins sé tímabila- skipt. „Flest verkefnin hjá mér snúast um að klippa tré og við- halda görðum en síðastliðið ár hef ég mikið verið að fást við hellu- lögn, grjóthleðslur og ýmsa yfir- borðsvinnu. Viðskiptavinirnir eru aðallega einstaklingar og húsfélög og er það helst vetrar klipping á trjám sem verður að framkvæma fyrir vorið og svo að snyrta þau um miðjan júlí. Þetta eru svona þeir tímar sem mest er að gera hjá mér í græna hluta garðyrkjunnar. Í hellulögnunum taka einstaka verk mun lengri tíma og er sú vinna ekki eins árstíðabundin.“ Stór tré vandasöm Snjólfur segir að Akranes sé til- tölulega gróðursæll staður en hef- ur nokkrar ábendingar fyrir fólk sem hyggst gróðursetja í framtíð- inni. „Á Akranesi eru ágætar að- stæður fyrir ýmsan gróður. Sjór- inn er allt í kring og því frystir ekki mikið miðað við marga aðra staði. Hins vegar verður oft mikið salt- rok frá sjónum og fer það illa með mörg tré. Ég myndi hvetja fólk sem er að planta út í einbýlishúsa- görðum til að skoða vel hvaða teg- undir eru í boði og horfa frekar í þær sem verða ekki mjög hávaxn- ar. Það eru til margar gerðir lægri trjáa sem eru bæði harðgerð og blómgast fallega. Ef hávaxnar teg- undir verða hins vegar fyrir valinu þarf að finna þeim stað þar sem þær geta notið sín.“ Aspir hafa galla og kosti Mikið er um hávaxin tré á Akranesi og þá sérstaklega í hverfum eins og Jörundarholti og í Grundahverf- inu. Aspir eru til dæmis farnar að gnæfa yfir hús. Þær geta skapað ýmis vandamál sem verður að huga að. „Fólk fór að setja niður aspir um það leyti sem þessi hverfi tóku að byggjast fyrir einhverjum 20 – 30 árum. Þá voru þetta bara lítil og krúttleg tré. Með tímanum hafa þessi tré hins vegar vaxið gífurlega en ösp í góðum vexti getur bætt við sig um 40 til 80 cm á ári. Garð- ar í nýjum hverfum eru oft heldur minni en í eldri hverfum bæjarins. Því ber að varast að gróðursetja tré sem eiga eftir að verða mjög stór eins og t.d. aspir og grenitré,“ seg- ir Snjólfur og bætir við að stór tré geta bæði haft kosti og galla. „Þeg- ar tré verða stór geta þau farið að valda öðrum gróðri skaða. Sólelsk tré varpa miklum skugga og taka sólarljós frá bæði fólki og gróðri. Það veldur því að grasspretta minnkar og mosavöxtur eykst sem fæstum þykir skemmtilegt að hafa í garðinum sínum. Þá eru til dæmi um að rætur aspa fari í frárennslis- lagnir húsa. Það gerist hins vegar einungis þegar lagnir eru skemmd- ar fyrir og er því ekki beint hægt að kenna öspunum um að þær eyði- leggi lagnirnar, sem vissulega stífl- ast þó oft í kjölfarið. Þessi tré hafa þó einnig sína kosti og veita sem dæmi gott skjól fyrir veðri og vind- um,“ segir Snjólfur. Hellulagnir við Akratorg Nú í vetur hefur Snjólfur verið að sinna þeim hluta garðyrkjunnar sem snýr að hellulögn og annarri yfirborðsvinnu. Hann er einmitt aðalverktakinn í endurgerð Akra- torgs en því verki fer senn að ljúka. „Ég tók þetta verkefni að mér vegna þess að mig vantaði eitthvað að gera yfir vetrarmánuðina. Ég hef aldrei tekið svona stórt verk- efni að mér áður. Þetta hefur tek- ið sinn tíma en mesti tíminn hef- ur farið í að gera undirlagið klárt. Sú vinna er búin og því er verið að leggja lokahönd á torgið núna með því að helluleggja og laga til. Verk- ið gengur afar hratt þessa dagana og klárast á næstu dögum,“ segir Snjólfur að lokum. jsb Snjólfur Eiríksson garðyrkjufræðingur segir allan gróður hafa farið snemma af stað í ár. Hér er hann við limgerði sem er illa farið eftir maðk. Verið er að ljúka við hellulögn á Akratorgi. Hér sést Snjólfur saga steinhellu sem lögð verður í torgið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.