Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Hafdís Bjarnadóttir lífeindafræð- ingur leiddi H-lista framfarasinn- aðra Hólmara í sveitarstjórnarkosn- ingunum í Stykkishólmi. Listinn hafði sigur með með 392 atkvæðum eða 54,36%. Annað framboð var einnig í Stykkishólmi. Það var L- listinn sem hafði verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Hann hlaut 300 atkvæði (41,6%). Auðir seðl- ar og ógild atkvæði voru 29. Kjör- sóknin í Hólminum var 87,39% og þannig sú næstbesta á öllu landinu. Segja má að framboðið hafi verið eldskírn Hafdísar í stjórnmálaþátt- töku. Hún hafði ekki verið í fram- boði fyrr og segist þakklát fyrir þann góða stuðning sem framboðið fékk hjá íbúum bæjarins. Fluttu í Hólminn úr Reykjavík Rétt tæpri viku eftir þennan sæta sigur hittum við Hafdísi að máli í hinum skjólsæla Freyjulundi í Kvenfélagsgarðinum í Stykkis- hólmi. Þar hefur nú verið opnað nýtt og vistlegt kaffihús undir heit- inu Sælkerakaffi. Við setjumst nið- ur með kaffi undir sumarsólinni við borð úti í garðinum. Þar sem Hafdís er nýliði á hinum pólitíska vettvangi sveitarstjórnarmálanna á Vesturlandi er við hæfi að hún segi aðeins frá sjálfri sér. „Ég flutti hingað í Stykkishólm fyrir 18 árum, með eiginmanni mínum Kristni H. Jónassyni og tveimur ungum sonum. Það var árið 1996, við ætluðum þá að vera í eitt ár. Ég er lífeindafræðingur að mennt og byrjaði hér á móti ann- arri á rannsóknarstofunni á sjúkra- húsinu sem þá var St. Fransiskus- sjúkrahúsið. Það þróaðist svo fljótt yfir í að ég varð ein um að stjórna henni. Svo er ég líka lærður nudd- ari og rak í tæpt ár nuddstofu hér í Stykkishólmi.“ Fundu alltaf fleiri jákvæða punkta Hafdís er fædd og uppalin í Reykja- vík og það var ekkert sjálfgefið fyr- ir hana að flytja út á land. Hún fann þó mjög fljótt fjölina sína í Stykkis- hólmi. „Fyrstu vikurnar eftir að við fluttum hingað þá hugsaði ég að það væri ekki hægt að búa neins stað- ar annars staðar en í Stykkishólmi. Ég heillaðist strax af því frelsi sem við fengum hér. Þetta var einhvern veginn önnur sýn sem ég fékk á lífs- gæðin að setjast að á svona stað úti á landi. Í minningunni var alltaf sól á þessum tíma og allt svo frábært. Þegar frá leið fór ég svo að vega og meta kosti og galla þess að búa í dreifbýlinu. Vissulega fer maður á mis við ýmislegt svo sem nálægð við vini og ættingja. Það var svona helsti gallinn sem ég sá í upphafi. Árið 1998 eignuðumst við dóttur; Andreu Ýr. Fæðing hennar markaði ákveðin tímamót í lífi okkar en hún er langveik og býr við margþætta fötlun. Við stóðum því frammi fyrir því hvort við ættum að taka okkur upp og flytja héðan. Okkur fannst þó alltaf að fleira mælti með því að vera hér áfram frekar en að flytja þangað sem þjónustan væri meiri.“ Sjómannskona á marg- þættum tímamótum Kristinn eiginmaður Hafdísar starfar sem sjómaður. Sem slíkur er hann oft langdvölum að heiman. „Þannig séð er hann frjáls að búsetu þegar hann er í fríum í landi. Núna er hann á togaranum Steinunni SF hjá Skinney Þinganesi og sækir sjó- inn frá Höfn í Hornafirði þótt við eigum heima hér.“ Þau hjónin búa enn í Stykkishólmi. Andrea Ýr er enn í foreldrahúsum en synirnir eru farnir að heiman. „Þeir voru sjö og ellefu ára þegar við fluttum hing- að í Stykkishólm en eru nú orðnir fullorðnir menn. Rudolf er sá eldri. Hann er bifvélavirki og býr og starf- ar í Reykjavík. Hann og kona hans eru nú með fjórða barnið á leið- inni. Hilmir Snær býr í Chicago í Bandaríkjunum þar sem hann vinn- ur sem endurskoðandi hjá KPMG þar í borg,“ segir Hafdís. Hún er sátt við þá ákvörðun að þau hafi sest að í Hólminum. „Að flestu leyti hefur verið ágætt að ala hér upp fatlað barn. Þjónustan hef- ur farið batnandi með árunum. Nú tekur við nýr kafli í lífi dótturinnar. Hún útskrifaðist úr 10. bekk núna í byrjun júní. Í haust hefur hún svo nám á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.“ Heilbrigðismálin vöktu áhuga á stjórnmálum Hafdís starfar enn á sjúkrahús- inu í Stykkishólmi. „Staða mín þar breyttist þegar heilbrigðisstofn- anir á Vesturlandi voru samein- aðar í Heilbrigðisstofnun Vestur- lands (HVE). Fyrsta árið eftir sam- einingu var ég ráðin fagstjóri rann- sóknaþjónustunnar hjá HVE og vann að því að samræma þann hluta starfsemi stofnunarinnar. Í dag eru rannsóknir bara framkvæmdar af lífeindafræðingum. Rannsókna- stofan hér sér um að þjónusta Snæ- fellsnes en rannsóknastofan á Akra- nesi þjónustar hinar stöðvarnar. Þegar forstjórinn yfir sjúkrahúsinu hér í Stykkishólmi lét af störfum var ég fengin til að vera samskipta- fulltrúi og er þannig tengiliður við framkvæmdastjórnina á Akranesi. Það hefur verið gengið mjög nærri starfsemi sjúkrahússins hér í Stykk- ishólmi með niðurskurði undanfar- inna ára. Sameining svona stofn- unar á niðurskurðartímum er allt- af erfið.“ Heilbrigðismálin eru Hafdísi hugstæður málaflokkur. Þau leiddu til þess að hún hefur nú hafði þátt- töku í stjórnmálunum. „Það hafði ekki hvarflað að mér að fara í póli- tík. Á síðasta kjörtímabili féllst ég þó á að taka sæti í nefnd bæjarins um félags- og barnaverndarmál og nefnd um málefni fatlaðra fyrir minnihlutann.“ Mjög lærdómsrík kosningabarátta Hafdís hafði þó ekki ekki verið á framboðslista fyrir fjórum árum og reyndar aldrei fyrr. „Ég hafði reyndar verið beðin um það oft- ar en einu sinni en hafnað því. Ég taldi að mínar persónulegu aðstæð- ur gæfu mér ekki svigrúm til mik- illa félagsstarfa. Þegar ég var beð- in um að leiða H listann fyrir kosn- ingarnar nú í vor, ákvað ég að slá til. Dóttir okkar er orðin það gömul og því gefst mér meiri tími til að leggja mitt af mörkum fyrir samfélagið. Ég held ég hafi ýmislegt fram að færa og geti lagt gott til. Ég ákvað því að gefa kost á mér.“ Hafdís segir að það hafi verið bæði lærdómsríkt og mjög skemmti- legt að taka þátt í kosningabaráttu fyrsta sinni. „Ég hélt að mitt áhuga- svið væri eingöngu bundið við heil- brigðismál og málefni fatlaðra. Síð- an þegar ég fór að kynna mér aðra málaflokka í málefnavinnunni þá komst ég að því að mér þótti öll sveitarstjórnarmálin mjög áhuga- verð og skemmtileg. Ég hef orðað það svo eftir á að líklega hafi alltaf blundað í mér sveitarstjórnarmað- ur. Mér finnst það hafa verið for- réttindi að hafa fengið þetta tæki- færi til að setja mig almennilega inn í bæjarfélagið og rekstur þess, þó margt sé enn ólært. Ég hef sjaldan lært hraðar eða meira en ég gerði á þessum tveimur til þremur mánuð- um í aðdraganda kosninganna. Við á listanum settum okkur inn í mál- in, funduðum með forráðamönnum stofnana og reyndum að átta okkur vel á því hvað brynni á fólki.“ Öldrunarmálin sameiginlegt hagsmuna- mál allra Hún segir að heilbrigðis- og öldr- unarmálin verði forgangsmál á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Þetta sé svo mikilvægur málaflokk- ur fyrir sameiginlega framtíðar- hagsmuni allra íbúa Stykkishólms að oddvitarnir hafi sammælst um að gera þau ekki að ágreiningsefni í aðdraganda sveitarstjórnarkosning- anna. „Við oddvitar H og L-lista vorum sammála um að við ættum ekki að gera þennan málaflokk að pólitísku deiluefni og undirrituðm samkomulag þar að lútandi. Það er mjög mikilvægt verkefni í gangi sem er að koma starfsemi dvalar- heimilis aldraðra hér í Hólminum úr núverandi húsnæði við Skólastíg og í húsakynni sjúkrahússins. Við vitum öll að þó þjónustan sé mjög góð við Skólastíg þá er húsnæð- ið á engan hátt viðunandi. Okkur verður að takast í sameiningu að koma allri starfsemi dvalarheim- ilis í húsnæði sjúkrahússins til að ná fram hagræðingu og styrkja um leið lögbundna og sérhæfða starf- semi sjúkrahússins. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli og þar verða hagsmunir heildarinnar að ráða för. Mikið óhagræði er að reka öldrun- arþjónustu á tveimur stöðum eins og nú er gert.“ Áform um að flytja Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi í bygging- ar sjúkrahússins höfðu verið í und- irbúningi frá 2011. Þeim var síð- an slegið á frest vegna niðurskurð- ar í fjárlögum ríkisins, þar sem fjár- mögnun verksins var ekki tryggð nema til hönnunar og fyrsta verk- hluta. „Nú hefur Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðistráðherra hins veg- ar skipað nýja nefnd sem á að miða við breyttar forsendur í þeirri vinnu sem hefur það að markmiði að sam- þætta öldrunarþjónustuna í hús- næði sjúkrahússins og styrkja um leið aðra starfsemi í húsinu. Nefnd- in sem nú er að störfum er skip- uð Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur af hálfu HVE, Sturlu Böðvarssyni fyrir hönd ráðuneytisins og Lárusi Ástmari fráfarandi bæjarstjóra fyr- ir hönd Stykkishólmsbæjar. Úrbóta þörf í húsnæðis- málum skólanna Hafdís dregur enga dul á að krefj- andi áskoranir bíði hins nýja meiri- hluta í Stykkishólmsbæ á þessu kjörtímabili sem nú er að hefjast. „Við þurfum að huga að ýmsu fleiru en heilbrigðismálunum. Skólamál- in þurfa líka athygli. Árið 2010 átti að byrja á viðbyggingu við grunn- skólann en hætt var við þau áform. Þessi nýja bygging átti að leysa úr þeim vanda er snýr að húsnæðisþörf skólanna sem og félagslífi allra bæj- arbúa. Í henni er gert ráð fyrir há- tíðarsal sem nýtast mun öllu félags- starfi í bænum, starfsemi tónlist- arskólans og tveimur kennslustof- um. Við teljum að þessi samþætting muni skila sér í hagkvæmari rekstri þegar fram líða stundir.“ Bæjaryfirvöldum er þó þröngt skorinn stakkurinn. Skuldir Stykk- ishólmsbæjar eru miklar. „Skulda- þakið er alveg í toppi, lítið fé til reiðu og halli á rekstrinum á síð- asta ári. Við þurfum því að huga að öruggum fjármögnunarleiðum. Til dæmis með sölu annarra eigna svo sem húsnæði gamla grunnskólans sem er á mjög góðri lóð í bænum. Það gæti gert okkur kleift að sam- þætta skólastarfsemina undir einu þaki. Þetta eru allt hugmyndir sem þarf að skoða vel og ígrunda.“ Fjölga þarf atvinnutæki- færum og íbúum Tekjur Stykkishólmsbæjar þurfa að aukast svo hægt sé að minnka skuld- ir og skapa svigrúm til þeirra verk- efna sem bíða úrlausna. „Við þurf- um því að fjölga íbúum og atvinnu- tækifærum m.a. með nýsköpun. Þar rekumst við hins vegar ítrekað á flöskuháls sem er tilfinnanlegur skortur á íbúðarhúsnæði hér í bæn- um, sérstaklega tryggu leiguhús- næði sem gæti staðið fólki til boða í tiltekinn aðlögunartíma. Við vit- um af fólki sem vill flytja hingað en getur ekki vegna þess að það vantar húsnæði. Aðkoma bæjarins að bygg- ingu slíkra leiguíbúða gæti verið að hann legði inn hlut sinn í bygg- ingarfélag í formi gjalda, til dæmis gatagerðargjalda, en hefði ekki frek- ari skuldbindingar. Það gætu líka skapast möguleikar ef dvalarheim- ilið yrði flutt niður á sjúkrahús. Þá losnar rými sem við myndum vilja breyta í leiguíbúðir sem henta eldra fólki sem þá flytti úr stærra húsnæði í bænum sem aftur hentaði fjöl- skyldufólki sem flytti til bæjarins. Þetta gæti hjálpað til að leysa þenn- an húsnæðismálahnút,“ segir Haf- dís Bjarnadóttir oddviti hins nýja meirihluta H-listans í Stykkishólmi að lokum. mþh Hafdís Bjarnadóttir oddviti H-lista framfarasinnaðra Hólmara Segir krefjandi verkefni bíða nýs meirihluta Hafdís Bjarnadóttir fór fyrir H-lista framfarasinnaðra Hólmara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Framboðið hafði sigur og vann hreinan meirihluta. Þetta var í fyrsta skipti sem Hafdís fór í framboð. Hér er Hafdís við höfnina í Stykkishólmi. Í baksýn eru byggingar sjúkrahússins í Stykkishólmi þar sem hún hefur starfað í 18 ár, þau síðustu á tímum mikilla breytinga sem vonandi fer nú að sjá fyrir endann á.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.