Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours opnaði á dögunum kaffi- hús í miðasölunni niður við höfn- ina í Grundarfirði. Hægt er að fá þar hina ýmsu kaffidrykki og léttar veitingar. Gárungarnir í Grund- arfirði höfðu á orði að nú væri fjöldi kaffihúsa á hvern íbúa í bæn- um fleiri heldur en í póstnúm- eri 101 Reykjavík. Hvort að það er rétt skal ósagt látið en þetta er skemmtileg viðbót í kaffihúsaflóru bæjarins. Á myndinni eru þær Íris Dögg Skarphéðinsdóttir og Lára Magnúsdóttir. tfk Jóhanna Leópoldsdóttir er gestgjafi í Birtu gistihúsi, sem er sumargisti- hús staðsett í heimavist Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Hún og fjölskylda hennar hafa einnig í nokkur ár rekið „Litla gistihúsið við sjóinn,“ við Bakkatún. „Þetta er þriðja sumarið mitt hér í Birtu en ég hef verið helmingi lengur með Litla gistihúsið,“ segir Jóhanna einn bjartan júnímorgun þegar blaðamaður kíkti í heimsókn. Jó- hanna segist finna fyrir breytingu á ferðamannastraumnum til lands- ins, líkt og margir ferðaþjónustuað- ilar þekkja. „Það er aukning á milli ára hjá mér en það er eðli þess að vera nýr á markaði. En ég finn samt sem áður breytingu í hverjir sækja landið heim. Áður voru flestir er- lendu ferðamennirnir fólk sem var vel undirbúið og hafði ferðast mik- ið, var félagslega- og umhverfis- lega meðvitað. Margir höfðu eng- an sérstakan áhuga á að búa á hót- eli, þar sem ekki sést hvort þú ert á Íslandi eða í Singapour þegar inn á herbergi er komið, heldur lang- aði frekar að mynda mannleg tengsl við skrýtna karla og kerlingar í ferðaþjónustu um allt land. Í fyrra fannst mér meira af ferðafólki sem ekki hafði lagst í grúsk fyrir kom- una. Auðvitað kemur allskonar fólk, það er nú það sem er svo skemmti- legt, en hluti af viðbótinni er fólk- ið sem ekki er eins ferðavant,“ seg- ir Jóhanna. Alin upp við ferðaþjónustu Jóhanna Leópoldsdóttir hefur ver- ið viðloðandi ferðaþjónustu frá barnsaldri. Foreldrar hennar, Olga og Leópold, keyptu Hreðavatns- skála þegar hún var fjögurra ára og vann Jóhanna þar sem barn og ung- lingur. „Þegar ég var tvítug ætlaði ég sko ekki að vinna við þessa at- vinnugrein. Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi verða og veit það eiginlega ekki ennþá,“ segir hún og brosir. En leiðin lá í ferðaþjónustu. Hún rak meðal annars útibú Kaupfélags Borgfirðinga á Vegamótum á Snæ- fellsnesi í átta ár, kom upp kaffi- húsi á Eyrarbakka og var formað- ur Ferðamálasjóðs í fjögur ár. „Ég hef komið að ferðaþjónustutengd- um störfum meira og minna allt mitt líf. Mamma var með gistihús á Varmalandi og ég var stundum að- stoðarkokkur hjá henni. Við elduð- um mest saman fyrir 450 manns. Mamma sá einnig um þvottinn í veiðihúsunum við Norðurá árum saman og ég leysti hana af. Það má því segja að ég sé fædd og uppal- in í atvinnugreininni. Ég hef gert flest í þessum bransa. Við mamma gætum örugglega eytt heilu kvöldi í að velta fyrir okkur verkferlum hjá ferðaþjónustufyrirtæki,“ bætir hún hlæjandi við. Samskiptin skemmtileg Jóhanna segir að þeir sem fari í þennan bransa skiptist í tvo hópa. Annað hvort finnist fólki þetta gaman eða óþolandi. „Svona störf geta gengið nærri manni. Þegar maður er farinn að selja gistingu og mat, þá er maður kominn inn á persónulegt svæði fólks. En þetta er spurning um að hafa gaman af öðru fólki og þá er starfið skemmtilegt. Það er ákveðin spennufíkn í fólki sem er í þessu. Ótrúlega margt ger- ist á einu gistihúsi. Þú veist í raun aldrei alveg hvað er í farvatninu. Það skiptir miklu að vera góður í að lesa í fólk, að vera samskiptaljón og finna hvað passar fyrir hvern og einn.“ Hún segist líklega hafa fengið þann eiginleika í vöggugjöf og síðan tækifæri til að æfa sig frá barnsaldri. „Það nýttist mér í námi. Ég las kennarana sem barn. Ég var illa læs en fékk alltaf háar einkunnir því ég vissi næstum upp á hár hvað kennarinn myndi spyrja um á próf- inu. Ég fer svolítið í annan karakter í vinnunni án þess að sleppa pers- ónuleikanum,“ útskýrir Jóhanna. Engin stofnana tilfinning Innanhúss í gistihúsinu er app- elsínugult þema gegnum gang- andi. Þann lit tengir Jóhanna við nafn gistihússins, Birtu. „Hér er bara opið yfir bjartasta tíma árs- ins og ég vildi að nafnið tengdist því. Ég ákvað svo að hafa bjartan lit hér inni og velti þessu svolítið fyr- ir mér. Ég fór að hugsa um innsigl- ingamerki, baujur og 66°Norður. Appelsínugulur er öryggislitur sem tengist hafinu og hér er sjór allt um kring. Hann er einnig bjartur og hlýr og þess vegna varð hann fyr- Bætt við í kaffihúsaflórunni í Grundarfirði Rekur sumargistihús í heimavist fjölbrautaskólans ir valinu.“ Í Birtu er hugsað fyrir smáatriðum. Appelsínugulum hlut- um er komið vel fyrir á hverju her- bergi, teppi eru lögð á rúmin og púðum er haganlega raðað í sófa. „Móðir mín saumar út í púðana til að gera þá fallegri. Ég geri þetta til að losna við þessa geldu stofnana tilfinningu. Ég vil að fólk líði eins og einhver sé að hugsa um heimil- ið þegar það kemur hingað. Þá líð- ur fólki kannski líka eins og það sé verið að hugsa um það sjálft.“ Jó- hanna segist vera svo ný í bransan- um hér að hún gerir ráð fyrir að fá yfirfallið af öðrum gististöðum til sín. „Ég er með mörg herbergi og get tekið við fólki sem vantar gist- ingu með engum fyrirvara. Sumar- ið er að fara svipað af stað og það gerði í fyrra. Þá varð mjög mikið að gera, nánast upp fyrir haus.“ Hélt myndlistarsýningar í stofunni Jóhanna hefur komið víða við á vinnumarkaðinum og verið virk í félagsstörfum. Hún lærði guðfræði, heimspeki og kynjafræði en átti við veikindi að stríða í mörg ár eftir að hafa greinst með liðagigt eða ikt- sýki. „Ég var hálf handlama. En ég varð heppin. Sá sjúkdómur get- ur brunnið út eða það getur kom- ið langt sjúkdómshlé. Það er frekar sjaldgæft en gerðist í mínu tilfelli. „Ég er alltaf að stússa eitthvað. Ég var mjög virk í foreldrastarfi hér hjá í ÍA í fótbolta, stóð að stofnun Kvennahreyfingar Öryrkjabanda- lagsins með mörgum góðum kon- um og málaði með vatnslitum.“ Jóhanna hefur alltaf haft gaman af handverki og sköpun en þegar hún veiktist gat hún ekki prjónað eða heklað. Þá sneri hún sér að mynd- listinni. „Ég hélt nokkrar sýningar þótt ég hefði aldrei málað áður. Ég hélt myndlistarsýningar heima hjá mér fjögur sumur í röð með systur minni, frænkum og vinkonum. Þá breytti ég stofunni minni í gallerí og hafði opið fyrir almenning í tíu daga. Þetta var mjög gaman.“ Skrautlegt sem ég skapa sjálf Það sem er framundan hjá Jóhönnu er að samtvinna þessi tvö áhuga- mál; ferðaþjónustuna og handa- vinnuna. „Ég fór á Skals hönnunar- og hannyrðaskólann í Danmörku í sex vikur síðasta vetur. Nú á næst- unni stendur fyrir dyrum að flytja inn handavinnukennara og leið- beinendur þaðan. Sú fyrsta heitir Lotta M og er algjört gúrú,“ segir Jóhanna. Hún segir að Lotta muni halda námskeið í skapandi handa- vinnu og endurnýtingu sem kallast re-design. Þar er allskonar handa- vinna og hlutir teknir og endur- nýttir í ný verk „Það var eins og þetta biði eftir mér. Ég hef safnað útsaumi og slíku í mörg ár. Ég hef sjálf haldið nokkur heklnámskeið, sem ég er að þróa sem mitt sérsvið. Litir eru mitt, ekki endilega munst- ur heldur alls konar litir. Flest verð- ur að vera skrautlegt sem ég skapa sjálf en við erum misjöfn. Ég veit um margar konur sem fara erlendis til að læra handverk en það eru ekki allar sem geta það. Þetta get ég svo samtvinnað við ferðaþjónustuna, íslenska og erlenda leiðbeinendur í bland. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Jóhanna. Þarf bara rétt viðhorf Jóhanna hefur ákveðnar hugmynd- ir um ferðaþjónustu á Akranesi. Hún segir Akranes eiga nákvæm- lega sömu möguleika og aðrir í ferðaþjónustu. „Það er bara væl að við séum ekki við hringveginn. Það skiptir engu sérstöku máli. Fyrst það er hægt að fá ferðamenn á Suð- ureyri og Melrakkasléttu, þá hljóta þeir að vilja komið hingað. Ef við höfum upp á það að bjóða sem fólk leitar eftir og það getur verið svo fjölmargt. Það þarf bara rétta við- horfið, þekkingu á því sem þú ert að gera og ekki síst úthald. Sveit- arfélagið hefur eytt nokkrum fjár- munum í markaðssetningu und- anfarin ár en það hefur ekki verið nægjanleg samfella í því starfi. Það hefur verið skipt um fólk. Upplýs- ingamiðstöðin hefur verið færð á milli staða og það hafa verið mis- munandi áherslur,“ segir Jóhanna. Hún segir að það skipti miklu máli fyrir ferðaþjónustuaðila og sveitar- félögin að fara réttar leiðir í mark- aðssetningu. „Stóri bitinn er er- lendis en ekki íslenski ferðamað- urinn. Þess vegna þarf áherslan að vera á erlenda markhópinn.“ Hugnast ekki massa- ferðaþjónusta Hún segir að það hafi vantað upp á innsýn og þekkingu. „Við sem samfélag höfum t.d. ekki ákveðið hvernig ferðamannastaður Akra- nes á að vera. Það eru ákveðnar hugmyndir um að fara í svokall- aða „massaferðaþjónustu,“ þar sem fólk er flutt hingað í rútum. En slíkt breytir byggðarlaginu. Að mínu mati þarf að fara í einhvers konar umhverfismat með slíkt ef það er meiningin að fara þá leið. Það er mikilvægt að það sé sátt um það ef fara á í svona massaferðaþjónustu,“ segir Jóhanna. Hún bætir því við að Akranes eigi mikla möguleika í ferðaþjónustu sé rétt haldið á spöð- unum. „Ferðamönnum þykir Akra- nes fallegur staður. Elska sjóinn, sumir hafa jafnvel aldrei séð sjó á æfi sinni. Hann er jafn heillandi í vondu og góðu verðri. Kyrrðin er dásamleg. Þeim finnst samt allt of mikið af steypu hérna, ekkert nema götur og bílastæði. Skilja ekki fyrir hvaða bíla öll þessi bílastæði eiga að vera og sjá lítið sem ekkert af fólki í bænum. Ég hef sagt þeim að Íslend- ingar séu ekki nema 320 þúsund en hagi sér eins og milljónaþjóð. Það þurfi allir að vinna margar vinnur og hafi mörg hlutverk til að búa til samfélag sem virkar. Þess vegna sjá- ist fáir á ferli á Akranesi. En mikið væri nú t.d. gaman ef það væri sett upp skilti í Jaðarsbakkalaug sem segði aðeins frá heita vatninu sem í henni er, það er merkileg saga og erlendum ferðamönnum finnst hún stórmerkileg, já auðvitað á nokkr- um tungumálum,“ segir Jóhanna Leópoldsdóttir gestgjafi á Birtu að lokum. grþ Jóhanna og bróðir hennar Sigurður ásamt hópi stúlkna sem unnu í Hreðavatns- skála. Jóhanna hefur áratugalanga reynslu af ferðaþjónustu. Hún rekur nú tvö gistiheimili á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.