Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Finnst þér mikilvægt að halda upp á 17. júní? Spurning vikunnar Marías Hjálmar Guðmundsson: Já, og mér finnst að fólk mætti jafnvel alveg flagga íslenska fán- anum og fagna þjóðhátíðardeg- inum meira en það gerir. Sigríður S. Sæmundsdóttir: Já, það er mikilvægt bara til að lífga upp á tilveruna. Steinunn Dagný Ingvarsdóttir: Já, þetta er svo mikil skemmtun fyrir krakkana. Júlíus Pétur Ingólfsson: Já, þetta er hátíðisdagur. Jónína Íris Valgeirsdóttir: Já, það er nauðsynlegt að hafa svona daga sem færa meira líf í samfélagið okkar. (Spurt á Akranesi) Aðalsteinn og Baldur unnu í rallýkeppni helgarinnar Á laugardaginn fór fram önnur umferðin á Íslands- meistaramótinu í rallý, en sú umferð var haldin af AIFS í nágrenni Reykja- nesbæjar og nefndis Að- alskoðunarrallý. Keppn- in hófst á föstudagskvöld- inu á stuttum leiðum. Með- al annars var ekin sérstök áhorfendaleið um Keflavík- urhöfn en síðan var tekið næturhlé. Akstri var haldið áfram í morgunsárið, ekið um Djúpavatn og Helgu- vík. Lauk keppninni með frækilegum sigri Aðalsteins Símonarsonar og Baldurs Haraldssonar, en þeir unnu með 38 sekúndna forskoti á næstu áhöfn. Þrettán áhafn- ir hófu keppni en einungis átta náðu að ljúka henni. mm Valdís Þóra keppir á evrópskri mótaröð í sumar Væntanlega hefur margt áhugafólk um golf veitt því eftirtekt að Val- dís Þóra Jónsdóttir afrekskylfing- ur úr Leyni á Akranesi hefur ekki verið meðal keppenda á þeim mót- um sem búin eru í Eimskipsmóta- röðinni. Ástæðan fyrir því er sú að í sumar mun Valdís Þóra keppa á LET Access Series, sem er hliðar- mótaröð við Evrópumótaröðina. Valdís kom heim í síðustu viku eftir að hafa lokið keppni á fjórum mót- um í mótaröðinni. Fyrsta mótið var í Sviss, tvö næstu mótin voru í Sví- þjóð og það fjórða á Spáni. Núna um næstu helgi keppir hún á móti sem verður í strandbænum Dinard í Frakklandi. Alls verða leikin 16 mót á mótaröðinni en Valdís mun taka þátt í 15 þeirra. Stefnan er að sleppa einu móti í ágúst til að forð- ast of mikið álag. Líklega verður það aðeins eitt mót sem Valdís Þóra keppir á hér heima í sumar, það er Íslandsmótið í höggleik sem hald- ið verður í júlímánuði á velli GKG við Vífilsstaði. Valdís Þóra hefur tvívegis hampað Íslandsmeistara- titli í höggleik. Dýrt að vera atvinnumaður Sem kunnugt er afsalaði Valdís Þóra sér áhugamannaréttindum í september á síðasta ári þegar hún ákvað að gerast atvinnumaður í golfíþróttinni. Hún keppti síðan á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð- ina í Marakkó í desembermánuði. Komst þá í gegnum niðurskurðinn í fyrsta stiginu en spilaði ekki nógu vel á seinna stiginu til að komast á Evrópumótaröðina. Aðspurð seg- ir Valdís Þóra að því fylgi gríð- arlegur kostnaður að taka þátt í mótaröðinni í sumar, sem eins og áður segir er til hliðar við Evrópu- mótaröðina. Hún er á fyrsta ári af þriggja ára plani sem sett var upp þegar hún fór út í atvinnumennsk- una síðasta haust. Valdís Þóra seg- ist fá góðan stuðning m.a frá sín- um klúbbi Leyni á Akranesi og nokkrum fyrirtækjum en það vanti fleiri styrktaraðila. „Fjölskyldan og þjálfararnir mínir, styðja vel við bakið á mér.“ segir hún. Á heilmikið inni Valdís komst áfram í gegnum niður- skurðinn á fyrra mótinu í Svíþjóð og var mjög nálægt því á hinum þrem- ur. „Ég hef ekki verið að slá vel og á heilmikið inni,“ segir Valdís í sam- tali við Skessuhorn. Fyrsta mótið í vor var í Gams í Sviss, það annað í Kristianstad í Svíþjóð, það þriðja í bæ þar skammt frá sem heitir Söl- vegsborg. Fjórða mótið var í fjallabæ á Spáni sem heitir Lugo. Valdís Þóra segir að stigalistinn þegar mótaröð- inni ljúki í haust segi til um það hverjir komist í Evrópumótaröð- ina á næsta ári. Fimm efstu komist beint inná mótaröðina en þeir sem verða í sjötta til þrítugasta sæti kom- ast beint á annað stig úrtökumótsins í haust. „Það er markmiðið hjá mér að vera í topp 30 í enda ársins, en þetta er gríðarleg áskorun þar sem það eru um 120 stelpur að keppa að sama marki og ég. Það er gríðar- lega breidd í kvennagolfinu og hef- ur aukist mikið seinni árin. Það eru til dæmis margar stelpur frá Asíu að koma fram á sjónarsviðið í Evrópu,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir. þá Tíunda útskrift úr verslunarstjórnun frá Bifröst Laugardaginn 7. júní voru átta nemendur útskrifaðir úr diplóm- anámi í verslunarstjórnun. Þessi dagur markaði þau tímamót að tíu ár eru liðin frá því fyrsti hópurinn útskrifaðist úr námi í verslunar- stjórnun við Háskólann á Bifröst. Námið hefur þróast og eflst í sam- vinnu við hagsmunaaðila í versl- un og þjónustu á liðnum áratug og mikið lagt upp úr fagmennsku og þjálfun á vinnustað. Nú er óhætt að fullyrða að námið hafi fest sig í sessi og skilað fjöldanum öllum af hæfum verslunarstjórum út í sam- félagið auk þess sem margir hafa haldið áfram til frekara náms. Það er hugur stjórnenda skólans að efla enn frekar nám í verslun og þjón- ustu í nánu samstarfi við atvinnu- lífið en nú hafa 178 nemendur lok- ið námi í verslunarstjórn við skól- ann. VR, SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Ís- lands og Starfsmenntasjóður versl- unar og skrifstofufólks gáfu veg- leg verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en verðlaunin hlaut Baldvina Karen Gísladóttir. Há- skólinn á Bifröst óskar henni ásamt öllum nemendum til hamingju með áfangann. -fréttatilkynning Ólafía B. Rafnsdóttir afhendir Baldvinu Karen Gísladóttur verðlaun fyrir hönd VR fyrir framúrskarandi námsárangur. Útskriftarnemar ásamt Vilhjálmi Egilssyni rektor og Magnúsi Smára Snorrasyni forstöðumanni Símenntunar. Skrifuðu undir samning við Skallagrím Egill Egilsson, Atli Aðalsteinsson og Kristján Ómarsson skrifuðu undir samning við körfuknatt- leiksdeild Skallagríms í síðustu viku, um að þeir leiki með liðinu á næsta keppnistímabili. Egill hefur verið einn af burðarásum í liðinu undanfarin ár. Atli var fastamað- ur í liðinu á síðasta tímabili og var mjög vaxandi í leik sínum og sann- aði sig rækilega með mikilli bar- áttu bæði í vörn og sókn. Krist- ján Ómarsson er hávaxinn strák- ur sem fékk nokkur tækifæri með liðinu í úrvalsdeild í fyrra og stóð sig vel með drengjaflokki ásamt því að leika með sameiginlegu liði Skallagríms og Snæfells í ung- lingaflokki, en það lið náði góðum árangri á síðasta keppnistímabili. Í tilkynningu frá Skallagrími segir að fleiri frétta af leikmannamálum sé að vænta á næstu dögum. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.