Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Fannst þar brotið brak um vor - sem brúin áður staðið hafði Vísnahorn Samgöngur á Íslandi voru lengst af svo frá- brugðnar því sem nú er að hætt er við að ýmsum af yngri kynslóðinni myndu vaxa þau ferðalög nokkuð í augum. Ár sem ekki voru auðveldlega væðar voru þar með algjör farar- tálmi ef ekki kom til annaðhvort hestur eða ferja. Margar ár sem virtust sakleysislegar að sumrinu bólgnuðu upp í frostum að vetrinum og urðu ó- eða ill- færar. Það var því ekki und- arlegt þó hverri brúarsmíði væri fagnað með hátíðahöldum þar sem haldnar voru upp- skrúfaðar ræður og flutt eða sungin vígslu- kvæði. Jakob Thorarensen orti á sínum tíma kvæði um Jökulsá á Sólheimasandi og er hluti þess í orðastað árinnar. Fyrsta vísan úr þeim hluta er á þessa leið og virðist áin hafa verið í nokkrum ham þegar kveðið var: Mér er sem ég sjái þá setja á mig brúna. Brú, sem standa um eilífð á eins og ég er núna. Svo fór þó að Jökulsá varð brúuð eins og flest þau vatnsföll á landinu sem einhverju máli skipta fyrir samgöngur. Páll Guðmunds- son á Hjálmsstöðum vann á sínum yngri árum eitthvað við brúarbyggingu á Skillandsá í Laugardal og skrifaði á einn stólpann að loknu verki: Brúin standi öld af öld í straumbandi og jökum, aldrei grandi áin köld okkar handartökum. Eyjólfur Jónasson í Sólheimum velti fyrir sér brúargerð sem honum þótti tæplega nógu traustleg og gaf þessa umsögn: Stendur meðan vatnið vex vissulega brúin en komi flóð er segir sex svo er hún alveg búin. Jafnframt því sem minnkar það líkam- lega erfiði sem meirihluti mannkyns þarf að hafa fyrir sínu lífsviðurværi eykst jafnframt þörf manna til annarskonar hreyfingar. Bæði íþrótta og allskonar gönguferða og á undan- förnum árum hefur orðið vinsælt hjá Akur- nesingum að ganga á Akrafjall. Í tilefni hundrað ára afmælis Rótaryhreyf- ingarinnar ákváðu félagar í Rótarýklúbbi Akraness að halda upp á þessi tímamót. Skip- uð var afmælisnefnd undir forystu Guðmund- ar Guðmundssonar og lagði hún til að hald- ið yrði upp á afmælið með því smíða brú yfir Berjadalsá fyrir innan gljúfur. Brúnni var ætl- að að auðvelda leiðina upp á Háahnjúk, sem er syðri tindur Akrafjalls, því hægt yrði að ganga upp Selbrekku og komast svo þurr- um fótum yfir ána. Einnig lagði nefndin til að leiðin upp að brúnni yrði merkt. Tillög- ur hennar voru samþykktar og hafist handa strax um vorið. Fyrst var látið duga að leggja til bráðabirgða planka milli árbakka. Sumum þóttu þeir heldur ómerkilegir og birtist um þá kviðlingur í Skessuhorni sem Jón Pétursson heitinn (1935–2010) setti saman. Var hann á þessa leið: Hægra nú mun verða’um vik víst mun leiðin skána Heimsins mesta hænsnaprik hafa sett á ána. Seinna um sumarið var smíðuð brú með handriði og lét Jón Pétursson þess getið í Skessuhorni að hún væri „hin besta smíð og klúbbnum til sóma.“ Brúin entist á annað ár en þegar sumar gekk í garð 2007 var hún orðin lúin af veðri og vindum og var því ráð- ist í að bæta hana. Úr varð önnur brúin sem Rótarýmenn settu þarna. Sú brotnaði þeg- ar svellalög yfir ánni skriðu fram. Eftir að ísa leysti fauk hún svo út í veður og vind. Í lok mars 2008 ritaði Jón Pétursson um þá atburði í Skessuhorn: „Núna síðastliðinn vetur fauk brúin af ánni þarna fyrir ofan gljúfrin. Og eft- ir því sem ég hef komist næst liggur hún sem tannstönglar uppi á Suðurfjallinu.“ Þriðja brúin var byggð vorið 2011. Hún var tekin af ánni um haustið og borin vel upp fyrir bakkann þar sem hlaðið var á hana fargi úr stórgrýti. Því miður fórst fyrir að slá nið- ur hæla og binda hana svo um veturinn fauk hún þrátt fyrir grjótið sem átti að halda henni. Hún lamdist við kletta og brotnaði í spón. Rótarymenn á Akranesi réðust í brúarsmíði í fjórða sinn sumarið 2013. Nú var vandað enn betur til verka en fyrr og smíðaðar tvær stutt- ar brýr og sterklegar. Borað var fyrir traust- um festingum úr málmi í klett í miðri ánni. Þar tengjast brýrnar saman. Þær voru teknar upp um haustið og festar við hæla skammt frá árbakkanum. Þann 23. apríl síðastliðinn voru þær færðar á sinn stað svo menn geta gengið yfir ána fram á haust þegar brúin verður aft- ur tekin upp. Engin leið er að láta hana vera yfir ánni um vetur því svellalögin sem mynd- ast yfir vatnsborðinu eiga það til skríða fram af miklum þunga. Ágrip af þessari sögu fer hér á eftir í bundnu máli og er höfundur einn félaga í Rótarý- klúbbi Akraness: Fyr’nær einum áratug eins og ríman frá mun greina réðust menn af miklum dug í merkilega framkvæmd eina. Í Akrafjalli byggðu brú – beggja vegna háir tindar – heldur illa entist sú, enda blésu sterkir vindar. Æstum rómi ýlfra þar elris hundar langar nætur. Hvassar tuggðu tennurnar timburgólf og brúarfætur. Yfir hryðja dundi dimm dró sig fram með ógnarkrafti. Í lofti vöktu veður grimm vargs með lund og illum kjafti. Eftir þetta aftur var ófært fljót á vegi manna. Þurrar báru’ei bífurnar sem brúnir fjallsins vildu kanna. Svo allra handa efni’og tól uppi í dal eitt kvöld um vorið, nokkru fyrr en sest var sól, seggir fengu aftur borið. En hagleiksmanna handaverk höfuðskepnur lítils meta. Þó að brú sé stór og sterk stormar hana bugað geta. Á ýli’og þorra elfan stríð undir svelli kletta bryður. Ísinn þolir engin smíð allt hann getur molað niður. Á var brúuð enn eitt sinn öll var smíðin vönduð betur, – en harður er’ann heimurinn, hlífir engu rok um vetur. Þarna geta brostið brýr, brotin sópast nið’r í gilin, þegar hnúa krepptum knýr Kári fast á hamraþilin. Fannst þar brotið brak um vor sem brúin áður staðið hafði, kurluð sprek í klettaskor kræklótt lyng í greinar vafði. En uppgjöf hugar- inn í - þel ekki hleypa brúarsmiðir. Þó flestum yrði ei um sel aldrei haggast þeirra siðir. Báru við upp bratta hlíð byggðu yfir vatnsins gárum Fjalars nóta fagra smíð, í fjórða sinn á nokkrum árum. Þurrum fótum fara má fjalla- um í víðum -salnum, því að brú er yfir á enn á ný í Berjadalnum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Brautskráning frá Landbúnaðarhá- skóla Íslands fór fram föstudag- inn 6. júní í Ásgarði á Hvanneyri. Er þetta tíunda vorið sem nem- endur eru brautskráðir frá skól- anum og voru rösklega 70 braut- skráðir af háskólabrautum og úr búfræði. Útskrifuðust 27 með B.S. gráðu frá skólanum, sex í búvísind- um, sjö í hestafræðum, tveir í skóg- fræði, fimm í náttúru- og umhverf- isfræði og sjö með gráðu í umhverf- isskipulagi. Níu nemendur kláruðu M.S. nám. Þar af voru sex sem klár- uðu nám í skipulagsfræði og þrír í rannsóknamiðuðu M.S. námi. Auk þess var einn nemandi sem lauk doktorsnámi við skólann. Þá voru 37 nemendur sem útskrifuðust frá búfræðideild skólans. Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur bæði í búfræði og á háskólabraut- um skólans. Ágúst Sigurðsson rektor minnt- ist þess í útskriftarræðu sinni á Hvanneyri að nú eru 125 ár lið- in síðan skólastarf hófst á Hvann- eyri og 75 ár síðan Garðyrkjuskól- inn varð að veruleika. Á næsta ári er liðin hálf öld frá því að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins var stofnuð en RALA ásamt skólunum tveimur er grunnur Landbúnað- arháskóla Íslands. „Þetta eru merk- ar vörður í sögu íslensks vísinda- og skólastarfs. Við getum rakið sögu bændamenntunar á Hvanneyri til þess er Hjörtur Hansson frá Hæk- ingsdal í Kjós kom í skólann um Krossmessu vorið 1889, en skólaár- ið taldist þá frá miðjum maí til jafn- lengdar næsta ár. Þá var skólastjór- inn jafnframt eini kennari skólans,“ sagði rektor. Einnig minntist Ágúst á mik- ilvægi Landbúnaðarháskólans í tengslum við mannfjölgun á Íslandi og þeim tækifærum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyr- ir. „Lágmarkið er að við sjáum okk- ur sjálfum fyrir nægum matvælum, en því er spáð að Íslendingum muni fjölga um 30% fram til 2060. Við þurfum því að finna leiðir til þess að nýta það ræktarland sem við eigum sem betur fer nóg af og þetta þarf að gera með hagkvæmum hætti án þess að ganga á gæði landsins. Íslensk- ar landbúnaðarafurðir gætu orðið mikilvæg útflutningsvara en þá er nauðsynlegt að tryggja samkeppnis- hæfni þeirra. Það kallar aftur á mik- il gæði og aukna framleiðni í grein- inni og þar hljótum við að hafa verk að vinna,” sagði Ágúst. jsb Nemendur af háskólabrautum og búfræði ásamt rektor á tröppunum í Ásgarði. Ljósm. áþ. Brautskráð frá Landbúnaðarháskóla Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.