Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Page 24

Skessuhorn - 25.06.2014, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 17. júní hátíðarhöld hér og þar á Vesturlandi Fjölmenni var saman komið á Akratorgi á Akranesi þegar nýtt torg var endurvígt. Í kjölfarið hófust síðan hefðbundin hátíðarhöld sem að þessu sinni fóru fram á torginu. Ljósm. Guðni Hannesson. Krakkarnir í Grundarfirði voru allavega skreyttir í tilefni dagsins. Ljósm. sk. Í Lindartungu í Kolbeinsstaðarhreppi var skemmtileg þrautabraut sem allir tóku þátt í, jafnt ungir sem aldnir. Á eftir voru svo pylsur og vöfflur í boði í félags­ heimilinu. Ljósm. iss. Hvalveiðar hófust í síðustu viku og var fyrsti hvalur skorinn á þjóðhátíðardaginn. Þangað eru mættir vanir menn. Í þeirra hópi er Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður á Skessuhorni sem tekur langt sumarfrí til að komast á vertíðina. Hér er hann á blómlegum bíl sínum, Volvo Amason. Löng hefð er fyrir því að riðið sé til messu í Reykholti að morgni þjóðhátíðardagsins. Hér nálgast hluti hópsins Höskuldar­ gerði. Jón á Kópareykjum fremstur í flokki með Atla son sinn á hnakknefinu. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Kristfríður og Gísli á Uppsölum, frá Hofsstöðum í Hálsasveit, koma hér ríðandi til messu í Reykholti á gráum gæðingum. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Fjallkonan á Akranesi þetta árið, Guðrún Valdís Jónsdóttir. Ljósm. ki. Skrúðgangan kemur á Akratorg við lúðrablástur og trommuslátt. Ljósm. þá. Þórkatla Dagný Þórarinsdóttur var að þessu sinni í hlutverki fjallkonunnar í Borgarnesi. Sannarlega glæsileg. Ljósm. Helga Guðmarsdóttir. Landsbankahlaupið var haldið í fyrsta skipti í Snæfellsbæ á 17. júní. Þátttaka var góð og er vonast til að þetta verði árlegur þjóðhátíðarviðburður. Meðfylgjandi mynd tók Rán Kristinsdóttir af krökkunum sem tóku þátt og er hún fengin til birtingar með leyfi Snæfellsbæjar. Frá hátíðarhöldunum í Ólafsvík. Ljósm. Snæfellsbær.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.