Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Qupperneq 27

Skessuhorn - 25.06.2014, Qupperneq 27
27MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Verkstjóra Dag ur í lífi... Nafn: Sigurþór Kristjánsson (Sissi). Starfsheiti/fyrirtæki: Forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Óðals og verkstjóri vinnuskólans í Borgarbyggð. Eigandi og takka- kall í Stúdíó Gott hljóð. Fjölskylduhagir/búseta: Ég er trúlofaður Þórdísi Arnardóttur og saman eigum við Sif Sigur- þórsdóttur og við búum í Borg- arnesi. Áhugamál: Vinnan, hljóðverið mitt og tónlist. Vinnudagurinn 18. júní 2014: Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég fer á fætur um kl. 07:30 og geri mig kláran. Fer þá í tölv- una og undirbý daginn og skoða hvað hann hefur uppá að bjóða, því enginn dagur er eins. Í dag er mæting í Hjálmaklett þar sem gengið er frá eftir 17. júní há- tíðarhöld. Um kl. 09:30 fer ég með krakkana á leikskólanum Uglukletti í Einkunnir þar sem þau ætla eiga skemmtilegan dag fram yfir hádegi. Þegar því verk- efni er lokið um kl. 10 þá er far- ið með hóp úr vinnuskólanum í grunnskólann, þar sem standa yfir framkvæmdir akkúrat núna. Tímanum fram að hádegi er var- ið í að fjarlægja steypubrot af lóð- inni. Hádegið? Hádegið fer að mestu í símtöl og tölvupósta m.a. vegna Brákarhátíðar sem fram fer helgina 28. júní í Borgarnesi. Strax eftir hádegi þá fer ég með duglega unglinga að losa af kerr- unni bæði rusl og garðaúrgang. Klukkan 14: Þá er farið af stað í Einkunnir að ná í krakkana sem ég fór með uppeftir fyrr um morguninn og fæ að heyra svaka- legar sögur af hinu og þessu. Kl. 15 er ég kominn í Óðal og fer að undirbúa fimmtudaginn. Næg eru verkefnin fyrir þessa tíu til tólf unglinga í útihópn- um og frekar erfitt að forgangs- raða hvaða skal gera fyrst. Kl. 16 er farið í frágang og unglingarnir fara heim. Ég og flokksstjórarnir göngum frá eftir daginn og ger- um hann upp, bæði á blaði og í spjalli. Ég er komin heim um kl. 17:30 og fer þá í undirbúning fyrir upp- tökur á fiðlum fyrir þrjú ný lög hljómsveitarinnar Grasasna en Dan Cassity er kominn í stúdíó- ið og tilbúinn í tökur. Þegar þeim lýkur um kl. 20 er haldið af stað á fund með hljómsveitinni Festi- val þar sem hún stefnir að plötu- útgáfu og tónleikaferð um land- ið í haust. Þegar öllu er lokið þennan dag er klukkan orðin miðnætti og kodd- inn kærkominn en ansi margt sem fer í gegnum kollinn þegar á hann er lagst. Var dagurinn hefðbundinn? Dagurinn var frekar venjulegur í vinnuskólanum og lítur nokkurn veginn svona út aðra daga en ég er mikið á ferðinni um Borgar- nes. Svo þegar líða tekur á sum- arið skoða ég aðstæður í dreifbýli. Við erum svo heppin hér í Borg- arbyggð að vera með mjög gott fólk í öllu sveitarfélaginu sem sinnir störfum sínum mjög vel. Hvað stendur upp úr eft- ir vinnudaginn? Á þessum tíma finnst mér standa hvað mest upp- úr að fara með krakkana í Uglu- kletti smá rúnt því þau eru al- veg frábær og svo einlæg og skemmtileg, flest hver mjög ræð- in og fjörug. Og svo einnig há- tíðarhöldin bæði á 17 júní og svo Brákarhátíðin. Við dagslok andar maður allt- af léttar ef allt gengur upp, verk- efnin ganga vel, allir sáttir og engin meiðir sig, þá er takmark- inu náð. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði í þessu starfi haustið 2004 en fór í 100% stöðu 2. janúar 2005, á afmælisdaginn minn. Ég hef ekki í hyggju að breyta um starf að svo stöddu. Þetta er skemmtileg vinna og maður veit aldrei hvað dagarn- ir hafa uppá að bjóða sem gerir þetta svolítið spennandi. Það er gaman að mæta til vinnu og það kallar ég forréttindi. Frændaleikarnir 2014 voru haldnir í Fagradal á Skarðsströnd á laugar- daginn. Frændaleikarnir er krafta- keppni sem haldin hefur verið síð- an 2011 af afkomendum Stein- ólfs Lárussonar bónda. Um tutt- ugu keppendur auk fylgifiska þeirra voru mættir til að heiðra minningu Steinólfs og Hrefnu Ólafsdóttur konu hans. Eins og sjá má á með- fylgjandi myndum skemmti fólk sér vel og kepptu ungir sem aldnir í hinum ýmsum aflraunum. jsb/ Ljósm. sss og fleiri. Frændaleikar Fagradalsfólksins í Dölunum Hér sést Viktor Ólafsson taka þátt í bændagöngu. Stefán Sölvi Pétursson bregður sér í hlutverk dráttarvélar er hann dregur slóðadraga eftir túninu. Úlfur Orri Pétursson sést hér beita öllu sínu afli í staurakasti. Frænkurnar Valdís, Þórunn og Hildur sjást hér keppa í bændagöngunni þar sem bera þurfti 40 kílóa mjólkurbrúsa. Úlfur Orri sést hér hanga í slá en sú grein getur reynst þungum kraftajötnum býsna erfið. Stefán Sölvi virðist ekki eiga í teljandi vandræðum með að lyfta þessum 129 kílóa steini. Hér sést Albert sýna Ingimar frænda sínum tökin í steinalyftu. Hér sjást Hugrún, Þórunn og Valdís velta heyrúllu í einni af keppnisgreinum leikanna. Stefán Skafti Steinólfsson hefur nægilegt afl til að velta heilli heyrúllu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.