Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Símasamband er öryggisatriði MÝRAR: Farsímasamband er hvorki á bænum Hítardal né inn við Hítarvatn á Mýrum. Finn- bogi Leifsson bóndi í Híta- rdal segist yfirleitt fara nokkr- ar ferðir á sumri til að finna fólk, sem ekki næst samband við. „Það er mikið öryggisat- riði að hafa síma. Fólk reiðir sig á hann. Aðstandendur verða því skelkaðir ef ekki næst í ástvin- ina, sem er eðlilegt. Fólk hefur ekki skilning eða vitneskju á því að það séu svona blettir á land- inu.“ Finnbogi var inntur eft- ir því hvort hann hefði íhug- að lausn á málinu. „Já, ég tel kannski að það sé einföld lausn á málinu. Þar horfi ég á hlöðuna í Fíflholtum. Þaðan er bein lína inn að gangnamannakofanum inn við Hítarvatn. Þar er einn- ig endurvarp á Interneti þann- ig að kannski væri ekki mik- ið mál að bæta símasambandi við.“ Aðspurður hvort til standi að bæta ástandið í símamálum, svarar Finnbogi því til að hann viti ekki til þess, alltof margar sveitir glími við sama vandamál. –bgk Vilja bæta sjónvarpsmót- töku á Höfða AKRANES: Íbúar á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheim- ili á Akranesi, eru misjafnlega ánægðir með myndgæði í sjón- varpsviðtækjum sínum. Kjart- an Kjartansson framkvæmda- stjóri Höfða segir að um tíma hafi verið leitað eftir úrbót- um í því efni og vonir stæðu til að það myndi bera árang- ur. Einnig sagði Kjartan í sam- tali við Skessuhorn að í skoð- un væri að koma upp þráð- lausu neti á Höfða en það hef- ur ekki verið til staðar. Kjartan sagði að það myndi síðan ráðast út frá niðurstöðu þeirrar verð- könnunar hvort peningar yrðu til ráðstöfunar en fjármunir í rekstri Höfða væru af skornum skammti. –þá Leikmaður á batavegi eftir líkamsárás SNÆFELLSNES: Sækja þurfti slasaðan leikmann Snæfellsness með þyrlu á Hellissandsvöll síðastliðinn sunnudag. Hann var fluttur á Landspítalann en fékk að fara af sjúkrahúsi næstu nótt. Líðan hans var þá betri en í fyrstu. Lögregla var kölluð á vettvang og fer rannsóknarlög- reglan á Akranesi með rannsókn málsins. Það hitnaði í kolunum á lokasekúndum leiks Snæfells- ness og Sindra í 2. flokki á Hell- issandsvelli á sunnudaginn. Við- ureign leikmanna úr sitthvoru liði úti við hliðarlínu vallarins lyktaði með því að leikmaður Sindra, fæddur árið 1998, missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Að sögn sjónarvotta kýldi hann leikmann Snæfellsness og fylgdi síðan eftir með því að sparka í hann liggjandi meðvitundar- lausan á vellinum. Kallað var á lögreglu og sjúkralið og leik- menn beggja liða og dómaratríó leiksins síðan kyrrsett á vellin- um til að gefa lögreglu skýrslu. Búast má við að kæra verði lögð fram í málinu. Til stóð að aga- nefnd KSÍ tæki málið fyrir í gær, þriðjudag eða í næstu viku. –þá Um komandi helgi verður nóg um að vera á Vesturlandi og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Reykholtshátíð verður í Borgarfirði, Á Góðri stund í Grundarfirði, Reyk- hóladagar á Reykhólum, matar- og antikmarkaður á Akranesi og Stur- luhátíð í Saurbæ í Dölum. Ferðalang- ar og heimamenn ættu því að hafa nóg að gera, hafi þeir áhuga á að bregða sér af bæ. Spáð er hægvirði og þokkalega hlýju veðri næstu daga. Suðlægar áttir og væta með köflum, en bjartviðri og hlýtt norðaustan- og austanlands. Breytileg átt eða hafgola um helgina, skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Lítur út fyrir suðaustlæga átt með rigningu sunnan- og vestan lands á mánudag. Hiti 10 til 18 stig. Helst má því búast við þurru veðri hér á Vestanlandi um helgina, ann- ars er áframhaldandi vætuspá. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvað finnst þér verst við mikla rigningu?“ Nokkrir svarmögu- leikar voru í boði. Til dæmis merktu 5,15% við svarmöguleikann að jörð- in verði of blaut. Annar kostur var get ekki þurrkað þvott og völdu 4,94 það. Fáir völdu að vont væri að ganga/aka um landið eða að dýrum liði ekki vel. 17,81% sögðu rigningar- tíð bjóða upp á minni útiveru. Flest- ir, eða 31,33%, höfðu áhyggjur af því að bændur næðu ekki heyjum. Alla framangreinda möguleika völdu 30,69%. Í þessari viku er spurt: Hefur þú smakkað makríl? Bændur sem þrátt fyrir bleytutíð halda sínu striki eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Gunnar Kristjánsson fyrsti vara- bæjarfulltrúi og formaður skóla- nefndar Grundarfjarðar hefur með bréfi til bæjarstjórnar sagt sig frá störfum á vettvangi bæjarmálefna í Grundarfirði fyrir L-listann, meiri- hlutann í bæjarstjórn. Á fundi bæj- arstjórnar 17. júlí sl. staðfesti bæj- arstjórn úrsög Gunnars. Ástæðuna fyrir úrsögn sinni segir Gunnar Á fundi bæjarstjórnar Grundar- fjarðar sl. fimmtudag var gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra. Hann er Þorsteinn Steinsson sem tekur við starfinu af Birni Steinari Pálma- syni sem lét af störfum á dögun- um, en Björn Steinar var bæjar- stjóri í Grundarfirði síðustu fjög- ur árin. Þorsteinn fæddist og ólst upp á Sauðárkróki en kemur frá Vopnafirði þar sem hann hefur ver- ið sveitarstjóri síðustu 16 árin. Þor- steinn tekur til starfa í Grundarfirði um miðjan ágústmánuð en þangað til mun Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri og staðgengill bæj- arstjóra gegna störfum bæjarstjóra. Umsækjendur um bæjarstjórastöð- una í Grundarfirði voru 21 eftir að þrír höfðu dregið umsóknir sína til baka. Í samtali við Skessuhorn sagði Þorsteinn að sér lítist mjög vel á að koma til starfa í Grundarfirði en hann áætlar að flytja þangað ásamt sinni fjölskyldu um miðjan ágúst- mánuð þegar hann hefur þar störf. „Náttúrufegurð er mikil í Grund- arfirði og án efa mjög gott mannlíf og samfélag. Atvinnulífið er öflugt ekki síst við höfnina og ég hlakka til að vinna að spennandi verkefn- um ásamt sveitarstjórninni og fleira góðu fólki í Grundarfirði,“ sagði Þorsteinn. Eins og áður segir hef- ur hann verið sveitarstjóri á Vopna- firði síðustu sextán árin og var á þeim tíma allötull talsmaður sveit- arfélagsins. Þar áður starfaði hann í 12 ár á bæjarskrifstofu Hafnarfjarð- ar sem bæjarritari og fjármálastjóri. Hann er viðskiptafræðingur frá HÍ og stúdent frá MR. Þorsteinn er kvæntur Sigurbjörg Guðmunds- dóttur og eiga þau þrjú börn. þá Grundfirskur karlmaður á þrítugs- aldri varð fyrir fólkskulegri líkams- árás í Grundarfirði aðfararnótt sl. fimmtudags. Ráðist var á hann utan dyra niður við höfn og kölluðu vitni til lögreglu. Áverkar á mann- inum og ástand hans var talið svo alvarlegt að ákveðið var að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og flutti á Landspít- alann í Reykjavík. Lenti þyrlan þar um klukkan fimm um morguninn. Maðurinn er með alvarlega höfuð- áverka. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Árásin varð um klukkan 2:30 um nóttina. Tveir menn voru fljótlega handteknir grunaðir um að hafa veitt manninum áverka með hnefa- höggum. Voru þeir yfirheyrðir á fimmtudagskvöldið og í framhald- inu var krafist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur úrskurðaði menn- ina í viku gæsluvarðhald. Málið var í fyrstu í rannsókn lögreglunnar á Snæfellsnesi en fljótlega tók rann- sóknadeild lögreglunnar á Akranesi við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum Skessuhorns þekkti fórnarlambið ekki árásarmennina, en hafði átt í einhverjum samræð- um við þá fyrr um nóttina. Þeir eru skipverjar á togaranum Baldvin NC sem unnið var við löndun úr í Grundarfirði. mm Þungt haldinn eftir líkamsárás Varabæjarfulltrúi segir skilið við L listann vera vinnubrögð sem beitt var við ráðningu bæjarstjóra. „Ég er þeirr- ar skoðunar að við sem skipum L- listann höfum verið höfð að fífl- um varðandi ráðningarferilinn þar sem oddviti listans gekk þvert á all- ar yfirlýsingar sínar fyrir kosning- ar um lýðræðislegt ferli og samráð og samskipti við sem flesta fulltrúa íbúa hér í Grundarfirði. Ef taka átti upplýsta ákvörðun hefði þurft á fundi listans að koma fram á greina- góðan hátt niðurstaða úr viðtölum við umsækjendur með umsögnum. Það getur ekki talist lýðræðislegt að tilkynna um val að loknum viðtöl- um. Ég minni á að í málefnavinnu L-listans fyrir kosningar kom fram að æskilegt væri að væntanlegur bæjarstjóri tengdist staðnum, auk menntunar og reynslu af málefnum sveitarfélaga.“ Þarna vísar Gunn- ar til þess að bjargföst trú hans hafi verið að vinna bæjarfélaginu gagn þegar hann hafi leitað til Jóhann- esar Finns Halldórssonar, mágs síns, sem er borinn og barnfædd- ur Grundfirðingur, og með víð- tæka reynslu á sviði sveitarstjórn- armála. Hvatti Gunnar hann til að sækja um starfið. Gunnar kveðst í afsagnarbréfi sínu ekki treysta sér til að starfa að bæjarmálefnum áfram og óskaði því eftir að verða leystur alfarið frá öllum trúnaðar- störfum fyrir L- listann. Hann lýsir jafnframt yfir áhyggjum með fram- haldið ef svona vinnubrögð eigi að viðhafa við stórar ákvarðanir. Í yfirlýsingu sem L listinn sendi frá sér í kjölfar úrsagnar Gunnars er því alfarið vísað á bug að beitt hafi verið ólýðræðislegum vinnu- brögðum. Við val á bæjarstjóra hafi verið ákveðið að tveir frá hvorum lista færu yfir umsóknir ásamt full- trúa ráðningarfyrirtækisins Hag- vangs og ræddi sá hópur við þá um- sækjendur sem taldir voru hæfast- ir. Tíu umsækjendur voru taldir uppfylla flest hæfisskilyrði og var fimm þeirra boðið í viðtöl. Fjór- ir þáðu boðið og þeirra á meðal voru Jóhannes Finnur Halldórsson og Þorsteinn Steinsson, en ráðn- ing þess síðarnefnda var staðfest á fyrrnefndum fundi bæjarstjórn- ar í síðustu viku. Þá segir í yfirlýs- ingu L lista að þegar ljóst hafi ver- ið að valnefnd væri einhuga um að ráða Þorstein í starf bæjarstjóra hafi verið hringt í alla sem sæti eiga á L lista, þar á meðal Gunnar Kristjáns- son. Mánudaginn 14. júlí hafi síð- an verið boðað til formlegs fundar með öllum af L lista. Þar hafi kom- ið fram að allir utan Gunnars, hafi verið sammála um að ráða Þor- stein Steinsson í starf bæjarstjóra. Þá segir að sömuleiðis hafi fulltrú- ar D listans lýst sig fylgjandi ráðn- ingu Þorsteins. L listinn vísar á bug aðdróttunum sem fram koma í úr- sagnarbréfi Gunnars: „Fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar gaf L – listinn út að auglýst yrði eftir bæj- arstjóra og ráðningarferlið unnið í samráði og samstarfi við ráðningar- stofu, frambjóðendur L – listans og fulltrúa D – listans.“ Loks segir í yf- irlýsingunni að Gunnari hafi verið ljóst eftir samtal við Eyþór Garð- arsson oddvita L – listans, að allir aðrir á listanum voru hlynntir því að bjóða Þorsteini bæjarstjórastöð- una og á meðan beðið var eftir svari frá Þorsteini leitaði forseti bæjar- stjórnar enn umsagna um aðra um- sækjendur. „Því þykir okkur ómak- lega vegið að forseta bæjarstjórnar þegar hann er sakaður um ósann- indi í ráðningarferlinu og teljum við að Gunnari hafi þetta verið full- ljóst allan tímann.“ mm Fólkið sem skipaði L listann fyrir kosningarnar í vor. Gunnar Kristjánsson lengst til hægri og Eyþór Garðarsson oddviti listans lengst til vinstri. Ljósm. tfk. Þorsteinn Steinsson nýr bæjarstjóri í Grundarfirði: Hlakkar til spennandi verkefna Þorsteinn Steinsson nýr bæjarstjóri í Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.