Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
ROM, rekstarfélag orlofshúsa í
Munaðarnesi, er að koma upp
sparkvelli með gervigrasi austan við
veitinga- og þjónustuhúsið á staðn-
um. Staðarhaldarar segja völlinn
viðbót við þjónustuna sem sumar-
dvalargestum er boðið upp á. Þetta
er fyrsti sparkvöllurinn á svæðinu.
Völlurinn er að verða tilbúinn og
starfsmenn á svæðinu segja mörk-
in í raun það eina sem vanti núna,
ef einhver skyldi hitta mark. Svæð-
ið verður afgirt og hellulagt í kring
svo leikvöllurinn getir þjónað bæði
börnum og fullorðnum á sem best-
an hátt. bgk
Eftir sveitarstjórnarkosningar þarf
að kjósa í fjömargar nefndir. Mér
lék forvitni á að vita, hvernig kos-
ið var í nefndirnar á Akranesi með
tilliti til aldursskiptingar. Þegar ég
var búinn að greina það, þá vakti
sérstaka athygli mín staða íbúa 60
ára og eldri og það langar mig að
ræða aðeins hér. Þegar skoðuð er
íbúaþróun hér á Akranesi frá árinu
1998 til 2014 kemur í ljós að í ald-
urshópnum 60 ára og eldri hef-
ur fjölgað úr 820 einstaklingum í
1.222 eða næstum 50%.
Íbúum á Akranesi hefur fjölg-
að úr 5.125 einstaklingum í 6.699
íbúa1 eða tæp 31%. Af þessu leið-
ir að íbúum 60 ára og eldri er því
að fjölga mikið umfram íbúafjölg-
unina almennt í bæjarfélaginu.
En kíkjum aðeins á nefndarkosn-
ingarnar aftur. Samkvæmt fundar-
gerð bæjarstjórnar Akraness frá 19.
júní sl. var kosið í 24 nefndir, ráð
og stjórnir. Bæjarstjórnin sjálf er
sú 25. Fulltrúar þar sitja eðlilega
í mörgum nefndum og því er hún
tekin út fyrir sviga í þessari úttekt.
Kosnir voru 72 fulltrúar í nefnd-
ir og eðli málsins samkvæmt voru
stundum sömu aðilar í fleiri en
einni nefnd, ráði eða stjórn. Þeg-
ar hver fulltrúi er aðeins talinn
einu sinni, þá voru 50 einstakling-
ar kosnir í nefndirnar.
Þá kem ég aftur að umfjöllunar-
efni þessarar blaðagreinar.
Hér kemur í ljós að hlutfall íbú-
anna 60 ára og eldri frá árinu 1998 til
2014 eykst verulega og er 18,2% af
öllum íbúum Akraness í byrjun þessa
árs eða næstum því 1 af hverjum 5
íbúum.
Hvað skyldu þá margir fulltrú-
ar 60 ára og eldri vera í nefndum
sem kosnir voru af bæjarstjórn þann
19. júní sl? Þeir eru 5 af 72 kosn-
um fulltrúum eða 6,9%. Svo geta
lesendur velt fyrir sér hverra flokka
þessir fulltrúar eru, hversvegna og
um hvaða nefndir er að ræða. Það
er annað mál.
Nú er það alveg ljóst að fulltrúar
sem kosnir voru í nefndir munu gæta
hagsmuna allra íbúa bæjarins eftir
bestu vitund og vilja, á því er enginn
vafi í mínum huga. Spurningin er að
hafa þekkingu á hagsmunum 60 ára
og eldri. Hópurinn er vaxandi hlut-
fall íbúanna á Akranesi. Það þarf að
taka tillit til hans í hvívetna og þeir
íbúar þurfa að fá sín áhrif í samfé-
laginu. Ég kalla eftir því.
Jóhannes Finnur Halldórsson.
Höfundur verður 60 á árinu og bíð-
ur spenntur eftir „bréfinu“.
Eins ógeðfelldir og
mér fundust fyrirhugaðir hreppa-
flutningar sjávarútvegsfyrirtækis-
ins Vísis á fólki á milli landshluta
þá hugnast mér ekki frekar sú að-
ferðafræði stjórnvalda að flytja
stofnanir eins og Fiskistofu fyrir-
varalaust með manni og mús á milli
landshluta. Hvoru tveggja eru þetta
ruddaleg vinnubrögð sem ekki eiga
að viðgangast og lýsa vanvirðingu
gagnvart starfsfólki og fjölskyldum
þeirra.
Aðkoma Alþingis var engin að
málinu og engar fjárheimildir lágu
fyrir vegna kostnaðar af fyrirhug-
uðum flutningi. Þetta er óvönduð
stjórnsýsla og setur svartan blett á
það aðkallandi verkefni að fjölga
opinberum störfum utan höfuð-
borgarsvæðisins í réttlátara hlut-
falli en nú er.
Ég tel það vera mjög brýnt verk-
efni að fjölga opinberum störfum á
landsbyggðinni ekki bara á þéttbýl-
ustu stöðunum heldur ekki síður í
fámennari byggðum þar sem því
verður við komið að vinna verkefni
sem staðsetning þeirra skiptir ekki
öllu máli heldur gott starfsfólk og
öruggar háhraðatengingar. Reynsl-
an af staðsetningu opinberra starfa
út um land hefur fyrir löngu sýnt
fram á það að standast kröfur sem
gerðar eru til faglegra vinnubragða
og gott vinnuumhverfi og traust
vinnuafl er þar líka til staðar.
Umfang hins opinbera hefur vax-
ið mjög á undanförnum 20 til 30
árum og fjölgun opinberra starfa
hefur fyrst og fremst orðið á höf-
uðborgarsvæðinu þó tekist hafi að
staðsetja nokkrar opinberar stofn-
anir úti á landi á liðnum árum þá
er það eilíf barátta að halda þeim
störfum áfram í heimabyggð. Það
þekkja allir landsbyggðarþingmenn
í gegnum tíðina þá baráttu sem er
við hver fjárlög að verja starfsemi á
landsbyggðinni þar sem um er að
ræða fá stöðugildi sem mega ekki
við neinum niðurskurði.
Það hefur verið sýnt fram á það
í rannsóknum að mikið misræmi er
í opinberum útgjöldum og skatt-
heimtu eftir landsvæðum. Það hef-
ur eflaust ekki verið markmið í
sjálfum sér en landsbyggðin hefur
beðið skaða af því en höfuðborgar-
svæðið hefur notið þess.
Færð hafa verið rök fyrir því að
viðskipti landsbyggðarinnar á höf-
uðborgarsvæðinu eru hlutfallslega
meiri heldur en viðskipti höfuð-
borgarsvæðisins á landsbyggðinni.
Í þessu samhengi er eðlilegt að líta
til frekari flutnings opinberra starfa
út á land til að jafna það efnahags-
lega misræmi sem er staðreynd og
hið opinbera ber líka ábyrgð á með
stjórnvaldsákvörðunum sínum í
gegnum tíðina.
Stjórnvöld verða að vinna eft-
ir skýrt markaðri stefnu í flutningi
opinberra starfa út á land og að þar
samræmi ráðuneyti og opinberar
stofnanir vinnu sína og gangi í takt.
Kynna verður með eðlilegum fyr-
irvara flutning á starfsemi ríkisins
á milli landsvæða og gæta vel að
mannlega þættinum og réttindum
þeirra starfsmanna sem hlut eiga
að máli og líta sérstaklega til nýrra
verkefna og starfa sem verða til hjá
hinu opinbera. Að sjálfsögðu á að
tryggja aðkomu Alþingis að þeirri
stefnumótunarvinnu og að fjárlög-
in endurspegli þann vilja.
Allur undirbúningur þarf að vera
vandaður og landið kortlagt hvar
störfum, verkefnum og starfsemi
er best fy rirkomið og þá tel ég
að ekki síst eigi að horfa til þeirra
svæða sem átt hafa undir högg að
sækja undanfarin ár og þurfa virki-
lega á fjölbreyttni að halda og þar
eru góðar háhraðatengingar lykil-
atriði.
Það má nefna verkefni sem flust
hafa til landsbyggðarinnar í gegnum
árin og vel hefur tekist til með eins
og Byggðastofnun á Sauðárkróki,
skógræktina á Héraði, Landmæl-
ingar Íslands á Akranesi, Greiðslu-
stofu Atvinnuleysistryggingarsjóðs
á Skagaströnd og skrifstofu Fæð-
ingarorlofssjóðs á Hvammstanga.
En ég get líka nefnt dæmi um verk-
efni hjá Innheimtustofnun sveitar-
félaga sem sett var niður á Flateyri
en gekk ekki upp vegna lélegra há-
hraðatenginga og var færð yfir á
Ísafjörð og það er ekki neitt eins-
dæmi að skortur á öflugum gagna-
flutningi á landsbyggðinni hamli
atvinnuuppbyggingu.
Því miður hafa opinberar stofn-
anir eins og Fiskistofa t.d. verið að
hringla með störf í útibúum sínum
úti á landi í skjóli breytinga sem
orðið hefur til þess að faglært fólk
hefur hrakist í burtu. Starfsstöð
Fiskistofu á Ísafirði hefur verið
lokuð frá áramótum en veiðieftir-
liti stofnunarinnar hafði verið hætt
og starfsstöð fiskeldis komið í stað-
in en henni var lokað um áramót-
in og engin starfsemi er það í gangi
nú og óvissa um framhaldið. Þetta
er dæmi um hve auðvelt er fyrir
pólitíkusa og stjórnvöld að skella
í lás þegar um litlar starfstöðvar
er að ræða og dæmi um óvönduð
vinnubrögð.
Það á ekki að kynda undir elda
milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðisins með óvönduðum
vinnubrögðum við flutning starfa
og starfsemi út á land. Betra er að
vanda vel til verka og sýna það líka
í fjárlögum að menn vilji efla opin-
bera starfsemi út um land. Síðustu
fjárlög báru þess ekki merki þar
sem gífurlegur niðurskurður var í
mörgum verkefnum á landsbyggð-
inni eins og Sóknaráætlun lands-
hlutanna er gleggsta dæmið um.
Landsbyggðin þarf á fjölbreytt-
ari atvinnutækifærum að halda og
það eru sameiginlegir hagsmun-
ir allra landsmanna að vel takist til
með flutning opinberra starfa og
uppbyggingu atvinnustarfsemi á
landsbyggðinni því hún er jú einn
stærsti viðskiptavinur höfuðborg-
arsvæðisins.
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
alþingismaður.
Pennagrein
Staða 60 ára+ og áhrif
(m.a. í nefndum
Akraneskaupstaðar)
Gervigrasvöllurinn í Munaðarnesi. Ljósm. mm.
Gervigrasvöllur í Munaðarnesi
Pennagrein
Flutningur fólks eða starfa
Sumir menn verða hluti af umhverfi
sínu – æskuheimilinu, dalnum, hér-
aðinu. Þar er starfsvettvangurinn og
þar liggja áhugamálin og mannlífið.
Þegar þeir falla frá verður allt eitt-
hvað fátæklegra. Einn þeirra var minn
gamli fræðari við Samvinnuskólann í
Bifröst – Snorri Þorsteinsson.
Þegar sú djarfa ákvörðun var tekin
að flytja hinn gróna skóla í Reykjavík
– Samvinnuskólann upp í Borgarfjörð
haustið 1955, gerðist Snorri ungur
kennari við skólann. Hann var nán-
ast jafnaldri fyrstu nemendana að Bif-
röst. Frekara langskólanám var lagt á
hilluna og þess í stað tekið til hendi
við það sem stundum kallaðist Bif-
rastarævintýrið.
Við sem settumst á skólabekk í
Samvinnuskólanum á næstu árum
upplifðum einstakan heimilisbrag og
fegurð Norðurárdalsins og eignuð-
umst minningar sem verða kærkomn-
ari með hverju árinu. Samnefnari alls
þessa til síns síðasta dags var Snorri á
Hvassafelli og afkomandi nafna síns á
öðru felli – Húsafelli.
Vagga þeirra nafna var Borgar-
fjörðurinn og annar þeirra lagði til
kryddið í sögurnar og hinn sá um að
halda þeim til haga. Um það vitnar
Borgfirðingabók – ársrit Sögufélags
Borgarfjarðar, sem Snorri Þorsteins-
son stýrði af alúð og myndarskap síð-
ustu árin. Þar var héraðssögunni nán-
ast bjargað á hverri síðu og ávallt til-
hlökkunarefni að fá nýtt hefti í hend-
urnar.
Rétt eftir að við Snæfellingarn-
ir, Sigurjón Jónasson frá Neðri-Hóli
og ég, vorum sestir á bekkinn í Bif-
röst þurftu Snorri og Gísli bróðir
hans að verða sér úti um smalastráka
til að smala heimalandið á Hvassa-
felli. Þá voru smalahundar ekki orðn-
ir jafn sprækir og nú til dags og við
Sigurjón reyndum okkur við brekk-
ur og gil. Kannski yrði frammistaðan
metin til prófs?
En svo var sest að hlaðborði heima
í húsi með foreldrum þeirra bræðra.
Á eftir settist Gísli við orgelið og seg-
ulbandið og tók fyrir okkur lagið.
Svona lifa minningarnar.
Þegar við höfðum hvatt Bifröst
tveimur árum síðar fengum við Sig-
urjón aftur boð frá þeim bræðrum.
Værum við til að fara með þeim um
Snæfellsnes sem eins konar leiðsögu-
menn? Úr varð afar eftirminnilegt
ferðalag með litlum svefni og á baka-
leiðinni reyndust Mýrarnar ótrúlega
langar fyrir Land Roverinn og bíl-
stjórana.
Oft hafa leiðirnar legið saman síðan
og við gamlir nemendur Snorra feng-
um að upplifa enn eina eftirminnilega
stund í Norðurárdalnum, þegar hon-
um var samfagnað á áttræðisafmæl-
inu. Kennari okkar í ræðumennsku í
Bifröst, sannaði þá enn einu sinni að
kennarinn þarf að kunna sitt fag. En
nú hefur hinn snjalli mælskumaður
yfirgefið ræðustólinn. Einlægar þakk-
ir fyrir allt og allt.
Gísla og öðrum ættingjum votta ég
samúð mína.
Reynir Ingibjartsson.
Minning:
Snorri Þorsteinsson