Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Vel heppnuð kvennareið í Hvalfjarðarsveit
Kvennareið var nýverið farin í
Hvalfjarðarsveit. Að sögn Guð-
dísar Jónsdóttur, sem tók þátt í að
skipuleggja reiðina, var vel mætt
og heppnaðist reiðin vel. „Hefð er
orðin fyrir því að á hverju sumri
er farið í kvennareið í Hvalfjarð-
arsveit. Þetta árið mættu 33 vask-
ar konur að Ytra-Hólmi þar sem
lagt var af stað í ferðina. Riðinn var
hringur upp undir Akrafjallinu og
áð á nokkrum stöðum. Eftir ferð-
ina var grillað í skemmunni á Ytra-
Hólmi og að loknu borðhaldi var
kvöldvaka. Þar var gleði fram á nótt
og mætti Sigurjón Ernir Sturluson
með gítarinn sinn og skemmti gest-
um. Þrátt fyrir skúrir þennan dag
heppnaðist ferðin vel og allir höfðu
gaman af,“ segir Guðdís. jsb
Ferðaþjónustan aukin á Breiðabólsstað
Ferðaþjónusta af ýmsu tagi er að
vinda upp á sig víða um land enda
sífellt fleiri ferðamenn sem leggja
leið sína til landsins. Þau Ólaf-
ur Flosason og Elísabet Halldórs-
dóttir á Breiðabólsstað í Reyk-
holtsdal, sem er austan við tún-
fótinn á Reykholti, eru að bæta
við í ferðaþjónustunni. Þau hafa
á þriðja áratug staðið fyrir hesta-
ferðum með hópa á vinsæl-
um reiðleiðum svo sem Löngu-
fjörum, vestur í Dali, hringleið-
ir um Borgarfjörð og kringum
Langjökul. Þau Elísabet og Ólaf-
ur hafa útbúið skemmtilega veit-
ingaaðstöðu í gamla fjósinu, sem
reyndar var hesthús í millitíðinni.
Nú á vormánuðum og í sumar var
íbúðarhúsinu á Breiðabólsstað
breytt í gistiheimili þar sem hægt
er að taka á móti 14 manns í upp-
búnum rúmum. „Við erum með
þessu í raun að bregðast við því
sem við höfum oft verið spurð eft-
ir og beðin um. Við viljum gjarn-
an geta tekið á móti fleirum hérna
heima en við höfum gert hingað
til. Núna verður starfsemin hjá
okkur fjölbreyttari en áður, allt frá
því að teyma undir börnum hérna
heima og bjóða upp á stuttar ferð-
ir og lengri allt upp í viku ferð-
irnar sem við höfum verið með,“
segja þau Ólafur og Elísabet.
Byrjaði með bættri
snyrtiaðstöðu
Elísabet segir að þessi viðbót í
ferðaþjónustunni hjá þeim hafi í
raun byrjað fyrir þremur árum. „Þá
byrjuðum við á því að koma fyr-
ir tveimur klósettum fyrir hópana
okkar í mjólkurhúsinu við gamla
fjósið. Þegar við vorum byrjuð á
því varð ekki staðar numið og við
fórum í það að breyta hesthúsinu
í veitingaaðstöðu. Svo kom að því
að við fórum í gistiaðstöðuna núna
í vor og hún verður opnuð á næstu
dögum. Það hefur farið heilmik-
il orka í þessar framkvæmdir hjá
okkur í vor, en við höfum líka
útbúið nýtt gerði hérna við húsin
fyrir hrossin þannig að hægt sé að
nálgast þau hvenær sem er,“ seg-
ir Elísabet. Hún segir að nýta hafi
þurft tímann vel enda þurfi líka að
sinna hópunum sem fara í hesta-
ferðirnar. Þegar blaðamaður var á
ferðinni í síðustu viku var einmitt
á döfinni um helgina að lagt yrði
upp í eina hestaferðina. „Ísland er
reyndar á floti núna í sumar vegna
mestu rigninga skilst mér í 125
ár. Nú eru allir moldarstígar eitt
drullusvað þannig að við förum
núna á Snæfellsnesið, um Löngu-
fjörur, en ég ætlaði reyndar annað
með fólkið,“ segir Ólafur.
Breiðum út faðminn
Jörðin á Breiða ehf. heitir fyrir-
tækið sem þau Ólafur og Elísabet
starfrækja í kringum hestaferð-
irnar og ferðaþjónustuna. Elísa-
bet hefur jafnan farið með Ólafi
í hestaferðirnar en nú er ætlunin
að hún verði meira heimavið að
taka á móti gestum. Þau segja að
allir séu velkomnir á Breiðabóls-
stað, það sé engin skylda að gest-
irnir fari á hestbak. „Við breiðum
bara út faðminn og hingað eru all-
ir velkomnir. Varðandi veitinga-
þjónustuna þá mun það bara þró-
ast eftir því hverju fólk er að sækj-
ast eftir. Það verður einhver fast-
ur grunnur, svo sem súpur, bök-
ur og salöt, en síðan stefnum við
á viðburði og að fá gestakokka til
okkar. Okkur dreymir um að nýta
eldhúsið vel með tíð og tíma og
líka að koma upp góðri baðað-
stöðu með heitum potti og fleiru
hérna við gamla fjárhúsið. Okk-
ar villtustu draumar eru um nú-
tíma „spa“, þar sem boðið yrði upp
á alþjóðlega baðmenningu,“ segir
Elísabet. Hugmyndirnar um „spa-
ið“ eru að nokkru leyti komnar frá
frænda Ólafs, Friðjóni Rafnssyni,
sem er í heimsókn og að hjálpa
til á Breiðabólsstað ásamt sænskri
konu sinni. Friðjón hefur stundum
liðsinnt í hestaferðunum en býr og
starfar í Stokkhólmi í Svíþjóð við
leiktjaldahönnun. Hann vill inn-
leiða japanska baðmenningu, svo-
kallað Yasuraki á Breiðabólsstað.
Sama fólkið kemur
aftur og aftur
Þau Ólafur og Elísabet fluttu á
Breiðabólsstað fyrir um 15 árum
en voru þá reyndar að koma heim
frá námi í Danmörku. Ólafur segir
að hestaferðirnar hafi alla tíð not-
ið mikilla vinsælda. „Fólk er glatt
og skemmtilegt í ferðunum með
okkur. Ég er með þægilega og ljúfa
hesta við allra hæfi, þannig að fólk
þarf ekkert að vera mikið vant hest-
um til að koma í ferðir með okk-
ur. Við pössum upp á að hafa nóg
að borða handa okkar fólki og það
er líka hugsað fyrir sérþörfunum ef
þær eru, til dæmis ef í hópnum er
grænmetisæta og við erum t.d. líka
með te í ferðunum því ekki vilja all-
ir kaffið. Það er okkar reynsla að ef
nóg er að borða og húsaskjól gott
að kvöld- og næturlagi, þá líður öll-
um vel. Mikið er um að sama fólk-
ið komi aftur og aftur í ferðir hjá
okkur og það dregur gjarnan með
sér vini og kunningja. Það er með
þetta eins og allt annað í ferðaþjón-
ustunni að fólk trúir betur lýsing-
um þeirra sem hafa upplifað við-
burðinn en einhverju sem stendur
í auglýsingabæklingi,“ segir Ólafur.
Hann segir að áfram verði lengri
hestaferðum sinnt frá Breiðabóls-
stað þrátt fyrir þessa viðbót í ferða-
þjónustunni. „Nú verður sjálfsagt
talsvert um að fólk komi til að fá
að skreppa á bak eða jafnvel til að
horfa á hestana. Við verðum með
hestaleigu, teymum undir börnum
og förum svo í styttri ferðir, allt frá
klukkutímaferð upp í hringferð um
dalinn og jafnvel lengri dagsferð-
ir. Þetta verður talsvert fjölbreytt-
ara hjá okkur en áður,“ sögðu þau
Ólafur og Elísabet á Breiðabólsstað
að endingu. Nánari upplýsingar
um ferðaþjónustuna á Breiðabóls-
stað er hægt að nálgast á breidi.is
heimasíðu fyrirtækisins. þá
Þau Ólafur og Elísabet t.h. ásamt gestum þeirra og hjálparhellu Friðjóni Rafnssyni frænda Ólafs og sænskri konu hans og
syni.
Gamla fjósið og hesthúsið á Breiðabólsstað þar sem veitingaaðstaðan er. Ferðaþjónustan á Breiðabólsstað hefur gert út á hestaferðir á vinsælum
reiðleiðum á Vesturlandi.
Fyrsta áning.
Eyrún Jóna Reynisdóttir og Helga Harðardóttir tilbúnar í slaginn.
Í síðasta stoppinu var sungið.
Guðdís Jónsdóttir og Fjóla Lind
Guðnadóttir ánægðar með reiðina.