Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskól-
ans á Bifröst og kona hans Ragn-
heiður Pála Ófeigsdóttir hafa síð-
ustu daga dvalið í sumarfríi í Tyrk-
landi. Vilhjálmur sýndi snarræði á
sunnudaginn þegar þau hjón voru á
ströndinni og sáu að mæðgur voru í
nauðum staddar í sjónum. Vilhjálm-
ur var skjótur til og kom mæðgun-
um til bjargar en þær voru ósynd-
ar. „Ég mun seint gleyma þessu.
Myndin af Villa syndandi í öllum
fötum í höfninni í Izmir mun seint
líða mér úr minni,“sagði Ragnheið-
ur Pála í fésbókarfærslu. Vilhjálm-
ur segist hins vegar ekki hafa drýgt
neina hetjudáð, hann hafi bara
hoppað aðeins í sjóinn.
Ragnheiður Pála lýsir sunnu-
deginum nánar í fésbókarfærslu
sem miklum ævintýradegi í Izmir.
„Þegar við gengum meðfram höfn-
inni í Izmir í dag féll lítil telpa nið-
ur í sjóinn. Mamma hennar sem
var í hefðbundnum klæðnaði trú-
aðra kvenna í síðum fötum og með
blæju á höfði henti sér á eftir henni.
Hvorug kunni að synda. Móður-
inni tókst að troða marvaðann og
halda telpunni uppi en þetta var
spurning um augnablik. Maðurinn
hennar stóð þarna hjá og reyndi að
hjálpa en náði ekki til hennar og
var greinilega ósyndur. Anna Katr-
ín og Villi gerðu sig líkleg til að
fleygja sér út í. Þetta gerðist mjög
hratt. Svo kastaði Villi sér í sjóinn
í öllum fötunum til að bjarga þeim.
Það tókst. Svo synti Villi meðfram
hafnarbakkanum í öllum fötum til
að finna keðju til að koma sér upp
úr,“ segir í færslu Ragnhildur Pála
Ófeigsdóttur. þá
Leki kom að vélarrúmi 60 tonna
makrílveiðibáts, Valþórs GK-123,
klukkan 14:15 á laugardaginn þar
sem hann var staddur hálfa þriðju
mílu vestur af Dritvík á Snæfells-
nesi. Þrír menn eru um borð. Sjó-
björgunarsveitir af Snæfellsnesi
voru þegar sendur af stað og þar
á meðal Björg frá Rifi. Auk þess
voru nærstödd skip og bátar beðn-
ir að sigla á staðinn. Fljótlega kom
fiskibáturinn Ingunn Sveinsdóttir
að Valþóri og skömmu síðar ann-
ar bátur að auki. Biðu menn átekta,
tilbúnir að taka skipverjana þrjá
um borð ef á þyrfti að halda. Þyrla
LHG fór frá Reykjavík til aðstoð-
ar og tók í leiðinni með lensidælur
sem sendar voru frá Grundarfirði
að Arnarstapa. Björgunarbáturinn
og þyrla LHG eru komin á staðinn
um klukkan 15:30 og var þá byrjað
að dæla úr bátnum. Fljótlega náð-
ist gott vald á aðstæðum og biðu
menn þá komu varðskipsins Þórs
sem dró Valþór til hafnar. Veður
var gott þegar óhappið varð; stillt
en skyggni var lítið. mm
Mikill viðbúnaður var meðal björg-
unaraðila á Snæfellsnesi sl. fimmtu-
dagskvöld þegar stærsti frystitogari
íslenska flotans, Kristína EA 410,
strandaði um 13 kílómetra norð-
vestur af Grundarfirði. Klukkan
18:30 hafði skipið tekið niðri á svo-
kölluðum Transaboða. Björgunar-
sveitir á norðanverðu Snæfellsnesi
voru samstundis ræstar út, varð-
skipið Þór sem statt var við Vest-
mannaeyjar hélt af stað auk þyrlu
Landhelgisgæslunnar. Einnig voru
nærliggjandi skip og bátar beðnir
að fara á strandstað og fóru með-
al annars Helgi og Hringur úr
Grundarfirði ásamt smábátum og
björgunarbátum frá Rifi og Grund-
arfirði. Danska skemmtiferðaskipið
Delphin Nassau var statt nærri og
var fyrst á staðinn. Þá fóru slökkvi-
liðsmenn einnig með dælur út að
skipinu enda kom lítilsháttar leki
að því. Var í fyrstu áformað að láta
skemmtiferðaskipið draga togarann
á flot en frá því horfið vegna þungra
strauma. 32 manna áhöfn var um
borð en fljótlega var þó gefið út
að lítil hætta væri á ferðum. Veð-
ur á strandstað var ágætt, stillt en
rigning með köflum. Unnið var af
kappi við losun skipsins af skerinu
og um klukkan 20:40 losnaði það af
strandstað. Það var björgunarskip-
ið Björg frá Rifi sem náði að ýta við
skipinu þannig að það losnaði af
boðanum.
Kristínu var í kjölfarið siglt til
hafnar í Grundarfirði. Um borð
voru 1900 tonn af frystum makríl
sem landað var í frystigeymslu Snæ-
frosts í Grundarfirði. Kafari kann-
aði síðan skemmdir á botni Krist-
ínu en lítilsháttar leki kom að rými
sem geymir fiskileitartæki.
mm/ Ljósm. Alfons Finnsson, Ingi
Hans Jónsson og
Jóhann Skúli Björnsson.
Valþór GK var nýlega seldur til Grindavíkur. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar
þegar verið var að koma makrílveiðibúnaði í bátinn. Ljósm. hb
Skipverjum á lekum makríl-
veiðibáti komið til bjargar
Rektorinn bjargaði
mæðgum frá drukknun
Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst.
Stærsta skip flotans tók niðri á
Transaboða við Grundarfjörð
Hér sést þegar Björgin frá Rifi ýtir við skipinu stjórnborðsmegin og við það losnaði Kristina af skerinu. Ljósm. af.
Einar Þór Strand er formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Snæfellsnesi
en hún tók yfir aðgerðir. Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri til hægri. Ljósm. ihj.
Hluti félaga úr Klakki sem þátt tók í björgunaraðgerðum. Ljósm. ihj.
Þyrla Landhelgisgæslunnar að lenda á bryggjunni. Ljósm. jsb. Í upphafi heimferðar eftir að skipið losnaði. Næst er Krist-
björg SH og fjær hægra megin er Helgi SH. Ljósm. af.
Allt er gott sem endar vel. Hér er verið að binda landfestar í
Grundarfirði. Björgin fylgdi skipinu alla leið. Ljósm. jsb.