Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Hvað finnst þér um aukinn straum erlendra ferðamanna til landsins? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Sigurbjörg Henrysdóttir: Bara gott mál, koma með pen- ing til landsins. Ásgeir Guðmundsson: Fínt, eykur fjölbreytileika mann- lífsins. Jón Páll Leifsson: Gott mál, góðir atvinnumögu- leikar sem fylgja. Árný Margrét Guðmundsdóttir: Æðislegt, það streymir fjármagn til landsins með þeim. Katrín Eva Hafsteinsdóttir: Skemmtilegt, verður meira líf í bænum. Sjónvarpsþátturinn Töfrahetjur tekinn upp í Bíóhöllinni Nýr sjónvarpsþáttur Stöðvar 2, Töfrahetjurnar, mun að hluta verða tekinn upp í Bíóhöllinni á Akranesi í dag, miðvikudaginn 23. júlí. Hald- in verður töfrasýning sem hefst klukkan 19:00 og munu upptök- ur frá henni verða notaðar í þátt- inn sem fer í loftið í haust. Það eru þau Einar Mikael og Viktoría töfra- menn sem sjá um sýninguna og lofa þau frábærri skemmtun. Frítt er inn á sýninguna og fá allir sem mæta gefins galdrabók og dvd-diskana Hókus Pókus og Leyndarmál vís- indanna. Eru allir velkomnir en fólk er beðið um að vera snyrtilegt til fara því myndtökur úr sal verða notaðar í sjónvarpsþáttunum. „Bíóhöllin er magnaður staður og okkur fannst tilvalið að taka þar upp efni fyrir þáttinn. Vinir Hall- arinnar eiga heiður skilinn fyrir að hugsa vel um staðinn en þeir hafa hjálpað okkur mikið við sýning- ar áður. Sýningin verður frábær og vonandi náum við að fylla Bíóhöll- ina og gera úr þessu gott sjónvarps- efni,“ segir Einar Mikael töframað- ur í samtali við Skessuhorn. jsb Frammistaða karlaliðs ÍA í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu hefur heilt yfir verið með ágætum í sum- ar og hún væntanlega staðið undir væntingum flestra stuðningsmanna liðsins. Ekki síst hefur vakið athygli framganga Garðars Gunnlaugs- sonar sem hefur skorað tíu mörk í jafnmörgum leikjum í deildinni, en Skagamenn hefur einmitt vantað tíu marka mann síðustu árin. Garðar er sem stendur markakóngur deild- arinnar. Ljóst er að frammistaða hans hefur dregið inn ófá stigin hjá Skagaliðinu í sumar og kveikt von- ir um að liðið nái sæti í deild þeirra bestu að nýju næsta vor. „Ég hef fulla trú á því að okkur takist það. Ég er sannfærður um að við erum með besta liðið í deildinni. Það hef- ur aðeins vantað upp á stöðugleik- ann hjá okkur sem við verðum að laga í seinni umferðinni. Við höf- um verið sjálfum okkar verstir í ein- staka leikjum og það verður algjör- lega undir okkur sjálfum komið hvort við náum takmarkinu að spila í Pepsídeildinni á næsta ári,“ sagði Garðar í spjalli við Skessuhorn fyr- ir helgina, áður en liðið fór á Selfoss í fyrsta leik seinni umferðar í deild- inni. Þá var hann nýlega búinn að framlengja samning sinn við ÍA um tvö ár, sem gert var að frumkvæði stjórnar KFÍA sem gjarnan vill njóta krafta hans áfram. Langt og erfitt meiðsla- tímabil Garðar er sem kunnugt er Akurnes- ingur að uppruna og lék með ÍA lið- inu á unglingsárum. Hann kom síð- an heim úr atvinnumennsku haust- ið 2011. Þá hafði hann í nokkurn tíma átt við erfið meiðsli að stríða og var í sjúkrameðferð við brjósklosi í baki þegar hann kom til ÍA liðsins. Eftir að hafa náð þokkalegum bata á vormánuðum 2012 tognaði hann rétt fyrir mót og var að berjast við meiðsli fram eftir sumri. Hann náði engu að síður að skora nokkur mörk fyrir ÍA það sumar í Pepsídeildinni. Síðan kom í ljós eftir tímabilið 2012 að Garðar var kviðslitinn og gekkst undir aðgerð við því í byrjun vetrar. Það sama gerðist síðan korteri fyrir mót vorið 2013 að Garðar tognaði og missti af fyrstu leikjunum með ÍA liðinu. Garðar segir að það sé í raun frá júlímánuði í fyrra sem hann hafi getað einbeitt sér að fullu við æfing- ar vegna meiðslatímabila þar á und- an. „Ég æfði mjög vel síðasta vetur og hef verið í fínu formi núna síðasta árið,“ segir hann. Vildi sanna sig sem fót- boltamaður Ekki var eining innan þáverandi stjórnar Knattspyrnufélags ÍA síð- asta haust hvort Garðar yrði áfram á samningi hjá félaginu. Garðar lét hins vegar í ljósi fullan hug á því að halda áfram að spila fyrir ÍA. „Það tókst með herkjum að halda í samn- inginn,“ segir Garðar og brosir. „Ég taldi mig ekkert síður en aðrir liðs- menn bera ábyrgð á því að liðið féll úr Pepsídeildinni. Ég vildi gjarnan fá tækifæri til að hjálpa til við það að koma liðinu upp um deild aft- ur. Meiðslavesenið hafði tekið sinn toll hjá mér og mér hafði ekki gef- ist tími til að sanna það bæði fyrir sjálfum mér og bæjarbúum á Akra- nesi að ég væri fótboltamaðurinn sem væntingar stóðu til að ég væri. Maðurinn sem dragi vagninn með því meðal annars að skora mörk fyr- ir félagið. Núna er ég líka kominn á það aldursskeið, orðinn 31 árs, að ég er orðinn einn af leiðtogum liðs- ins. Ég lít raunverulega á mig í nýju hlutverki í Skagaliðinu að því leyti,“ segir Garðar. Nýtur þess að spila fyrir ÍA Spurður hvort hann njóti þess að spila með ÍA liðinu segir Garðar að hann geri það virkilega og nýi samn- ingurinn undirstriki það að honum finnist grasið ekki grænna hinum megin. „Andinn í hópnum er virki- lega skemmtilegur, eins góður og ég held hann geti orðið. Ég nýt þess al- veg í botn að spila og mun gera mitt besta að hjálpa til við að takmark- ið hjá okkur náist að komast upp úr deildinni í haust. Hver leikur verð- ur erfiður í spennandi keppni í mjög jafnri deild. Ég held þó að við sjálf- ir séum okkar „versti“ andstæðing- ur. Þetta er allt undir okkur sjálf- um komið,“ sagði Garðar og var þar með rokinn inn á fund á síðustu æf- ingu fyrir leik. þá Einar Mikael er landsþekktur töframaður. Hann sést hér framkvæmda ótrúlegt töfrabragð þar sem hann lætur Viktoríu svífa í lausu lofti. Garðar á skotskónum fyrir Skagamenn Garðar á örugglea eftir að spila marga leikina á Akranesvelli og skora ófá mörkin. Garðar og félagar fagna sigurmarkinu gegn Selfossi í fyrsta leik mótsins í vor. Garðar fylgir vel eftir aukaspyrnu Jóns Vilhelms Ákasonar þar sem boltinn rataði í mark HK í sigurleik í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.