Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ í Grundarfirði hefst formlega á morgun fimmtudag og stend- ur fram á aðfararnótt sunnudags. Þetta er í sextánda sinn sem hátíð- in er haldin en núna í ár er hald- ið upp á 15 ára afmæli hátíðarinnar, enda gleymdist það í fyrra, að sögn Baldurs Rafnssonar sem er með- al þeirra sem unnið hafa að skipu- lagi hátíðarinnar. Baldur segir að jafnan hafi gamlir Grundfirðingar verið duglegir að koma á hátíðina, en lagt er upp með hana sem hátíð fyrir heimamenn og gesti þeirra og „Á góðri stund“ ekki mikið auglýst núna frekar en vanalega. Eins og jafnan verður hvert hverfi með sínum lit í Grundarfirði hátíðardagana. Hverfaskreytingar verða á fullu á fimmtudag og þann dag býður Samkaup til grillveislu í veislutjaldi. Harmonikkuhljómar verða á grillsvæðinu og um kvöld- ið munu síðan grundfirskir hljóm- listarmenn og -konur leika og hita upp mannskapinn, sem og að Laddi sjálfur mun skemmta ungum sem öldnum. Á föstudag verður Opna Soffamótið í golfi á Bárarvelli og seinna um daginn froðu gaman fyrir börnin í boði Saltkaupa. Fótbolta- leikur verður svo um kvöldið þar sem Grundfirðingar taka á móti Grenvíkingum í 3. deildinni og frítt er á völlinn. Þá verður einnig ball með Jóhönnu Guðrúnu og hljóm- sveit. Á laugardag verður ýmislegt til skemmtunar m.a. töfranáms- skeið herra Einars Mikaels töfra- manns í Samkomuhúsinu og fiski- súpa Lionsklúbbs Grundarfjarðar í hádeginu. Hátíðardagskrá verður síðan eftir hádegið þar sem Gunni og Felix verða kynnar og margt til skemmtunar, m.a. mun ungt heimafólk stíga á stokk og Selma Björns og Friðrik Ómar loka dag- skránni með alvöru Júrórvisjón dúndri. Skrúðgöngur verða síð- an um kvöldið og bryggjuball með Aroni og félögum. Þá verður stór- dansleikur með Sálinni hans Jóns míns í risatjaldinu og dansað fram á rauða nótt í Grundarfirði. þá Þess er nú minnst í Noregi að 200 ár eru liðin frá því að stjórn- arskrá landsins var staðfest á Eids- voll 1814. Hún telst til elstu stjórn- arskráa Norðurlandanna og af til- efninu eru nú hátíðahöld um allan Noreg og teygja sig nú til Reyk- holts í Borgarfirði þar sem hátíð- ardagskrá verður á laugardaginn þegar Reykholtshátíð stendur sem hæst. Snorri Sturluson er órjúfan- legur hluti af sjálfstæðisbaráttu Noregs því með skrifum sínum í Heimskringlu um norsku konung- ana staðfesti hann mikilvægan þátt í sögu landsins, sem að öðrum kosti hefði glatast. Efni dagskrárinn- ar í Reykholtskirkju á laugardag- inn hefst klukkan 13. Þar fara sam- an ávörp, erindi og tónlist í hönd- um tónlistarfólks Reykholtshátíðar sem helgast af þessu tilefni af hlut Snorra Sturlusonar í sögunni. Lars Tvete, ræðismaður Íslands í Þránd- heimi afhendir þar Snorrastofu gjöf Norðmanna á eftirgerð af legsteini Skúla jarls, en hann átti beinan þátt í að Snorri var sæmdur norskri jarlstign á sínum tíma. Ávörp flytja Björn Bjarnason for- maður stjórnar Snorrastofu, Ole- mic Thommessen forseti Stór- þingsins og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Þá flytja nokkr- ir einstaklingar erindi. Jon Gunnar Jørgensen flytur erindið „Inspira- sjon fra sagaene på Eidsvoll 1814.“ Knut Ødegård flytur erindið „Noen tanker om maskulinitetsideal og homofobi i eddaens gudedikt“ og Steinar Bjerkestrand flytur erindið „Vår kristne og humanistiske arv. Arven fra Nidaros.” Þá mun Óskar Guðmundsson flytja erindið „Ven- ner helt til döden. Nogle tråder i forholdet mellem Skule jarl, hertug og konge - og hans ven og komp- agnion Snorre Sturlason skjald - og jarl - i Island“. Boðið verður til veitinga í Finns- stofu inn af sýningarsal Snorra- stofu á jarðhæð. Dagskrárslit verða í höndum sendiherra Noregs á Ís- landi, Dag Wernø Holter og dag- skrárstjóri verður sr. Geir Waage. Dagskráin er öllum opin og er að- gangur ókeypis. -fréttatilkynning Það hefur verið margt um góða gesti í Frystiklefanum í Rifi í sum- ar. Næstkomandi föstudag, 25. júlí, munu Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson tvímenna í Frystiklefann og slá upp fjöl- breyttu skemmtikvöldi með bin- góívafi. Ólafía Hrönn hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenn- ingum fyrir leiklist, söng og dans. Þrátt fyrir það kann Þorsteinn Guðmundsson fleiri brandara en hún. Margur kann að spyrja sig hvern- ig hægt er að koma fyrir jafn mörg- um dagskrárliðum og auglýstir eru á einu kvöldi. Ólafía útskýrir: „Við höfum verið að ferðast með þessa sýningu um landið og fólk hef- ur ótrúlega gaman að þessu. Þarna er blandað saman uppistandi, leik- þáttum, upplestri, tónlist, gríni og glensi. Skellt verður í bingó inn á milli. Þegar fólk kaupir sig inn fær það bingóspjald í kaupbæti og á þar með möguleika á vinningi. Inn á viðburðinn kostar 2500 krónur og hefst hann klukkan átta að kvöldi, en miða er hægt að panta á ný- uppfærðri heimasíðu Frystiklefans: www.frystiklefinn.is mm Haldnir verða orgel- og söngtón- lekar í Reykholtskirkju þriðju- daginn 29. júlí kl. 20. Leif Mart- inussen organisti og tónskáld, Ole Reuss Schmidt organisti og kór- stjórnandi og Svafa Þórhallsdóttir söngkona flytja orgelverk og verk eftir Leif Martinussen og einning verða fluttar nokrar einsöngsperl- ur. Leif Martinussen starfar sem organisti og lauk kantorprófi frá Konunglega Tónlistarháskólan- um í Kaupmannahöfn. Meðfram starfi sínu sem organisti er hann virkt tónskáld og hafa verk hans verið flutt víða í Evrópu og Amer- íku. Hann semur aðallega tónverk fyrir orgel, kór og söng við kirkju- lega texta. Ole Reuss Schmidt lauk kant- orprófi frá Tónlistarháskólanum í Esbjerg. Hann starfar í dag sem organisti og kórstjórnandi. Einnig er hann virkur einleikari og starf- ar sem tónskáld. Ole Reuss hefur farið víða með kórana sína, bæði í Evrópu og Suður- og Norður- Ameríku. Svafa er fædd í Reykjavík. Hún lauk blásarakennaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Nú leggur Svafa stund á söng við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Hún starfar sem tónlistarkennari og er virkur ein- söngvari m.a. í kirkjum í Kaup- mannahöfn. -fréttatilkynning Bæjarhátíðin Reykhóladagar hefst með pompi og prakt annað kvöld, fimmtudag og stendur hátíðin fram á helgina, en aðal dagskrárdag- ar verða að þessu sinni föstudagur og laugardagur. Varla verður ann- að sagt en dagskrá hátíðarinnar sé allfjölbreytt að þessu sinni. Með- al dagskrárliða á fyrsta degi há- tíðarinnar á fimmtudag má nefna miðnæturtónleika með hinni ást- sælu hljómsveit Spöðum á Báta- og hlunnindasýningunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Spaðar leika á meginlandi Reykhólahrepps en þeir hafa alloft spilað í Flatey við miklar vinsældir. Umsjónarmaður byggðahátíðarinnar Reykhóladaga er Þorkell Heiðarsson og er dag- skrá fyrir hátíðina tilbúin. Um hádegisbil bæði á föstu- dag og laugardag verður boðið til súpu á nokkrum stöðum. Á föstu- deginum verður m.a. kassabílarall og þrautabraut hverfanna. Opið hús verður hjá Norðursalti seinni- part dagsins og m.a. keppt í salt- pökkun. Spurningakeppni verð- ur síðan í íþróttahúsinu um kvöld- ið. Á laugardag verður síðan keppt í þarabolta á sparkvellinum, sem og í dráttarvélaakstri og dráttarvélafimi. Um miðjan daginn verður dagskrá við Sjávariðjuna, þar sem fjárrekst- ur fer fram og rúningur með gamla laginu. Grillveisla verður fyrir yngri kynslóðina og síðan veisla í íþróttahúsinu um kvöldið þar sem leikarinn Halldór Gylfason verður veislustjóri. Að veisluhöldum lokn- um verður stiginn dans í íþrótta- húsinu við undirleik hljómsveitar- innar Kopars. Dagskrá Reykhóla- daga lýkur síðan á sunnudag með vatnsboltafjöri í Grettislaug og léttmessu í Reykhólakirkju. Búist er við að gamlir íbúar Reykhólahrepps og nágrennis leggi leið sína á Reyk- hóladaga og skemmti sér með sín- um gömlu sveitungum. þá Þessi litli snáði undi sér vel í fjar- stýrða bílnum sínum þegar ljós- myndari hitti hann og foreldrana við leikskólann í Grundarfirði í lið- inni viku. Drengurinn heitir Ca- sper og var hann hæst ánægður með hlutskipti sitt. Ljósm. sk. Frá Reykhóladögum á síðasta ári. Ljósm. ekg. Reykhóladagar um næstu helgi Skemmtiatriði rauða hverfisins á hátíðinni í hitteðfyrra. Ljósm. tfk. Fimmtán ára afmælishátíð „Á góðri stund“ í Grundarfirði Ungir í umferðinni Lolla og Steini taka stefnuna á Frystiklefann Orgel- og söngtónleikar í Reykholti Hátíðardagskrá Snorrastofu og norska sendiráðsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.