Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Aflatölur fyrir
Vesturland
12. - 18. júlí.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 17 bátar.
Heildarlöndun: 25.639 kg.
Mestur afli: Kári AK: 9.615
kg í þremur löndunum.
Arnarstapi 31 bátur.
Heildarlöndun: 94.636 kg.
Mestur afli: Ingibjörg SH:
12.959 kg í þremur löndun-
um.
Grundarfjörður 34 bátar.
Heildarlöndun: 287.570 kg.
Mestur afli: Baldvin NC:
165.168 kg í einni löndun.
Ólafsvík 56 bátar.
Heildarlöndun: 192.244 kg.
Mestur afli: Brynja SH:
22.188 kg í sex löndunum.
Rif 32 bátar.
Heildarlöndun: 122.979 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
24.953 kg í fjórum löndun-
um.
Stykkishólmur 29 bátar.
Heildarlöndun: 54.116 kg.
Mestur afli: Fjóla SH: 9.114
kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Baldvin NC – GRU:
165.168 kg. 16. júlí
2. Björgúlfur EA – GRU:
58.664 kg. 18. júlí
3. Hringur SH – GRU:
51.738 kg. 15. júlí
4. Helgi SH – GRU:
41.351 kg. 17. júlí
5. Helgi SH – GRU:
39.235 kg. 14. júlí
mþh
Ekki tapa þér!
LANDIÐ: Knattspyrnu-
samband Íslands kynnti í
gær nýtt verkefni sem ætl-
að er til baráttu gegn nei-
kvæðri hegðun áhorf-
enda á knattspyrnuleikjum
hér á landi. Átakið heitir
„Ekki tapa þér“ og er lýst
sem samfélagslegu verk-
efni. Markmið þess er að
útrýma neikvæðri hegð-
un áhorfenda, ekki síst for-
eldra, gagnvart leikmönn-
um og dómurum og þá sér-
staklega í yngri flokkum
knattspyrnunnar. Hvetja á
fólk til umhugsunar um að
hegðun áhorfenda á vell-
inum skipti miklu máli.
Ekki bara gagnvart iðkend-
um heldur einnig dómur-
um. Börn læri það sem fyr-
ir þeim er haft og því mið-
ur sé þetta algengt vanda-
mál um allan heim. Þetta
séu börn sem eru að leik og
þau eigi að geta notið sín
án þess að þola slíka hegð-
un. Frekari upplýsingar um
átakið má finna á „ekki-
tapa.is.“ Þar á meðal aug-
lýsingu sem unnin var fyrir
sjónvarp. -mm
Víkingur Ó.
fær nýjan leik-
mann
SNÆFELLSBÆR: Vík-
ingur frá Ólafsvík hefur
nú fengið til sín nýjan leik-
mann, Alejandro Vivancos
Guinart frá Spáni. Guin-
art gekk til liðs við Ólafvík-
urliðið 18. júlí og var kom-
inn með leikheimild dag-
inn eftir. Hann var því í
leikmannahópi Víkings Ó.
í leiknum gegn KA 19. júlí
og kom inn á 79. mínútu.
Liðum sem leika á Íslands-
mótinu í knattspyrnu er nú
heimilt að kaupa og selja
leikmenn og verður leika-
mannaglugginn opinn til 1.
ágúst. -jsb
Flatskjá og
kaffikonu stolið
LBD: Innbrot og þjófn-
aður í sumarbústað í Galt-
arholtslandi í Borgarfirði
var meðal mála sem til-
kynnt voru til lögreglunn-
ar í Borgarfirði og Dölum í
liðinni vik. Þaðan var stol-
ið flatskjá og kaffikönnu.
Þá var sexhjóli stolið frá
Íþróttamiðstöðinni í Borg-
arnesi, en það er nú kom-
ið í leitirnar. Tilkynnt var
um fjögur óhöpp þar sem
ekið var á búfé. Tvö önnur
umferðaróhöpp urðu í um-
dæminu í vikunni. Í öðru
þeirra urðu meiðsli á fólki
en ekki alvarleg. Fjórir
ökumenn voru kærðir fyrir
of hraðan akstur í vikunni.
–þá
Erlent flutningaskip kyrrsett á Grundartanga
Flutningaskipið Jana var kyrrsett
á Grundartanga í rúman vikutíma
á dögunum en losað var um kyrr-
setningu skipsins sl. fimmtudag.
Skipið kom með kol frá New Or-
leans í Bandaríkjunum mánudag-
inn 7. júlí og var þá kyrrsett að
kröfu Samgöngustofu vegna bilun-
ar í búnaði, svokölluð austurdæla
var í ólagi. Þá voru meiningar um
að skipið væri rétt skráð. Úr hvoru
tveggja var búið að leysa þegar skip-
ið fór frá Grundartanga á fimmtu-
dagskvöld, en það er skráð frá eyju
í Karabíska hafinu sem er hollensk
nýlenda. Eigandi þess er þýskt fé-
lag og útgerðin sú sama og átti skip
sem kyrrsett var í Reyðarfjarðar-
höfn fyrir mánuði vegna vangold-
inna launa til skipverja. Launa-
mál skipverja á Jönu voru líka í
ólestri og gætti Jónas Garðarsson
framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bands Íslands hagsmuna skipverja
sem eftirlitsfulltrúi Alþjóða flutn-
ingaverkamannasambandsins, ITF.
Þegar skipið var kyrrsett á Grund-
artanga voru útistandandi tveggja
mánaða laun. Áður en Jana fór frá
Grundartanga höfðu skipverjar
fengið greidd laun fyrir maímán-
uð og fengið tryggingu fyrir því að
laun fyrir júní yrðu greidd á næstu
dögum. Ellefu eru í áhöfn Jönu,
flestir frá Úkraínu.
þá
Jana við bryggju á Grundartanga sl. fimmtudag um það leyti sem skipið losnaði úr kyrrsetningu. Ljósm. þá
Hreinsa grásleppunet milli tarna í beitningunni
Sjaldan fellur verk úr höndum
þeirra Láru Hallveigar Lárusdótt-
ur og Bylgju Drafnar Jónsdóttur.
Á milli þess sem þær eru ekki að
vinna við beitningu nota þær tím-
ann til að yfirfara grásleppunet-
in fyrir bátinn Álf SH frá Ólafsvík.
Oft fara grásleppunetin illa í sjó og
getur því verið erfitt að skera þau af
teinunum. Þær stöllur láta það ekki
fara í taugarnar á sér og brosa bara
og hafa gaman af.
af
Strandveiðum á svæði A lauk 14. júlí
Strandveiðum í júlí á svæði A, frá
Snæfellsnesi til Súðavíkur, lauk
þriðjudaginn 14. júlí. Fjöldi báta
aflaði vel á Breiðafirði einkum síð-
ustu tvo veiðidagana. Á meðfylgj-
andi mynd er Davíð Óli Axelsson
sjómaður. Hann kvaðst kampakátur
með þessa fáu daga sem veiðin stóð
yfir. Aflinn var góður hjá Óla sem
rær á Krístínu Hálfdánar ÍS sem
rær frá Rifi. Strandveiðum á svæði
B, fyrir norðanverðu landinu, lauk
á fimmtudaginn samkvæmt reglu-
gerð ráðuneytisins og kynnt var á
vef Fiskistofu.
mm/ Ljósm. af.
Framkvæmdir hafnar við götu á Sólmundarhöfða
Síðastliðinn miðvikudag hófust
framkvæmdir við gerð götu frá Inn-
nesvegi á Akranesi niður að Sól-
mundarhöfða, rétt við norðurhlið
Höfða hjúkrunar- og dvalarheim-
ilis. Til þessa hefur verið bráða-
birgða akstursleið þar sem gatan
nýja kemur. Auk malbikaðrar götu
verða einnig gerð nokkur bílastæði
meðfram henni að norðanverðu
og jarðvegsskipti því umtalsverð.
Áætlað er að verkinu muni ljúka í
septemberlok. Verktaki er Véla-
leiga Halldórs Sigurðssonar sem
var með lægra tilboðið af tveimur
sem bárust þegar verkið var boðið
út á liðnu vori. Tilboð VHS var að
upphæð 46,5 milljónir króna aðeins
yfir kostnaðaráætlun sem var 45,2
milljónir.
þáUnnið að framkvæmdum við götuna niður á Sólmundarhöfða.