Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Makrílverðtíðin er nú í fullum gangi á Snæfellsnesi. Í sumar verð- ur makr íll unninn á þremur stöð- um, ýmist á vöktum eða eftir því hvernig bátarnir fiska. Ekki eru nema nokkur ár síðan makríll fór að sjást við Íslandsstrendur en hann er nú veiddur í stórum stíl og skapar mikla atvinnu fyrir fólk sem vinn- ur í sjávarútvegsgreinum. Makríll verður að þessu sinni ekki unninn á Akranesi í sumar þar sem vinnsla Um 50 makrílbátar landa í Snæ- fellsbæ um þessar mundir en út- gefin leyfi til krókamakrílveiða eru 117 í landinu. Hafrún Ævarsdóttir hafnarvörður í Ólafsvík segir í sam- tali við Skessuhorn að afli bátanna sé að aukast og eru þeir aflahæstu að landa um 11-12 tonnum eft- ir daginn og því tölvuvert að gera í höfnum í Snæfellbæ vegna þessa. Oft myndast löng löndunarbið þegar bátarnir komi drekkhlaðnir að landi. Gunnar Bergmann Trausta- son sölustjóri hjá Frostfiski segir að þetta sé allt komið í rugl. „Við höfum ekki undan að vinna þenn- an afla sem er að berast á land og erum í vandræðum með að fá kaup- endur að þeim afla sem við náum ekki að vinna sjálfir. Frystigeta okk- ar í Þorlákshöfn er 30 tonn á sólar- hring og unnið allan sólarhringinn í að frysta makrílinn,“ segir Gunn- ar. Hann segir að Frostfiskur verði að leigja frystiaðstöðu annarsstaðar til þess að koma öllum þessu afla í frost, þrátt fyrir að frystiskip komi reglulega til þess að taka frá fyrir- tækinu. Gunnar segir það ekki mik- ið mál að selja frystan makríl og sel- ur fyrirtækið hann til Rússlands og Úkraínu. „Við ætluðum að taka þessu rólega fram í ágúst og tókum að okkur að kaupa afla frá 12 bátum, en aflabrögð núna eru miklu betri en á sama tíma í fyrra. En vanda- málin eru til að leysa þau,“ sagði Gunnar brosandi og var rokinn til að sinna bátum sínum í Ólafsvík. Meðfylgjandi myndir eru frá löndun og löndunarbið í Ólafsvík sl. mánudag. af Mun meiri makrílafli en menn áttu von á Makríllinn er gríðarleg búbót í vinnslunni á Snæfellsnesi á þorski hefur aukist. Blaðamaður heyrði hljóðið í nokkrum vinnslu- aðilum á Vesturlandi. Vinna makríl frá smábátum í Rifi Starfsmenn Sjávariðjunnar í Rifi hófu sína vertíð 6. júlí síðastliðinn. „Þetta er fjórða sumarið sem við vinnum makríl í Sjávariðjunni og stefnt er að því að vinna hann fram að verslunarmannahelgi. Við byrj- um á því að flokka allan makrílinn sem berst til okkar í þrjá flokka eft- ir stærð. Að því loknu er makríllinn heilfrystur, annað hvort í lausfrysti eða í pönnum. Við höfum verið að flaka makríl síðustu sumur en það er óvíst hvort við gerum það í sum- ar. Það verður þá ekki fyrr en und- ir lok vertíðarinnar. Við fáum all- an okkar makríl frá smábátum en við erum með þrjá báta á veiðum og er fiskurinn frá þeim mjög góð- ur. Við vinnum svo eftir þörfum en það getur verið á öllum tímum sól- arhringsins. Nú eru þrettán manns á vertíðinni og það er góð stemn- ing hér hjá okkur. Hjá okkur hefur verið lokað frá 14. júní fram að ver- tíðinni, svo að makríllinn er frábær sumarvinna fyrir fólk á svæðinu,“ segir Guðrún Hreinsdóttir, verk- stjóri Sjávariðjunni í Rifi. Unnið allan sólarhring- inn í Grundarfirði Makrílvertíðin er einnig í fullum gangi hjá G.Run í Grundarfirði. „Makrílvinnslan hófst hjá okkur 14. júlí og verður fram að verslunar- mannahelgi. Hér er unnið allan sól- arhringinn á tólf tíma vöktum þar sem um 50 tonn eru verkuð á hverj- um degi. Það eru tvær 20 manna vaktir sem sjá um að vinna makríl- inn en hann er hausaður, hreinsað- ur, frystur í pönnum og loks pakk- aður. Þetta er mikil vinna fyrir fólk- ið á staðnum og því mjög ánægju- legt. Við látum starfsmenn rótera milli verkefna svo fólk þurfi ekki að vinna sama verkið langtímum sam- an. Þetta er fimmta sumarið sem við vinnum makríl og er fiskurinn feit- ur og fallegur í ár. Það er oft mikil stemning sem fylgir vertíðum sem þessum og hér fara alltaf nokkrir að syngja þegar þeir eru orðnir þreytt- ir,“ segir Runólfur Guðmundsson, verkstjóri hjá G.Run um makrílver- tíðina í Grundarfirði. Byrja seint í Stykkishólmi Í Stykkishólmi byrjaði vertíðin á mánudaginn hjá Ágústson ehf. en fram að því voru starfsmenn fyrir- tækisins að frysta grásleppu. „Ver- tíðin byrjar seinna hjá okkur vegna þess að við áttum enn eftir að klára grásleppuna sem við áttum inni. Makrílinn verður heilfrystur hjá okkur en það á eftir að koma í ljós hvort unnið verður á vöktum eða ekki. Það fer einfaldlega eftir því hvað við fáum mikið af hráefni til að vinna með og hversu mikið af fólki við fáum til að vinna á vertíð- inni,“ segir Magnús Bæringsson, framleiðslustjóri Ágústson í Stykk- ishólmi. Enginn makríll unninn á Akranesi í sumar Engin vinnsla verður á makríl í frystihúsi HB Granda á Akranesi í sumar. Starfsmenn HB Granda hafa undanfarin þrjú sumur unnið makríl á Akranesi en vegna aukn- ingar í þorskvinnslu á Akranesi verður makríllinn aðeins unninn á Vopnafirði þetta sumarið. „Mak- ríll verður veiddur af ísfisktogur- unum okkar, samkvæmt reglugerð, en einungis landað á Vopnafirði. Vinnslan á þorski á Akranesi hef- ur tvöfaldast á þessu ári, var tvö til þrjú þúsund tonn en er komin í sex til sjö þúsund tonn á ári. Við eigum nóg eftir af kvóta til að vinna þess- ar vikur sem makríllinn var gjarnan unninn í áður. Gott verð fæst fyr- ir þorsk í dag og var því ákveðið að stöðva ekki þorskvinnsluna á Akra- nesi í sumar,“ segir Þröstur Reynis- son, vinnslustjóri í landvinnslu HB Granda í samtali við Skessuhorn. jsb Kristleifur Lúðvíksson, starfsmaður Sjávariðjunnar í Rifi að raða makríl á laus- frysti.Makríl raðað í hausarann hjá G.Run. Makríll lausfrystur í frystihúsi HB Granda á Akranesi síðasta sumar. Þar verður ekki gert hlá á þorskvinnslu þetta sumarið og makríll HB Granda skipanna því sendur á Vopnafjörð. Makríllinn í ár er feitur og fallegur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.